Nýr Stormur - 21.01.1966, Side 5
FÖSTUDAGUR 21. janúar 1966.
5
iuiitiiiiiiii iii in n iii n iii n iiniiiiiin iii i n iiiii n iii ii in iiii iii ii iiiiiiii 1111111111111111 ii iiiiiiii ii ii 1111111111 iii ■■ ii mir^
Úfgefandi: Samtök óháðr.i borgara
Ritstjórar: Gunnar Hall, sími 15104 og Pál) Finnbogason, ábm
Ritstj. og afgr. Laugav. 30. Simi 11658
Auglýsinga- og áskriftarsími: 22929
Vikublað — Útgáfudagur: föstudagur
Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00.
Prentsmiðjan Edda h.f.
ÞJÚÐSTJÚRN
AHir sæmilega vitibornir menn, sem komnir eru til vits
og ára og ekki lifa eingöngu fyrir líðandi stund, munu við
og við hugsa um hvað framtíðin kann að bera í skauti sfnu
fyrir þjóð vora. Ástandið í þjóðmálum okkar er á þann veg
að atvinna er næg og flestum gefst kostur á að leggja nótt
við dag í brauðstrítinu. Velmegun er því almenn og hefir
verið um alllangan tíma, eða það lengi að flestir eru hættir
að búast við breytingum, að minnsta kosti á næstunni.
Flestum mun þó vera Ijóst að brugðið getur til beggja vona.
Við erum með fábreytta atvinnuvegi og hráefnaöflunin er
okkar helzta atvinnugrein, þótt tiltölulega fáir stundi hana.
Verðfall á útflutningsafurðum landsmanna í eitt ár myndi
á augabragði sigla öllu í strand. Svo yfirspennt er efna-
hagskerfið nú orðið. Sóun gjaldeyris í allskonar óþarfa,
minnir á stefnu nýsköpunarstjórnarinnar svokölluðu, sem
tókst að koma þjóðinni úr bjargálna og á betlivöllinn, á
örskömmum tíma, þótt margt væri vel gert. Atvinnuvegirnir
íslenzku riða allir á barmi gjaldþrots, nema þá helzt verzl-
unin, sem virðist vera sérstakt óskabarn núverandi ríkis-
stjórnar. Sj ávarútvegurinn er svo að segja eini atvinnuveg-
urinn sem skapar útflutningsverðmæti og framtíð þess hluta
hans, sem árvissastur er, hangir á bláþræði. Síldveiðarnar
geta brugðist, svo sem reynslan sannar, en útgerð á bol-
fiskveiðarnar, sem skapa stóran hluta gjaldeyrisins og ó-
hemju atvinnu í landi, eru á vonarvöl. Landbúnaðurinn er
rekinn skipulagslaust og útflutningsverðmæti hans eru að-
eins rúmar. hundrað milljónir króna, sem kostar miklu
meira að framleiða. Alúmínverksmiðjan, sem nú á að fara
að keppa við sjávarútveginn um hið alltof lrtla vinnuafl,
mun gefa svipaðar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti
sjávarafurða má margfalda með vinnzlu, en á nú lengra í
land en nokkru sinni fyrr, eftir að hin erlenda samkeppni
um vinnuaflið kemur til sögunnar. Ríkisstjórn og Alþingi
stendur ráðþrota andspænis hinum margvíslegu vandamál-
um, sem allsstaðar steðja að. Dýrtíðin vex óðfluga og ráð gegn
henni eru ekki lengur nefnd á nafn, fremur en að hún sé eitt-
hvað náttúrulögmál.
Stjórnarandstaðan skammast og þykist kunna ráð og leið-
ir, sem eru fordæmdar af stjórnarliðum og það oft að því er
virðist að óathuguðu ráði og aðeins vegna þess að þau eru
ekki upphugsuð á stjórnarheimilinu. Ráðherrarnir eru orðn-
ir „stagneraðir“ í stjórninni og forsætisráðherrann er sá
eini, er virðist vera með lífi, enda ekki farið að vora á meg-
inlandinu. Aldrei hefir ríkisstjórnin viðurkennt úrræðaleysi
sitt svo berlega sem nú og í áramótaboðskap ympraði for-
sætisráðherrann hvað eftir annað á þjóðstjórn.
Þjóðstjórn er sennilega eina úrræðið sem fært væri nú
sem komið er. Þjóðin verður að sameina kraftana til að
koma í veg fyrir hættuna, sem framundan er og stjórnmála-
flokkarnir eru, því miður, eina tækið, sem megnar að koma
þvi í verk.
Efnahagskerfið er eins og sápukúla, sem stöðugt er blásin
út, meir og meir, og þar kemur að hún hlýtur að springa,
ef blástrinum verður ekki hætt.
