Morgunblaðið - 15.06.2010, Side 16

Morgunblaðið - 15.06.2010, Side 16
Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Fjarskiptasamstæðan Teymi hefur fengið um 21 milljarð afskrifaðan af vaxtaberandi skuldum. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyr- ir árið 2009. Á árinu 2008 fór að halla undan fæti hjá fyrirtækinu, ekki síst þegar gengi krónunnar féll og eigið fé í árslok var neikvætt um 25 millj- arða. Stór hluti skulda Teymis var í erlendri mynt, en stærstur hluti þeirra hefur nú verið afskrifaður. Í lok árs 2008 námu vaxtaberandi skuldir Teymis tæplega 36 milljörð- um króna, en samkvæmt ársreikn- ingi ársins 2009 voru þær 14,6 millj- arðar. Fjármagnsuppbygging félagsins á árinu 2008 var heldur óhagstæð. Til að mynda bar stærsta einstaka lán fyrirtækisins upp á 12,5 milljarða 18,1% vexti. Sú skuld hefur ekki verið afskrifuð, en vextir hafa verið lækkaðir í 10,9%. Í skuldasafn- inu var 770 milljóna lán víkjandi lán með 24% vöxtum. Stærstum hluta afborgana skulda Teymis hefur jafnframt verið ýtt fram í tímann, en félagið þarf að standa á skil á 220 milljónum í ár, einum milljarði á ári til og með 2013, en á árinu 2014 er stór gjalddagi upp á 11,3 milljarða. Fyrir endurskipu- lagninguna voru 21,5 milljarðar á gjalddaga á síðasta ári, en í reynd greiddi fyrirtækið ekkert af skuldum sínum það árið. Hagnaður á þessu ári Teymi skilaði tapi upp á 2,5 milljarða á síðasta ári, en eftir skatta stendur eftir 545 milljón króna tap. Þórðar Á. Þórð- arson, stjórnar- formaður Teym- is, segir að hár fjármagnskostnaður félagsins skýr- ist meðal annars af því að fyrirtækið hafi borgað vexti af skuldbindingum sínum fyrir afskriftir fyrstu fjóra mánuði ársins. Jafnframt hafi nauða- samningaferlið verið afar dýrt ferli, og hár einskiptiskostnaður sé til- kominn vegna samninganna. Þórður telur að núverandi skuldastaða fyr- irtækisins sé sjálfbær, og reiknar með því að fyrirtækið skili hagnaði á yfirstandandi ári. „Ég vil ekki nefna neina tölu, en við sjáum fjarskipta- hlutann halda vel sjó á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins. Upplýsinga- tæknihlutinn stendur vel og er raunar framar okkar væntingum,“ segir Þórður í samtali við Morgun- blaðið. Fjöldi fyrirtækja eru innan Teym- issamstæðunnar. Ber þar helst að nefna Vodafone á Íslandi og í Fær- eyjum. Kögun, Skýrr, Landsteinar Strengur, Hugur-Ax og EJS eru einnig hluti af Teymi. Erlendu lánin afskrifuð  Um það bil 21 milljarður af skuldum Teymis afskrifaður  Tap fyrir skatta engu að síður tæplega 2,5 milljarðar  Reiknað með hagnaði á þessu ári 16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóða, og Icelandair Group hf (IG). hafa gert með sér bindandi samkomulag um þriggja milljarða fjárfestingu sjóðsins í flugfélaginu. IG hefur frá því síðla árs 2008 unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu í samstarfi við Ís- landsbanka og aðra lánardrottna, en það er bankinn sem veitir ráðgjöf við sölu hlutanna nú. Markmiðið með endurskipulagningunni er að lækka skuldir félagsins um 10 milljarða króna. Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri IG, segir þá endurskipulagningu „á lokastigum.