Morgunblaðið - 15.06.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 15.06.2010, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Spá Veðurstofunnar fyrir vikuna á Egilsstöðum er óvenju góð en spáð er 19°C hita á þjóðhátíðardaginn og upp í 24°C á föstudag. Samkvæmt vefsíðu Veðurstof- unnar á hádegishiti á Egilsstöðum að fara í 27°C á laug- ardag. Sibylle von Löwis, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að taka megi tölunum með fyrirvara þar sem þetta sé sjálfvirk spá og vanti þar inn í út- reikninga og önnur áhrif. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að loftið verði ekki afbrigði- lega hlýtt en þó nóg til að koma hitastigi yfir 25°C um austanvert landið svo lengi sem sólin nái að skína og hafgolu verði haldið frá. Einar segir að ef menn leiti sér að áningarstað fyrir ferðalagið sé ekki vafamál að austanvert landið sé besti staðurinn, frá Eyjafirði og austur úr. Spáð allt að 27 gráða hita á Austurlandi í lok vikunnar Skilur lítinn stuðning við ESB „Það er auðvelt að skilja hvers vegna þróunin er í þessa átt,“ segir Stein- grímur J. Sigfús- son fjármála- ráðherra um könnun á stuðn- ingi við inngöngu í Evrópusam- bandið sem Morg- unblaðið sagði frá í gær. Samkvæmt henni vill meirihluti landsmanna draga umsóknina til baka. „Fólk fylg- ist með fréttum af erfiðleikum víða í Evrópu, stöðu evrunnar og fjárhags- vanda margra ríkja. [Aukin Evrópu- samvinna] virðist ekkert sérstaklega spennandi við þær aðstæður,“ segir Steingrímur og bendir á svipaða þró- un í viðhorfi almennings í löndunum í kringum okkar. Minnkandi stuðningur almennings hefur þó að sögn Steingríms ekki áhrif á inngönguferli Íslands í sam- bandið, enda þyrfti þá fyrst að breyta þeirri ákvörðun Alþingis sem stjórn- völd vinna eftir. Einnig bendir hann á að um framtíðarmál sé að ræða sem ekki geti sveiflast með skoðanakönn- unum. „Við höfum séð sveiflu í hina áttina þannig að við þurfum bara að sjá til hvernig þetta þróast.“ hlynurorri@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon Hefur ekki áhrif á umsóknarferlið Frumvarp um bann við afnotum ungmenna af sólarlömpum var af- greitt sem lög frá Alþingi í gær. Eru ljósabekkir því komnir í sama flokk og tóbak, sem óhollusta sem halda ber frá börnum. Frumvarpið, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði „stóra ljósabekkjamálið“ við atkvæðagreiðsluna, var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 10 atkvæð- um sjálfstæðismanna og Birgittu Jónsdóttur, Hreyfingunni. Sex sátu hjá. Stjórnarþingmenn sögðu skýrt að ljósið úr bekkjunum væri krabbameinsvaldandi. Sjálfstæð- ismenn rengdu það ekki en efuðust um að bannið hefði tilætluð áhrif. Einnig urðu að lögum í gær frumvörp um breytingu á hafnalög- um, um breytingu á lögum um gjaldeyrismál og tollalögum til að færa eftirlitshlutverk til Seðlabank- ans. Ljósabrúnka unglinga þarf að bíða betri tíma Samkvæmt sjálfvirkri spá Veðurstofu Íslands kemur fram að hádegishiti á Egilsstöðum muni fara upp í 27°C um helgina. Veðurstofa telur þetta heldur ólíklegt en efar þó ekki að það verði talsverð hlý- indi á næstu dögum. Í gær fór hiti upp í 21°C inni í Eyjafjallasveit. Einar Sveinbjörnsson veð- urfræðingur segir að ef sólin nái að skína og hafgolunni verði haldið frá með V- eða SV-átt geti hiti einhvers staðar um aust- anvert landið farið yfir 25°C. Sólin haldi hafgolu frá SUMARBLÍÐA FYRIR AUSTAN Egill Ólafsson egol@mbl.is Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum á Alþingi í gær að Samfylkingin vildi leggja sérstakan skatt á bankana. Hún benti á að á síð- asta ári hefði hagnaður bankanna þriggja verið samtals 51 milljarður króna og arðsemi eiginfjár allt að 30%. Landsbankinn hefði á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hagnast um 90 milljónir á dag. „Það kemur ekki til greina að Al- þingi fari í sumarleyfi fyrr en vand- aður og sómasamlegur frágangur á vanda heimilanna hefur fengið hér farsæla afgreiðslu. Það kemur heldur ekki til greina að Alþingi fari í frí fyrr en búið er að tryggja að vatnið verði ekki einkavætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í umræð- unum. Steingrímur sagði að staða efna- hagsmála væri mun betri en spáð hefði verið. Því hefði verið spáð að landsframleiðsla á síðasta ári yrði um 1.400 milljarðar en nú væri ljóst að hún hefði verið um 1.500 milljarðar. Því hefði verið spáð að hagvöxtur myndi dragast saman um 10%, en í reynd hefði samdrátturinn orðið 6,5%. Fjárlög í fyrra gerðu ráð fyrir halla upp á 12,6% en nú stefndi í að hallinn yrði 9%. Spáð hefði verið 10% atvinnuleysi í fyrra en það hefði orðið 8-9%. Steingrímur sagði að minnka þyrfti halla á ríkissjóði um 43 milljarða á næsta ári. 11 milljarða yrði aflað með sértækri tekjuöflun og skorið yrði niður um 32 milljarða. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist efast um að sú mynd sem fjármálaráðherra hefði dregið upp væri í samræmi við veru- leika almennings í landinu. Heimilin fórnarlömb Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að rík- isstjórn Samfylkingar og VG hefði hvorki burði né getu til að takast á við og leysa verkefnin sem lægju fyrir. Innanmeinin og ágreiningurinn sem hann sagði blasa við öllum gerðu þetta að verkum. Fórnarlömb þessa væru heimilin og fólkið í landinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sagði að engin skjaldborg hefðiverið slegin um heimilin heldur hefði ríkisstjórnin stofnað til umsáturs um þau fyrir hönd kröfuhafa. Slæm áhrif þessa væru ljós en stjórnvöld virtust ekki treysta sér til að snúa af þessari braut. Hann sagði að nú stefndi í að þingi yrði slitið án raunhæfra lausna á skuldavanda heimilanna. Margrét Tryggvadóttir, þing- flokksformaður Hreyfingarinnar, sagðist ekki vita til þess að nokkrum manni þætti íslenskt samfélag rétt- látt eða yfir höfuð í lagi. Þingmenn tækju flokkshagsmuni og sína eigin hagsmuni fram yfir almannahags- muni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Auður stóll Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók ekki þátt í umræðunum á Alþingi í dag og var stóll hennar auður. Katrín og Össur ræðast við. Vill leggja á bankaskatt  Ráðherra segir stefnt að 11 milljarða tekjuöflun og 34 milljarða niðurskurði  Innanmeinin og ágreiningurinn í stjórninni koma í veg fyrir árangur Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra vill að fyrstu umræðu um breytingar á stjórnarráðinu verði lokið áður en þingi verður frestað. Á það vill stjórnarandstaðan ekki fallast. Þetta er eitt af því sem veldur því að ekki hefur náðst samkomulag um þinglokin, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis á þinginu að ljúka í dag. Formenn flokkanna hittust á stuttum fundi síðdegis til að ræða um þinglok en hann var árangurslaus. Félags- og trygginganefnd er að ljúka umfjöllun um mál sem varða heimilin í landinu, m.a. um frestun veðkrafna og bílalán. Ekki er ágreiningur um að þau verði að lögum þótt einstakir þingmenn hafi bent á að nauðsynlegt kunni að vera að gefa þingnefndum meiri tíma til að yfirfara málin. Sá möguleiki hefur verið nefndur að þingfundum verði frestað til mán- aðamóta og frumvörpin verði af- greidd þá á einum degi. Ekki samstaða um þinglok VILL KLÁRA 1. UMRÆÐU UM STJÓRNARRÁÐSFRUMVARPIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þing Forystumenn flokkanna munu í dag reyna að semja um þinglok. Sjónvarpsstöðin Skjár 1 hefur tryggt sér sýningarréttinn á helstu golf- viðburðum erlendis. Reglulegar út- sendingar hefjast í haust á nýrri sjón- varpsstöð, Skjárgolf. Einn stærsti íþróttaviðburður heims, Ryder- keppnin í golfi, verður sýndur á áskriftarstöðinni Skjárgolf. Opna breska meistaramótið, sem fram fer á St. Andrews-vellinum 15.-18. júlí, verður sýnt í opinni dagskrá á Skjá 1. Útsendingar frá bandarísku PGA- mótaröðinni hefjast í janúar en sýnt verður frá Evrópumótaröðinni í haust. Hilmar Björnsson er yfirmað- ur Skjárgolf. „Við munum alltaf sýna beint frá öllum fjórum keppnisdög- unum, frá fimmtudegi fram til sunnu- dags. Alls verða 1000 klst. í beinni út- sendingu á ári. Á öðrum dögum verðum við með ýmsa áhugaverða þætti þar sem fjallað er um golf frá ýmsum hliðum,“ sagði Hilmar í gær við Morgunblaðið. seth@mbl.is Skjárgolf sýnir frá Ryderkeppninni Reuters Þekktur Tiger Woods verður í eld- línunni í Ryderkeppninni í október.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.