Stjórnmálamenn þjóðarinnar hafa aldrei borið eins mikla
ábyrgð eins og nú. Þenzlan kallar á hverskyns spillingu og
hún hlýtur fyrr eða síðar að leiða til glötunar. Ef stjórn-
málaflokkarnir ieggðu væringar á hilluna i nokkur ár, væri
et til vill hægt að bjarga öllu. Þetta eru allt of alvarleg mál
til þess, að fært sé að fljóta sofandi að feigðarósi. Forsæt-
isráðherrann ætti að snúa sér strax að þessu verkefni, í
stað þess að eyða tíma í að rugla þjóðina með einskisverðu
karpi.
HÁSKÓLI fSLANDS
Ég býst ekki við að það séu
margir íslendingar, sem hægt
sé að kalla hugsjónamenn. Er I
þar átt við, að menn vilji
fórna orku, starfi og pening-
um til þess, að berjast fyrir
hugsjón. Ef einhverjmm hef-
ur komið til hugar að fram-
kvæma eitthvað sem mikið
átak þarf til, snýst venjulega
allt upp á móti honum í getu-
leysi, vandræðaskap og ef svo
líklega vill til, að fólk sjái
fram á, að þetta ætli að tak-
ast, þá er í sumum tilfellum
hlaupið til síðasta sprettinn
til þess að reyna að „stela
glæpnum", eða vekja það
mikla tortryggni og hatur á
þeim sem fyrir málinu berst,
að hann er talinn óalandi og
óferjandi.
Þannig var málunum snúið
á sinni tíð gegn Jónasi Jóns-
syni frá Hriflu. Hvar væri
ríkisstjórnin til húsa í dag,
ef Arnarhvoll hefði ekki ver-
ið byggður á sínum tíma? Allt
af er verið að tala um að
byggja þurfi stjórnaraðsetur,
en aldrei neitt framkvæmt og
væri ekki óhugsandi að hún
hefði orðið að búa í tjöldum
á Arnarhólstúni ef Jónas
hefði ekki barið sitt mál fram.
Og svo má lengi telja.
Þann 18. febrúar 1932 var
lagt fram á Alþingi frumvarp
um háskólabyggingu og var
það stjórnarfrumvarp og bor-
ið fram af þáverandi kennslu
málaráðherra Jónasi Jónssyni,
sem fylgdi því úr hlaði. Verð
ur hér rakið ýmislegt úr ræð-
um Jónasar um málið á Al-
þingi.
Fyrst þegar frumvarp þetta
er orðið að lögum reynir á
hvort Reykjavík vill láta af
höndum spildu þá vestan við
skemmtigarðinn, sem komið
hefúr tll grehia handa há-
skóla. Þar með væri staður-
inn ákveðinn og við það væri
mfkið tmnið, ekki sízt vegna
stúdentagarðsins, sem bíður
eftir því, að háskólanum verði
valinn staður. En þar er tölu-
vert fé fyrlr hendi, sem kunn-
ugt er. Auk þess þarf þetta
nokkurra ára undirbúning af
hendi háskólans sjálfs og er
því að öllu leyti æskilegt, að
mál þetta nái sem fyrst fram
að ganga.
Þetta frumvarp er líka frek
ar samið sem áætlun en bind
andi löggjöf þar sem það er
tekið fram í því, að verkið
skuli framkvæmt eftir því,
sem fé er veitt í fjárlögum.
Þetta ætti að nægja til þess
að þagga niður ótta beirra
manna, sem héldu, að yrði
lagt út í þann stóra kostnað,
sem af þessum framkvæmdum
leiðir, einhverntíma þegar
verst gegndi fyrir ríkissjóð.
Þótt erfiðleikarnir séu miklir
má þó ekki nota þá sem á-
stæðu til þess, að slá á frest
undirbúningi mála, sem fyrr
eða síðar verða að fá viðun-
andi afgreiðslu. Nei, slík mál
þurfa margra ára nákvæman
undirbúning. Ég mun greiða
atkvæði með breytingartillögu
hv. minni hluta nefndarinn-
ar, því hún tekur skynsamlegt
tillit til yfirstandandi erfið-
leika, án þess að breyta með
ferð málsins, svo að þaá verði
að fresta því um óákveðinn
tíma.
Áður var nefnilega ráðgert
að byggja yfir háskólann inni
í bænum. Honum var ætluð
mjög takmörkuð lóð uppi við
Skólavörðu, þar sem ekki
hefði verið hægt að bæta neitt
verulega við byggingu hans
í framtíðinni. Nú hefur há-
skólaráð og leiðandi menn
bæjarins fallist á, að heppi-
legra væri að gera ráð fyrir,
að háskólinn okkar fengi
lengi að vaxa og miða fyrstu
byggingar hans við þörf líð-
andi stundar. Vinsældir þess-
arar hugmyndar urðu til þess,
að stúdentagarðsnefndin
hætti við að byggja stúdenta-
garðinn uppi við Skólavörðu
þar sem hann átti að standa
við hliðina á væntanlegri há-
skólabyggingu.
