Nýr Stormur


Nýr Stormur - 01.04.1966, Qupperneq 6

Nýr Stormur - 01.04.1966, Qupperneq 6
I \ 6 ^mkhi Föstudagar 1. aprfl 1966. „SJá, ég boöa yður mikinn fögnuð.“ — Þessi orð koma í hugann við lestur málgagna ríkisstjórnarinnar hinn 29. þ. m. Birt er mynd af iðnaðar- málaráðherranum ásamt tveim mektarmönnum hins svissneska fyrirtækis á for- síðu í Morgunblaðinu og það hefir tekið frám stærsta fyr- irsagnaletur sitt. Alúmin eða „ál“ ritstjóran- um er sýnu léttara. Málið er komið í örugga höfn, þótt að hégómi eins og að leggja það fyrir Alþingi sé eftir. Hann segir líka í ritstjórnargrein, að þar sé um hrein formsat- riði að ræða. Ákvörðun Al- þingis sé þegar ráðin eða öllu heldur; það hefur ekki verið spurt ráða. Ekki er að efa að hér er rétt frá skýrt. — Hinsvegar verður að draga í efa sannleiksgildi þessara orða ritstjórans . . . „enda nýtur samningsgerðin svo ein dregis stuðnings stjórnar- sinna, aff Morgunblaffinu er ókunnugt um einn einasta Sjálfstæðisflokksmann, sem andvígur er stóriffjunni.“ Það var og! Hvað segja lesendur Morgunblaðsins um þessa full yrðingu blaðsins? Þeir hafa sjálfir lesið á síðum Morgun- blaðsins greinar manna, sem hingað til hafa verið taldir Sjálfstæðismenn, þar sem þeir gera grein fyrir skoðunum sínum, sem eru andvígar stór iðjuframkvæmdunum. Hafa þessir menn skipt um skoðun? Eða er búið að reka þá úr Sjálfstæðisflokknum? Hvern- ing er með samtök útgerð- armanna, sem lýst hafa and- stöðu við þessar framkvæmd- ir og framkvæmdir á vegum hersins í Hvalfirði? Hafa þessi samtök skipt um skoðun? Ef svo er, hefir það hvergi kom ið fram opinberlega. Ætlar hið siðprúða og sann leikselskandi blað, Morgun- blaðið, lesendur sína svo skyni skorpna að þeir viti ekki, að fjölmargir Sjálfstæðismenn eru og hafa lýst sig andvíga þessum framkvæmdum. Hafa þessir menn ef til vill verið „heilaþvegnir" á. síðustu vik- um? Eða er það gamla lítils- virðingin fyrir almenningi sem skin hér í gegn, ennþá einu sinni. f fögnuði sínum kastar Morgunblaðið, eða öllu held- ur sérfræðingur þess í alúm- ínmálinu, óhreinum hanzka ósannindanna framan í fylg ismenn flokksins og lesendur blaðsins. í fögnuði sínum tekur Morg unblaðið sér fyrir hendur að tala fyrir hönd allra lands- manna, sem ókunnugt er þó um, að hafi umboð til, er það segir: „Um leið og Morgun- blaðið fagnar þessari samn- ingagerð fyrir hönd lands- manna allra, leyfir það sér að óska Jóhanni Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, samráð herrum hans til hamingju með það að undirrita þessa samninga." Það fer ekki fram hjá almenningi þegar „Eyjólf ur hressist“. Vonandi hefur Eyjólfur lög að mæla en eftirtektarvert er það, að hann telur sérstaka ástæðu til að þakka Jóhann- esi Nordal og Steingrími Her- mannssyni vel unnin störf, en lætur þa,ð vera,.um Hjj&’t lögfræðiskrifstofunni. Hinir fyrmefndu hafa þó vafalaust ekki gert annað en að gegna skyldum sínum, sem trúnað- armenn ríkisins og starfs- menn þess. Hjörtur Torfason er hinsvegar starfandi lög- fræðingur á skrifstofu Eyjólfs. Stóð hann sig ekki líka vel? Ný verksmiffja viff Eyjaf jörff Forsætisráðherrann boðar nýjan fögnuð í Reykjavíkur- bréfi sínu 27. marz 8.1. Hann telur að íslendingar muni sjálfir að öllu eða verulegu leyti“ byggja sjálfir alumin- verksmiðju við Eyjafjörð „á- reíðanlega mun verða innan tiltölulega fárra ára.