Nýr Stormur


Nýr Stormur - 08.07.1966, Blaðsíða 2

Nýr Stormur - 08.07.1966, Blaðsíða 2
2 "ðOMIIfiR FÖSTUDAGUR 8. júlí 1966. Lög og réttur Hér verður birtur dómur til gamans, til að sýna, að ekki eru liðin nema 40 ár síðan að ekki voru maðkar í mysunni í réttvísinni á íslandi. Umrætt brot var ekki veigameira en svo að tjónið var metið á kr. 7.90. Héraðsdómur úti á landi dæmdi í málinu og Hæsti- réttur staðfesti dóminn. í forsendum dómsins segir svo: Mánudagskvöldið 8. febrúar þ. á. kl. um 8, fór ákærð- úr ásamt 14 ára dreng inn í búð X kaupmanns við F. stræti hér í bænum með lykil, er hann hafði keypt nokkrum dögum áður og sorfið í skerðingu, svo að hann gekk að skránni í búðarhurðinni. Fór ákærður innfyrir diskinn og að skúffu undir diskinum, er hann vissi að voru geymdir peningar í. Tók úr hemfí tvo 50 kr. bankaseðla, er lágu undir pen- ingakassa í skúffunni, og tvo 10 kr. seðla og einn 5 kr. seðil er var í peningakassanum; eða samtals 125 krón- ur í bankaseðlum. Auk þess tók ákærður 47 búnt af vindlingum ‘cigarettum) og voru 10 vindlingar I hverju búnti. Að þvi búnu fór ákærði aftur út úr búðinni og lokaði henni með lyklum. En þýfið höfðu ákærði og fyrmefndur drengur á burt með sér, útveguðu poka undir það, fóru með hann upp í grjótgarð ofarlega í kaupstaðnum og huldu hann grjóti. Þá hefir ákærður kannast við það, að hann laugar- daginn 6. s.m. ásamt fyrrnefndum drsng hafi farið inn í sömu búð kl. 7—8 um kvöldið með sama lykil og að framan greinir, tók þar 3 epli, 3 appelsinur og 10—12 mola af konfekti. Fór svo út aftur og lokaði hurðinni með lyklinum. Ennfremur hefir ákærði kannast við það að hann, nokkru eftir nýárið í vetur sem leið, hafi tekið tvenn spil í búðinni hjá X meðan hann var í búðinni. Ákærður hefir skilað aftur spilunum og 36 búntum af cigarettum. En X hefir krafist iðgjalda fyrir 11 búnt af vindlingunum með útsöluverði þeirra, 50 aura fyrir hvert búnt eða kr. 5.50 fyrir vindlingana og kr. 2.40 fyrir appelsínurnar, eplin og konfektið, eða sam- tals kr. 7.90 og kemst ákærður ekki hjá þvl að greiða iðgjöld þessi. Kærður er fæddur .... og hefir eigi áður sætt ákæru eða refsingu fyrir neitt lagabrot. Ákærður er þvi kominn yfir lögaldur sakamanna og var það er hann framdi verknaðinn. Afbrot hans ber að heimfæra undir 230. og 231. gr. 4. mgr., sbr. 63 gr. hinna almennu hegningarlaga 25. júni 1869 og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 8 mánaða betrunar- húsvinna. í iðgjöld greiði ákærður kr. 7.90. Svo greiði ákærður allan kostnað af málinu, þar með taldar 20 kr. málsvarnarlaun til hins skipaða talsmanns slns. Það vottast að rekstur málsins hefir verið vítalaus.“ Ákærður, eða aðstandendur hans munu ekki hafa ver- ið ánægðir með málalok og áfrýjuðu til Hæstaréttar, sem staðfesti dóminn. Að vísu er hér dæmt eftir gömlum lögum, en þess ber að gæta að enn er fjöldi laga I gildi frá 1869. Hér er um fyrsta afbrot unglings að ræða og hér er ekki verið að taka silkihönskum á unglingnum. Virtur hæsta réttarlögmaður hér í borginni, sem enn starfar, var verjandi drengsins, en fékk ekki að gert. Allir geta gert sér í hugarlund hve gífurleg