Morgunblaðið - 15.06.2010, Side 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Sérfræðingar í málefnum Mið-
Asíulandsins Kirgistans segja að
glæpahópar hafi notfært sér
valdatómarúm og þrálátar deilur
Kirgisa og Úsbeka í sunnanverðu
landinu til að kveikja ófriðarbál sem
hófst í vikunni sem leið.
Yfirvöld í Kirgistan sögðu í gær
að minnst 124 manns hefðu beðið
bana í átökunum og 1.685 særst en
margir óttast að tala fallinna sé
miklu hærri.
Átökin blossuðu upp í Fergana-
dal þar sem Kirgisar og Úsbekar
hafa deilt um jarðir og húsnæði.
Bráðabirgðastjórn, sem mynduð var
í Kirgistan eftir byltingu í apríl, hef-
ur ekki tekist að ná yfirráðum yfir
svæðinu. Fréttaskýrendur segja að
forsprakkar glæpasamtaka hafi not-
fært sér valdatómarúmið í Fergana-
dal eftir að Kúrmanbek Bakíjev var
steypt af stóli forseta í byltingunni í
apríl.
Talin tengjast glæpasamtökum
„Reynslan af tveimur síðustu bylt-
ingum kennir okkur að pólitísk
valdaskipti leiða óhjákvæmilega til
breytinga á valdajafnvæginu í
glæpaheiminum, sem er nátengdur
heimi stjórnmálanna og við-
skiptanna,“ sagði Sanobar Sherma-
tova, fréttaskýrandi vefjarins
Ferghana.ru, sem sérhæfir sig í
fréttum frá svæðinu.
Talið er að forsprakkar skipu-
lagðra glæpasamtaka í sunnanverðu
landinu hafi tengst ríkisstjórn
Bakíjevs og skyldmenni forsetans
fyrrverandi hafi stjórnað landshlut-
anum með stuðningi glæpasamtak-
anna.
Shermatova og fleiri fréttaskýr-
endur segja að hópar ungra glæpa-
manna úr röðum Kirgisa hafi átt
upptökin að ofbeldinu á fimmtudag-
inn var og leiðtogar glæpasamtak-
anna hafi skipulagt árásirnar.
„Í fljótu bragði kann þetta að virð-
ast vera átök milli þjóðflokka en þeir
sem kveiktu ófriðarbálið vilja ein-
mitt láta líta út fyrir að þannig sé
það,“ hefur fréttastofan AFP eftir
rússneska blaðamanninum Arkadí
Dúbnov, sérfræðingi í málefnum
Mið-Asíulanda.
„Átökin hófust með árásum hópa
ungra glæpamanna, sem voru skipu-
lagðir og fengu greiðslur til að ráð-
ast á fólk af handahófi til að kynda
undir hatri milli þjóðflokkanna,“
sagði Dúbnov. Hann bætti við ungu
glæpamennirnir kæmu frá öðrum
bæjum og tengdust á engan hátt
íbúum bæjanna sem ráðist var á.
Hermenn sakaðir um að taka
þátt í manndrápunum
Sergej Masaulov, forstöðumaður
rannsóknastofnunar í Kirgistan,
sagði að þeir sem skipulögðu árás-
irnar hefðu komið af stað til-
hæfulausum orðrómi um að hópur
Úsbeka hefði nauðgað kirgiskri
stúlku. Markmiðið hefði verið að etja
þjóðflokkunum saman.
Áætlað var í gær að um 80.000-
100.000 manns hefðu flúið til grann-
ríkisins Úsbekistans vegna blóðs-
úthellinganna og margir flóttamann-
anna segja að her- og lögreglumenn
hafi tekið þátt í árásunum. Þrítugur
hermaður úr röðum Úsbeka kvaðst
hafa gerst liðhlaupi eftir að hafa orð-
ið vitni að árásum hermanna á
óvopnaða Úsbeka.
„Varnarmálaráðuneyti Kirgistans
gaf okkur fyrirmæli um að ráðast
ekki á óbreytta borgara,“ sagði
hann. „Her- og lögreglumenn virtu
þó fyrirmælin að vettugi í Osh og
hjálpuðu glæpahópunum að myrða
Úsbeka.“
„Helber lygi“
Bakíjev er í útlegð í Hvíta-
Rússlandi og neitar því að hann
tengist hópunum sem hófu blóðs-
úthellingarnar. Hann segir að ásak-
anir um að hann sé á einhvern hátt
viðriðinn átökin séu „helber lygi“.
Bakíjev var annar forseti Kirgist-
ans frá því að landið fékk sjálfstæði
eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991.
Forvera hans í embættinu, Askar
Akajev, var steypt af stóli í stjórnar-
byltingu árið 2005 vegna ásakana
um kosningasvik og spillingu. Bakíj-
ev tók við af honum og var sak-
aður um einræðistilburði.
Valdatími Bakíjevs ein-
kenndist af pólitískri
ólgu og nær látlausri
valdabaráttu milli for-
setans og þingsins.
