Morgunblaðið - 29.06.2010, Side 5

Morgunblaðið - 29.06.2010, Side 5
Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2010 Erla SteinaArnardóttir átti stórleik í vörn Kristians- tad þegar liðið gerði jafntefli við Kopparbergs/ Göteborg, 1:1, í sænsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu á sunnu- daginn. Henni var sérstaklega hrósað í umfjöllun damfotboll.com um leikinn en eins og áður kom fram var það Katrín Ómarsdóttir sem skoraði mark Kristianstad úr vítaspyrnu, og hélt þar með upp á 23 ára afmælið sitt sama dag. Erla Steina hefur ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið á þessu ári en hún á 40 landsleiki að baki, alla sem miðjumaður. Í ár hefur hún hins vegar leikið stöðu miðvarðar með Kristianstad með góðum ár- angri.    Erla Steina þakkaði ElísabetuGunnarsdóttur þjálfara góða frammistöðu liðsins í viðtali við damfootball.com. „Við leikmenn- irnir viljum þakka Betu sérstaklega en hún tók þá djörfu ákvörðun að breyta um leikaðferð fyrir leikinn,“ sagði Erla sem stjórnaði vörn Kristianstad í leikaðferðinni 3-5-2.    Arnór Smára-son, lands- liðsmaður í knattspyrnu, gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins 33 mínútur í bún- ingi síns nýja fé- lags, Esbjerg frá Danmörku, þeg- ar liðið tapaði 5:2 fyrir Viking frá Noregi í æfingaleik í fyrradag. Arnór lék aðeins fyrri hálfleikinn en eftir hann var staðan 2:1 Viking í vil. Jafnaldri Arnórs, Birkir Bjarnason, skoraði einnig í leikn- um, fyrir Viking, eins og áður hefur komið fram.    Fílabeinsstrendingurinn YayaTouré mun ganga í raðir Manchester City á næstu dögum að sögn umboðsmanns leikmannsins. Touré hefur leikið með Barcelona undanfarin ár en hjá Manchester- liðinu mun hann hitta fyrir bróður sinn, Kolo Touré. Yaya Touré er 27 ára gamall miðjumaður sem gekk til liðs við Barcelona frá Mónakó árið 2007. Hann hefur verið fasta- maður í landsliði Fílabeinsstrand- arinnar frá árinu 2004 og leikið 49 landsleiki.    Jean-PierreEscalettes, forseti franska knattspyrnu- sambandsins, til- kynnti í gær- morgun að hann hefði ákveðið að segja embætti sínu lausu. Þannig segist hann axla ábyrgð á slökum árangri franska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði á dög- unum að Escalettes ætti að axla sína ábyrgð á hrakförum franska landsliðsins og segja af sér. Tals- maður FIFA sagði að það kæmi Frakklandsforseta ekki við hver sæti í stól forseta franska knatt- spyrnusambandsins. Það væri ekki hans hlutverk að blanda sér í stjórnun þess. FIFA lítur afskipti stjórnmálamanna af innanbúð- armálum einstakra knattspyrnu- sambanda mjög alvarlegum augum. Talsmaður FIFA sagði á dögunum að ekki væri hægt að útiloka að franskri knattspyrnu yrði á ein- hvern hátt meinuð þátttaka í móta- haldi á vegum FIFA sönnuðust pólitísk afskipti af stjórn knatt- spyrnusambandsins. Fólk sport@mbl.is Ekki kemur til greina af hálfu Al- þjóðaknattspyrnusambandsins að dómarar geti litið á sjónvarps- upptökur af kappleikjum til þess að dæma eftir. Ekki verður settur upp sérstakur búnaður í mörkum til upptöku sem dómararnir geta skoðað né verða skynjarar settir í keppnisbolta. Jerome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, segir að engar hugmyndir af þessu tagi hafi verið til umræðu innan sam- bandsins. „Það kemur hins vegar fyllilega til