Nýr Stormur


Nýr Stormur - 16.09.1966, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 16.09.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 16. sept. 1966 'jieRMim 5 NÝR ÍTORNUR | | Útgefandi: Samtök óháöra horgara = Ritstjórar: Gunnar Hall, sími -15104 og Páll Pinnbogason, ábm. I Ritstj. og afgr. Laugav. 30. Sími 11658 A-uglýsinga- og áskriftarsími: 22929 VikublaS — Útgáfudagur: föstudagur Lausasöluverö kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. Prentsmiðjan Edda h.f. I *4iniiiiiiiiliíiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiitiiiiiiiiiiiimimiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimii!iiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiimiiiitv: Heimsókn forsætisráðherra Norðmanna og konu hans Allir íslendingar fagna komu norsku forsætisráðherra- hjónanna hingað til lands. Hér var ekki aðeins um að ræða opinbera heimsókn valdamans eins ríkis, sem stendur teinréttur og biður þess einungis sem næst er á dagskránni og er teymdur úr einum stað í annan og að næsta veizlu- borði. Hér var á feröinni fólk, sem naut þess að kynnast flestu sem mest og bezt á þeim stutta tínla, sem heimsókn- in stóð. Þeim hjónunum virtist henta bezt að fá að vera sem frjálsust og njóta ferðarinnar í samfylgd hinna ís- lenzku fylgdarmanna sinna á sem eðlilegastan hátt óg fá þannig sem mest út úr ferðinni. Fyrir okkur hina sem heima sitjum og fylgjumst með ferðalagi norsku forsætisráðherrahjónanna upplifum við ýmislegt í fari þeirra sem vekur virðingu okkar til þeirra og þjóðar þeirra. Ber þar fyrst að nefna hina frjálsmann- legu og óþvinguöu framkomu þeirra við hvern og einn sem þau umgangast, og hinn ódrepandi áhuga á því að kynn- ast sjálf sem flestum atvinnuháttum okkar. Heppnin var með á ferðalaginu'um Borgarfjörð því kvöld inu áður hafði veiðst 40 tonna' búrhveli sem var í Hval- stöðinni og gafst gestunum tækifæri til að sjá þaö dregið upp og skorið. Spurði ráðherrann margs og ræddi af þekk- ingu um hvalveðiar við Loft Bjarnason, framkvæmdastjóra og er slíkri veiði kunnugur, enda er gömul hvalstöð í hans heimafylki. * Á Varmalandi tóku Ásgeir Pétursson og frú hans á móti gestunum og var snæddur þar hádegisverður. Að því loknu átti að skoða gróöurhúsin á Laugalandi, en forsætisráð- herrann kvaö þess ekki þörf, því hann hefði notáð tím- ann áður en borðað var til þess að skjótast þangað sjálf- ur og var búinn að skoða þau og ræða við norskan garð- yrkjumann sem starfar þar. Á leið sinni út tók hann tali stúlku, sem gekk þar um beina og vildi þá svo til, að næsta vetur er hún innrituð við nám í „arkitektur“ í skóla i Þrándheimi og mun honum hafa brugðið við, því hann hrópaði til konu sinnar, að segja henni fréttirnar. Dvaldist forsætisráðherrahjónunum mikið lengur í Reykholti en til var ætlast, því þar var margt að skoða og fræðast um úr sögu íslands og Noregs. Allar „planlagðar“ áætlanir ruku að sjálfsögðu út i veöur og vind og nutu allir heimsóknarinnar eins og bezt var á kosið. Sama var að segja um norðurlandsförina. Þar þurfti einnig allt að sjá og öllu að kynnast. Flogið var yfir há- lendið í mjög góðu skyggni og var jöklasýn því mjög fögur. Er komið var til Akureyrar tóku á móti gestunum bæjar- fógeti og bæjarstjóri ásamt norska konsúlnum. Var stigið upp í bíla og ekið austur í Mývatnssveit. Er ekið var.upp í Vaðlaheiði sá ráðherrann bónda við heyskap ásamt búa- liði sínu