Nýr Stormur - 01.04.1966, Blaðsíða 12
12
FOSTUDAGUR 25. marz 1966
rm TT a oi
4 Í í L—+ 3 UL ii
Fyrir nokkru síðan var sagt
frá braski lögfræðings nokk-
urs við að ná sér í meiri inn-
heimtulaun en honum bar.
Lagði hann sig niður við að
reyna að fá úrskurð Hæsta-
réttar til að halda tvö þús-
und krónum, sem hann hafði
ranglega, að því er stéttarfé-
lag hans taldi, haft af ein-
stæðings ekkju.
Við lestur Hæstaréttardóma
kemur í ljós að sami lögfræð-
ingur hefir komizt í heldur
betur feitt, í sambandi við
h j ónaskilnaðarmál.
Hér var um umfangsmikið
mál að ræða og hefir lögfræð
íngurinn vafalaust lagt mikla
vinnu I það enda fékk hann
i það greitt með næstum þrenn
um ráðherralaunum. Þetta
gekk þó ekki hljóðalaust, því
umbjóðandi hans, sem tapaði
máli því er hann sótti fyrir
hana, þótti reikningur hans
fullhár, en hann var kr.
799.589,50 en þetta var lag-
legur skildingur árið 1960. Að
vísu hafði hann aðstoðað við
búskipti og orðið að mæta all-
oft í sambandi við þau.
Gamall fjármálamaður Sig
urður heitinn Berndsen, sem
margar sögur kunni af lög-
fræðingum og hafði einkan-
ir um þá á reiðum höndum,
sagðist aldrei setja svo mál í
hendur lögfræðingi, að hann
semdi ekki fyrirfram um
þóknun og innheimtulaun, ef
um verulegar upphæðir væri
að ræða. Hér hefir ekki virtzt
vera vanþörf á að semja fyr-
irfram um þóknunina, því að
hún var svo óhófleg að neitað
var greiðslu.
Bar skjólstæðingur lögfræð
ingsins, sem nú var ekkl leng
ur skjólstæðingur hans, líeld-
ur andstæðingur, þetta mál
undir stjórn Lögmannafélags
Islands.
Lögmannafélagið hafði ým-
islegt við reikninginn að at-
huga. Meðal annars að gjald
var reiknað samkvæmt taxta,
sem settur var eftir að verk-
ið var unnið. Er það sama
eðlis og verkamaður sendi
vinnuveitanda sínum reikn-
ing fyrir vinnulaun aftur í
tímann, eftir að kauphækk-
un hefði verið gerð. Slík dæma
laus ósvífni mun óviða höfð
í frammi, en sumir lögfræð-
ingar halda að þeir geti leyft
sér hvað sem er.
Stéttarfélag lögmannsins
hafði sitthvað fleira við reikn
inginn að athuga, meðal ann
ars að hagsmunir fyrrverandi
umbjóðanda I málinu voru
tvöfaldaðir og málflutnings-
launin reiknuð samkvæmt því.
Lögfræðingurinn hringlar
fram og aftur með launakröfu
sínar og er greinilega að reyna
að komast eins hátt með reikn
inginn, eins og mögulegt er.
Hin upphaflega krafa hans
var þó lækkuð ofan í kr. 506
þús. og virðist það hafa verið
all sæmilegur peningur á þeim
tima.
Margir lögfræðingar eða all
flestir menn með sæmilega
sómatilfinningu, sem eru
margir enn innan lögfræð-
ingastéttarinnar, fara eins
lágt og þeir geta í málflutn-
ingslaunakröfum á hendur
þeim skjólstæðingum sinum,
sem tapa málum í þeirra hönd
um. Að sjálfsögðu þarf mála-
flutningsmaðurinn að fá sín
laun, þótt hann tapi máli, en
flestir munu reyna að vera
Venjulegir launþegar myndu
hafa fengið að finna til fæ-
vatnsins með slíkar árstekj-
ur, sem væntanlega hafa auk
izt mjög verulega við aðra
vinnu lögfræðingsins.
asgsins:
Eru kommúnistar á hrööu undan-
haldi undan hersveitum Hannibals?
sanngjarnir. Þessi höfðingi er
ekki einn úr þeirra hópi. Þau
dæmi sem af honum hafa
verið nefnd sanna það.
í öðru tilfellinu er auðug
kona og hann hefir enga sam
vizku af að reikna henni ó-
hæfilega háan kostnað og
brjóta í fégræðgi sinni gegn
reglum stéttarfélags síns. Hin
konan er félaus, en samt sem
áður er hún féflett.
Lögfræðingur þessi er mjög
ötull og vinnusamur maður og
hefir mikið að gera og má
því vænta þess að laun hans
séu samkvæmt því, þar sem
einnig er sannað að hann gef
ur ekki störf sín.
Við skulum því gera ráð fyr
ir að hann verði að gjalda all'
mikil opin ber gjöld en svo
er þó ekki. Maðurinn virðist
að vísu eiga þak yfir höfuðið,
en tekjur hans eru annað
hvort mjög litlar, eða skuldir
miklar. Til dæmis er tekju-
skattur hans síðastliðið ár að
eins kr. 2863,00 og útsvar
14.100. Það er tekjulítill verka
maður, sem ekki verður að
greiða meira en þetta í skatta.
Ef til vill er þarna komin
skýringin á aðgangshörku
málaflutningsmannsins, hann
virðist vera svona skattpínd-
ur!!
