Nýr Stormur - 21.01.1966, Side 11
FÖSTUDAGUR 21. janúar 1966.
11
GUNNAR HALL:
Þættir Or stjórnmálasögu
íslands eftir árið 1900
Þingmálafundur Eyfirðinga
8. júní 1907
Ræða Hannesar Hafstein,
ráðherra um sambandsmálið.
þá var það ráð, að sögn, fastn
að, að snúa við blaðinu, láta
nú stjórnarflokkinn einan um
hituna, neita að taka við kosn
ingu* í nefndina og láta hana
klára súpuna eins og búið var
að salta hana, fyrst ekki lán-
aðist að hinir yrðu einir um
endurbótakröfurnar frá byrj-
un. Mundi slíkt ekki vera á-
fætis leikur á borði: upplagð-
ur peðrífur hvernig sem leik-
ið væri? Ef meiri hlutinn
heyktist við það að minni hlut
inn neitaði að ganga í nefnd-
ina, var þá ekki upplagt að
segja: Hvílík stjórn, hvilík
ræfils stjórn, sem ekki hefir
einu sinni svo mikið fylgi hjá
sínum eigin flokksmönnum að
hún geti fengið eina 6 menn
af sínum flokki, til þess að
ganga í undirbúningsnefnd,
er konungur vill skipa til þess
að athuga og undirbúa mikils
varðandi málefni. Hún verð-
ur strax að fara frá! Burt
með hana í þingræðisins
nafni!
En ef meirí hlutinn heykt-
ist nú ekki, og tilnefndi þá
aðra góða menn úr sínum
flokki í skarðið, þá var tvent
til: Annaðhvort myndi árang
urinn enginn verða, ekkert
samkomulag nást, og var þá
ekki gefið að skella skuldinni
á heimastjórnarflokkinn fyrir
ódugnað, ræfilshátt og vesal-
dóm, að geta engu fram kom-
ið? Eða þeir kæmu sér sam-
an við Dani um einhverjar
tillögur, þar sem ekki væri
framgengt öllum ýtrustu kröf
um, sem þeir allra yngstu af
íslands pólitísku unglingum
hefðu hleypt af stokki. Þá
væri ekki vandinn á: Innlim-
un, föðurlandssvik, ofurselt
fósturlandið, öllu liði fylgt til
að verja landið fyrir slíkum
háska, hversu miklar réttar-
bætur fyrir ísland sem tillög-
urna,r hefðu annars að geyma.
En til þess að fóðra það, að
menn sem í fyrra töldu það
landsins mesta velferðarmál
að fá þessa nefnd skipaða
sem fyrst, skerast nú úr leik,
kvað þingrofakrafan vera
fundin upp. Þegar áskoran-
irnar fóru svona herfilega, að
ekki fékst nema einn hrepp-
ur, kvað það ráð hafa verið
tekið af flokkstjórn að senda
út tillögur til þingmálafund-
arályktana þess efnis að
%nn.
skora á þingið að kjósa enga
í nefndina og loks kvað Þing-
vallafundurinn vera boðaður
í því' skyni að fá þar ályktun
einhverra yfirþingmanna um
það sama, að enga menn eigi
að tilnefna af íslands hálfu.
Þá á að vera fenginn nægur
þjóðlegur grundvöllur fyrir
því að ganga á bak orða sinna
í þessu efni og bætt úr þeim
sára skorti á rifrildisefni og
eldkveikju sem annars hefði
mátt óttast við kosningarnar
til þings næsta ár.
Eg tek það enn fram að ég
trúi því ekki um neina þing-
menn að þeir taki þetta ráð
hvort sem það eða eitthvað
þvílíkt kann að hafa sveimað
í einhverjum ritst j óraheila
eða ekki, enda væri það eitt-
hvert ódrengilegasta bragðiff,
sem enn hefði komið fyrir í
íslenzkri pólitík, og illa væri
gert að ginna grandalausa og
heiðarlega kjósendur til þess
að vera óvitandi meðleikend-
ur í slíkum leik þar sem helg-
ustu mál landsins værú höfð
að leiksoppi til þess að kom-
ast „í borg“.
