Blómið - 01.03.1929, Blaðsíða 7

Blómið - 01.03.1929, Blaðsíða 7
5 BLÓMIÐ rætast. Loftiö er þurklegt. Léttur í lund gengur hann inn í bæinn og vekur vinnufólkið. Ungir og gamlir fara á fætur. — Allir, sem vetlingi geta valdiö búa sig undir hita og þunga dags- ins. Snúningsdrengurinn eða telpan aækja hrossin, en eldra fólkið fer til vinnu sinnar út á túnið oða mýrina. Byrjað er að breiða hey- ið, sem sætt var deginum áður: í’urkurinn skerpist eftir því sem sólin hækkar á iofti. Alt leikur í lyndi. Siggi og Gunna, smákrakkarnir- ólmast í heyinu og breiða eins og ,hitt fólkið“ „Gaman, gaman," hrópar Siggi og kastar stórri heyflyksu yfir höf- uðið á Gunnu. „Þetta skaltu fá borgað", segir Gunna og kaffærir Sigga í heyinu Nú er farið að ,snúa á‘ því fyrsta, sem breitt var. Einn hlutinn af heyinu er þurastur. Brátt gefur bóndinn þá skipan að raka því sarnan og sæt.a til hirðingar, Gunna og Siggi eru send heim eftir reipum. Þau fara ríðandi á Grána og Neista og spretta úr spori. Nú er tekið að sæta. Kven- fólkið rakar heyinu saman í stóra múga. Karlmennirnír saxa st.ór föng með hrífunum sínurn og bera í sæti. Síðan er farið að tilreiða því heyi, sem ekki er enn þurt orðið. Því er margsnúið og því hrært sem mest og best, — Þurkurinn er ósvikið notaður. Eftir hádegið er búist til að binda og reiða heyið heim. Á hrossin er lagður reiðingur Síðan eru þau bundin í eina lest og sem traustast um alla hnúta búið. Til að binda er oftast valinn sterkasti vinnumaðurinn og dug- ’egasta stúlkan, því ilt er aðhemja heyið, ef það er laust í bandinu. — Nú er heyið reitt heim. Oft- ast fer unglingur með lestina ,á milli'. Heima í hlöðu er svo maður til að ,leysa úr‘. Oft er það húsbóndinn sjálfur, eða kunn- ugur maður, þvi^'alt er best með forsjá'. Vinnunni er haldið áfram með kappi, uns kvölda tekur. Þá er veikinu hætt: Ef þurklega lít- ur ut næsta dag, er alt sem hag- anlegast um búið. Hrossín eru lieft ekki langt frá bænum. Allir leggjast til hvíldar, þreyttir eftir dagsverkið. Ólafur Siggeirsson, 15 ára. LAGÐAR O—0 I. Þegar hinn glataði sonur hvarf heim til föður síns, var honum fágnað með meiri ástúð en hann

x

Blómið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blómið
https://timarit.is/publication/799

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.