Morgunblaðið - 15.06.2010, Síða 33
Menning 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
Rífandi indie-popp-stemmning
verður í Háteigskirkju í kvöld þeg-
ar hljómsveitirnar Útidúr og Pascal
Pinon halda tónleika þar klukkan
19:30. Útidúr er tólf manna indie
popp-hljómsveit sem ætlar að láta
ágóðann af tónleikunum ganga í
upptökur á plötu þeirra en sveitin
hefur spilað víða í sumar við góðar
undirtektir.
„Við tökum plötuna upp í Sund-
lauginni, hljóðveri Sigur Rósar og
erum búin að vera dugleg núna að
spila mikið en það hefur gengið al-
veg ótrúlega vel hjá okkur,“ segir
Rakel Mjöll Leifsdóttir, söngkonan
í Útidúr. Það er þó ekki af trú-
rækninni sem indie-tylftin hefur
valið Háteigskirkju undir tón-
leikana því þau hafa kynnst henni
áður. „Við höfðum spilað þar einu
sinni og við vildum gera tónleika
sem væru aðgengilegir og hefðu al-
mennilegan hljóm og það hljómar
ótrúlega vel í þessari kirkju.“ Plat-
an kann að koma út í kringum
Airwaves-hátíðina en þessir söfn-
unartónleikar verða þeir síðustu
sem Útidúr heldur í sumar.
Hljómurinn fær að njóta sín
Útidúr nýtur stærðar sinnar á
tónleikum, að sögn Rakelar. „Það
er hálfskrítið hvað þetta virkar vel
hjá okkur, þetta er svo mikil fjöl-
skylda. Stemmningin er alltaf rosa-
lega góð og allir fara kátir á æf-
ingu. Við ýtum rosalega mikið
undir spilagleði og okkur finnst
rosalega gaman að koma fram og
við viljum að það sjáist. Við viljum
sýna persónuleika og lit.“ Þá segir
Rakel að stelpurnar í Pascal Pinon
eigi það sammerkt með þeim að
vilja helst spila á stöðum þar sem
hljómurinn fær að njóta sín og Há-
teigskirkja því fullkominn kostur.
gea@mbl.is
Útidúr Sveit skipuð ungum tónlistarmönnum líkt og Pascal Pinon. Sveitirnar spila á tónleikum í Háteigskirkju.
Litrík spilagleði
í Háteigskirkju
Útidúr
Gunnar Örn – Söngur, gítar
Gunnar Gunn – Kontrabassi
Helga Jónsdóttir – Fiðla
Haukur Þór – Básúna
Kristinn Roach – Píanó
Larús Guðjónsson –Trommur
Maja Jóhannsdóttir – Fiðla
Rakel Mjöll Leifsdóttir - Söngur
Ragnhildur Gunnarsdóttir –
Trompet
Salka Sól – Harmónikka o.fl.
Sigrún Inga – Fiðla
Úlfur Alexander – Gítar
Þorbjörg Roach – Harmónikka
Pascal Pinon
Jófríður Ákadóttir – gítar,
söngur
Ásthildur Ákadóttir – hljóm-
borð, harmonikka
Kristín Ylfa Hólmgrímsdóttir –
gítar, blokkflauta
Halla Kristjánsdóttir – bassi
Tónleikar Útidúrs og Pascal Pinon í kvöld
Toy Story 3, Leikfangasaga 3, var
frumsýnd í El Capitan Theatre-bíó-
húsinu í Hollywood í fyrradag.
Fyrri teiknimyndirnar tvær um
leikföngin og ævintýri þeirra hafa
hlotið lofsamlega dóma og verður
spennandi að sjá hvort sú þriðja
hlýtur álíka viðtökur. Fjöldi kvik-
myndastjarna sótti frumsýninguna
og slógu sumar þeirra á létta
strengi með leikföngunum, Bósa
ljósári, Vidda kúreka og félögum,
eins og sjá má af myndunum.
Leikfangasaga
3 frumsýnd
Viddi og Tommi Viddi kúreki sprellar með leikaranum Tom Hanks sem leikur hann.
Á dreglinum Michael Kea-
ton og Jodie Benson.
Reuters
Bósi og Buzz Geimfarinn fyrrverandi, Buzz Aldrin, með eiginkonunni Lois.
Poirot? Nei, Andy Garcia.
Ljósmynd vikunnar í ljósmyndasamkeppni Mbl.is og Canon ber titil-
inn „Í Sandgerði“ og var tekin af Sverri Þórólfssyni.
Í Sandgerði
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
4 af 5 sýningum ársins í Borgarleikhúsinu
Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið )
Þri 15/6 kl. 20:00 aukas Lau 19/6 kl. 20:00 aukas Þri 29/6 kl. 20:00 aukas
Fös 18/6 kl. 20:00 aukas Sun 20/6 kl. 20:00 aukas Mið 30/6 kl. 20:00 aukas
Í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports.
Gauragangur (Stóra svið)
Fös 3/9 kl. 20:00 Fös 10/9 kl. 20:00
Lau 4/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Miðasala » www.sinfonia.is » Sími 545 2500 » Miðasala í Háskólabíói frá kl. 9-17
Mið. 16.06.10 » 20:00
Fös. 18.06.10 » 20:00
Lau. 19.06.10 » 20:00
UPPSELT
UPPSELT
Kvikmyndatímaritið Empire segir
frá því að fyrirtækið Warners og
framleiðandinn Joel Silver hafi í
hyggju að gera kvikmynd upp úr sí-
gildri skáldsögu Miguel de Cerv-
antes, Don Quixote. En kvikmyndin
á að vera e.k. hasarútgáfa af sög-
unni, ef marka má fréttina. Empire
leiðir því líkur að því að meiri
áhersla verði lögð á hina ímynduðu
risa en hinar eiginlegu vindmyllur
sem riddarinn barðist við. Og sá sem
ritar fréttina á Empire telur að með
því missi háðsádeila Cervantes
marks og líkir því við að gerður væri
hefndartryllir upp úr Hamlet með
Bruce Willis í aðalhlutverki.
Leikstjórinn Terry Gilliam er lík-
lega ósáttur en hann stefnir að því
að klára kvikmynd um Don Quixote
sem hefur verið mörg ár í pípunum.
Kvikmynd
um Quixote
Reuters
Bruce Willis Væri skrítinn Hamlet.