Konungskoman 1907
Að morgni þess 30. júlí
sigldu konungsskipin inn á
Reykjavíkurhöfn. í fylgd kon
ungs voru 40 danskir ríkis-
þingmenn. Hátíðahöldin fóru
mjög vel fram og urðu lands-
mönnum til sóma. Hér verður
ekki rakinn heimsókn kon-
ungs og ferðalag, nema að
þvi leyti sem snýr að stjórn-
málalegu hlið fararinnar.
Sambandslaganefndin
Konungleg auglýsing um
VIII.
nefndarskipun viðvíkjandi
stöðu íslands 1 veldi Dana-
konungs, var útgefin og und
irrituð í Reykjavík hinn 30.
júlí 1907 og var sem hér seg-
ir:
Frederik hinn Áttundi,
af guðs náð Danmerkur kon-
ungur, Vinda og Gauta, her-
togi í Sljesvík, Holtsetalandi,
Stórmæri, Þjettmerski, Láen-
borg og Aldinborg.
Vora sjerlegu hylli!
Forsætisráðherra Vor og ís-
landsráðherra Vor hafa fyrir
Oss flutt, að það sje almenn
ósk meðal alþingismanna og
ríkisþingmanna, að efnt sje
til nauðsynlegra undirbúnings
starfa til nýrrar löggjafar um
stjórnskipulega stöðu íslands
í veldi Danakonungs, og höf-
um Vjer ákveðið að láta mál-
efni þetta til rækilegrar íhug-
unar í nefnd, er skipuð sje
tilkvöddum alþingismönnum
og ríkisþingmönnum.
Það er því vilji Vor, að þjer
eptirnefndu herrar og ríkisins
góðu menn: Herra Jens Christ
ian Christensen, stórkross af
dannebrogsorðunni og danne-
brogsmaður, forsætisráðherra
Vor, varnaráðherra og þjóð-
þingsmaður, herra Hannes
Þórður Hafstein, kommandör
af öðru stigi dannebrogsorð-
unnar og dannebrogsmaður,
íslandsráðherra Vor, og al-
þingismaður, herra Niels And
ersen, riddari dannebrogsorð-
unnar og dannebrogsmaður,
etat'sráð Vort og þjóðþings-
maður, herra Lárus H. Bjarna
son, riddari dannebrogsorð-
(Framh.)
Hin nýja árás var án efa
gerð í þeim tilgangi að sýna,
hve gagnslaus ábyrgð Frakka
á sjálfstæði Laos í hinum ný
lega gerða samningi var. Ef
til vill náði árásin ekki þess-
um tilgangi, en varð þó til að
vekja áhyggjur um framtíð
hins franska hers á þessum
slóðum. Þessar áhyggjur og
óttinn við kínverska innrás
var farinn að gera vart við
sig í Ameríku. Þann 20. des-
ember sagði Dulles á blaða-
mannafundi „að í því tilfelli
að um kínverska innrás yrði
að ræða í Indókína myndu
viðbrögð Bandaríkjanna „ekki
nauðsynlega verða einskorðuð
við það leiksvið. sem kommún
istarnir hefðu siálfir valið. ‘
Þann 12. janú-- sasrði Dull-
es að „kínversk innrás myndi
hafa alvarlegar afieiðino-ar.
sem ekki myndu einskorKast
við Tndókína". Þessar
anir virtust mér vera út í
hött. Að mínu áliti var kín-
versk innrás ekki yfirvofandi
og slíkt var heldur ekki nauð
synlegt. Víetminh komst á-
gætlega af án þess. í banda
rískum blöðum heyrðust nú
raddir um, að Bandaríkin
ættu að skerast í leikinn og
hjálpa Frökkum með sjó og
loftherstyrk, áður en ástand-
Jð yrðí alvarlegra.
Næst segir Eden frá samn-
''ngaumleitunum stórveldanna
til að koma á friði í þessum
heimshluta. Molotov vildi
kalla saman fimmveldaráð-
-tefnu, með Kína sem aðila,
en það máttu Bandaríkja-
menn ekki heyra nefnt. Berl-
marráðstefnan stóð þá yfir og
Eden virðist hafa mikið
á sig til að fá hin ríkin til að
fallast á ráðstefnu, þar sem
sðildnrríkin að þessari deilu
ættu fulltrúa. ásamt stórveld
unum og varð sá árangur af
þessu, að ákveðið var að kalla
saman ráðstefnu 1 Genf þann
26. apríl.