greina að fjölga aðstoðardóm- urum um tvo og hafa þá fyrir aft- an mörkin, eins og gerðar hafa verið tilraunir með. Slíkt gæti hjálpað dómurum verulega við að skera úr um vafaatriði. Lengra hefur FIFA ekki hugsað sér að ganga. Ekki kemur til greina að dómarar fái að skoða upptökur af atvikum til að skera úr um vafaat- riði,“ segir Valcke. FIFA hefur algjörlega neitað að tjá sig um þau mistök dómara sem gerð voru í viðureign Eng- lendinga og Þjóðverja þegar lög- legt mark Englendinga var ekki dæmt og eins þegar rang- stöðumark Argentínumanna gegn Mexíkó fékk að standa. iben@mbl.is Engin aðstoð myndavéla Reuters Mark Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, horfir á eftir boltanum sem hafnaði innan marklínunnar. í umsjón mótsstjórnar umanna og því gæti nnað gert en óskað eft- ýningum verði hætt á llanna. mótsstjórnar, Jer- sagði leikina vera m leikvallanna sem ngdir við sjónvarps- sem færu um allan gt væri að hætta end- á atvikum. „Þetta vegar svo hratt að kki komið í veg fyrir endursýnt. Kannski tök,“ sagði Craig. aðar? Fimmfaldir heimsmeistarar í knatt- spyrnu karla, Brasilía, stormuðu í 8- liða úrslit keppninnar í Suður-Afríku í gærkvöldi. Brasilía skellti nágrönn- um sínum frá Chile, 3:0, sem eru með skemmtilegt lið og töldu ýmsir spark- spekingar að þeir myndu veita Bras- ilíumönnum verðuga keppni. Hol- lendingar bíða Brasilíumanna í átta liða úrslitum keppnninnar. Brasilíumenn gerðu nánast út um leikinn á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik. Miðvörðurinn Juan skoraði með hörkuskalla eftir hornspyrnu á 35. mínútu og aðeins þremur mín- útum síðar skoraði Luis Fabiano eftir vel útfærða skyndisókn þar sem hann komst einn gegn markverði Chile. Robinho innsiglaði sigurinn á 59. mín- útu með viðstöðulausu skoti frá víta- teigslínu. „Gefur okkur sjálfstraust að vinna með sannfærandi hætti“ Maicon bakvörður Inter Milan hef- ur vakið mikla athygli fyrir leik sinn með Brasilíu í keppninni. „Það er allt- af mikilvægt að vinna. Það gefur okk- ur sjálfstraust að vinna með svo sann- færandi hætti í jafn mikilvægum leik og þessum í 16-liða úrslitum HM,“ sagði Maicon á blaðamannafundi í gærkvöldi. Hann sagðist reikna með mjög erfiðum leik gegn Hollandi. „Holland er með afar sterka vörn. Það verður erfiður leikur. Við munum kortleggja leik þeirra til þess að ekk- ert komi okkur á óvart og til þess að við getum átt góðan leik. Það þekkja allir hollenska landsliðið og þeirra frábæru leikmenn. Við þurfum að eiga góðan leik til þess að komast áfram í keppninni,“ bætti Maicon við. Leyndi ekki vonbrigðum sínum Marcelo Bielsa, þjálfari Chile, við- urkenndi að nokkuð hefði vantað upp á hjá hans mönnum til þess að eiga möguleika á því að slá Brasilíu út úr keppninni. „Við vonuðumst til þess að geta haldið betur í við Brasilíumenn- ina. Þetta var ekki jafn mikil ein- stefna og úrslitin gefa til kynna. Við sköpuðum okkur nokkur góð mark- tækifæri með því að sækja upp hægri kantinn. Okkur skorti hins vegar meiri áræðni til þess að breyta hættu- legum sóknum í mörk. Við vorum ekki nógu hungraðir í sókninni. Við reyndum að skora og komumst ná- lægt því en dauðafærin voru ekki mörg,“ sagði Bielsa við blaðamenn að leiknum loknum en hann er frá Arg- entínu. Honum tókst að koma Chile í loka- keppni HM í fyrsta skipti