Nýr Stormur - 08.07.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. júlí 1966.
5
NYR
Í1WNUB |
Útgefandl: Samtök óháSra borgara
| Ritstjórar: Gunnar Hall, sfml 15104 og Páll Finnbogason, ábm.
Rítstj. og afgr. Laugav. 30. Síml 11658
= Auglýsinga- og ásfcriftarsfml: 22929
Vikublað — Útgáfudagur: föstudagur
Lausasöluverö kr. 10.00. Áskriftarverö kr. 450.00. 1
| Prentsmiðjan Edda h.f. f
&jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiililiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim*.
Skattaálögurnar
Nú þegar skattaálögur borgarinnar og kaupstaðanna eru
lýðum ljósar, er eðlilegt að menn velti fyrir sér þróun þess-
ara mála. Gagnslaust er að amast við því að greiða hinu opin-
bera skatta og skyldur, því að á því byggist raunverulega
hið mikla fyrirtæki, sem þjóðfélag nefnist. Þegnarnir og
skattgreiðendurnir fá í raun og veru sína peninga til baka,
með hlunnindum þeim og vernd, sem þjóðfélagið veitir.
Ágreihingurinn er heldur ekki um það, heldur hrtt, hvort
jafnt sé skipt þeim byrðum, sem þegnarnir verða að bera
vegna þessa fyrirtækis síns.
Blaðinu er ekkl kunnugt um, hvort qánægju gætir víðar
en í Reykjavík, en telja má þó víst að svo sé. Allstaðar eru
menn, sem reyna að koma sér undan skyldum sínum, en
heimta réttlnn engu síður en aðrir. Þessir menn eru vargar
í véum þjóðfélagsins og víðast hvar annarsstaðar en á ís-
landi, eru þeir álítnir hinir örgustu glæpamenn, sem stela
fé, er þeir hafa undir höndum, og ber að skila samfélaginu.
Þung og ströng viðurlög eru við þessum verknaði og sektir
og fangelsi eru þær refsingar, sem þjóðfélögin búa þessum
mönnum.
Þetta er í rauninni ákaflega auðskilið mál, en hér á landi
hefir undanskot á skatti tíðkast um svo langan tíma, að
menn hafa talið sér það tH gfl<íis, að þ'eir hafi á þennan
hátt getað haft af meðbræðrum sínum fé.
Með tilkomu skattalögreglu skildist mönnum þó, að hér
væri alvara á. ferðum, en ríkisvaldið slævði þó svo vopnin
og um lefð hina nývöknuðu siðferðisvitund almennings í
þessum málum, að lítið virðist hafa áunnist. Greinilegt er
að skattsvikin eru enn í algleymingi. Menn, sem allir vita að
eru hatekjumenn og stóreignamenn og berast mikið á, eru
með mjög lága skatta. Menn spyrja að vonum hverju þetta
sæti, en svarið liggur á lausu: SKATTSVIK.
Að frumkvæði Gunnars Thoroddsen fyrrv. fjármálaráð-
herra, sýndi rikisstjórnin tilburði til að taka þessi mál fast-
ari tökum. Það er ömurleg staðreynd, að vegna þess að hún
reyndi að sýna manndóm og tók sér til fyrirmyndar skipu-
lag og reynzlu annara þjóða í þessum málum, hafa ýmsir
af hinum dyggustu fylgismönnum hennar yfirgefið hana.
Forsætisráðherranum fylgja bölbænir skattsvikaranna, vegna
þess aö hann hefir lýst því yfir aö hann hafi ekki samúð
með þeim.
Að sjálfsögðu verða þær ekki ríkisstjórninni að falli, þar
mun annað til koma. En það sýnir hinsvegar ljósiega að
hinum brotlegu þykir ráðherrann hafa brugðizt, sem vinur
í raun. Það sýnir að þessir menn vænta sér trausts og
halds í flokki hans og heimta ráðherrann nú í brottu úr
stöðu sinni vegna þessa. Það sýnir og einnig að flokkur hans
hefir haldið hlífiskildi yfir slíkum mönnum og þegið aðstoð
þeirra að launum.