og lét strax stöðva bifreiðina og gaf sig á tal við hann. Var það Eiríkur Geirsson á Veigastöðum og fræddi hann ráðherrann með aðstoð fjármálaráðherra okkar um búskapinn, hvernig hann gengi, hvenær göngur yrðu og hvenær búist væri við, að fé yrði komið af fjalli. Var greini- legt að ráðherrann var vel heima í þessu öllu, enda gamall bóndi. Hér er aöeins um stutta frásögn að ræða úr ferðalagi for- sætisráðherrahjónanna til íslands sem lýsir öðru en því hefðbundna sem slíkum heimsóknum fylgir með tilheyr- andi veizlum og skáladrykkjum. Við þökkum forsætisráðherrahjónunum fyrir komu þeirra uih leið og við sendum bræðraþjóð okkar Norðmönn- um húgheilar kveðjur. "n ~X' i Yfyrilitsmyml við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir við Búrfell. Trunt, trunt Framhald af bls. 2. á vinnustöðum. Þetta verður ekki réttlætt á þann hátt að hér hafi verið um þekkingarskort að ræða, heldur viljaleysi til að kynn- ast aðstæðum. T. d. var lengi vel einn meðalstór heimilis- sjúkrakassi til á staðnum og oft var hann í vanhirðu. Þá fyrst var úr þessu bætt, er alv arlegri slys bar að höhdum. Engin viðvörunarmerki voru sett við opna skurði á vinnu- svæðinu eða lausa vegar- kanta. Þá voru réttindalausir ungl ingar látnir aka þungavinnu vélum um þetta svæði, hvíld- arlaust í 14—15 tíma og það oft í svartasta myrkri, sprengi efni og hvellhettur geymdar í ólæstum skúr við jarðgöng- in. Þó er þetta ennþá ógirt og opið svæði og umferð þó nokkuð mikil af utanaðkom- andi fólki. Varningur sem flyzt inn á þetta svæði, erlendis frá, er tollfrjáls, Þó er engin toll- gæzla eða löggæzla á staðn- um. Hið síðasttalda efni verð ur þó ekki reiknað hinum er- lendu stjórnendum til syndar eingöngu, heldur einnig ís- lenzkum lögregluyfirvöldum. • Hr. Fogleklo Eins og fyrr er sagt stjórn- ,aði, Svíi: nokkur að nafni hr. Fogleklo daglegum rekstri vinnustaðarins. Maður þessi sem var hinn gervilegasti að vallarsýn, virðist vera ákaf- lega smámunalegur og tor- trygginn í allri sinni fram- komu og allt hans fas" líktist helzt þýzkum stormsveitarfor ingja frá Hitlerstímabilinu. Honúm virðist lítið um það gefið að ná hylli sinna starfs manna eða auka starfsgleði þeirra. Þeir, sem ekki höfðu misst sinn húmoristiska sans hlógu og gerðu góðlátlegt grín af hans framkomu. Flestir okkar erum þannig gerðir, að starfsgleði og starfsáhugi verð ur bezt vakinn með gagn- kvæmu trausti. Enda hafa gamalreyndir verkstjórar einnig skýrt mér þannig frá sinni reynslu. Sem lítið dæmi um hr. Fogleklo vár það, að bannað var að flytja dagblöð eða ann að lestrarefni til staðarins, einnig var mönnum meinuð símaafnot utan vijhgutíma. — Vinnutíma okkar var þannig háttað, að sjaldan var hægt að hlusta á útvarp. Urðum viö því oftast afskiptir frétt- um og daglegum viðburðum. Þær átta vikur er ég var við Búrfell, fóru fleiri menn en komu. Algengur starfstími manna var 1—2 vikur, unz þeir gáfust upp og hættu. Oft kom einnig til lítilsháttar á- rekstra og voru menn þá reknir tafarlaust. Þess mun heldur ekki langt að bíða að íslendingar segi skilið við trunt, trunt og tröll in í f jöllunum. tilraunir. Eflir nokkra uti í geimnum var hanr vega^Wjj 11n svo þrew 11 udNSffi Sfeh' u 11 vnn'i Kennedyhöfða, 33. sept. (AP-N'Bfck - v s’ D Ai n f a r a r n i r 'na: (i Gordon þreytíist a geimgongunni Að öðru leyti gengur Gemini 11 vel Ttl

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.