Morgunblaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kurr er í röðum heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu en sú skoðun er útbreidd í þeirra röðum að heil- brigðisráðherra hafi sýnt fram á tak- markaðan samstarfsvilja við mótun fyrirkomulags heilsugæslunnar á niðurskurðartímum. Útlit sé fyrir þróun í átt til miðstýringar. Jafnframt þykir skorta skýr skila- boð um hvert heilbrigðisráðuneytið stefni en nefnd um endurskipulagn- ingu heilsugæslunnar hefur enn ekki gengið frá tillögum að úrbótum, þótt skilafresturinn hafi runnið út 1. júní. Beðið hefur verið eftir tillögunum enda eru þær taldar munu hafa mikil áhrif á starfsumhverfi heimilislækna og fyrirkomulag heilsugæslu. Félagar í Félagi íslenskra heim- ilislækna funduðu fyrir helgi en nokkrir heilsugæslulæknar sem blaðið ræddi við sögðu umræður hafa einkennst af áhyggjum af því að skýr svör skorti af hálfu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra. „Pólitískt sjónarspil“ Fundarmenn hafi grunað að ráð- herra hefði þegar mótað sér sýn á fyrirkomulag heilsugæslu og komst einn heilsugæslulæknir svo að orði að störf ofangreindrar nefndar væru því í raun „pólitískt sjónarspil“. Læknavaktin yrði leyst af hólmi með skrefi í átt til miðstýringar. Hætt væri við að þetta ýtti undir brotthvarf lækna til annarra landa. Aðspurð um störf nefndarinnar bendir Hildur Svavarsdóttir, heim- ilislæknir og einn nefndarmanna, á að verkefnið sé ærið. „Verkefnið er afar stórt og viðamikið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að ljúka því eins fljótt og auðið er. Við erum að vinna í því að koma saman bráðabirgðaskýrslu sem fyrst.“ Umdeilt sparnaðarráð Heilbrigðisráðuneytið hefur þeg- ar ákveðið að endurnýja ekki samn- ing við Læknavaktina á Smáratorgi og frá og með áramótum er rekstur hennar því í óvissu, auk þess sem síðdegisvaktir á heilsugæslu- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu flytjast tímabundið á Læknavaktina frá og með morgundeginum og fram í ágúst í sparnaðarskyni. Gunnar Ingi Gunnarsson er yfir- læknir heilsugæslunnar í Árbæ en hann kveðst aðspurður aldrei hafa upplifað jafnlítið samráð af hálfu heilbrigðisráðuneytisins þótt yfir- vofandi séu veigamiklar breytingar á starfsumhverfi heimilislækna. Hann gagnrýnir þá óvissu sem ríkir um framtíð Læknavaktarinnar harðlega og þá ákvörðun að segja upp samningi við sjálfstætt starf- andi heimilislækna án þess að fram- tíð þeirra sé ákvörðuð frekar. „Sú ákvörðun að spara innan gæsalappa 27 milljónir með því að loka síðdegisvöktum heilsugæslu- stöðvanna á höfuðborgarsvæðinu er vægast sagt vafasöm. Þetta er óheppilegt fyrir reksturinn, óheppi- legt fyrir skjólstæðingana og senni- lega enginn sparnaður fyrir skatt- borgara hér á landi þegar upp er staðið,“ segir Gunnar Ingi sem telur að innan stjórnkerfisins hafi lengi verið viðvarandi tortryggni gagn- vart rekstri Læknavaktarinnar. „Á sama tíma og þetta er gert er heimilislæknum sem starfa utan heilsugæslukerfisins sagt upp. Þess- ir læknar þjóna held ég rúmlega 20.000 manns. Við höfum ekki heyrt orð um hvað gera skuli fyrir þessa skjólstæðinga læknanna, eða þá sjálfa, um áramótin. Þeir fá upp- sagnarbréf frá Álfheiði og það veit enginn hvað ráðuneytið ætlar að gera fyrir skjólstæðingana eða læknana sjálfa,“ segir Gunnar Ingi sem harmar óvissuna í málinu. Fjölskyldur í óvissu „Það sem þarna er verið að gera er að það er verið að setja fjöldann allan af skjólstæðingum og læknum og fjölskyldum þeirra í algjöra óvissu á versta tíma. Ef svona skref er stigið þarf að bjóða upp á ein- hverja framtíðarsýn, bæði fyrir skjólstæðingana og læknana. Annað er óviðunandi stjórnsýsla. Ég skil ekki hvað er hér á ferð- inni, ef ég á að segja al- veg eins og er.“ Ályktun áðurnefnds fundar Félags íslenskra heimilislækna er í smíð- um og er búist við að hún verði harðorð og í anda þeirrar gagnrýni sem hér kemur fram. Lítið samráð og í miðstýringarátt  Nefnd um endurskoðun á starfsumhverfi heimilislækna hefur enn ekki skilað áliti  Óvissa um fram- haldið  Síðdegisvakt heilsugæslunnar til Læknavaktarinnar á morgun  Þróunin í átt til miðstýringar Morgunblaðið/Eggert Á stofunni Töluverð óvissa er um framtíð heilsugæslunnar. Halldór Jónsson, formaður Félags íslenskra heimilis- lækna, tekur undir að óvissan um stefnu heilbrigðisráðu- neytisins í málefnum heilsu- gæslunnar sé veruleg. „Þetta er allt saman óskap- lega