Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 Evrópuvaktin birti nýlega íhug-unarverðan pistil: „Herman Van Rompuy, forseti ráðherraráðs ESB, segir í viðtali við Financial Times í London um helgina, að evruríkin hafi verið að hruni komin í maímánuði sl. sem hefði getað leitt til heimskreppu. Hann segir leiðtoga evruríkjanna nú skilja að leiðin fram á við sé sú, að þeir beiti sér fyrir pólitískt óvinsælum en nauðsynlegum umbótum, svo sem auknu frjálsræði á vinnumarkaði og hærri eft- irlaunaaldri.“     Þetta segir VanRompuy, verðandi forseti okkar, í júní, að svo hafi hrikt í evrunni í maí að heimskreppa var við það að skella á.     En hvað sagðiVan Rompuy okkur um þetta mál í apríl?     Alveg rétt.Ekki nokk- urn skapaðan hlut.     Auðvitað er gott að hann Rompuyvari við kreppunni aðeins mán- uði eftir að hún næstum skall á en ekki mörgum mánuðum eftir að hún skall á.     Það gerði þó Þorvaldur Gylfason ítrúnaði við Egil Helgason gegn loforði um að Egill segði ekki Ingi- björgu Sólrúnu frá því sem frétti ekki einu sinni um kreppuna frá Þorvaldi eftir á.     En þá verður að hafa í huga aðþeir Egill og Þorvaldur hafa verið í alveg sérstöku sambandi, svona rétt eins og Baldur og Konni og Kíkí og Jonni. Van Rompuy Ofvitar eftirá Þorvaldur Gylfason Veður víða um heim 14.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 súld Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 15 skýjað Egilsstaðir 17 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 12 rigning Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 14 skúrir Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 14 léttskýjað Helsinki 13 skýjað Lúxemborg 19 skýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 16 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 16 léttskýjað París 19 skýjað Amsterdam 19 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 18 heiðskírt Vín 21 skýjað Moskva 18 skýjað Algarve 23 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 skýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 15 skúrir New York 22 alskýjað Chicago 20 alskýjað Orlando 33 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 15. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:57 24:00 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:12 23:44 Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is „Mér finnst mjög gott að það skuli vakin athygli á því hvað matur í skól- um er mikilvægur og nauðsynlegt að standa vel að honum. Ég tek sann- arlega undir þá baráttu að hafa skólamáltíðir í Reykjavíkurborg til fyrirmyndar, það viljum við öll,“ seg- ir Hildur Hafstað, skólastjóri í Vest- urbæjarskóla, og vísar til greinar sem birtist í síðasta Sunnudags- mogga. Þar gagnrýndu þrjár mæður barna í Vesturbæjarskóla fyrir- komulag skólamötuneyta á höfuð- borgarsvæðinu, lélegt hráefni og mikla notkun unninnar matvöru. Í haust mun hefjast tilraunaverkefni í Vesturbænum þar sem allir leik- og grunnskólar í hverfinu fylgja sam- ræmdum reglum. Þannig á að tryggja gæði næringarinnar og auka hagræði í innkaupum. „Mér skilst að það eigi að hafa sömu grunnfæðu í leikskólunum og grunnskólunum, svo að systkini frá sama heimilinu fái sama mat,“ segir Hildur og segir starfsfólk skólans spennt að sjá hvort þetta fyrirkomulag bæti og tryggi gæði máltíðanna. „Auðvitað á að fylgjast með að hráefnið sé gott sem er notað í matinn og þegar Reykjavíkurborg er svona stór kaupandi hjá ákveðnum birgjum þá hlýtur borgin að geta gert kröfur um innihald og gæði hráefnisins.“ Matarvenjur hluti af menntun Margrét Pála Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að í mörg ár hafi leikskólar lagt mikið upp úr næringu og heilsu. „Því miður hafa grunnskólarnir staðið á annan hátt að sínum málum, nota mikið af aðsendum mat og of mikið af unnum kjötvörum og slíku.“ Skólar Hjallastefnunnar hafi sína eigin staðla um mat, eldi á staðnum og fag- fólk sé í vinnu í eldhúsunum. „Í grunnskólum er ekki litið nægilega mikið á næringu barnanna og mat- artíma þeirra sem hluta af uppeldis- hlutverki skólans.“ Þetta hafi leik- skólar alltaf gert. „Það er ekki bara menntun að læra að lesa og skrifa, það er líka menntun að læra að vera til. Við vitum að þegar börnin eru hjá okkur mikinn hluta dagsins þá verð- um við að axla ábyrgð sem heimilin gerðu mögulega fyrir nokkrum ára- tugum.“ Margrét Pála segir að sér hafi verið mjög brugðið að sjá inni- haldslýsingar unninnar matvöru sem borin sé á borð fyrir skólabörn. „Að hugsa sér að okkar ríka samfélag, því enn erum við nú rík á mælikvarða heimsins, skuli hvorki í góðæri né kreppu getað gefið börnunum okkar hollan og næringarríkan mat! Mér finnst þetta mjög alvarlegt vandamál og mín skoðun er að grunnskólinn þurfi að fara að taka inn matartíma, málsverði, eldun og framreiðslu mat- arins sem eitt af sínum mikilvægu menntunarhlutverkum.“ Nauðsynlegt að fylgjast með gæðum og innihaldi skólamáltíða  Ættum að geta gefið börnunum hollan og næringarríkan mat þrátt fyrir kreppu Hildur Hafstað Margrét Pála Ólafsdóttir Fulltrúar stóru olíufélaganna þriggja sem eiga sæti í stjórn flutn- ingsjöfnunarsjóðs olíuvara fara sam- eiginlega með eitt atkvæði af þrem- ur í stjórn sjóðsins, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Þeir þurfa þó ekki að koma sér saman um, eða hafa samráð um, hvernig þeir ætli að greiða atkvæði því séu þeir ósammála ræður meiri- hluti hvernig atkvæði þeirra fellur. Í stjórn sjóðsins situr einn sem til- nefndur er af Neytendastofu og einn sem tilnefndur er af viðskiptaráð- herra, auk fulltrúa olíufélaganna. Gunnar G. Þorsteinsson, stjórn- arformaður sem tilnefndur er af Neytendastofu, segir aðspurður að langt sé síðan ágreiningur hafi kom- ið upp meðal fulltrúa olíufélaganna. Í frumvarpi til laga um flutnings- jöfnunarsjóðinn, frá 1994, kemur fram að innflutningur á olíuvörum var gefinn frjáls árið 1992 en fram að því var innflutningur á gasolíu og svartolíu bundinn leyfum og í raun stýrt á þann veg að viðskiptaráð- neytið samdi um olíukaup við sov- éska ríkisolíufélagið en samning- urinn var síðan framseldur í hendur olíufélaganna þriggja sem þá störf- uðu í landinu. Sama fyrirkomulag gilti um bifreiðaeldsneyti til ársins 1991. Við þessar breytingar þótti nauðsynlegt að endurskoða jöfnun flutningskostnaðar. Félögin þurfa ekki að vera sammála  Olíufélögin saman með eitt atkvæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.