Alþýðublaðið - 24.10.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1923, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Bannmenn kjósa A-listann. ræna bláfátæka verkamenn og sjómenn, konur þeirra og börn lélegu lífsuppeldi, trúi á tilveru al- góðs og réttláts guðs? Dettur nokkr- um manni í hug, að t. d. klerk- ur, sem ekki getur unt sjómönn- um hvíldar á páskadaginn, af því að hann á hlut í skipi, sem þeir eru á, trúi á lærdóma kristninnar, þótt hann hafl hálaunað embætti innan kirkjunnar? Halda kristnir menn, að þeir séu hugheilir læri- sveinar Krists, sera í forboði landslaga fara með ólögskráða menn á h&usidegi út á reginhaf? Halda kristnir menn, að okrarar og féflettingamenn séu sérstaklega máttarstólpar guðstrúar og krist- indóms? Nei og aftur nei. „Sýn mór trú þína af verkunum!" segir meistarinn. Framferði burgeisanna ár og daga sýnir bezt, að þeir hljóta að vera sannfærðir um tilveruleysi guðs, og þeir eru' þeim mun verri en aðrir guðleys- ingjar, að þeir kannast ekki við það, heldur skýla sér með trú annara manna og nota hana sér til hagsmuna. En það tekst ekki til lengdar, því að til er öbrigðult mat á þeim: „Af ávöxtunum skul- uð þór þekkja þá". Guðrœkinn. Um daginn 09 vegion Full sðnnnn þess, að „Vísir" trúir ekki sjálfum sér, er greinin .Magnús eð'a Hóðinn" í 209. tbl. Ef Héðinn væri ekki jafnaðar- maður, eins og blaðið heldur fram, mundi það skora á burgeisana að kjósa hann. Landráð. Níundi kapítuli hegu- ingarlaganna 25. júní 1869 ræðir um landráö. B-listamennirnir ættu að lesa þann kafla vel áður en þeir halda áfram landráðahjali aínu. Sömuleiðis væri Jakob Möller holt að lesa 22. kafla sömu laga: Hm rangar sakargiftir. Jakob Hðller og Bússland Þjóðnýtingin er hætt í Russlandi og verslunin gefin frjáls, segir Jakob á hverjum fundi og oft í „Vísi". Hver er sannleikurinn? Ekki það, sem Jakob segir, — sem einu sinni var kallaður íslands- banka-Jakob, en nú ætti að heita Jakob ólyginn. í Rússlandi eru öll einstaklingsfyrirtæki, sem hafa fleiri menn en" 20 í þjónustu sinni, bönnuð. Af 1,080,000 iðnaðar- mönnum vjnna að* eins 40,000 í verksmiðjum einstaklinga. Og af 5 miljónum verkamanna vinna að eins á annað hundrað þús. hjá einstaklingum. Öll utanríkisverlzun er í höndum ríkisins (sjá símskeyti um kornsöluna til Prakklands í öllum dagblöðunum nýlega), og innanríkisverzlunin er að miklu leyti líka í hönduin ríkísins (sjá símskeyti í Morgunblaðinu frá 19. okt. þ. á).Jakob þyrfti sannarlega að læra sannleiksást, veslings maðurinn! En skyldi dósentinn vera fær um að kenna honum? 1 Fnndir Jóns Porlálissonar. Moggi hefir gumað mjög af fund- um Jóns Þorlákssonar, er hann hélt á leið sinni kring um land. Menn er komu á Esju segja aðrar fréttir. Á Akureyri var Jón ger- samlega kveðin í kútinn og spilti mjög málstað B. Líndals. Á Aust- fjörðum hélt hann stutta fyrirlestra og t. d. á Norðflrði komu 16 á- heyrendur, kaupmenn og nánasta skyldulið. Syo fór um sjóferð þá! Prjá menn, að minsta kosti, á alþýban í Reykjavík að geta sett á þing, standi hún sameinuð. Láti ekki blekkjast af illmælum og rógburði burgeisanna. Og hún kemur samt tveimur að, hvenig sem ab burgeisarnir hamast við ab svívirða frambjóðendur A-list- ans og rangfæra jafnaðarstefnuna. Kjósið heima. Þeir, sem sjúkir eru á kjördegi geta kosib heima. A-lista-skrifstofan gefur upplýsing- ar, þeim er þess óska. TTÍmæli. ,Getur nokkur setið í kór, sem hefir verið flengduir, prestur minn?" spurði Hjálmar. um örím meðhjálpara. En getur nokkur setið á þingi, sem heflr verið margstaðinn að ósannindum eins og „Kobbi". Hending. Guðrún Jónasson lýsti yfir því á kvennafundi B- listans, að alþýðan hér í bænum eyddi of miklu. Ber að skilja þessa yfirlýsingu svo, að alþýðumenn kaupi of mikið í verzlun hennar, sem er í Eimskipafélagshúsiuu? (Hún rekur þar verslun í félagi við Gunnþórunni Halldórsdóttur). Vonandi taka alþýðumenn þetta til athugunar, og ónáða hana ekki að óþörfu framvegis. Hlntaveltn heldur Prentárafó- lagið á sunnudaginn kemur til eflingar sjúkrasjóðs sínum. Drátt- um sé skilað til hvaða prentara sem er. Hlutaveltan verður núlla- laus. Botnia og Esjan fara héðan á morgun. Botnia kl. 8 f. h. en Esjan síðdegis. Undir ranðnm fána talabi Björn mælski Ólafsson á unglinga- fundi B-listans í fyrrakvöld. Menn kannast við sögana um nautin. Öll ropn sagði Jakob Möller á sama fundi að yrði að nota til þess að hnekkja framgangi jafnað- arstefnunnar. Hann hefir í þeim hóp þorað að kannast við grein- ina frægu frá í sumar, þó hann frammi fyrir verkamönnum mót- mælti því, að hún sé, eins og hún stendur í Vísi. Eanplœkknn eítir kosning- arnar. B-listamönnnm vefsttunga um tönn og fara undan í flæm- ingi, þegar bent er á, að burðeis- ' arnir bíði ab eins fram yfir kosn- ingarnar til þess að bera fram kauplækkunarkröfur sínar. En hvers vegna bíða þeir, fram yflr kosningar? Vegna þess að þeir búast við að geta dorgað fleiri at- kvæði meðal almennings, en ella. Þeir vita að kauplækkun er illa séð, þegar hún er ósanngjörn. Ritstjóri Hallbjörn Halldórsson. Prentsm, Hallgr. Benediktsspnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.