Nokkrir sérfræðingar í
málefnum landsins hafa
látið í ljósi áhyggjur af því
að blóðsúthellingarnar
verði til þess að margir
landsmenn verði af-
huga lýðræðinu og
þróunin í átt að ein-
ræði haldi áfram.
Glæpahópar kveiktu ófriðarbálið
Reuters
Talið er að forsprakkar glæpasamtaka í Kirgistan hafi skipulagt blóðugar árásir til að etja Kirgisum
og Úsbekum saman Fyrrverandi forseti neitar ásökunum um að hann sé viðriðinn manndrápin
Úfar með þjóðflokkum
» Kirgisar eru 69,6% af 5,3
milljónum íbúa Kirgistans. Ús-
bekar eru 14,5% landsmanna
og Rússar 8,4%.
» Flestir Úsbekanna búa í
sunnanverðu landinu. Úsbekar
eru um 40% af milljón íbúum
Jalalabad-svæðisins og um
helmingur íbúa Osh.
» Hundruð manna féllu í
átökum milli þjóðflokkanna
í Osh árið 1990. Jalalabad
og Osh voru höfuðvígi
Kúrmanbeks Bak-
ijevs sem var
steypt af stóli
forseta í apríl
síðastliðnum.
100 km
Heimild: Fréttir fjölmiðla
BLÓÐSÚTHELLINGAR Í KIRGISTAN
Yfirvöld í Kirgistan sögðu í gær að á annað hundrað manns lægju í valnum
– flestir í borgunum Osh og Jalalabad – eftir átök sem hófust á fimmtudag
Manas-herflugvöllurinn
Bandaríkjaher notar hann til
að flytja hermenn og birgðir
til herstöðva sinna í Afganistan
Kant-herflugvöllurinn
Flugher Rússlands
er þar með bækistöð
Bishkek
Tashkent
ÚSBEK-
ISTAN
TADSJIKISTAN
KASAKSTAN
KÍNA
KIRGISTAN
Osh – Mannskæð átök
hófust þar á fimmtudag og
breiddust út til Jalalabad
Jalalabad-svæðið
Ekkert lát var á
átökunum þar í gær
Kúrmanbek
Bakíjev
STJÓRNVÖLD í Afganistan staðfestu í gær frétt í
The New York Times um að fundist hefðu gríðarlegar
náttúruauðlindir í landinu, steinefnalög sem væru með
miklu meira af verðmætum málmum en talið hefur
verið.
Blaðið sagði að bandarískir jarðvísindamenn hefðu
meðal annars fundið merki um að hægt yrði að vinna
járn, kopar, kóbalt og gull í miklum mæli í Afganist-
an. Vísindamennirnir eru einnig sagðir hafa fundið li-
þín, sem notað er í rafhlöður fyrir farsíma og fartölv-
ur og er talið verða mjög mikilvægt fyrir framleiðslu
rafbíla þegar fram líða stundir.
Talsmaður Hamids Karzais, forseta Afganistans,
staðfesti fréttina og sagði að auðlindirnar væru metn-
ar á um 1.000 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svar-
ar tæpum 130.000 milljörðum króna.
The New York Times sagði að þessar náttúru-
auðlindir væru svo miklar, að mati bandarískra emb-
ættismanna, að Afganistan yrði ein mikilvægasta mið-
stöð námuvinnslu í heiminum þegar fram liðu stundir.
Í minnisblaði frá embættismanni í bandaríska varn-
armálaráðuneytinu kæmi fram að Afganistan gæti
orðið að „Sádi-Arabíu liþín-framleiðslunnar“ í heim-
inum.
Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, sagði
að spurningar hefðu vaknað um hvers vegna skýrt
væri frá þessum upplýsingum nú þegar mörg ríki eru
treg til að taka þátt í hernaðaraðgerðunum í Afganist-
an. Fréttir um að Afganistan kynni að reynast mikil
gullnáma gætu orðið til þess að ríkin féllust á að
leggja meira af mörkum.
The New York Times segir að gróðavonin sé svo
mikil að embættismenn og frammámenn í málmiðnaði
telji að fyrirtæki verði tilbúin til mikilla fjárfestinga í
Afganistan, þótt langur tími líði þar til hægt verði að
hefja vinnsluna. Bætt lífskjör vegna málmvinnslu auki
einnig líkurnar á því að hægt verði að koma á var-
anlegum friði í landinu. Bandarísku embættismenn-
irnir viðurkenna þó að náttúruauðlindirnar geti reynst
tvíeggjaðar og orðið til þess að talibanar herði upp-
reisn sína til að ná landinu á sitt vald að nýju.
Segjast hafa fundið gríðar-
legar auðlindir í Afganistan
Telja að landið geti orðið
að einni mikilvægustu mið-
stöð málmvinnslu í heiminum
Reuters
Gullnáma? Talið er að gríðarlegar auðlindir leynist í
fjöllum Afganistans, að sögn The New York Times.
Fjöldaflótti Úsbekar, sem flúðu ofbeldisverkin í Kirgistan, bíða við landa-
mærin að Úsbekistan. Stjórn Úsbekistans lokaði landamærunum í gær.