Eden var að sjálfsögðu Ijóst
að með þessu var engu mark
miði náð, en hér vaknaði þó
von um að takast mætti að
ráða einhverja bót á vanda-
málunum, með samningum.
Meðan við vorum á samn
ingafundum í Berlín, var bar-
ist af hörku og grimmd á
Tonkingósasvæðinu í febrúar.
Eitt sinn tókst Vietminh her-
mönnum að skriða í gegnum
sorpleiðslu inn á flugvöll og
eyðileggja fimm Dakotaflug-
vélar og ókjör af benzíni. —
hiíkar árásir voru mjög tíðar
og skæruhernaðurinn krafði
mikilla og stöðugra mann-
fórna á báðar hliff'’’. Með
hliðsjón af hinu ótrygga póli-
tíska ástandi í Frakklandi var
ég snortinn af fregnum, sem
mér bárust um staðfestu og
'■'sráttuþrek frönsku her-
mannanna og herstjórnarinn
ar í óshólmalandinu. Þetta
var furðulegt þegar haft er í
huga, að hermennirnir höfðu
staðið í stöðugum bardögum
í syðri óshólmunum í marga
mánuði. Þetta sýndi mjög mik
ið persónulegt hugrekki og
siðferðisþrek franska hersins
í Indókína var miklu sterkara
en þeirra borgaralegu klæddu
í París.
Það var mjög mikilvægt að
franski herinn héldi stöðu
sinni, vegna samninganna í
Genf. Eg var þeirrar skoð-
unar að það ætti ekki að vera
áhugamál Frakka að auka
stríðið, og eyða kröftunum í
að knýja fram hernaðarleg
úrslit. Ameríkumenn voru á
annari skoðun. Þann 8. febrú
ar tilkynnti ameríska utanrík
isráðuneytið ambassador okk
ar, að Bandaríska stjórnin
væri áhyggjufull yfir því að
Frakkar reyndu ekki að berj-
ast til sigurs í stríðinu. Um
þetta leyti tilkynnti varaut-
anríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Bedell Smith, að ekki
lægju fyrir neinar áætlanir
um að senda amerískar her-
sveitir til Indókína, forsetinn
vildi það ekki, jafnvel þótt
hann hefði heimild til þess.
Þó hafði ameríski sendiherr-
ann í Saigon skýrt frá því, að
Frakkar mvndu ekki f„ leyfi
til að fara burt, fyrr en Kína
hefði gefið öruggar trygging-
ar.“ Eg gat ekki séð hvernig
þessum tvöfalda tilgangi yrði
náð. Á hinn bóginn var ég
ekki ánægður með þá tillögu
Nehrus, að bardagar í Indó-
kína hættu áður en samning-
arnir í Genf hæfust. Umboðs-
maður Nehrus hr. Kher, heim
sótti mig til að heyra álit
mitt. Eg svaráði honum, að
með tilliti til þess að í Indó-
kína væru engar fastar víglín
ur, eins og verið hefðu í Kóreu
myndi verða erfiðleikum bund
ið að koma á vopnahléi án
þess að ofurselja íbúana í
þessum svæðum miskunn
Vietminh. í stríði sem ekki
væri háð á föstum vígstöðum,
heldur með skæruhernaði og
skyndiáhlaupum hér og þar,
myndi vopnahlé gefa her-
mönnum Vietminh tækifæri
til að koma sér fyrir hvar
sem væri í Vietnam og Laos,
undir fölskum forsendum og
óeinkennisklæddir, þar sem
ekki væri fyrir franskt-Viet-
namskt eftirlit. Þetta þyrfti
að tryggja og það væri ekki
hægt ef vopnahléð hefði ekki
nólitískan stuðning verulegs
valds. Eg lagði hins vegar á-
herzlu á að við vildum skipt-
ast á skoðunum við Indverja
um málefni, sem hefði svo
vnívia þýðingu fvrir Indland
og Bretland. (Framh.)