Nýr Stormur


Nýr Stormur - 16.12.1966, Blaðsíða 10

Nýr Stormur - 16.12.1966, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDÁGUR 16. DES. 1966. Fllistear — prh. aí bls. 12. árið 1958, en síðan hefir siðgæði í viðskiptum hrakað mjög. / Á öllum sviðum þjóðlífsins eru framin svik og segja má að viðhorf kaupmannsins í Feneyj- um blasi hvarvetna við augum manna Óvíða hafa þó svikin verið algengari en í verzluninni með notaða bíla. Geta má þess uin ekki að pretta á þennan hátf að í þessu tilfelli nægði filistean kaupanda bifreiðarinnar, heldur var bifreiðin auk þess „úr- b'rædd“, en því var leynt með því að herða svo á kveikju hreyf- ilsins að ekkert „bank“ lieyrðist. ■Hinsvegar varð bifreiðareig- andinn að láta taka upp rhótor- inn, sem kostaði æiið fé. Flestir þeir er kaupa notaða bíla, ein fátækir, að fé. Kemur þar glögglega í ljós, hversu dýrt það er, að hafa ekki ráð á hinu bezta. Þeir menn verða því venjulega helztu fórnarlömb fili steanna, sem nota sér á þennan hátt forréttindi peninganna. Þótt auðurinn einn færi eng- um manni gæfu, ef annað og meira er ekki fyrir hendi, þá hefir þó fátæktin enn ægilegri afleiðingar, því að hún drepur niður gæfu og manndóm flestra og leiðir til spíllingar, sem magn ast enn meir þegar hinir snauðu liorfa á Iiina ríku nota hvers- konar bellibrögð til að auka auð- æfi sín á kostnað þeirra, en auð- urinn sjálfur veitir skjól og vernd gegn lögum og rétti. Þetta er gömul saga, sem geng- ur í stöðugri endurnýjun lífdag- anna. Eins og minnst var á í upphafi, hafa nöfn filistea þeirra er koma við sögu í þáttum þessurn ekki verið birt. Það hefir ekki verið gert vegna hlífðar við aðstand- endur þessara manna og einnig vegna þess að brot þau er hér hafa verið rædd, hafa flest verið ,minni háttar*. Margir hafa fund ið að þessu og talið rétt að birta nöfnin, en margir þekkja þó mennina sem um er rætt. Þess hefir vandlega verið gætt, að upplýsingar þær, er þessum frá- sögum eru til 'undirstöðu, áeu réttar, en oft eru upplýsingarn- ar ekki tæmandi og geta því valdið misskilningi. Eru menn því beðnir, ef þeir vilja koma filisteasögum á framfæri að gæta þess vandlega, að allar upp lvsingar séu svo nákvæmar, sem auðið er, en blaðið mun ekki geta heimilda og birtir þær á eigin ábyrgð. fss&gsss&zsmæwm Gerið því allt, sem í yðar váldi stendur til að verjast þeim vágesti. Látið pappírsumbúðir ekki safnast saman. Komið þeim út, annað hvort með því að brenna þeim í miðstöðvarkatlinum, eða hendið þeim í öskutunnuna. Leyfið ekki reykingar nálægt jólatrénu, pappírsskrauti eða pappírsumbúðum. Hafið nóg af góðum og stórum öskubökk- um alls staðar í íbúðinni og notið þá óspart. Geymið eldspýt- ur, þar sem litlar hendur ná ekki til þcirra. Gerið áætlun um hvað þér eigið að gcra ef eldur brýzt út. Hafið hand- slökkvitæki við höndina — og í lagi — vatnsfötur eða jafn- vel garðslöngu tcngda við vatnskrana nálægt jólatrénu. En munið, að ef þér getið ekki samstundis slökkt sjálfur, þá kallið umsvifalaust á slökkviliðið í síma 1-1-1-0-0. BRENNIÐ EKKI JÓLAGLEÐINA NOTIÐ SMJÖR IJÖLABAKSTURINN OSTA- OG SM JORSALAN

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.