Morgunblaðið - 15.06.2010, Side 20

Morgunblaðið - 15.06.2010, Side 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 Opinberir aðilar eiga nú um 75% allra vatns- réttinda á Íslandi og landeigendur, sem að mestu eru bændur, um 25%. Fyrirkomulag vatnsréttinda hefur að mestu verið með sama hætti frá landnámi eins og fram kemur í Grá- gás, Jónsbók og vatna- lögunum frá 1923. Hefðin hefur verið að almannahagsmunir hafa verið tryggðir en myndast hefur séreign- arréttur hjá landeigendum. Þannig segja lögin frá 1923 að landeigendur hafi afnota- og nýtingarrétt af vatni á landi sínu þrátt fyrir að vatn sé al- mannagæði. Dómaframkvæmd síð- astliðin 90 ár hefur verið sú að með- höndla vatn sem sérgæði. Þetta hefur m.a. komið fram í að landeigendum hafa verið dæmdar eignarnámsbætur þegar vatn er tekið eignarnámi á landi þeirra. Bestu dæmin eru eign- arnámsbætur sem Landsvirkjun hef- ur þurft að greiða landeigendum, m.a. vegna virkjunar Blöndu, vegna Kárahnúka og vegna Þjórsár. Jafn- framt hafa einkaaðilar sem vilja nýta vatn á jörðum landeigenda í stórum stíl, t.a.m. til að flytja út, greitt fyrir afnotin. Vatnalögin ollu miklum deilum á Alþingi þegar þau voru sett vorið 2006. Deilurnar má ekki síst rekja til breytt orðalags á ákvæði um eign- arráð yfir vatni. Í stað þess að tala um afnota- og nýtingarrétt á vatni kváðu lögin á um eignarrétt landeig- enda og var það gert til að skýra þá dómaframkvæmd sem tíðkast hafði. Um þetta eru helstu eignarréttar- sérfræðingar okkar Íslendinga sam- mála. Réttur almennings breyttist í engu við þessa orðalagsbreytingu en það varð tvímælalaust skýrara. Um þetta snerust deilurnar – sagt var að verið væri að einkavæða vatnið með breytingunni sem er að sjálfsögðu al- rangt. Lögin kveða skýrt á um að heimilisnotkun njóti forgangs, þar á eftir notkun til búrekstrar og þar á eftir notkun sveitarfélaga. Við aðra umræðu um frumvarpið náðu þingflokkar samkomulagi um meðferð þess og gerði þáverandi iðn- aðarráðherra grein fyrir því 15. mars 2006. Fól samkomulagið í sér að iðn- aðarráðherra myndi, eftir að frum- varpið hefði verið samþykkt, skipa nefnd sem taka skyldi til skoðunar samræmi laganna við önnur ákvæði íslensks réttar sem vatn og vatnsrétt- indi varða. Samkomulagið fól jafn- framt í sér að gildistöku vatnalaga yrði frestað til 1. nóvember 2007 en þá myndu eldri vatnalög frá 1923 jafnframt falla úr gildi. Nefndin var ekki skipuð og var gildistöku enn frestað til 1. nóvember 2008. Nefndin var loks skipuð þver- pólitískt 15. janúar 2008 og skilaði hún af sér 215 bls. skýrslu 9. sept- ember 2008. Ein af fjórum tillögum nefndarinnar var að fresta skyldi gildistöku vatnalaganna frá 2006 og að ný nefnd yrði skipuð sem hefði það hlutverk að vinna að endurskoðun laganna, eða eins og segir í skýrslu vatnalaganefndar: „Í fjórða lagi legg- ur vatnalaganefnd til að gildistöku vatnalaga nr. 20/2006 verði frestað tímabundið meðan nefnd, sem skipuð verði á vegum iðnaðarráðherra og í samráði við umhverfisráðherra og forsætisráðherra, vinni að endur- skoðun laganna í samræmi við til- lögur vatnalaganefndar.