Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
Atvinnuauglýsingar
Starfsmaður óskast
Starfsmaður óskast á bílaleigu, starfið felst í
þrifum á bílum, afgreiðslu og öðru tilfallandi.
Enskukunnátta skilyrði. Upplýsingar gefur
Anton í síma 777 3770.
Hótel á Norðurlandi
óskar að ráða starfsmann í sal.
Góð laun fyrir hæfan starfskraft.
Nánari uppl. í síma 895 6721.
Raðauglýsingar
Þjónusta
Aðlögungreiðslu
Aðstoð við nauðasamninga
umsókn um greiðsluaðlögun og
ábendingar um önnur úrræði
sem gætu komið að gagni
615 1522
adlogun@adlogun.is
www.adlogun.is
Er bankinn erfiður?
hamraborg 10 // 200 kópavogur
Tilkynningar
Aðalskipulag
Strandabyggðar 2010-2022
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á
fundi sínum 2. júní 2010 að auglýsa tillögu að
aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022.
Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingalaga
nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athuga-
semdum við aðalskipulagstillöguna.
Skipulagsuppdrættir, greinagerð, forsendur
og umhverfisskýrsla liggja frammi á skrifstofu
Strandabyggðar og hjá Skipulagsstofnun,
Laugavegi 166, Reykjavík, frá 15. júní til 13. júlí
2010.
Enn fremur verða gögnin aðgengileg á heima-
síðu sveitarfélagsins www.strandabyggd.is.
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu
Strandabyggðar að Hafnarbraut 19 eða á net-
fangið holmavik@holmavik.is merkt
„aðalskipulag” fyrir 28. júlí 2010. Þeir sem ekki
gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast
samþykkir tillögunni.
Hólmavík, 11. júní 2010.
Sveitarstjóri Strandabyggðar.
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Ragnhildur
Filippusdóttir, Garðar Björg-
vinsson, Michael-miðill,
Símon Bacon, Guðríður
Hannesdóttir kristalsheilari
og auk annarra, starfa hjá
félaginu og bjóða félags-
mönnum og öðrum upp á einka-
tíma. Upplýsingar um félagið,
starfsemi þess, rannsóknir og
útgáfur, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga
ársins frá kl. 13-18. auk þess
oft á kvöldin og um helgar.
SRFR
Smáauglýsingar 569 1100
Spádómar
ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI
– Spámiðill
Spái í spil og kristalskúlu
Heilunartímar
Fyrirbænir
Algjör trúnaður
Sími 618 3525
www.engill.is
Dýrahald
Óska eftir Husky, Schafer eða
Rottweiler gefins eða á góðum
greiðslukjörum. Má vera fullorðinn
hundur eða hvolpur. Upplýsingar á
hundavinur@live.com
Dísarpáfagaukur týndur
Alhvítur dísarpáfagaukur flaug burt í
Krókslandi í Grafningi sunnudaginn
6. júní. Gæfur fugl. Ef einhver hefur
séð hann þá er síminn okkar
897 7770.
Húsnæði í boði
Til leigu
Glæsilegar 2ja og 4ja herbergja
íbúðir miðsvæðis. Gott verð og
traust þjónusta.
Nánari upplýsingar á
www.leiguibudir.is
Sumarhús
Rotþrær frá 2300 l, siturlagnir,
leiðbeiningar, heildarlausnir.
Vatnsgeymar staðlaðar stærðir.
Jarðgerðarílát/moltukassar.
www.borgarplast.is
Mosfellsbæ,
s. 561 2211.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-,
eftirlits- og rannsóknarvinnu
ýmiskonar. Hafið samband í síma
893 7733.
Þjónusta
Tek að mér
ýmis smærri verk
Upplýsingar í síma 847 8704
eða manninn@hotmail.com
Hellulagnir, Drenlagnir,
Jarðvegsskipti. Leiga á traktorsgröfu,
minigröfu og minivagni.
Símar 6981710 og 6161170.
Ýmislegt
Heitir pottar
Sími 565 8899
GSM 863 9742
www.normx.is
normx@normx.is
Nýkomnir flottir dömuskór
úr leðri í miklu úrvali. Stærðir 36 - 40.
Verð: 13.885,- 14.785,- og 16.885,-
Sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Veiði
Laxveiðileyfi
Til sölu veiðileyfi í Álftá á Mýrum í
júlí. Upplýsingar gefur Dagur
Garðarsson í síma 893 5337 alla virka
daga milli 8-18.