“ Framtakssjóðurinn skráir sig fyrir 1,2 milljörðum nýrra hluta á genginu 2,5 að undangenginni áreiðan- leikakönnun. Alls stendur til að auka hlutafé um 8,6 milljarða króna að söluverði. Ætlunin er að fara í hlutafjárútboð „til annarra fagfjárfesta og almennings síðar á árinu,“ að því er segir í tilkynningu. Icelandair Group selur nýtt hlutafé að andvirði 3 milljarða Morgunblaðið/Árni Sæberg Hækkun Áætluð heildarhlutafjáraukning Icelandair að lokinni endurskipulagningu er 8,6 milljarðar af söluverði. ÞETTA HELST ... ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,08 prósent í gær. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,11 prósent en sá óverðtryggði um 0,02 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði var með minna móti í gær og nam 4,9 milljörðum króna. Úrvalsvísitala Kaup- hallarinnar lækkaði um 0,2 prósent í gær í 71,6 milljóna króna viðskiptum. Bréf Marels hækkuðu um 0,24 prósent en bréf BankNordik lækkuðu um 1,33 prósent. bjarni@mbl.is Skuldabréf hækka Samkvæmt nýrri skýrslu Englands- banka eru fjárfestar í miklum mæli farnir að kaupa afleiðuvarnir gegn meiriháttar lækkun á gengi hluta- bréfa í Kauphöllinni í London. Í síð- ustu ársfjórðungsskýrslu bankans um stöðu og horfur á fjármálamörk- uðum kemur fram að menn óttast í auknum mæli mikið verðfall á hluta- bréfamörkuðum. Könnun Englandsbanka bendir til að fjöldi þeirra fjárfesta sem veðja nú á með valréttarsamningum, og öðrum afleiðum, að FTSE 100-hluta- bréfavísitalan muni falla um fimmt- ung á næstu misserum hafi aukist mikið í síðasta mánuði. Og að fjölg- unin sé sambærileg við það sem átti sér stað í aðdraganda gjaldþrots fjárfestingabankans Lehman Brot- hers. Þessi ótti er fyrst og fremst rakinn til hættunnar á greiðslufalli hjá full- valda ríki í Evrópu og þess hversu víðtækar afleiðingar slíkt myndi hafa á fjármálamörkuðum. Eins og bent er á í The Daily Telegraph þá hafa til að mynda breskir bankar gríðarstórar stöður í bæði einka- skuldum og skuldum hins opinbera í ríkjum á borð við Írland og Spán, en ríkisfjármál og efnahagsástand þar er bágborið um þessar mundir. Sú niðurstaða sem birtist í árs- fjórðungsriti Englandsbanka rímar við nýlega skýrslu Alþjóðagreiðslu- bankans en þar kemur fram að spennan á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum sé að aukast á ný. Hins- vegar kemur fram í þeirri skýrslu að almennt séð eru efnahagsreikningar banka í betra horfi nú til þess að tak- ast á við meiriháttar áföll en þeir voru fyrir fall Lehman Brothers. ornarnar@mbl.is Veðjað á að svartur dagur renni upp á mörkuðum  Varnir keyptar í auknum mæli gegn 20% lækkun í London Reuters Vörn gegn frekara verðfalli. ● Hrein eign líf- eyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 1.874 millj- örðum króna í lok apríl síðastliðins og jókst um 1% frá fyrri mánuði. Í lok apríl síð- astliðins hafði hrein eign lífeyrissjóðanna hækkað um 15% að nafnvirði frá sama tíma í fyrra. Raunhækkun var hins vegar 6,2%. