Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1956, Blaðsíða 5

Framsóknarblaðið - 20.12.1956, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ FRAMSÓKNÁRBLAÐSINS 1956 5 yólaminning. EINAR SIGURFlNNSSON: Jólaminning .... ..Fullvel man ég fimmtíu ára sól, fullvel meir en hálfrar aldar jól“. Þannig byrjar Matthías Joch- umsson eitt af sínum fegurstu ljóðum. Ekki fer hann mörgum orðum um hýbýlaskraut eða verðmiklar gjafir, en hann var „sviptur allri sút“, — „með rauð- an vasaklút“, og kerti bræðranna „brunnu í lágum snúð“. Þar voru ekki fágaðir málmstjakar eða skrautlegir raflampar, en birtan frá litlu tólgarkertunum snart ekki síður hið gljúpa æsku mannshjarta heldur en marglita Ijósadýrðin gerir nú, — „Þessi ljós, sem gleðja ykkar geð, Guð hefur kveikt, svo dýrð hans gætuð séð.“ Já, Jrað er mikill munur jóla- halds nú eða var í barnæsku minni eða þeirra, sem rosknir eru orðnir. Eg man jólin áratug fyrir síð- ustu aldamót. Þá var ekki um í- burðarmikið hátíðarhald að ræða. Þó var nóg tilbreytni, svo að allir gætu hlakkað til jólanna og átt aóðar minningar eftir jaau. Mikill undirbuningur var þá eins og nú, en þó mjög með öðrum hætti. Allir, sem eitthvað gátu, unnu af kappi. Ullina varð að tæja, kemba, spinna, tvinna, — og handleika annars á marg- an hátt, unz hún var orðin að skjólgóðum flíkunt. Allir þurftu að fá nýja flík fyrir jólin, — ann ars var jólakötturinn til alls vís. Þá varð að gera jólaskóna og steypa kerti, þvo og þrífa, svo sem föng stóðu til. A Þorláksmessu var hanaikjöt- ið soðið. Svo kom aðfanoadagur. Þá var öllum nauðsynjaverkum hraðað sem mest.. Þá voru steikt- ar kleinur og bakaðar lummur til hátíðarinnar. Annað kaffi- brauð sást ekki. Snemma kvöldsins átti öllum verkum að vera lokið og nú klæddust allir sínum beztu föt- um. Ljós voru tendritð á rúm- stólpum og annarsstaðar, Jjar sem hægt var að láta kertin standa. Að loknuni góðum kvöldverði hófst húslestur, sem var í því fólginn, að lesin var hugvekja með sálmasöng á undan og eft- ir. Þetta kvöld mátti ekki snerta spil eða fremja neitt., sem hávaði fylgdi. Ljós var látið loga í bað- stofunni alla nóttina. Það út af fyrir sig setti rnikinn helgiblæ á heimilið. Bjart í bænum alla skammdegisnóttina. Nú mátti lesa eða skoða eitthvað lengur en til háttamála, og munur var að vakna jóladagsmorguninn við Ijós og birtu eða hina morgn ana, þegar engin skíma sást. Snernma var risið jóladags- morguninn. Áður en gengið var til gegninga eða í fjós, var lesið og sungið. Svo var öllum nauð- synjaverkum hraðað svo sem kostur var. Allir, sem gátu, vildu fara til kirkju, og það þótt veð- ur væri ekki sem bezt. Eg læt hér með fylgja frásögn um kirkjuferð einn jóladag, sem varð lengi nokkuð minnisstæð, þótt lnin gæti ekki talizt veru- lega söguleg. Til kirkjunnar var riisklega klukkustundar gangur frá æsku heimili mínu. Þennan jóladagsmorgun var \reður stillt, jörð hvít af snjó og nokkurt frost. Þeir, sem til kirkju ætluðu, bjuggust og ltigðu af stað Jiað títnanlega, að komið væri til kirkju fyrir hádegi. Ná- grannar urðu samferða. Flestir gengu. Örfáir fóru ríðandi, enda var gangfæri betra en reiðfæri, því að keldur voru ísi lagðar, en naumast hestheldar. Svo var J)að „Skurðurinn". Það' var lækur, sem rann sunnan við kirkjustað inn. Flann rann í 2—( kvíslum, venjulega grunnur, en getur orð