Við skulum nú athuga hvað
málafærzlumaðurinn hafði í
skatta árið 1963, en þá
greiddi hann skatta af tekj-
um ársins 1962. í útsvar hef-
ir hann greitt kr. 18.400 en í
tekjuskatt kr. 7.750. Á þessu
ári ætti hann að hafa greitt
skatta af hinni umræddu 507
þúsund króna greiðslu frá
fyrrverandi skjólstæðingi sín
um. Við skulum samt gera ráð
fyrir að þessar greiðslur hafi
dregist, enn þá koma skattar
hans árið 1964 og þeir eru:
Útsvar 43.000 og tekjuskattur
20.128. Samtals gera þessar
skattagreiðslur lögfræðingsins
kr. 102.847 eða 1/5 af þessari
einu greiðslu til handa lög-
fræðingnum.
Ekki getur blaðið dróttað
skattsvikum að lögfræðingn-
um því að ekki er kunnugt um
kostnað hans, en hann hlýtyr
að vera gifurlegur. Gera verð-
ur ráð fyrir að hinn önnum
kafni lögfræðingur fái greitt
fyrir störf sín ekki síður en
aðrir lögfræðingar ef dæma
má eftir vinnubrögðum þeim
er hér hefir verið lýst.
En eins og kunnugt er, eru
tekjur reiknaðar til skatts á
því ári, er þær koma inn.
Hér er dæmi um að lögfræð
ingar eru ekki lakari en aðr-
ir borgarar þjóðfélagsins að
koma ár sinni fyrir borð.
STORMUR
y/HSOM ATTUM
!i:ii:!HHisisÍ£3«HíiKiiifisi::S5nt5iitiiSSíSU
Þeir sem sáu Chaplin-myndina „Nútíminn“, í gamla
daga skemmtu sér vel og er hún flestum vel minnisstæð.
Hver man ekki eftir Chaplin, þar sem hann er að vinna f
verksmiðju nokkri og forstjórinn fylgist með hverri hreyf-
ingu hans í einkasjónvarpi fyrirtækisins. Hann þorði varla
að anda af ótta við að verða rekinn.
Nú hefur eitt glæsilegasta fyrirtæki borgarinnar, tekið
þetta atriði úr Chaplin-myndinni í sína þjónustu og alveg
eins og þar var — er nú einkasjónvarp komið upp hjá
fyrirtækinu og fylgist yfirvaldið þar með öllu sem þar gerist.
Það er annars ótrúlegt hvað íslenzkur „snobbismi“ get-
ur látið draga sig á asnaeyrunum — og ekki síður það,
að starfsfólk fyrirtækisins skuli láta bjóða sér upp á hvað
sem er.
Ef vinstri öflin í Reykjavík hefðu manndóm í sér til þess
að standa saman um framboðslista við borgarstjórnarkosn-
ingarnar í vor, væru miklar líkur á að íhaldsmeirihlutinn
félli. Það væri stór dagur fyrir vinstri-menn, — en hvort
borgin okkar þyldi svo kollóttar rollur, sem leiðtoga henn-
er önnur saga — líklega sorgarsaga.
ar
Felix Ólafsson, sóknarprestur í Grensássókn, ávinnur sér
síauknar vinsældir í sókn sinni. Sem dæmi má nefna Sunnu-
dagaskóla, sem hann stjórnar og er vel metin hjá unga
fólkinu þar. — Til marks um það má segja að 10 ára snáði
yar að því spurður, hvort hann vildi heldur fara í bíó eða
í Sunnudagaskólann. — Hann svaraði án umhugsunar:
„í Sunnudagaskólann auðvitað!“
Það hefði þótt tíðindum sæta hér áður fyrr, að eini starf-
andi verkamaðurinn, sem hefði möguleika á að komast í
borgarstjórn, væri á lista Framsóknarflokksins. Óneitanlega
hefur Óðinn Rögnvaldsson, prentari, möguleika á setu í
borgarstjórn — í það minnsta sem varamaður, en hann er
4. maður á lista Framsóknarflokksins.
Hann vissi hvað hann var að gera, maðurinn sá, sem gaf
Sogaveginum nafn forðum daga. Þegar frostleysur eru og
rigningar, er aurinn þar svo óskaplegur, að hann bókstaf-
lega „SOGAR“ mann niður. — Þeir sem hafa séð bílana
þar í forinni taka á öllu sínu vélarafli til að sökkva ekki
og vegfarendur, sem stikla á tánum á milli pollana og
reyna að verjast aurslettum frá bílum sem framhjá fara,
gleyma því seint. — Það er slæmt að ekkert af „fína fólkinu“
skuli búa þar í nágrenni, því þá væri auðvitað búið að
malbika Sogaveginn!
Það er kominn heldur betur fjörkippur í bílainnflutning-
inn hjá okkur. — Jón Loftsson og Vökull bjóðast til að
taka gamla bílinn upp í afborgun á nýjum bíl. Það sama
má segja um Fiat-umboðið. — Og stóra spurninginn er:
Hvað gerir Albert Guðmundsson, þegar hann fer að bjóða
okkur Renautinn. — Albert er kunnur sem „snjall bissnes-
maður“, og óhræddur að fara nýjar leiðir.
Margt er skrítið í....
Úr skýrslum lögreglunnar í Reykjavík:
Eitt sinn sem oftar handtók lögreglan mann nokkur,
sem hafði brotið af sér, og færði hann niður á lög-
reglustöð. Á leiðinni urðu orðaskipti á milli þeirra.
í skýrslu sem lögreglumaðurinn gaf um atburðinn,
segir m. a.: Sá handteknl sagði að ég væri fífl, en
ég tjáði honum að svo væri ekki.“