Morgunblaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
hjá Unnari sem voru undirbúningur
fyrir Sjallann. Unnar tók það gjarn-
an að sér að raka okkur félagana í
partíinu með forláta Wilkinson-
sverði og við treystum honum full-
komlega við þessar erfiðu aðstæður.
Ekki þurfti meiri raksturs við þar til
kom að næstu helgi, en hormónin
virkuðu samt á önnur líffæri en húð-
ina á þessum árum.
Unnar var oft einn heima á
menntaskólaárunum og þó að allir
væru velkomnir í hans hús minnist
ég þess aldrei að einn einasti gleð-
skapur hafi nokkurn tímann farið úr
böndunum. Stundum var móðir hans
heima og partíin voru alveg eins
fjörug þá og hún hló að vitleysunni í
okkur félögunum.
Ég hef stundum rifjað það upp
hversu þolinmóð hún var við okkur
og kann ég henni góðar þakkir fyrir
þessi mjög svo ánægjulegu kynni.
Hún og aðrir úr fjölskyldunni gátu
líka verð stolt af Unnari.
Fleiri minningar hrannast upp og
meðal annars ferðin um verslunar-
mannahelgina 1977 þegar við fé-
lagarnir Unnar, Skúli og Steinar
fórum í Ásbyrgi og síðan á ball í
Skúlagarði. Þvílíkt frelsi, taumlaus
gleði og mikil og góð vinátta sem
aldrei fennir yfir.
Fríða og Unnar heimsóttu und-
irritaðan til Gautaborgar fyrir
nokkrum árum og er það ógleym-
anlegt hversu lítið hafði breyst, enn
sami smitandi hláturinn og jákvæðn-
in. Ekki síst var líka gaman að hitt-
ast á stúdentaafmælunum og fara í
óvissuferðir, fjallgöngur og syngja
og gleðjast saman.
Þó að sorgin sé ótrúlega mikil
þegar maður eins og Unnar er kall-
aður burtu í miðju lífinu og mjög
erfitt að sætta sig við þá staðreynd
þá lifir eftir minning um góðan fé-
laga svo lengi sem við eigum ólifað.
Ég veit að við vinir hans erum sam-
mála um hversu lánsamir við vorum
að fá að kynnast þessum öðlingi.
Ég votta Fríðu og dætrunum,
ásamt foreldum hans og öðrum ást-
vinum mína dýpstu samúð.
Einar S. Björnsson.
Mann setur hljóðan og sorg og
söknuður nær tökum á manni. Um
stund sér maður ekki ljóma sólar og
fegurðina í náttúrunni í kringum sig.
Þannig er eðlilegt að bregðast við
þegar andlátsfregn kærs vinar
berst, jafnvel þótt hún hafi ekki ver-
ið óvænt.
Eftir stutta en hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm varðst þú að
játa þig sigraðan kæri vinur. Það
var erfið stund, en afar mikilvæg
fyrir okkur hjónin að fá að heim-
sækja þig og fjölskyldu þína tveimur
dögum fyrir andlátið. Við dáumst að
kærleikanum og styrknum sem við
fundum fyrir hjá ykkur öllum á
þessum erfiðu tímum.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar sem tengjast þér Unnar, að
hugurinn lyftist og maður fer fljót-
lega aftur að veita fegurðinni í nátt-
úrinni og mannlífinu athygli á þess-
um fallegu júnídögum en júní mun
hafa verið þinn uppáhaldsmánuður.
Allt frá því að dætur okkar voru litl-
ar fyrir 20 árum og tengdust sterk-
um vinaböndum, sem vonandi aldrei
rofna, höfum við og fjölskylda þín
átt samleið á mörgum leiðum þjóð-
lífsins. Við höfum samglaðst á gleði-
stundum í lífi dætra okkar, nú síðast
í brúðkaupi Eyrúnar og Lalla og
skírn Ásthildar litlu og erum afskap-
lega þakklát fyrir að eiga þessar
minningaar. Minnisstæðastur verð-
ur okkur þó þinn frábæri þáttur í
starfi Kórs Akureyrarkirkju.
Þú spilaðir á píanó en sagðist
lengi hafa verið að hugsa um hvort
þú gætir sungið í kór. Það voru for-
réttindi að fá að sitja við hlið þér er
þú byrjaðir í kórnum og finna að
fljótlega virtist þér þetta í blóð bor-
ið. Í kórnum sýndir þú að þér var
gefin mikil tónlistargáfa. Þú varst
tilbúinn að gefa þig allan í kórstarf-
ið. Það er ekki á neinn hallað þegar
sagt er að þú hafir verið einn besti
raddformaður sem bassarnir hafa
haft í þessum kór. Það þökkum við
fyrir og minnumst. Þá er ekki hægt
að gleyma þínum þætti í félagslífinu.
Þú varst svo sannarlega hrókur alls
fagnaðar á hinum mörgu ógleyman-
legu skemmtunum og ferðum kórs-
ins Hláturinn lengir lífið er sagt. Á
þessari stundu vitum við ekki hvort
við eigum að trúa því, en hláturinn
þinn gleymist ekki og lengir e.t.v. líf
samferðamanna þinna. Hann hefur
alla vega glatt alla í kringum þig og
gætt þá lífi og rifið upp stemningu.