ið all viðsjáll. í þetta sinn var Skurðurinn lagður ísi, cr reynd ist ótryggur. Var þar slæmur og erfiður broti fyrir hestana, sem fyrstir fóru. Gangandi fólk fór út á ísinn, en flestir „pompuðu" ofan í. Sumstaðar var vatnið hné djúpt eða vel það. Nokkrir létt- ir strákar komust Jjó yfir um án þess að blotna til muna, með Jrví að skríða, Jrar sem ísinn var veik- astur. Þegar hestarnir höfðu brotið' braut alla leið, var farið að sel- flytja menn og konur. Þetta gekk allt vel. En hrollkalt var þeim í messulokin, sem blautir voru til hnés eða meira, enda Jrótt mesta vatnið væri undið úr sokkunum. En fáir voru svo hyggnir að hafa þurra sokka með. Kirkjan var þéttsetin. Þess vegna var ekki mjög kalt í henni. Um aðra upphitun var ekki að ræða. Þegar fólkið gekk úr kirkj- unni, var koihinn bylur og æði skuggalegt útlit. Allir flýttu sér af stað heimleiðis. Skurðurinn Sem kunnugt er, veröur Eng ilbert Gíslason málari áttræður á næsta ári (f. 12. 10. 1877). Þeg ar ég frétti það, datt mér í hug, að nú væri ágætt tækifæri til að heiðra þennan ágæta listamann, sem með sanni má kallast „List málari Eyjanna“, því að hér hef ur hann lifað og starfað alla ævi og með verkum sínum ort fagr- an óð til Vestmannaeyja, en í tnálverkum hans speglast flest hið fegursta, sem hér gefur að líta. Eg veit ég gleymi aldrei hinni ágætu málverkasýningu hans, sem ég.sá í Akóges fyrir nokkr- um árum. F'g hafði að vísu aldrei komið á málverkasýningu fyrr og varð frá mér numinn. F.11 síðan hefur mér skilizt enn betur, hve Engilbert hefur unn- ið sögu Eyjanna óinetanlegt gagn með Jjví að skrá hana í myndum. Vil ,ég þar einkum nefna málverkin af gömlu pöll- unum og krónum. En hvernig heiðrum við bezL þennan listamann, sem svo vel hefur unnið? Það gerum við bczt með því að gefa út lista- tafði talsvert og bleytti suma. Allir munu þó hafa náð heim um kvöldið, þó að harðsótt væri það hjá þeim, sem lengst áttu heim, því að veðrið var slæmt. Þegar heirn kom og búið var að sefa kirkjusultinn, var eftir að sinna skepnunum, og ýmis- legt fleira þurfti að gera. A jóladagskvöldið „dró sig saman“ fólk af nágrannabæjun- um til að spila vist, púkk eða al- kort. Oft var þá spilað fram und- ir morgun. Þessu líkt var jólatilhald í þá daga. E. S. verk lians í fallegri útgáfu, líkri þeirri, er verk Kjarvals, Ásgríms og Jóns Stefánssonar hafa birzt í, og kynna með því þjóðinni listamanninn og verk hans. En til að koma slíkri útgáfu af stað þarf nokkuð fé milli handa fyrst í stað og yrði þá bæj- arfélagið að hlaupa undir bagga. Fullvíst er, að sú upphæð, er yrði af mörkum látin, myndi margfaldast, því að bók með málverkum Engilberts myndi örugglega seljast á hvert heimili í \7estmannaeyjum og meðal Ey- verja, er hafa flutzt héðan, auk Jæss sem allir listelskir menn í landinu myndu kaupa bókina. Fyndist mér mjög viðeigandi, að bæjarstjórnin eða einhverjir málsmetandi menn í bænum ynnu bráðan bug að þessu, svo að bókin gæti komið fyrir augu almennings á næsta ári. En vanda verður vel valið á þeim manni, sem sæi um útgáfuna. því að hún má ekki vera illa úr garði gerð, slíkt sæmir ekki meistaranum Engilbert. Mjög ákjósanlegt og eiginlega F'ramhald á 7. síðu. Vestmannaeyjahöfn um 1912. Bygging hafnargarðanna hófst árið 1914. Armonn Eyjólfsson: Lhtmálari Eyjanna.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.