Bæjarstjórnin hefur tekið
mjög vel í þetta mál. Borgar-
stjóri hefur látið orð falla í
þá átt, að bærinn myndi jafn-
vel fús til þess, að leggja fram
stærra land, heldur en farið
er fram á í frumvarpinu, því
að svo hagar til, að landsspild
an sem um er að ræða er
stærri heldur en tiltekið er
hér. Reykjavíkurbær hefur
sýnt mikla viðsýni í þessu
máli.
Síðan skýrir Jónas frá hugs
un sinni um undirbúninginn
sjálfan, athugun heildarskipu
lagsins og að hánn hefði reynt
að kynna sér slík mál árinu
áður bæði í Svíþjóð og Dan-
mörku.
Lokaorð
Háskólinn okkar var stofn-
aður 1911. Hann hefur alltaf
orðið að vera í húsi, sem ætl-
að er til annara notkunar og
vil ég taka undir með hv.
frsm. minnihlutans í nefnd-
inni um það, að það er ekki
vansalaust að æðsta mennta-
stofnunin skuli eiga við svo
bágborin húsakynni að búa,
sem raun ber vitni.
Ástæðan til þess að ég miða
tímann við bygginguna 1940
er sú, að þar sem allir flokk-
ar virðast telja það sjálfsagt,
að um það leyti taki land okk
ar stjórn sinna mála til sín,
tel ég það ekki vanzalaust að
eini háskólinn í landinu skuli
ekki eiga þak yfir höfuðið fyr
ir þann tíma. Og ég tel það
metnaðarmál fyrir þjóðina,
að leysa þetta mál eftir þvi
sem krlngumstæður leyfa, ein
mitt á þessu árabili. Og ég
geri ráð fyrir þvl, að meiri-
hluti hv. þm. sé þessu sam-
þykkur og láti ekki yfirstand
andi erfiðleika vaxa sér svo í
augun, að þeir leiðist til þess,
að slá máli þessu á frest.
Þeir sem því vilja leysa bygg
ingarmál háskólans á þenn-
an hátt, munu því óska eftir,
að frumvarpið verði samþykkt
óbreytt. Fleygar, sem settir
yrðu í það nú, gætu orðið til
þess, að eyðileggja málið.
Hinn 9. apríl 1932 var frum-
varpið afgreitt sem lög frá
Alþingi.
Háskólahappdrættið
Hinn 17. marz 1933 var frum
varp um þetta mál tekið til
umræðu í neðri deild Alþlng-
is og var Magnús Jónsson,
prófessor framsögumaður og
talaði mjög rösklega og rök-
fast fyrir málinu og hvatti
þingið til að leyfa happdrætt-
ið. Verður hér birtur útdrátt-
ur úr ræðum helztu forustu-
manna þjóðarinnar á þessu
þingi.
Ásgeir Ásgeirsson
(forsætis- og fjármálaráðh.).
Ég óska þess fyrir mitt leyti
að málinu verði vísað til fjár-
hagsnefndar. Ég ætla að tala
um það við nefndina í þessu
sambandi þá möguleika sem
til þess eru, að þetta geti orð
ið tekjuöflun fyrir ríkið sjálft.
Ég er því í sjálfu sér hlynntur,
að háskólinn fái slfkt einka-
leyfi, en það er venja, að rík-
issjóður áskilji sér nokkuð
gjald fyrir slíkt leyfi. Og það
er nú svo ástatt fyrir rikls-
sjóði, að ekki er annað hægt
en heimta gjald fyrö- þetta,
þótt þar sé verið að vinna að
menningarmálum. Háskólinn
getur verið ánægður með, að
hann taki fyrst mestan, en
svo minnkandi hluta af fénu,
ef aðeins er miðað við ágóð-
ann.
Óiafur Thors
Það hafa verið samþykkt íög
að heimila stjórnhmi að
byggja háskóla, ef fjárhagur
ríkisins leyfir. í þessari sam
þykkt felst viðurkenning á
þörf á háskólabyggingu. og
jafnframt á skyldum ríklsins
til þess að styðja þetta mál.
Rektor háskólans, prófessor-
arnir og háskólastúdentar og
aðrir akademiskir borgarar
líta svo á, að þessi vilji, sem
kom fram í samþykktinni í
fyrra sé þakkarverður, en
ekki nægjanlegur. Telja þeir
nauðsynlegt að leysa þetta við
fangsefni á annan hátt, finna
önnur ráð, án þess' að pína
ríkissjóð til fjárframlaga. Til
þessa virðist einmltt hugmynd
in um happdrættið vel fall-
inn, þar sem arðurinn af því
rennur til háskólabyggingar.
Ég fyrir mitt leyti get ekki
neitað því, að mér finnst tæp
Framh. á bls. 7.