Morgunblaðið - 29.06.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.06.2010, Qupperneq 1
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2010 íþróttir Börn og unglingar Fótboltastrákar voru á fullri ferð á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Sund- krakkarnir í Ásvallalauginni og frjálsíþróttaæskan fjölmennti á Kópavogsvöllinn. 2, 3, 6, 7 Íþróttir mbl.is Reuters Skæðir Robinho fagnar marki sínu og þriðja marki Brasilíu gegn nágrönnum sínum í Chile á HM í gærkvöldi. Luis Fabiano var einnig á skotskónum og skoraði þriðja mark sitt í keppninni. Brasilíumenn mæta Hollendingum í átta liða úrslitum eftir 3:0 sigur á Chile en Holland sló út Slóvakíu. Landsliðs- markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var rekinn af leik- velli í síðasta leik FH í Pepsí- deildinni í knatt- spyrnu þegar FH tapaði 1:2 fyrir Stjörnunni. Þeg- ar leikmenn fá rauða spjaldið fá þeir sjálfkrafa einn leik í bann og svo er undir aga- nefnd KSÍ komið hvort leikbannið verður lengra eða ekki. Gunnleifur mun hins vegar ekki taka út leik- bannið í næsta deildarleik sem verð- ur gegn Keflavík. Þess í stað verður Gunnleifur í banni þegar FH mætir 1. deildarliði KA í Visa bikarkeppn- inni. Það er næsti leikur FH-liðsins en í gær breytti KSÍ leikdegi á leik FH og KA. Hann átti að fara fram 11. júlí en mun þess í stað fara fram 1. júlí. Var það gert vegna leiks FH gegn BATE Borisvo í forkeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fer 14. júlí. Erkifjendurnir KA og Þór áttu einnig að mætast 1. júlí en munu leika 8. júlí. Vefsíðan fótbolt- i.net greindi frá. kris@mbl.is Gunnleifur í banni gegn KA Gunnleifur Gunnleifsson Kristján Jónsson kris@mbl.is Brasilía og Holland mætast í 8-liða úrslitum á HM í knattspyrnu í Suður-Afríku og fer leikurinn fram á föstudaginn. Eins og svo oft áður í knatt- spyrnu endurtekur sagan sig en þessi lið mættust einnig í 8-liða úrslitum á HM í Bandaríkjunum ár- ið 1994. Sá leikur var eftirminnilegur enda litu fimm mörk dagsins ljós. Brasilíumenn höfðu bet- ur, 3:2, og fóru alla leið og sigruðu. Núverandi þjálfari liðsins, Dunga, bar þá fyrirliðabandið hjá Brasilíu. Leikurinn gegn Hollandi var líklega sá skemmtilegasti hjá Brasilíu í þeirri keppni því lið- ið skoraði bara tvö mörk í hinum þremur leikj- unum að lokinni riðlakeppninni; vann Bandaríkin og Svíþjóð 1:0 en vann Ítali í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli í úrslitaleiknum. Von- andi verður leikurinn á föstudaginn eins og fjör- ugur og leikur liðanna var fyrir sextán árum. Brasilíumenn hafa verið afar sannfærandi í keppninni og þeir skoruðu þrjú mörk gegn Chile í 16-liða úrslitunum í gærkvöldi. Þar af skoraði Luis Fabiano eitt og hann virðist ætla að blanda sér í baráttuna um markakóngstitilinn. Robinho var einnig á skotskónum og það verða að teljast góð tíðindi fyrir Brasilíu en hann náði ekki að blómstra í riðlakeppninni. Robben snöggur að láta til sín taka Það tók Arjen Robben ekki nema 18 mínútur að skora fyrir Hollendinga gegn Slóvökum í 16-liða úrslitum í Suður-Afríku í gær þar sem Hollend- ingar sigruðu, 2:1. Robben átti frábæru gengi að fagna með Bayern München í vetur en meiddist sex dögum fyrir HM. Hann var í aukahlutverki í riðlakeppninni en hafði mjög góð áhrif á leik Hol- lendinga í gær. Hann er þó varkár í yfirlýsingum á blaðamannafundi að leiknum loknum. „Ef maður skoðar markið út frá meiðslunum þá var það stórt skref fyrir mig. Þetta var langur sprettur og við slíkar kringumstæður þarf maður að hafa sprengikraftinn í lagi. Heilt yfir fékk ég talsvert frelsi í leiknum en ég veit að ég er ekki kominn í mitt besta form. Þetta var erfiður leikur og við spiluðum ekki eins og við getum best en þetta snýst um að vinna leikina. Vonandi sýnum við okkar allra bestu hliðar þegar við þurfum á því að halda,“ sagði Robben sem fékk tækifæri í byrj- unarliðinu þar sem Rafael van der Vaart var ekki leikfær vegna meiðsla. „Það var frábær reynsla að fá að vera inná frá byrjun og ná að leggja eitt- hvað af mörkum fyrir liðið. Það er frábær tilfinn- ing,“ sagði Robben ennfremur en fjölmiðlar fóru í gærkvöldi mörgum orðum um hversu mikil og góð áhrif Robben hefði haft á hollenska liðið. Sagan endurtekur sig  Verður leikur Brasilíu og Hollands jafnfjörugur og árið 1994?  Hollendingar fá annað tækifæri gegn Dunga  Robben kom með nýja vídd inn í leik Hollands Tómas Holton hefur verið ráð- inn nýr þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni í körfuknattleik í stað Bárðar Ey- þórssonar sem hætti af persónu- legum ástæðum. „Þetta kom bara upp á föstu- daginn, þegar ég frétti að Bárður væri hættur. Ég bað um umhugs- unarfrest fram yfir helgi en var bú- inn að ákveða mig strax á laug- ardag,“ sagði Tómas sem hefur áður þjálfað yngri flokka Fjölnis og þekkir því vel hve efnilegum mann- skap liðið hefur yfir að ráða. „Þetta eru strákar sem ég hef þjálfað í yngri flokkunum og eru mjög spennandi hópur, og þeir voru aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að taka við. Það er gaman þegar lið byggist svona á heimamönnum og þeir stóðu sig vel á síðustu leiktíð,“ sagði Tómas en Fjölnir varð í 9. sæti á síðustu leiktíð í Iceland Ex- press-deildinni. Tómas var spilandi þjálfari hjá Val og Skallagrími í mörg ár í lok síðustu aldar en er að verða 46 ára og mun því líklega lítið spila sjálfur að þessu sinni. „Þetta verður nýtt fyrir mér. Nú get ég ekki sett sjálfan mig inn á lengur,“ sagði Tómas léttur. sindris@mbl.is Tómas tekur við af Bárði hjá Fjölni Bárður Eyþórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.