Nýr Stormur


Nýr Stormur - 21.01.1966, Side 8

Nýr Stormur - 21.01.1966, Side 8
í ^ÍWSMUIt FÖSTUPAGUR 21. janúar 196& Frá 46 f. Kr. Til 44 f. Kr. MANNKYNS SAGA Cesar og Kleopatra Cesar útnefndur einræíisherru — Róm sækir ullstuðar fram Eftir Agragrius Leridus. Róm 15. janúar 44 f. Kr. Rómaveldi, undir stjórn Cesars, ræður nú yfir öllum lönd- um frá Egyptalandi til Spánar, frá Afríku til Germaníu og frá Rín til Brittaníu. Gajus Júlíus Cesar hefir í dag verið útnefndur einræðis- herra æfilangt. Hann tekur nú við sömu stöðu og Sulla hafði, en nú er lokið óeirðum þeim og borgarastyrjöldum, sem hófust við fráfall hans. En það er verulegur munur á Cesari og Sulla: Hinn sxðarnefndi var hefnigjarn og stjórnaði með ógnaraðferðum. Cesar hefir unnið stöðu sína á stjórnmálasviðinu, sem pólitíkus og hershöfðingi og hann Cesar — einvaldur Rómar ævilangt. fyrirgefur andstæðingum sinum og veitir þeim stöður. | Samt sem áður er því ekki að neita, að allmikil andstaða er gegn honum og það meðal áhrifa manna í öldungaráðinu. Cesar kærir sig hinsvegar kollóttann um það. Fjöldi flugrita og leyni- bréfa er dreyft um borgina. Ces- ar veit það og skemmtir sér oft yfir innihaldi þeirra. Umbætur Cesars Að öðru leyti sýnir Cesar stefnu sína með umbótum sínum, sem hann, þrátt fyrir andstöðu öldunga- ráðsins, kemur 1 framkvæmd viðs- vegar um ríkið. Markmið hans er að gera allan vesturhluta rikis- ins rómverskan, með því að flytja Rómverska borgara, og fyrrverandi hermerm til nýlendnanna í Galliu, Spáni og Afríku. } íbúar Bómar skilja tæplega enn, að þeir eru stjómendur mest alls hins þekkta heims, frá landa mærum Persíu og Egyptalands til Spánar og frá Afríku til Germaníu hinum megin á hakka hins mikla fljóts, Rínar og Brittaníu handan hafsins. Ýmis önnur endurbótaráform reynir Cesar að knýja fram. Hann hefir komið góðu skipulagi á hina miklu ringulreið i réttarfari, sem hér hefir ríkt. Hann hefir látið koma til framkvæmda að nýju lög Gaius Gracchusar um útdeilingu korns til nauðstaddra borgara. — Hann hefir lækkað útgjöld ríkisms með þvi að færa hluta af skyld- um rikisins yfir á herðar þegnanna. Hann hefir veitt íbúum ftaliu fyrir norðan Pó, Rómverskan borgara- rétt og skipulagt lög um sjálfstjórn Rómaborgar og annara ítalskra borgara og nú hefir hann látið setja í fastar skorður hið Rómverska dagatal, sem svo lengi hefir verið í óreiðu. Orðrómur gengur um að Cesar hafi í huga stórkostlegar verkfræði- legar áætlanir um nýtt vatnsveitu- kerfi fyrir Rðmaborg og nýtt skipu- lag borgarlniiar sem híaéfi stöðu hennar. Valdabaráttan Eftir borgarastyrjaidirnar, sem fylgdu í kjölfar dauða Sulla og eftir hið hræðilega þrælastríð, sem lauk með því að þrælaherinn, undir stjórn Spartacusar, samtals um 70 þúsund manns, beið algjöran ósigur, höfðu tveir menn hin raunveru- legu völd í Rómaborg. Það voru Crassus, metorðagjarn og fram- gjam auðmaður og Pompejus, hinn frábæri skipuleggjari. Þessir tveir menn hötuðu hvor annan og unnu báðir að því að tryggja stöðu sína, með einveldi i huga. Pompejus sigraði hina fjölmennu sjóræningja, sem höfðu aðsetur á Miðjarðarhafi og færði landvinn- inga sína yfir til litlu Asíu og Arabiu. Sigrar hans og skipulags- hæfileikar gerðu hann óhemju vin- sælan í Róm. Um þetta leyti kom nýr maður til sögimnar, sá þriðji í samkeppn- inni um veldisstóKnn. Það var Ces- ar. Með hinum góðu gáfum sínum og hæfileikanum á að sjá veik- leika annara, varð hann fljótlega þýðingarmikill maður I hhmi flöknu Kleopatra, sem nú vekur slíka andúð I Róm, sést hér í höll sinni í Alexandríu, þar sem hún er að reyna slöngueitur á þrælum, áður en hún gefur systkinum sínum. 