“ Í kjölfarið var gildistöku vatnalag- anna frestað til 1. júlí 2010. Þann 1. júlí 2009 var vatnalaganefnd II skip- uð en nú bar svo við að ekki var leitað eftir fulltingi stjórnarandstöðu. Þann 1. desember 2009 skilaði nefndin drögum að frumvarpi um ný vatnalög til iðnaðarráðherra. Það er skemmst frá því að segja að iðnaðarnefnd voru ekki kynnt drögin að frumvarpinu heldur var nefndinni sent frumvarp um afnám vatnalaganna frá 2006 sem ætlunin er að gera að lögum fyrir þinglok. Þetta er skýlaust brot á sam- komulaginu sem birtist í skýrslu vatnalaganefndar I sem kvað á um að nýtt frumvarp leysti vatnalögin frá 2006 af hólmi. Ljóst er að verið er að rjúfa þá sátt sem náðst hafði og stefna Alþingi til ófriðar með þessu háttalagi. Í stað þessarar máls- meðferðar hefur stjórnarandstaðan, að undanskildri Hreyfingunni, lagt til að vatnalögum frá 2006 verði frestað enn og aftur, nú til 31. desember 2010 og að tíminn verði notaður til að ná pólitískri sátt um þetta mikilvæga mál og í framhaldinu verði lögfest frumvarp sem leysi lögin frá 2006 af hólmi. Herópin sem hljóma nú um að ver- ið sé að einkavæða vatnið eru fölsk. Verið er að standa vörð um rétt al- mennings og á engan hátt hefur neinn stjórnmálaflokkur á Alþingi gefið í skyn að annað standi til. Her- ópið falska er runnið undan rifjum stjórnarflokkanna og hefur þann eina tilgang að beina athygli borgaranna að einhverju öðru en getuleysi rík- isstjórnarinnar til að takast á við þann vanda sem steðjar nú að ís- lenskum heimilum og fyrirtækjum. Þeir sem ekki skoða málið ofan í kjöl- inn áður en þeir reka upp herópið falska eru nytsamir sakleysingjar ríkisstjórnarinnar. Vatnalögin Eftir Tryggva Þór Herbertsson og Jón Gunnarsson »Herópin sem hljóma nú um að verið sé að einkavæða vatnið eru fölsk. Tryggvi Þór Herbertsson Tryggvi Þór er þingmaður, prófessor og situr í iðnaðarnefnd. Jón er þing- maður og situr í iðnaðarnefnd. Jón Gunnarsson Á dögunum voru samþykktar nýjar út- hlutunarreglur LÍN, Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þær breytingar sem gerð- ar voru miðuðu að því að ná fram sparnaði sem krafist var af menntamálaráðuneyt- inu og ríkisstjórninni. Voru það einkum tveir liðir í útlánum sjóðsins sem dregið var úr til að ná fram til- settum sparnaði. Í fyrsta lagi voru lán til barnafólks skert þannig að upphæð með hverju barni lækkar eftir því sem börnin verða fleiri á framfæri námsmanns. Þessi leið var valin m.a. með tilliti til þess að þegar framfærsla Lánasjóðsins var borin saman við önnur fram- færslukerfi kom í ljós að LÍN gerði sérstaklega illa við ein- staklinga en lán til barnafólks voru talsvert skárri. Var það því niðurstaðan að þetta væri sá hóp- ur sem helst mætti lækka lánin til svo að allir námsmenn fá nú námslán sem tæplega geta fram- fleytt þeim. Hin sparnaðarleiðin var að herða á náms- framvindukröfum svo námsmaður eigi rétt á láni úr sjóðnum. Sam- kvæmt eldri reglum þurfti námsmaður að ná 20 einingum á ári til að eiga rétt til láns úr sjóðnum en heilt skólaár er 60 ein- ingar. Voru kröfurnar hertar með þeim hætti að nú verður krafist 18 eininga á önn og tilfærslur milli anna verða ekki mögulegar. Nái námsmaður því ekki þessum 18 einingum fær hann ekki krónu til framfærslu á þeirri skólaönn. Sjónarmið meirihluta stjórnar LÍN eru á þá leið að ljúki náms- maður ekki að lágmarki 18 ein- ingum á önn sé hann ekki reglu- legur námsmaður, líklega að vinna með skóla og þurfi því ekki á framfærslu sjóðsins að halda. Þessi rök eru alger markleysa enda er tekjuskerðing námslána svo há að námsmaður í 50% starfi á lágmarkslaunum með skóla fær ekki greiddar út nema rúmar 13.000 kr. á mánuði í námslán. Námsmannahreyfingarnar sem sæti eiga í stjórn LÍN hafa bent á að þetta snúist fyrst og fremst um þá námsmenn sem eru