síðan 1998 en var engu að síður vonsvikinn með niðurstöðuna. „Það er ekki hægt að yfirgefa svona keppni án þess að vera vonsvikinn. Maður myndi gefa hvað sem er til þess að fá að halda áfram. Ég er bæði hryggur og vonsvikinn,“ sagði Bielsa ennfremur og hann var spurður af hollenskum blaðamanni hvort hann sæi einhverja veikleika á liði Brasilíumanna sem Hollendingar gætu nýtt sér. „Ég hef svo sem ekki kynnt mér hollenska liðið neitt sér- staklega vel en hvernig get ég talað um veikleika hjá Brasilíu eftir að hafa tapað 0:3 fyrir þeim?“ var svarið hjá Bielsa. Gott jafnvægi í liðinu Miðjumaðurinn Gilberto da Silva segir mikið og gott jafnvægi vera á milli varnar og sóknar hjá Brasilíu. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera áfram eins þéttir og við höfum verið. Það er einnig mikilvægt fyrir okkur að verjast vel, því það gefur sókn- armönnum okkar tækifæri til þess að vinna sína vinnu frammi á vellinum. Þetta er það jafnvægi sem við þurfum ef við ætlum okkur að komast alla leið í keppninni,“ sagði Gil- berto þegar niðurstaðan lá fyrir í gærkvöldi. kris@mbl.is Brasilíumenn stormuðu fram hjá góðu liði Chile  Næsta hindrun verður erfiðari en Hollendingar bíða þeirra í átta liða úrslitum Reuters Mark Brasilíumenn fagna marki gegn Chile í gærkvöldi en markvörðurinn Bravo er ekki upplitsdjarfur enda fékk hann á sig þrjú mörk. Grannþjóðirnar Spánn og Portúgal eigast við í kvöld í fyrsta skipti á HM þar sem sæti í 8-liða úrslit- unum er í húfi. Miðað við FIFA- listann er þetta stórleikur keppn- innar til þessa því þar sitja þessi lið í öðru og þriðja sæti, á eftir Bras- ilíu. Portúgal hefur aðeins náð að sigra Spán fimm sinnum í 32 lands- leikjum þjóðanna en hafði þó betur þegar þær mættust í Evrópukeppn- inni í Portúgal fyrir sex árum, 1:0. „Portúgal er frábært lið og meira en bara Cristiano Ronaldo. Vissu- lega er hann einn þeirra bestu manna en gleymum því ekki að Portúgal er eina liðið sem ekki hef- ur fengið á sig mark í keppninni,“ sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, um grannaslaginn. „Við erum tilbúnir í allt og í þess- um leik er allt undir. Markmiðið er aðeins eitt, að halda áfram í keppn- inni. Portúgal á enn eftir að sýna sínar bestu hliðar,“ sagði þjálfari liðsins, Carlos Queiroz. Paragvæ og Japan eigast við í fyrri leik dagsins en þar eru á ferð tvö lið sem hafa vakið athygli í keppninni. Paragvæ vann sinn riðil og Japan lagði bæði Danmörku og Kamerún að velli. „Það er erfitt að spila gegn Jap- önum sem eru fljótir og beittir og eru með leikmenn sem geta gjör- breytt leikjum,“ sagði Roque Santa Cruz, sóknarmaður Paragvæja. Japanir hafa hiklaust stefnt að því að komast í undanúrslitin á HM en þjálfarinn Takeshi Okada lýsti því yfir strax og lið hans var búið að tryggja sér þátttökuréttinn á síðasta ári. Yasuhito Endo, leik- maður ársins í Asíu sem skoraði glæsimark úr aukaspyrnu gegn Danmörku, segir að það markmið hafi ekkert breyst. „Ég er bjartsýnn á að við náum markmiði okkar og vonast eftir góðum úrslitum í næstu leikjum. Paragvæ verður erfiður andstæð- ingur. Lið þeirra er ekki ósvipað okkar, leikmenn sem leggja hart að sér og skapa margt,“ sagði Endo um viðureignina í dag. vs@mbl.is „Portúgal er meira en Cristiano Ronaldo“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.