Skyldum við nokkurn tíma eiga eftir
að hlusta á Dýrin í Hálsaskógi án
þess að minnast þín eftir ógleym-
anlega rútuferð milli Akureyrar og
Reykjavíkur?
Við kveðjum frábæran vin með
miklum söknuði, en yljum okkur við
minningarnar. Enn meiri er þó
söknuður fjölskyldunnar og undar-
legt hversu gleði- og sorgarstundir
eru stundum samtvinnaðar í lífinu,
þar sem yngsta dóttirin útskrifast
sem stúdent frá MA 17. júní.
Elsku Fríða, Lára, Eyrún og Ást-
hildur, Margrét, makar, foreldrar og
ástvinir, góður Guð styrki ykkur öll
á þessum erfiðu tímum.
Blessun oss ljær hin bjarta júnínótt!
Bætir og nærir, eflir lífsins þrótt.
Kvöldsólin skæra lífgar þjáða lund.
Lognblíðan færir frið á sorgarstund.
Góðvini væra gefin hvíldin er.
Guðlegum kærleik umvafinn hann fer!
Haraldur og Sigrún.
Kæri vinur. Það er ótrúlegt hvað
tíminn líður hratt. Mér finnst eins
og ég hafi kynnst þér í gær.
Hvenær ætli það hafi verið sem
við urðum svona góðir vinir? Ætli
það hafi verið þegar við áttuðum
okkur á því að við áttum sameig-
inlegt áhugamál, þú þessi harði Liv-
erpool áhangandi, ég Leedsari, en
hélt svona aðeins upp á liðið þitt, að-
allega vegna þess að ég nennti ekki
að rökræða við þig né son minn um
knattspyrnu, báðir jafn þrjóskir,
einnig var gott að vera með þér í liði.
Eða urðum við svona nánir vegna
þess að við náðum svo vel saman í
talsmáta, já stundum var Fríða þín
bara hneyksluð á þér og skammaði
þig, þú hlóst þínum dásamlega
hlátri, sem allir eiga eftir að sakna,
kæri vinur, ég hló líka, vegna þess
að þú og ég náðum saman, skildum
hvorn annan. Heyrðu, nú veit ég,
þetta byrjaði allt þegar við hittumst
fyrst, á fyrstu æfingunni okkar með
Kór Akureyrarkirkju. Mikið var oft
gaman á æfingum. Sátum fyrir aftan
altinn fyrstu árin, jú oftast syngj-
andi, en líka gjammandi, segandi
sögur, eða hvíslandi, átti að vera
hvísl, en þú veist bassar að hvísla,
það var ekki alltaf að virka, jafnvel
hlátur á eftir! Altinn snéri sér mjög
oft við til að sussa á okkur, hvert
einasta “hvísl“ var þess virði, við
nutum þess að hittast. Síðar varðstu
formaður bassans, það hlutverk
tókstu mjög alvarlega, ef maður
gleymdi að hringja vegna forfalls,
hafðir þú samband og gerðir manni
það ljóst að láta vita. Það var ekki
ósjaldan sem við fengum okkur
bauk, eins og þú kallaðir það, að fá
sér einn var yndislegt með þér, kæri
vinur.
Manstu eina æfingarhelgina niður
í kirkju, þú bauðst mér heim í há-
deginu, enginn mátti vita, fengum
okkur einn. Mikið erum við búnir að
ræða um Kórinn okkar. Þú orðinn
gjaldkeri, þú blómstraðir þar, enda
kórinn, já Kórinn með stóru k-i í
þínum augum. Þér þótti mjög vænt
um Kór Akureyrarkirkju. Allt sem
þú gerðir með kórnum, fyrir kórinn,
gerðir þú með það að leiðarljósi að
meðlimum kórsins liði vel. Þú ætl-
aðir meira að segja vera búinn að
kaupa nýja palla fyrir kórinn áður
en þú færir í þessa löngu ferð,
vannst að því hörðum höndum, elsku
vinur, allt fyrir kórinn.
Kæri vinur ég ætla að kveðja
núna en við hittumst aftur.
Elsku Fríða og dætur við Heiða
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur, hans verður sárt
saknað en vonum við að minning-
arnar um góðan dreng ylji ykkur um
ókomna tíð.
Lúðvík Áskelsson.
Hláturrokurnar voru einstakar og
heyrðust langar leiðir. Það var jafn-
an ríkjandi gleði og góður andi þar
sem Unnar Þór var. Hann var þann-
ig maður. Gleðimaður.
Ég man eftir Unnari í MA forðum
daga. Hann var þremur árum á und-
an mér í skólanum og við þekktumst
því ekki á þeim árum. Leiðir okkar
lágu saman mörgum árum síðar. Í
Kór Akureyrarkirkju. Frá fyrsta
degi naut Unnar sín vel í þessum
góða félagsskap og var virtur og vin-
sæll félagi, enda oftar en ekki með
bros á vör. Glettinn og gerði grin að
sjálfum sér jafnt sem öðrum. Hann
var tónelskur og naut þess mjög að
syngja.