í fullu námi en af einhverjum ástæðum náðu ekki tilsettum árangri eina önn. Fyrst ber að benda á að þeir sem líklegastir eru til að ná ekki 18 einingum á önn eru námsmenn með börn eða einstaklingar með sértæka námsörðugleika. Að vísu eru undanþágur fyrir þá síð- arnefndu en þar er skilyrt að ein- staklingurinn sé með greiningu sem kostar tugi þúsunda. Þess ut- an ber að geta að allir geta fallið á prófi. Í sumum háskóladeildum eru námskeið allt að 15 einingar og lendi námsmaður í að falla í slíku námskeiði eru fram- færslumöguleikar hans hrundir. Á þetta sérstaklega við í Háskóla Ís- lands þar sem búið er að sam- þykkja nýjar reglur sem kveða á um að upptökupróf séu ekki hald- in nema í undantekningartilfellum, svo námsmaður sem fellur þarf að þrauka af á loftinu. Þá verður að benda á að fall er ekki áfell- isdómur um leti, í mörgum nám- skeiðum er fall vel yfir 50% og því meirihlutinn sem nær ekki í fyrstu tilraun. Lánasjóður íslenskra náms- manna er jafnréttistæki sem á að veita öllum tækifæri til náms, óháð efnahag. Samkvæmt lögum ber sjóðnum að tryggja náms- mönnum lán sem uppfyllir fram- færsluþörf miðað við fjölskyldu- hagi. Námsmenn geta ekki sætt sig við að niðurskurðarhnífurinn falli sífellt á þá, það er ekki að velja menntun sem leið út úr kreppu. Námslán takmörkuð Eftir Sigurð Kára Árnason »Námsmenn geta ekki sætt sig við að niðurskurðarhnífurinn falli sífellt á þá, það er ekki að velja menntun sem leið út úr kreppu. Sigurður Kári Árnason Höfundur er fulltrúi Stúdentaráðs HÍ í stjórn LÍN. Enn eina ferðina er „eldhuginn“ Jónína Benediktsdóttir í kast- ljósi fjölmiðla og nú vegna detox-meðferð- ar sinnar sem hún rek- ur á Keflavíkurflug- velli. Ég hef áður gagnrýnt detox-með- ferðina sem byggir ekki á neinni vís- indalegri þekkingu heldur á gervivís- indum og kukli. Ég mun ekki fjalla um ristilskolunarbullið eða þá bitru staðreynd að fólk hafi lent á bráða- deild vegna þess að það hafi hætt á lyfjum, svo sem blóðþrýstings- lyfjum, heldur vil ég eyða nokkrum orðum á það mataræði sem boðið er upp á í meðferðinni sem er í algjöru ósamræmi við eðlilega og heilbrigða neysluhætti. Í „meðferðinni“ er boð- ið upp á um 500 hitaeiningar (algeng orkuþörf fólks er 2000-3000 hitaein- ingar) í formi grænmetis og ávaxta. Sem næringarfræðingur og foreldri þykir mér bagalegt að verða vitni að því þegar fólk (ekki síst ungt kven- fólk) sem hefur til að mynda þjáðst af átröskun (svo sem lystarstoli) dásamar þá meðferð (svo sem á face- book) sem þar fer fram og fær vart haldið vatni yfir því hve sniðugt það er að borða bara grænmeti og ávexti í allt að hálfan mánuð! Og þegar þeim sömu er bent á að það sé eng- um manni hollt að borða svona lítið er svarað: „Já, en starfsfólk og þar á með- al læknar Detox-Jónínu Ben. segja að það sé svo hreinsandi og hollt og gott fyrir líkamann.“ Til að sporna gegn átrösk- un, hvort heldur átrösk- unin tengist ofneyslu eða vanneyslu, verður eðlileg umræða um mat og mataræði að eiga sér stað þar sem leitast er við að varast boð og bönn en umfram allt þarf þó að varast svæsnar öfgar líkt og þær sem boðið er upp á í Detox Jónínu Ben. eða eins og segir í greinargerð sem landlæknisemb- ættið hefur gefið út varðandi Detox Jónínu Ben. þá er enginn vísinda- grunnur „… fyrir því að fasta með 500 kaloríum á dag sé til bóta fyrir heilsufar, heldur þvert á móti. Þegar lítils matar er neytt er ekkert eðli- legra en að blóðsykur og blóðþrýst- ingur falli. Það eru svo augljós og al- gild sannindi að óþarfi er að rannsaka það sérstaklega.