“ Ekki er forsætisráðherrann svartsýnn á framtíðina og er gott eitt um það að segja. Nú var ekki hægt að virkja Þjórsá, nema með erlendu fjármagni og erlendri stór- iðju. „Innan tiltölulega fárra ára“ verða íslendingar hins- vegar orðnir svo efnum búnir, að þeir geta á eigin spýtur reist miklu dýrari virkjun við Dettifoss og byggt alumin- verksmiðju á eigin spýtur við Eyjafjörð. Skyldi þetta eiga að verða næsta kosninga- bomba fyrir Norðurlandskjör dæmin? Allir vita að þetta eru ekki raunhæfar bollaleggingar. — Gjaldeyristekjum af verk- smiðjunni við Straumsvík, er ráðstafað í 25 ár, svo að ekki verða þær notaðar í nýjar framkvæmdir. Hitt er svo ann að mál, að svissnezka Alumin fyrirtækið mun hafa látið í ljósi hugsanlegan áhuga á byggingu nýrrar verksmiðju við Eyjafjörð eínhvem tíma í framtíðinni. íslenzkir ráða menn eru nú orðnir svo gjör- samlega ruglaðir í rímlnu, að þeir rugla saman framkvæmd um útlendinga og íslendlnga sjálfra. Sífellt er talað um stóriðju framkvæmdir íslendinga" í stjórnarblöðunum þegar tal- að er um stóriðju. Þó að ís- lendingar hafi verið full lyst- ugir á skrum og blekkingar stjórnmálamanna sinna á undanförnum árum er þó eng in von til þess að nokkur mað ur sé svo skyní skroppinn, að hann viti ekki að hér er um að ræða erlendar fram- kvæmdir, byggðar fyrir er- lent fé og hugsað sem gróða- fyrirtæki fyrir erlenda aðila eingöngu. Bollaleggingar forsætisráð herrans eru hugsaðar ein- göngu til að stinga dúsu upp í óháða flokksmenn fjármála ráðherrans nyrðra. Nú eiga sjálfstæðismenn á Norður- landi að bera sjálfan forsætis ráðherrann fyrir því, að ekki líði á löngu áður en Detti- foss verður virkjaður og stór- felldar framkvæmdir hefjist Norðanlands, svo sem full þörf er fyrir. Torfason, meðeiganda' "sinií í NOKKUR ORÐ UM KOSNINGASKRÁ FYRIR REYKJAVÍKURBÆ ÁRIÐ 1852 Nú þegar borgarstjómar- kosningar hér í Reykjavík eru á næsta leyti, er gaman að rifja upp fyrir sér, slikar kosn ingar frá árinu 1852 og bera saman við daginn i dag, hvað til þess þurfti þá, að vera í framboði. Á árinu 1836 fór að bóla á nokkurskonar bæjarstjórn í Reykjavík. Eftir tillögu hins setta land- og bæjarfógeta Stefáns Gunnlaugssonar, gaf Krieger 4, nóv. 1836 út erind- isbréf í 18. greinum fyrir ,bæjarfulltrúa“ í Reykjavik. (er 3 misserum síðar var stað festi af kanselíi með lítilshátt ar breytingum. Eftir þessu er- indisbréfi áttu bæjarfulltrú- ar að vera 4 að tölu, 3 kosnir af húseigendum og úr þeirra hóp, en hlnn 4 af tómthús- mönnum, sem hæfir teldust til að fara með kosningarétt (skyldi bæjarfógeti tilnefna 3, sem hann teldi hæfasta og tómthúsmenn velja svo á milli þeirra). Nokkru áður (17. okt.) hafði þó verið haldinn kjörfundur til að kjósa 2 menn i bæjarstjórn til viðbót- ar við þá 2 „eligerede Borgere) sem þegar séu kosnir, sem sé þá Einar Helgason og Th. H. Thomsen faktor. Kosnir voru Jón Thorstensen, land- læknir með 12 atkvæðum og Jón Snorrason tómth.m. í Sölvhól með 18 atkvæðum. Fyrsti réttkjörinn bæjarstjórn arfyndur í Reykjavík var hald inn 20. nóv. 1836. 1852. Við Reykvíkingar höfum nú fengiff nýjan bæjarfógeta, og íslendingar nýjan landfógeta. Allir, sem þekkja þennan mann, vita að hann er vand- aður í hversdagslegri breytni sinni; vona þeir því, að hann muni verða eins í embætti sínu, og væri gott fyrir land og lýð, að eiga sem flesta af slíkum mönnum. Vilhjálmur Finsen er nú bú inn að vera hér I tvo mánuði og höfum við ekki heyrt ann- að frá honum en gott, en á prenti höfum við ekki séð hann síðan hann kom, fyr en nú á kosningaskrá fyrir Reykjavíkurbæ árið 1852. Á þessari kosningaskrá stendur Vilhjálmur með tveimur öðr- um mönnum hér úr kjördæm- inu, og getum við ekki neitað því, að þegar við sáum nöfn þessara þriggja manna sam- an, þá þótti okkur Vilhjálmur vera kominn þar í meðallagi fýsilegan félagsskap. Við segj um þetta ekki I því skyni, að við viljum lýta hina menn- ina, þeir