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þar verði þó að hafa í huga að iðgjaldagreiðslur inn í lífeyrissjóði eru til muna hærri en lífeyrisgreiðslur og útflæði vegna innlausnar séreign- arsparnaðar. „Raunávöxtun sjóðanna er því mun minni en framangreind tala gefur til kynna,“ segir í Morg- unkorninu. bjarni@mbl.is Hrein eign lífeyrissjóða jókst um eitt prósent ● Atvinnuleysi mældist 8,7 prósent að meðaltali í ríkjum OECD í apríl, en hér var atvinnuleysi eilítið meira, eða níu prósent í apríl. Mest var atvinnuleysið á Spáni í mánuðinum eða 19,7 prósent og 14,1 prósent í Slóvakíu. Atvinnuleysi var hins vegar minnst í Suður-Kóreu, eða 3,7 prósent, og 4,1 prósent í Hollandi. Alls voru 46,5 milljónir íbúa ríkja innan OCED án atvinnu í apríl, 3,3 milljónum fleiri heldur en í apríl í fyrra. Á evrusvæðinu var atvinnuleysi 10,1 prósent í apríl, en 9,7 prósent í Evrópu- sambandinu öllu. bjarni@mbl.is Meira atvinnuleysi hér en í OECD-ríkjum Stjórnvöld ættu að endurskoða ferli og fram- kvæmd fjárlaga, en núverandi að- ferðir eru ekki til þess fallnar að veita opinberu fé til stofnana og verkefna í sam- ræmi við raun- verulega fjárþörf, að mati Viðskiptaráðs. Í Skoðun ráðsins segir að meginreglan við fjárlagagerð nú sé að horfa til fjár- laga síðasta árs og gera svo tillögur um hækkanir í samræmi við verð- lagsbreytingar. Ítrekaðar fram- úrkeyrslur tiltekinna ráðuneyta og stofnana, sem og ónýttar fjárheim- ildir annarra benda hins vegar til þess að þetta verklag endurspegli ekki heildarfjárþörf stofnana og rík- is ár hvert. Við núverandi efnahags- þrengingar er að mati ráðsins þörf á að endurskoða þetta fyrirkomulag og leggur það til að stjórnvöld ráðist í heildstæða úttekt á öllum liðum fjárlaga þar sem raunveruleg fjár- þörf ráðuneyta og stofnana yrði metin frá grunni. bjarni@mbl.is Fjármálaráðu- neytið. Þörf á nýju ferli við fjárlög Fjárlög endurspegla ekki fjárþörf stofnana Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins kynnti í gær drög að hugs- anlegum nýjum reglum, sem eiga að miða að því að hemja skortsölu á hluta- og skuldabréfum. Markmiðið er að koma í veg fyrir að skortsala leiði til óstöðugleika á mörkuðum. Ef reglurnar verða að veruleika munu eftirlitsstofnanir fá heimildir til að minnka eða jafnvel banna skortsölu og viðskipti með skulda- tryggingar. Skortsala er form við- skipta þar sem fjárfestir veðjar á að viðkomandi hluta- eða skuldabréf lækki í verði. Skuldatrygging er hins vegar trygging sem greidd er út ef útgefandi skuldabréfs hættir að borga. bjarni@mbl.is ESB vill hemja skortsölu                      !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-.// +00.10 +,2.3, ,+.42/ ,4.44/ +1.30+ ++,.25 +.3/3/ +0-.-+ +51.50 +,0.3 +0/.+2 +,2.10 ,+.+++ ,4.410 +1.2,/ ++,.-1 +.3/0 +00.,- +5-.4, ,+3.552, +,0.1+ +0/.1 +,5.42 ,+.+-3 ,4.+,- +1.2-- ++3.4- +.24,+ +00.03 +5-.21 Á árunum 2006-2007 gekkst Teymi í ábyrgð fyrir skuldum fyrirtækja sem voru í eigu sömu aðila og áttu Teymi að mestu leyti. Þegar Kögun var skipt upp gekkst Teymi í ábyrgð fyrir 4,4 milljarða láni sem Landsbank- inn veitti Hands Holding. Teymi var einnig í tæplega þriggja milljarða ábyrgð vegna skuldabréfaflokks Ís- lenskrar afþreyingar, sem áður var 365 hf. Íslensk af- þreying er í dag gjaldþrota. Þungar ábyrgðir SKULDAVÖXTUR TEYMIS Fjarskipti er önnur meginstoð Teymis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.