“ Detox og átröskun Eftir Ólaf Gunnar Sæmundsson Ólafur Gunnar Sæmundsson »… en umfram allt þarf þó að varast svæsnar öfgar líkt og þær sem boðið er upp á í Detox Jónínu Ben. … Höfundur er næringarfræðingur. Guðmundur Odds- son skólastjóri og fyrr- verandi bæjarfulltrúi í Kópavogi reit áhuga- verða og þarfa grein í Morgunblaðið fyrir skömmu. Hann vakti þar upp spurningu sem margir velta fyrir sér sem hlýtt hafa á alls kyns spekinga, er jafnvel kenna sig við sérfræði í stjórnmálum hvað telja megi venjulegt fólk, svo sem sig- urvegarar á Akureyri, Reykjavík og eins í Kópavogi þykja alveg sérlega lýsandi dæmi um, svo ekki sé nú til annars vitnað. Það sé nú eitthvað annað en fólkið í hinum skelfilega fjórflokki sem þessir sömu spek- ingar hafa kosið að tengja saman í einn, greinilega til eigin hagræðis og ekki síður til þess að þykjast vera svo óskaplega hlutlausir. Svo hlut- lausir voru þeir raunar margir, að þeir fengu varla vatni haldið í að- dáun á þeim sem ekki hefðu komið nálægt stjórnmálum áður, þó ekki væri það nú heldur rétt, en það var aukaatriði í hagræðingunni. Og að sjálfsögðu fylgdu ýmsir fjölmiðl- ungar eftir í söngnum um þetta aðdáunarverða, flekklausa, venju- lega fólk, sem það svo sem efalaust er. Gömlum stjórnmálamanni úr ein- um „fjórflokknum“ og meira að segja svo slæmum, að hann sat á þingi fyrir hluta af þessum óskapn- aði í 16 ár og hætti raunar af sjálfs- dáðum, en hvergi nærri af andúð á stjórnmálum eða stjórnmálamönn- um, þeim hinum sama blöskrar þessi aðgreining í venjulegt fólk og svo alla hina. Má hann kannski upplýsa það um leið, að hann telur sig ósköp venjulegan mann, og er ekki ör- grannt um að kjósendur hans forð- um hafi verið sömu skoðunar og því lætur nærri að þessi ósköp venjulegi maður biðji almættið að forða venju- legu fólki frá slíkum fræðum. En tilefni þessa pistils míns er að varpa gömlu ljósi á hið hræðilega sam- bandsleysi sem marg- tuggið er af alls kyns fræðingum að ríki milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Þar vitna ég til eigin reynslu í þessi mörgu ár sem ég var að vasast í þessu skelfilega fólksfirrta starfi. Sú reynsla er þó ekki aðeins byggð á mér persónulega, held- ur er hún áreiðanlega áþekk reynslu samþingmanna minna eystra, venju- legra manna vel að merkja. Í örfáum stiklum skal það eitt sagt, að um hið víðfeðma kjördæmi frá Öræfum í suðri norður á Langa- nesströnd fóru þingmenn á hverju ári, jafnvel oft, héldu fundi á öllum þéttbýlisstöðum og vel það, fóru á sem flesta vinnustaði, fóru um sveit- irnar og hvarvetna var rætt opin- skátt við fólk um landsins gagn og nauðsynjar og hollráð sem gagnrýni öll vel þegin. Má ég gerast svo djarf- ur að segja að mörg minna þingmála voru beint frá fólkinu í kjördæminu komin, máske beztu málin, enda skylda mín að flytja þau á réttan vettvang og svo veit ég að hefur ver- ið um aðra einnig. Nú segja spek- ingar að þetta sé allt öðruvísi núna og sjálfhælni gamals manns aðeins dæmi um elliglöp, enda séu þau hvergi tekin með í fræðunum. En svo má brýna deigt járn (og gamalt!) að bíti. Af venjulegu fólki og öðru fólki Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Tilefni þessa pistils míns er að varpa gömlu ljósi á hið hræði- lega sambandsleysi sem margtuggið er af alls kyns fræðingum að ríki milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.