Morgunblaðið - 29.06.2010, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.06.2010, Qupperneq 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2010 Stærsta sundmóti ársins, Aldurs- flokkameistaramóti Íslands (AMÍ), lauk síðdegis á sunnudag í Ásvalla- laug í Hafnarfirði en það hafði þá staðið yfir í fjóra daga. Keppendur voru um 300 frá 16 félögum, víða að af landinu. Mótið er fyrir keppendur 12 til 18 ára, en einnig taka 19-20 ára kepp- endur þátt í mótinu en árangur þeirra er ekki talinn með í stiga- keppni mótsins. Mótið er í senn einstaklings- keppni og liðakeppni, krýndir eru aldursflokkameistarar í hverjum aldursflokki og félög safna stigum í liðakeppninni. Kristinn Þórarinsson, Fjölni, setti níu met í drengjaflokki og Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi, setti þrjú stúlknamet og eitt Íslandsmet í flokki fullorðinna, en sjaldan eru slegin met í fullorðinsflokki á AMÍ. Boðsundssveit Sundfélags Hafn- arfjarðar setti piltamet í 200 metra skriðsundi þegar sveitin synti á tímanum 1.38,48 mín. Sveitina skip- uðu þeir Njáll Þrastarson, Aron Ö. Stefánsson, Kolbeinn Hrafnkelsson og Sigurður Friðrik Kristjánsson. Þá setti telpnasveit ÍRB met í 4x100 metra fjórsundi á tímanum 4.39,61. Sveitina skipuðu þær Íris Dögg Ingvadóttir, Ólöf Edda Eð- varðsdóttir, Jóhanna Júlíusdóttir og Hólmfríður Rún Guðmunds- dóttir. Sundfélagið Ægir hlaut flest stig á mótinu, ÍRB varð í öðru sæti og SH í því þriðja. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari Morgunblaðsins leit við í Ásvalla- laug og tók meðfylgjandi myndir. iben@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Líf og fjör á AMÍ í Ásvallalaug

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.