Sem raddformaður í bassanum
var hann óspar á að upphefja bassa-
röddina, fyrst og fremst á kostnað
tenóranna. Eins og venja er til í kór-
um. Það ganga jafnan föst skot milli
þessara radda – í léttum dúr að
sjálfsögðu. Hverjum þykir sinn fugl
fagur.
Auk þess að vera raddformaður
bassanna var Unnar Þór gjaldkeri
kórsins til dauðadags og vann það
starf af nákvæmni og trúmennsku.
Seint verður þakkað allt hans mikla
starf í þágu okkar hinna í Kór Ak-
ureyrarkirkju.
Kær félagi er nú kvaddur. En
minningarnar verða ekki frá okkur
teknar. Þær munum við varðveita og
brosa í gegnum tárin. Það væri í
anda Unnars Þórs.
Fríðu, dætrum og öðrum ástvin-
um sendi ég einlægar samúðar-
kveðjur.
Óskar Þór Halldórsson
Okkar kæri félagi og vinur Unnar
Þór er nú fallinn frá eftir harða bar-
áttu við þann illvíga sjúkdóm sem
felldi hann að lokum. Eftir stöndum
við hnípin, sorgmædd yfir örlögum
þessa góða drengs sem var okkur
svo kær. Við leitum huggunar í ótal
góðum minningum um Unnar sem
við varðveitum í hugum okkar. Unn-
ar var sannur bassi, svolítið óstýri-
látur og skvaldurgjarn á æfingum
en léttur og bráðskemmtilegur. Eins
og aðrir bassar hefur Unnar alltaf
skipað sérstakan sess hjá okkur í
altinum kannski vegna þess að við
eigum það sameiginlegt að vera
dimmu raddirnar í kórnum og bass-
inn er okkar bakhjarl, þ.e. stendur
fyrir aftan okkur. Oftar en ekki
mátti heyra hláturroku að aftan eftir
eitthvert skvaldrið og allir fóru að
hlæja með. Það var þá Unnar sem
með sínum góða húmor og léttleika
leysti úr læðingi hlátur sem breiddi
úr sér um allan kórinn. Þetta var
lýsandi fyrir persónu Unnars. Hann
bjó yfir þeim hæfileika að virkja fólk
og fá það með sér, alltaf á jákvæðum
nótum. Það er vandfundinn annar
eins persónuleiki. Við vorum svo
lánssöm að fá Unnar í embætti
gjaldkera Kórs Akureyrarkirkju
haustið 2007. Því starfi sinnti hann
af mikilli kostgæfni og alúð og lét
sér hagsmuni kórsins miklu varða
enda mátti sjá að þar fór sannur fag-
maður. Við Unnar og stjórnin öll átt-
um frábært samstarf og hefði ekki
verið hægt að hugsa sér betri gjald-
kera og samstarfsfélaga en hann.
Fyrir þetta allt erum við ákaflega
þakklát.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Fríða, Lára, Eyrún, Mar-
grét og ástvinir allir, ykkar missir er
mikill og sár. Megi algóður Guð
styrkja ykkur og leiða áfram um lífs-
ins veg.
Blessuð sé minning Unnars Þórs
Lárussonar.
Fyrir hönd Kórs Akureyrar-
kirkju,
Anna Jóna Guðmundsdóttir,
formaður.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Neshaga 19,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn
29. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýju.
Alúðarþakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir frábæra umönnun.
Olga Þórdís Beck,
Konráð Beck, Helga Hallgrímsdóttir,
Elísabet Kristinsdóttir, Sigmundur Stefánsson,
Kristinn Ómar Kristinsson, Inga Anna Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
✝
Ástkær móðir okkar,
GYÐA JÓNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
Hlíðarhúsum 7,
áður Jökulgrunn 26,
Reykjavík,
lést laugardaginn 5. júní.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn
16. júní kl. 13.00.
Jón K. Þórðarson, Úndína Gísladóttir,
Fanney M. Þórðardóttir, Magnús Björnsson,
Þóranna Þórðardóttir,
Þórður Þórðarson, Kristín Sæmundsdóttir,
Ágúst Þórðarson, Edda Ólafsdóttir,
Ingi Gunnar Þórðarson, Hafdís Helgadóttir,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR
frá Reykjarfirði,
Reykjahlíð 1,
Mývatnssveit,
lést á heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn
8. júní.
Útförin fer fram frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn
19. júní kl. 14.00.
Kristjana Ólöf Valgeirsdóttir, Mark Kr. Brink,
Matthildur Herborg Valgeirsdóttir,
Jóna Valgerður Valgeirsdóttir, Guðmundur St. Sigurðsson,
Guðrún María Valgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR SVEINBJÖRNSSON,
Krummahólum 6,
Reykjavík,
áður Grundafirði,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi
sunnudaginn 13. júní.
Kristín V. Þórðardóttir,
Björn Karl Þórðarson,
Jón Örn Þórðarson, Sigríður Svansdóttir,
Erna Hlín Þórðardóttir, Rúnar Þrúðmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.