þessi hegning er, og vafalaust hefir drengurinn aldrei beðið þessa bætur. Nú er að visu ekki farið svona að, en ekki er úr vegi að hugleiða, hversu mikils er um vert að hafa aðgát í dómum, þegar unglingar eiga í hlut. Venjulega eru um æskubrek að ræða, sem eiga sér stoð í aðstæðum uppeldisins, bæði á heimilum og á götunni, bíóum, sjónvarpi og glæparitum. Betrunarhúsvinna, þ. e. nú- tímans Litla-Hraun, er háskalegur samastaður fyrir slíka unglinga, þar sem þeir verða að vera samvist- um við oft forherta glæpamenn. Óhappaverk þessa dóm ara og staðfesting Hæstaréttar á þvi, ætti að vekja menn til úmhugsunar um, að þjóðfélagið þarf að taka þessi mál öðrum tökum, en gert hefir verið. IðnaSurinn.... pramhald af bls. 1 á nýjum iðnaði í sambandi við álverksmiðjuna svoköll- uðu. Hráefnið í landinu, ekk- ert annað að gera en að vinna úr því! Flutningsgjald á alú míni, sem er léttur málmur, er ekki það mikið til landsins, að geti haft nein afgerandi áhrif á byggingu og rekstur nýrra verksmiðja^ til að vinna úr alúmíni. íslending- ar verða að kaupa það hér á heimsmarkaðsverði. Við eig- um líka fisk til að vinna úr, en gerum það ekki, heldur flytjum hann til annarra landa til að láta öðrum eftir að vinna hann. Það sem er aðalatriðið í sambandi við íslenzkan iðn- að er fyrst og fremst hinn gífurlegi vinnslukostnaður, en ekki hráefnið, sem er þó tollað á þann hátt í ýmsum tilfellum, að það virðist vera um hreint tilræði að ræða við iðnfyrirtækin. Það er þýðingarlaust að vera að hjala um nýjar iðn- greinar, þegar að allur sá iðn- aður, sem hér er, er að fara á hausinn vegna allt of mik- ils rekstrarkostnaðar. Og það er ekki nóg að iðnaðurinn sé að fara á höfuðið, heldur er landbúnaðurinn á hausnum og sjávarútvegurinn, eða stór hluti hans, er rekinn með tapi. Verðlækkun á útflutnings- afurðunum er þegar skollin á og fróðir menn telja að frekari lækkana sé von. Verð- mætasta útflutningsafurðin, saltsíldin sést ekki enn og þótt ekki sé ástæða til að ör- vænta, þá er ekki erfitt að gera sér í hugarlund ástand- ið, ef síldaraflinn kynni að bregðast að verulegu leyti. Hvar yrðu þá peningar til að flytja inn fullunnar iðn- aðarvörur og hvað myndi það kosta, að byggja upp iðn- aðinn á ný? ÆPT Á HJÁLP í VESTUR! Það kom greinilega i ljós í vor, hvert leitað er, ef eitt- hvað vantar. Mikið var blásið út um það, að Alþjóðabank- inn væri reiðubúinn að lána féð, sem þyrfti til að reisa Þjórsárvirkjunina, gegn því að fá rafmagnsgreiðslur hins svissneska fyrirtækis að veði. Það fyrsta sem gert er í þess- um málum, er ekki það að fá þetta fé hjá Alþjóðabank- anum, heldur eru Bandaríkja menn fengnir til að lána úr hinum svokallaða mótvirðis- sjóði, sem er sníkjusjóður, sem ameríkanar eiga hér. Að sjálfsögðu munar Banda ríkjamenn ekkert um að koma íslendineum tú ^iáioar, frekar en fyrri daginn, enda eiga þeir rikra hagsmuna að gæta hér, þar sem er hið svo- kallaða „varnarlið" á Kefla- vikurflugvelli. LEIÐARLJÓS SVEN HEDIN (1865 -1952) Hinn sænski landkönnuður og vísindamaður, Sven Hedin hlaut heimsfrægð fyrir ferðir sínar um hin óþekktu lönd Mið-Asíu. Sven Hedin fæddist í Stokk hólmi 19. febr. 1865, og var faðir hans húsameistari. 