Nýr Stormur


Nýr Stormur - 01.04.1966, Side 1

Nýr Stormur - 01.04.1966, Side 1
Flóðgáttir peningavaldsins stöðvast; j ( kosningasjóðirnir þurrir. ( ^sssssmsss&issssssmissíssssmisssssissíssssiisssssssissssss^^ Syndin er lævís og lipur Þessir menn sam- þykktu víxilinn, sem þjóðin verður nú að greiða Sjálfstæðisflokkurinn geldur stórra synda. Ein sú stærsta var gerð í þágu fólksins. Fyrir hana verður hann að líða Það er vitra manna mál að misgjörðir, hverju nafni sem þær nefnast, komi í koll þeim, er þær fremur, fyrr eða síðar. Vafalaust er einhver misbrestur á, því miður, en mikiil sannleikur er þó fólgin í þessu. Sumum tekst þó að dylja misgjörðir sínar ótrúlega lengi, en heilög ritning segir okkur að syndir feðranna komi niður á börnunum og það jafnvel í þriðja og fjórða lið. Að sjálfsögðu er þetta ekki sanngjarnt, en staðreynd þó, eins og sagan sannar. Þeir, sem nú eru á miðjum aldri eiga enga sök á hendur feðrum sínum, en hið sama verður ekki sagt um þá kyn- slóð, sem nú er að verða full- tíða, eða er að alast upp. Þótt mikil uppbygging hafi átt sér stað í landinu á undanförn- um árum, er hún aðeins þróun þeirra tíma, sem við lifum á og verður á engan hátt færð þeim til tekna, sem tekið hafa að sér að stjórna þeim mál- um. Uppbyggingin hefir hvorki gengið betur eða verr en efni standa til. Allt karla- grobb er óþarft í þeim sök- um og nægir í því efni, að renna augum til annara landa til að sannfærast um að hér hefir ekkert kraftaverk skeð. Hið gjöfula haf umhverfis strendur landsins, sem við höfum nefnt okkar gullkistu, hefir fært okkur þá björg í bú, sem þurft hefir og nauð- synleg er. Vandamálið er hinsvegar hvernig þeirri björg hefir ver ið varið og við það vandamál streytast forráðamennirnir nú. Hér er ekki um syndir feðranna að ræða heldur þeirra eigin syndir, sem svo eiga eftir að koma fram á börnunum. Höfuðsyndirnar Ríkisstjórnin og flokkar hennar eru nú komin út i kviksyndi í efnahagsmálum þjóðarinnar, sem hún og þeir geta ekki hreyft sig úr. — Reynzlan af stjórnarfari hinna flokkanna er þó ekki það heillandi, að fullyrt verði nokkuð um það, að þeim hefði tekizt betur, þótt þeir hefðu verið við stjórn. Frh á bl» 2 FLOKKUR UM ALÞÝÐUBANDALAGIÐ STOFNAÐUR í REYKJAVÍK Stdr ósigur kommúnista... Alþýðubandalagið, sem stjórnmálaflokkur, er nú orðið að veruleika — eftir mikið strit og taugaspennu þerira manna, sem fyrir stofnun þess stóðu. Kommúnistar börðust á móti því fram á síðustu stundu, en biðu eftirminnilegan ósigur. Stofnfundurinn var haldinn í Lido og voru þar saman- komnir um 700 manns. — í upphafi fundar var fundar- mönnum tjáð að samkomulag hefði náðst um stjórn flokks- ins og fram yrðu lögð lög flokksins til samþykktar.. —■ Það kom fljótlega í ljós að mikill ágreiningur var um 3. gr. laganna,, þar sem segir: „Nú sækja félagasamtök um aðild að Alþýðusbandalaginu í Reykjavik og skal þá full- trúaráðið fjalla um hvort leyfa skuli slíka aðild.“ En sambykkt bessarar erein ar hefði haft þær afleiðingar, að Sosialistaflokkurinn gæti ekki gerst stofnaðili sem heild. Kommúnistar töldu þetta orðalag fráleitt og kæmi ekki til greina að þeir sam- þykktu það. Áður en til at- kvæðagreiðslu kom um 3. gr. laganna skýrði Hannibal Valdimarsson frá því, að ef breytingartillögur yrðu sam- þykktar við það samkomulag sem náðist hafði fyrir fund- inn, væri forsendan fyrir stofnun flokksins þar með fallin. Við atkvseðaereiðslu biðu kommúnistar ósigur — ósigur sem vonandi markar endalok kommúnismans á íslandi. Það kom ókunnugum held- ur spanskt fyrir sjónir, að heyra menn eins og Sigurð Guðnason, Guðmund J. Guð- mundsson og m. fl. fylgis- menn Socialistaflokksins, hella sér yfir Socialistaflokk- inn, — sérstaklega Sigurður. Vonandi hefir nú loksins tek izt að stofna flokk, sem getur tekið upp þráðinn, sem Al- þýðuflokkurinn sleit fyrir rúm um 25 árum — flokk sem þús- undir íslendinga um land allt hafa vonast eftir — flokk. sem á eftir að skapa nýtt og betra andrúmsloft í íslenzkum stjórnmálum. Stefán Jóhann Stefánsson, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra ,47—49. forsætisráðherra ’63 og síðan. Hér birtast myndir af þeim, er bera höfuðábyrgðina á því ó- Fremdarástandi. sem nú ríkir í efnahagsmálum bióðarinnar. Þeir voru formenn flokka sinna á þeim tímum þegar mest reið á að koma í veg fyrir ástand, sem svo margar fyrirmyndir voru að í sögunni, en við búum nú við i dag. Þeir hafa einnig allir verið ráðherrar og forsætisráðherrar og bera sem slíkir sérstaka ábyrgð. Að vísu eru fjölmargir aðrir samábyrgir úr öllum flokk- um, en allir hafa þeir þó eitt sameiginlegt. ÞEIR BERA ENGA ÁBYRGÐ þegar til kastanna kemur. Ástandið, sem skapast hefur af skammsýni þeirra manna, er til forystu voru valdir. kemur niður á þjóðinni sjálfri í heild. Stjórnmálamennirnir hafa allt sitt á þurru. Þeir verða venju- lega efnaðir menn ,sem búa við öryggi og ha laun og það er þjóð- félagið, sem sér um það. Hið sama þjóðfélag, sem þrátt fyrir gífurlega framleiðslu, stynur undan ofurþunga dýrtíðar .og ríkis- bákns, sem gleypir þriðjung þjóðarteknanna. Síðan tala þessir menn um „ábyrga” stjórnmálamenn Hver ber ábyrgðipá? Hver verður að greiða fyrir glappaskotin? Er það ekki fólkið sjálft, sem býr við það stjórnarfar, að öruggast er að eyðá öllu i dag, því það verður hvort eð er verðlaust á morsrun. Um næstu kosningar verður hlegið að „ábyrgðar“-tali stjórnmála- manna. Þeir útfylla víxilinn, en ábekja hann ekki. Það er þjóðin sjálf, fólkið í landinu, sem ber ábyrgðina, það verður að greiða. Hitt eru marklausir nappírar. Olafur Thors, liermann jouasson, forsætisráðh. ’44—’47 og 59—’63.forsætisráðh. ,39—,42 og ,56—’58.

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.