óljóst og erfitt að henda reiður á hvað er að gerast þannig að það er þungt hljóð í læknum, sérstaklega hjá okk- ur í heilsugæslunni sem höf- um búið okkur undir að taka við verkefnum frá spítöl- unum,“ segir Halldór sem kemst svo að orði er hann er inntur eftir samstarfinu við heilbrigðisráðherra: „Við eigum enga fulltrúa. Félag íslenskra heimilislækna hefur ekki verið beðið að skipa fulltrúa í neina af þeim nefndum sem eru við störf núna. Við höfum óskað eftir viðtali við ráðherra en því er verr. Það er liðinn rúmur mánuður. Meðan þær upplýs- ingar sem við höfum eru í símskeytaformi og ráðu- neytið gefur misvísandi svör, að því er okkur finnst, eigum við erfitt með að átta okkur á hvert við stefnum. Ástandið er grafalvarlegt.“ Eiga enga fulltrúa NÁ EKKI Í RÁÐHERRA Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Erlendum ferðamönnum sem ollu töluverðum landspjöllum með utanvegaakstri innan við Núpafjallsenda, í Fljótshverfi, í síðustu viku var gert að greiða 90.000 krónur í sekt. Talið var þeim til málsbóta að þeir játuðu brotið greiðlega og fallist var á að áður en utanvegaaksturinn hófst, höfðu þeir fylgt grófum vegarslóða sem þarna er merktur á korti frá Máli og menningu. Vegarslóðinn liggur um einkaland og segir landeigandinn að slóðinn hafi verið settur inn á landakort í óþökk hans en slóðinn þoli alls ekki almenna umferð. Kristín Þórðardóttir, fulltrúi lögreglustjór- ans á Hvolsvelli, segir að erlendu ferðamenn- irnir hafi framvísað korti frá Máli og menningu, í mælikvarðanum 1:100.000 sem gefið var út í fyrra, og sagst hafa ætlað að fylgja slóða. Slóð- inn liggur frá hringveginum og upp að Síðujökli. Slóðinn hefði síðan orðið ógreinilegur og þeir villst af leið. Þegar þeim hefði verið sýnt fram á að þeir hefðu ekið órafjarri slóðanum, ját- uðu þeir brotið. Alls óku þeir 4,1 km utan vega, í beinni loftlínu. Birtist fyrst árið 2003 og hefur verið á korti síðan Þórhallur Helgason, bóndi og landeigandi á Núpum, segir að slóði hafi lengi legið frá hringveginum og áleiðis að Helgastaðafjalli. Fyrir um 15-20 ár- um hafi hann ekið lengra upp á skerin vegna fjárleita og síðan þá hafi hann ekið slóðann 2-3 sinnum á ári, eingöngu í þessum tilgangi. Landið sem slóðinn liggi um sé af- ar viðkvæmt, að miklu leyti mosa- vaxið hraun, og þoli alls ekki meiri umferð en sem þessu nemur. Þórhallur segir að hluti slóðans hafi um nokkurt skeið verið sýndur á landa- kortum, þ.e. frá hringvegi og að Helgastaða- fjalli og þannig sé hann sýndur á korti Máls og menningar frá 2001. Þegar þessi hluti slóð- ans birtist á korti Landmælinga Íslands hafi hann óskað eftir að hann yrði tekinn út, með þeim rökum að landið væri of viðkvæmt, og það hafi verið gert. Slóðinn hafi fyrst verið merktur alla leið inn að jökli á korti Máls og menningar frá 2003. Óskum um að hann yrði tekinn út af kortum Máls og menningar hefði ekki verið sinnt. Þórhallur hefur sínar skýr- ingar á því að slóðinn er nú sýndur á landa- kortinu. Hann grunar að jeppamenn hafi ekið þarna um og síðan birt gps-feril af slóðanum. „Síðan hafa kortagerðarmenn komist í þetta og skellt honum inn á kortið, án þess að hafa nokkurt samráð við mig,“ segir hann. Þórhallur segir að þetta mál, og fleiri til, sýni að pottur sé brotinn í kortagerð á Ís- landi. Fastur Mennirnir voru langt inni á Kálfastaðaheiði og töluvert fyrir innan Núpafjallsenda. Laus Það tók björgunarsveitarmenn um 3 klst. að losa jeppann. Nota þurfti spil á tveimur jeppum. Langt út fyrir umdeildan slóða  Slóðinn liggur um einkaland og landeigandinn er afar ósáttur við að hann sé sýndur á landakorti  Landeigandinn hefur ekið slóðann til að leita kinda en segir hann alls ekki þola almenna umferð Þórhallur Helgason segir að gps-tæknin sé ágæt en geti líka verið varasöm, t.d. þegar slóðar sem þoli alls ekki almenna umferð séu settir inn í gps-kort. Þar að auki séu upplýsingarnar á gps-kortunum oft vit- lausar. Í landi Núpa, í um eins kílómetra fjarlægð, er rekið hótel. „Það kemur hver bílaleigubíllinn á fætur öðrum heim á bæ. Ferðamennirnir benda síðan á gps-tækið og segja: Hér er hótel!“ Ef nákvæmnin sé ekki meiri, hvernig fari þá á fjöllum þegar nákvæmni getur skilið milli lífs og dauða. „Ég treysti ekki þessum gps-tækjum eftir að ég sá þetta,“ segir Þórhallur. „Hér er hótel!“ ÓNÁKVÆMT GPS-KORT Gunnar Ingi Gunnarsson Ljósmynd/Sigurður Daði Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.