1 æsku hlaut sonurinn góða menntun og stundaði nám bæði í Uppsölum í Svíþjóð og í Þýzkalandi. Snemma kom ævintýraþrá þessa efnilega menntamanns í ljós. Tvítugur að aldri ferð- aðist hann um hin fornu menningarlönd Suð-Vestur- Asíu. Árið 1890 var Sven Hedin ráðinn túlkur sænsk-norska trúboðsins í Persíu, og var það upphafið að hinum merku landkönnuðarferðum hans. Fyrstu meiri háttar förina fór hann 1903, en þá ferðað- ist hann m. a. yfir Pamir, um Hínár miklu sandeyðimerkur Mið-Asíu um hásléttur Tíbets og komst alla leið til Peking. Hafði hann þá farið um Asíu frá vestri til austurs. ,í fimmta vísindaleiðangrin- um uppgötvaði hann m. a. upptök ánna Indus og Braha maputra og áður óþekkta fjallgarða þar fyrir norðan. Eftir heimkomuna tók hann virkan þátt í stjómmálum, en 69 ára að aldri fór hann hina síðustu löngu ferð sína um vesturhluta Kínaveldis. Hann dó í Stokkhólmi 26. nóv. 1952. í bókum hans, en þær eru margar, kemur í ljós hin óbil andi trú hans, hugrekki og þrautseigja í hinum margvís- legu mannraunum, sem hann rataði í. Biblían og bænin veittu honum þá ómetanlega hjálp. Hann sagði: „Hefði ég ekki átt sterka og örugga trú á Guð og al- máttuga vemd hans, hefði mér reynzt ókleift að lifa tólf ár í menningarsnauðustu hér uðum Asíu. Biblían hefur ver ið bezta lestrarefni mitt og samfélag á öllum ferðum mín n um. „Aldrei las ég Gamla testa mentið með meiri athygli og innilegri áhuga en í þá daga, þegar ég kom til rústa Babels Assurs og Nineve. Frásagnir, sem áður vom taldar til skröksagna og ævin týra, gjörbreyttust og urðu að vemleika. Konungár, eins og Tiglat- Pileser, Salmanassar, Sankerib, Nebukadnesar, sem ég hafði áður takmarkaða þekkingu á, fóru ekki lengur um um hugann eins og skugg ar, heldur sem lifandi pers- ónur. — Það hefur gríðarleg áhrif að sjá, hve bókstaflega spár spámannanna um ger- eyðingu hinnar miklu borgar hefur rætzt.“ Þessi her er þarna vegna Bandaríkjamanna sjálfra og þeir hafa ekki hugsað sér að flytja hann i brottu. Hins- vegar er þeim nauðsynlegt vegna heimsálits, að hafa þennan her hér i friði fyrir íslendingum og fyrir það eru þeir vafalaust reiðubúnir til að borga. Stórmennin is- lenzku munu heldur ekki láta sér verða flökurt, af að taka við slíkum greiðslum. ís- lenzkur iðnaður hangir nú fram af hengifluginu, ásamt flestum atvinnuves-um þjóð- arinnar. Hverjir svo verða til að kippa honum upp aftur, er óskráð saga framtíðarinn- ar, ef hann verður þá ekki látinn falla fyrir ofurborð. VERKFALL.... Framhald af bls. 1. margir hverjir stúlku sér til aðstoðar og greiða henni laun af prósentum þeim er þeir hafa af sölunni. Þjónarnir eru sölumenn í fyllsta skilningi bess orðs. Þeir taka á móti vörum veit ingahúsanna á ákveðnu verði og selja hana síðan með 15% álagningu. Veitingahúsið af- greiðir vínið til þjónanna úr víngeymslu hússins og sömu- leiðis gosdrykki. Eldhús veit- ingahúsanna afgrpiða og einn ig til þjónanna, sem síðan sjá um söluna. Veitingahúsin bera ábyrgð n framkomu þjónanna, þrátt fyrir að þeir eru sjálfstæðir í

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.