'þoíitik höfuðstaðárihs.;uvÍB ; Þessir þrír gerðu' með áér sám- komulag um æðstu völd til að koma reglu á málefni Rómar. í Gallíu og Germaníu é Með útnefningu Cesars til skatt- Iandsstjóra hófst eftirtcktarverð asta sigurherferð í allri sögu Rómaveldis. her hans sigraði alla Gallíu, milli Pyreneafjalla og Rínar, já, og hann sló brúm yfir Rín og hélt langt inn í Germaníu, byggði þar skip og sigldi til Brítanniu. Á meðan fór Crassus til Sýrlands, þar sem uppreisn geysaði, mætti forlögum sinum við Carrhe árið 53. Hann féll og ósigurinn var hinn mesti í hernaðarsögu Rómverja. Sigurvegarinn lét fylla munn hans með fljótandi guili, sem tákn upp á valdafíkn Rómar og penlnga- græðgi Crassusar. Cesar gegn Pompejus Júlia, eftirlætissystir Cesars, var gift Pompejusi og fjölskyldubönd þessi hnýttu þá saman, þar tH Júlia lézt. Cesar var í Gallíu og þrátt fyrir ákvæði laganna um skyldur skatt- Pramh. á Ms. 9. „Tenlngunum er kastað/' sagði Cesar og hétt tii móts við Pompejus. KLEOPATRA VEKUR ANDÚÐ I RÓM Drottning Egyptalands, sem nú býr í Róm, tekur á móti heimsóknum einvalda heimsins. | Cesar hitti Kleopötru þegar hann var innikróaður í Alexandr íu á herferð sinni á eftir Pom- pejusi. Hann setti hana í há- sæti Egyptalands, eins og hún átti rétt til. Kleopatra var ung og fögur og Cesar varð strax ástfanginn í henni, svo ákaft að hann bað hana um að koma til Rómar. Kleopatra, sem er fædd árið 68 er dóttir Ptolemaio XI. og gift bróður sínum Ptolemios xn. Seytj- án ára gömul varð bún drottning Egyptalands. — Cesar hitti hana þegar hún var tuttugu og eins. Cesar og Kleopatra Kleopatra drottning hefir fengið menntxm eins og prinsessu hæfir. Hún er vel að sér í egypskri-, grískri og sýrlenzkri sögu, stjórnmálum, bókmenntum og heimsspeki og tal- ar þessi tungumál reiprennandi auk latfnu. Takmark hennar er banda lag milli hins listelska Egyptalands og hins sterka Rómaveldis. Það eru sagðar margar sögur um hugrekki og hetjuskap Cesars, er hann sýndi í dvöl sinni í Alexandr- íu, þegar hann var umkringdur af voldugum fjendum og Egyptunum, sem hann gat ekki treyst. Aftur og aftur sýndi hann hugrekki sitt í bardögunum og hann varð að synda í örfaregni í gegnum höfnina út að vitanum Pharos. En þrátt fyrir hina veiku að- stöðu hans, sýndi Kleopatra honum vinsemd og þeim tókst í félagi að ná i liðsstyi’k og með hinum '6- venjulegu herstjórnarhæfileika sín- um tókst Cesari að brjótast út úr umsátrinu. Kleopatra býr nú í stóru húsi í Róm og það er ekkert leyndarmál að hún fær oft heimsóknir af herra lieimsins. Þetta er þó ekki ástæðan til ó- ánægjunnar í Róm. Cesar er ekki aðeins þekktur fyrir landvinninga sína, heldur og einnig fyrir kven- hylli sína. Þessa eiginleika hans hafa Rómverjar aldrei tekið illa upp fyrir honum. En Cesar óskar eftir því að borg- arar Rómar sýni Kleopötru sömu virðingu og austurlandabúar sýna drottningum sínum og konungum. Framh. á bls. 9. HELGISPJQLL o " ,, Róm, 46 f. Kr. o i, Við trúarhátíð guðsins Bonai» < iDea, þar sem konur mega að-( > i leins vera viðstaddar, hefir ung-( * < 'um og nafnkenndum manni1 * * 'Clodius Pulcher, tekist að* * ' ’smeygja sér inn, dulbúnum semj ( 1 'söngkonu. Rödd hans kom upp( ( * V hann og hann er nú fyrir,, ] jRómverskum rétti, ákærður um,, (,helgispjöll. i, ,, Hátíðin var haldin á heimilii | , ,Cesars og menn tala um að< > (iCesar vilji fá skilnað frá konu'» i isinni á þeim forsendum að þótt' * i ihann álíti ekki sjálfur að kona' ’ ' 'hans eigi neinn þátt í þessum'' ' 'helgispjöllum, þá „megi ekkij' ' 'hvíla neinar grunsemdir á konu( ( ' ’cesars." .,

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.