Bátar
Strandveiðimenn
Fiskiker gerðir 300,350,450 og 460 l
Línubalar 70 og 80 l.
Allt íslensk framleiðsla í hæsta
gæðaflokki.
www.borgarplast.is,
Mosfellsbæ, s. 561 2211.
Sendibílar
Stór sendibíll til leigu.
án ökumanns. Tilvalinn til lang-
flutninga. Sanngjörn leiga .
Sími 845 0454.
Bílaþjónusta
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR.
Hvert sem er hvenær sem er.
16 manna.
9 manna.
Með eða án ökumanns.
Fast verð eða tilboð.
CC bílaleigan sími 861-2319.
Hjólhýsi
Til sölu Hobby Prestige 650KFU
kojuhús. Hobby Prestige 650KFU
kojuhús, skráð 05/2007, mjög vel
með farið, einstaklega gott skipulag,
gólfhiti, bakaraofn, markísa,
sjónvarpsloftnet, 12V tengi.
Uppl. í s. 860 9255.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Félagslíf
Guðjón Yngvi
Þorsteinsson
✝ Guðjón YngviÞorsteinsson
húsasmíðameistari
fæddist í Drangshlíð-
ardal 18. maí 1935.
Hann lést á Landspít-
alanum, að morgni
föstudagsins langa, 2.
apríl 2010.
Útför Yngva var
gerð frá Áskirkju í
Reykjavík 16. apríl
2010.
Hinn 18. maí hefði
vinur minn og
frændi, hann Yngvi
Þorsteinsson frá
Drangshlíðardal,
orðið sjötíu og fimm
ára hefði honum orð-
ið lengri lífdaga auð-
ið. Einn vinur hans
orðaði það svo að
Yngvi hefði fallið frá
langt um aldur fram.
Vafalítið geta þeir
sem þekktu Yngva
tekið undir það. Þrátt fyrir erfið
og langvarandi veikindi var Yngvi
ætíð ungur í anda og vildi helst
aldrei um veikindi sín tala. Yngvi
tók mikinn þátt í félagsstörfum og
lét sig hvergi vanta á samkomum,
bæði í gömlu sveitinni sinni og svo
síðar á Hellu, en þar var heimili
þeirra hjóna til margra ára. Að-
alstarf Yngva á seinni árum á
Hellu var kranaútgerð, gerði hann
út vírakrana í nokkur ár, svo eftir
það Scania-vörubifreið með vök-
vakrana. Yngvi sinnti þessu starfi
af mikilli alúð og fórnfýsi, þar fór
saman mikil reynsla og hæfni
hans að stjórna erfiðum tækjum,
sem voru ómissandi fyrir nær allt
atvinnulíf í héraðinu. Ósjaldan
hífði Yngvi gler fyrir okkur í Sam-
verk og reyndist okkur æði oft
erfitt að leysa úr þeim vanda, sem
skapaðist þá sjaldan hann var
vant við látinn.
Yngvi var mikill húmoristi, gat
reytt af sér brandara og farið með
vísur í tugatali án þess að líta á
blað. Það voru sannkölluð
skemmtikvöld þegar við hjónin
heimsóttum Yngva og Gullu, ætíð
barst talið að kynlegum kvistum,
sem við kynntumst á lífsleiðinni,
og kunni Yngvi ótal sögur og vís-
ur bæði af þeim og svo ekki síður
af ættingjum og vinum. En allt
var þetta í góðu og alls ekki illa
meint, því enginn getur sagt ann-
að um Yngva en þar færi hjarta-
hlýr maður sem þótti vænt bæði
um menn og málleysingja. Sam-
verustundirnar með Yngva og
Gullu eru okkur hjónum ógleym-
anlegar og minnumst við þeirra
stunda með miklu þakklæti í
huga.
Sagt er að maður komi í manns
stað, en erfitt verður að fylla það
skarð sem Yngvi skilur eftir, ekki
síst hjá fjöldskyldunni sem var og
er svo samhent í einu og öllu að
eftir er tekið. Mikið tómarúm hef-
ur einnig myndast hjá Litla veiði-
hópnum, sem fór „til veiða“ á
hverju hausti um áratuga skeið.
Þar var Yngvi hrókur alls fagn-
aðar og hélt æði oft uppi kvöld-
vökum, með þeirri frásagnargáfu
sem honum var einum lagið. Far
þú í friði kæri vinur. Innilegar
samúðarkveðjur með virðingu og
þakklæti fyrir allt.
Ólafur og Krist-
ín, Kristnibraut.