eru meirl sómamenn en svo, en þegar við sáum nöfn þessara manna á kosn- ingaskránni, datt okkur í hug, hvort það mundi rætast á henni, er gamall maður sagði einhverntíma um annan af aðstoðarmönnum kjörstjór- ans, að sér þætti hann „held- ur hálsliðamjúkur í hugsun sinni og æði jáandalegur í tali“. Við fórum nú að líta betur á kosningarskrána, og getum við þá ekki neitað því, að okk ur þótti hún vera nokkuð skyndileg. Fyrsti maður sem á kosningaskrá stendur, er prófastur Ásmundur Jónsson. í kjörgengisdálkinum stend- ur JÁ við hann, og eru kosn- ingaréttur hans og kjörgengi sönnuð með því, að hann eigi Landakot, en í næsta dálkl á eftir stendur, að dýrlelki á Landakoti sé ókunnur, og hver veit þá, hvort hann er eins mikill og þarf, eða 10 ríkis- dali? í jarðatali Jóns Jóns- sonar stendur að Landakot sé hjáleiga með 90 álna land- skuld og 1 kúgildi, og líkist þetta afgjald valla meir af- gjaldi af 10 ríkisdala jörð, eða 5 ríkisdala koti, enda er það og athugandi, að þó að sum- um þurrabúðarmönnunum kunna að þykja tún prófasts- ins nógu stór þá mun þó varla neinn maður geta haldið því fram, að Landakot sé fimmti partur úr allri jörðinni Reykjavík fornu, sem var 50 ríkisdali að dýrðleika. Fjórði maður á kosninga- skránni er yfirdómari Jón Pjetursson; við hann stendur og JÁ í kjörgengisdálknum, en I þeim dálkunum, þar sem talað er um kosningarstofn- inn og kjörstofninn, er nefnt hús, sem Jón hefur keypt I fyrra. Nú lítur svo út, sem kjörstjórnarmennirnir hafi einhvernveginn fundið á sér, að þetta mundi vera vel stutt- ur eignartími til þess, að mað urinn gæti verið kjörgengur, því þeir hafa sett fyrir aftan í athugasemdir, að hann ætti jarðir utan kjördæmis, en þar er hvorkl getið um, hvort þær jarðir séu hér í suðuramtinu eða hvort þær séu 10 ríkisdali að dýrleika. Það er alkunnugt, að Jón Pjetursson er ættaður að norðan en kona hans að vestan, og því eigi ólíklegt, að jarðir þær, er hann annað hvort kynni að hafa tekið i arf eftir foreldra slna, eða feng- ið með konu sinni, liggi held- ur í norðuramtinu eða vestur amtinu, en hér í suðuramtinu; okkur er og eigi kunnugt, að yfirdómarinn hafi keypt nein ar jarðir hér syðra og væri því eigi ófýsilegt að vita, hvar jarðir hans liggja, hvort þær liggja í þessu amti eða eigi, því ef þær llggja í hinum ömt uhum, þá geta þær ekkí veitt honum kjörgengl i þessu amti, en hitt getur varla átt sér stað, að eignartími hans á þeim jörðum geti tengst framan við eignartima hans á þvl húsi er hann hefur átt hér í rúmlega 1 ár, og þannig sama eignin veitt honum und ir eins kjörgengi í tveimur ömtum. Sjötti maðurinn á kosninga skránni er kaupmaður M. W. Biering; við hann stendur einnig JÁ í kjörgengisdálkin- um, en til þess að sanna kjör- gengi hans, stendur í jarð- eignardálkinum, að eign hans sé óskipt jarðalóð vestangarða og að dýrleikinn sé ókunnur. Á Biering þá 10 ríkisdali 1 jörð? Þetta mun kjörstjórn- inni hafa þótt nokkuð efa- samt og því hefur hún bætt við fyrír aftan, að eignin hafi verið metin til skipta á 1000 dali, en hér er blandað tvennu saman, sem alls ekki á saman eftir Alþingistilskipuninni; þegar þar er talað um jarð- eign, þá er farið eftir dýr- leikanum einum, en þegar tal að er um húseign, þá er far- ið eftir mati í dalatalí. Það er reyndar alkunnugt, að Ásmundur prófastur er kjörgengur hér í Reykiavík fyrir jarðeignir sínar í öðrum kjördæmum í suður-amtinu, en það kemur ekkert við kosn ingaskránni í Reykjavík. Biering kaupmaður væri og kjörgengur í þessu kjördæmi, ef hann hefði látið meta hús Framh. á bls. 7

x

Nýr Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.