Fullyrða má að fyrirtæki og einstaklingar, sem fyrirtæki
reka, muni hafa taíið réttara fram en áður, af ótta við
skattaeftirlitið og opinbert umtal.
Sú staðreynd að minna kemur til skila af opinberum gjöld-
um frá fyrirtækjum en áður og þá sérstaklega þegar tekið
er tiHit til aukinnar umsetningar og verðhækkana, sýnir að
rekstur þeirra hefir gengið verr og er það að vonum.
Verðbólgan segir ti sín á þessu sviði, sem öðrum. Fyrirtæki
eru yfirleitt í f járþröng og má nefna sem dæmi, að er sölu-
skattur er innheimtur á þriggja mánaða fresti og fyrirtækin
eiga að skila þeim skatti er þau hafa verið látin innheimta,
þá er herjað miskunnarlaust á bankanna um víxla til að
,p:edda“ söluskattinum.
Þannig hefir viðreisnarstefnan leikið fyrirtæki, sem að
öllum eðlilegum hætti ættu að ganga snurðulaust.
Aðstöðugjöldin eru mörgum fyrirtækjum, sem erfiðlega
gan-ga, þung byrði í skauti og má nefna til dæmis einn velt-
ingamann hér í bæ, sem rekur tvö veitingahús og verður
að greiða 150 þúsund krónur í aðstöðugjald, en greiðir hins-
vegar ekki eina krónu í skatt eða útsvar!
•j* Oft heyrist talað um
I þjóðareinkenni — það er,
j að einhverjir vissir eigin-
j leikar séu augljósari og
j ráði meiru í fari og fram-
j komu þjóðar en annarra.
j Þetta hefur eflaust við
j nokkur rök að styðjast. Það
j leynir sér til dæmis ekki
! að suðrænar þjóðir eru yfir
! leitt örari í allri tjáningu
j og fljótari að skipta skapi
! og skoðunum en norræn-
! ar þjóðir; að Bretar eru
! fastheldnari á gamlar
! venjur og bera meiri virð-
! ingu fyrir fornum erfðum
! og siðum en flestar aðrar
! þjóðir vestrænar, én þýzk-
! ir bera af öðrum þjóðum
! hvað skipulagsgáfu snertir
! — og svo að á stundum
! jaðrar við sjúklegri þörf.
! Vitanlega eru svo alltaf
! uppi einstaklingar, og það
í allmargir, með hverri þjóð,
j sem brjóta í bág við allt
Iþessháttar heildarmat, en
þó í svo miklum minnihluta
að þeirra gætir ekki.
— ★ —
Þótt undarlegt kunni að
virðast, er því líkast sem
við höfum aldrei reynt að
gera okkur grein fyrir því
— ekki í hreinskilni og
alvöru — hver séu okkar
helztu einkenni sem þjóðar.
Söguþjóð, bókmenntaþjóð,
frelsisunnandi lýðræðisþjóð
— þetta lætur ákaflega vel
í eyrum, og þá einkum í
okkar eigin eyrum þegar
útlendir gefa okkur slíka
einkunn, en við vitum samt
ósköp vel að þetta er ekki
annað en vel meint skjall
um þjóðina eins og hún er
í dag. Forfeður okkar rit-
uðu að vísu sögur og ortu
kvæði, sem skipa veglegan
sess í fornbókmenntum
heimsins, en afkomendur
þeirra hafa allir reynst verr
feðrungar, þrátt fyrir eitt
s
nóbelsskáld, og fer það sízt
batnandi, því að sennilega
mun engin vestræn þjóð
eiga jafn lélegar nútímabók
menntir og einmitt við. —
Frelsisunnandi lýðræðis-
þjóð — jú, kannski má
kalla það visst afbrigði
frelsisástar að þola hvorki
lög né aga og brjóta öll á-
kvæði, sem brotin verða —
önnur en þau refsiákvæði
hegningariöggjafarinnar er
taka til morða >og mann-
víga og ofbeldisrána — í
skjóli flokkahlífðar og
kunningskapar. Og eins má
kannski kalla það vissa
gerð af lýðræði, að alltaf
skuli vera hvor höndin
upp á móti annarri; allir
#
HÖFLEYSI ... ?
-----------------#
keþpast við að ota fram
sínum tota og skara eld að
sirmi köku og sinna — og
leyfast það, samkvæmt
hinu eina lögmáli, sem virð
ist algilt hvað snertir allt
opinbert „siðgæði" . . . ef
þú klórar mér, skal ég klóra
þér. Séu þetta sérkenni
frelsisástar og lýðræðis, þá
er engin vafi að við berum
það nafn með rentu; ann-
ars er hætt við að þessi
þjöðareinkenni okkar
kunni að flokkast undlr eitt
h-vað annað . . .
— ★ —
Ef við viljum vera fylli-
lega hreinskilin gagnvart
okkur sjálfum sem þjóð, en
slík hreinskilni mun varla
geta kallast þjóðareinkenni
okkar, þá mundi það líklega
fyrst og fremst hófleysið,
sem meira ber á í fari okk-
ar og framkomu en flestra
annarra vestrænna þjóða.
FILISTEAR
prh. af bls. 12.
fénu 1 eigin þarfir, en húsbóndi
hans er ábyrgur fyrir upphæð-
inni og verður og mun greiða
hana.
Lögfræðingurinn fékk hins-
vegar frí að fullu og öllu iir þess
ari skrifstofu og er blaðinu ekki
kunnugt um fleiri atvik þessu
lík, frá starfi hans þar. .
Hér er enn eitt dæmi þess
hvað sumir menn telja sér leyfi-
legt vegna aðstöðu sinnar. Vit-
að er um fjölmörg dæmi þess
að lögfræðingar hafa komið
slíkum brotamönnum úr stétt
sinni til hjálpar, enda er öl þess
ætlast í félagsskap þeirra að
hann sé látinn fylgjast með af-
bfotum féJagsmanna ÁEXJR en
Að kunna sér ekki hóf — ->
ekki aðeins á einhverju !
einu sviði, heldur öllum, !
þar sem því verður við kom
ið.
Við kunnum okkur til j
dæmis ekki hóf í drykkju, j
það er vitað mál. En það I
er ekki fyrst og fremst af j
því, að við séum ölhneygð- j
ari en aðrar þjóðir, okkur j
finnst bara sjálfsagt að j
tæma hvern „bikar í
grunn“ og það í hasti, hvort j
heldur er um áfengi að j
ræða eða eitthvað annað. j
Við kunnum okkur ekki hóf |
í öflun peninga; leggjum j
allt á okkur og svífumst j
einskis þegar um það er að j
ræða að komast yfir sem j
mest fé á sem styztum j
tíma. En það er hvorkl af j
ágirnd eða söfnunarhneygð j
— að okkar þjóðaráliti er j
fé einungis tH þess að sóa j
því jafnóðum og það afl- j
ast, og þó helzt áður en þaö j
aflast, sé þess nokkur kost- j
ur. Sé eiginleg ágirnd Iost- i
ur, þá erum við laus víð !
hann — en sé sparsemi
dyggð, þá þurfum við ekki j
að hrósa okkur af hennl, !
ekki sem þjóðareinkenni. |
Þó er hófleysi okkar j
kannski hvað mest, þegar j
um það er að ræða að gera j
kröfur — það er að segja j
til axmarra en sjálfra okk- j
ar persónulega. Þessi þjóð- j
areiginleiki hefur að vísu !
það í för með sér, að við !
höfum náð því marki að
búa við betri Iífskj’ör en
sennilega nokkur þjóð önn
ur — að búa við munað,
væri kannski réttara orð
yfir það. Slíkt er í sjálfu
sér ekki nema gott og bless
að, sé einhver grundvöllur
fyrir því. En hver spyr um !
það? Það er okkur algert !
aukaatriði.
<m«»o«h»o—»<>«■»o<—»o«l ■■■ r — n — n — n — n i li*»
dómstólar fjalla um þau.
Vafalaust verður og þessu
máli bjargað, en hvað segja
menn um ef einhver unglings-
piltur, eða þá einhver venjuleg-
ur maður, sem ekki hefir hið
júritiska borgarabréf akademí-
unnar upp á vasann, hefði stohð
hárri upphæð lir sjálfs síns vasa.
Væntanlega kahn réttvísi
svör við því.