Morgunblaðið - 17.08.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 17.08.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2010 FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokk- anna. Þetta er forgangsmál ríkis- stjórnarinnar í náttúruverndar- málum. Þar með talið erum við auðvitað að slá af virkjanaáform á svæðinu,“ segir Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra. Henni þykir undarlegt ef nú á að gera deilu- mál úr verndun Þjórsárvera, sem stjórnmálamenn hafi verið sammála um um árabil. Svandís staðfestir einnig að fyrir- hugað sé að taka Norðlingaölduveitu út fyrir vinnu rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða. „Ef það er ekki pólitískur vilji til að fara í þessa virkjun og það er pólitískur vilji til að forgangsraða þessu svæði í þágu náttúruverndar, þá þarf það ekki á yfirferð rammaáætlunar að halda,“ segir hún. Norðlingaölduveita fékk slæma út- reið í 1. áfanga rammaáætlunar. Þar fékk hún umhverfiseinkunnina D, en aðeins Kárahnjúkavirkjun og Mark- arfljótsvirkjanir fengu verri einkunn. Áformin hafa verið minnkuð talsvert frá því sem þá var. En væri þá ekki gott að fá einfaldlega faglegt mat rammaáætlunar á þessum kosti? „Jú, í sjálfu sér, en við þurfum að læra að horfa á svæði með það fyrir augum að þau eigi fyrst og fremst er- indi inn í friðlýsingu. Okkur ber skylda gagnvart komandi kynslóðum, framtíðinni og náttúrunni til að taka sum svæði frá. Þetta er slíkt svæði. Þá eigum við að anda með nefinu í stað þess að líta á alla kosti sem væntanlega orkuöflunarkosti,“ svar- ar Svandís. Glórulaus hugmynd Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er á algerlega öndverðum meiði. „Þetta eru glóru- lausar hugmyndir,“ segir hann. Landsvirkjun hafi kostað miklu til undirbúningsins og ekki síst þess að lágmarka umhverfisáhrifin. Áformin í dag sé ekki hægt að bera saman við það sem upphaflega var talað um. „Þetta er hagkvæmasti orkukost- urinn sem við höfum í stöðunni. En allir kraftar ríkisstjórnarinnar fara í að koma í veg fyrir uppbyggingar- og framfaramál.“ Allt viðkvæmasta og verðmætasta svæðið hafi verið friðlýst og það litla lón sem eftir sé í áformunum valdi því sem næst engum um- hverfisáhrifum. „Það er ekkert nema öfgastefna að leggja á það áherslu að slá kost eins og þenn- an út af borðinu,“ segir Bjarni. Þingmenn Hreyfingarinnar eru fylgjandi fyrirætlunum Svandísar og segir Margrét Tryggvadóttir að nátt- úran eigi að njóta vafans á þessum stað. Hún sé fylgjandi því að frið- landið verði stækkað til suðurs. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir þetta koma sér verulega á óvart, sér- staklega það að taka framkvæmdina alveg út úr rammaáætlun. Nú séu lið- in allnokkur ár síðan Jón Kristjáns- son, settur umhverfisráðherra, úr- skurðaði að lónið skyldi ekki ná inn í friðland. „Almenn sátt var á sínum tíma um það í samfélaginu. Síðan þá hefur mikil nýliðun átt sér stað á Alþingi. Ef Svandísi er alvara með að stunda lýðræðisleg vinnubrögð er eðlilegt að þetta sé inni í rammáætlun og allir al- þingismenn komi að því að móta stefnuna í þessu máli,“ segir Birkir Jón. Þetta muni þrengja til muna mögu- leikana á því að efla atvinnulífið, sem mikið sé kallað eftir núna. Hann kveðst þurfa að kynna sér málið al- mennilega áður en hann geti kveðið upp úr um hvort núverandi áform séu góð eða ekki. Sátt hafði tekist árið 2007 Þegar tekist var á um þetta árið 2007 skipaði þáverandi umhverf- isráðherra, Jónína Bjartmarz, starfs- hóp um stækkun friðlandsins. Hóp- urinn lagði til stórlega stækkað friðland til austurs og vesturs en ekki suðurs og skildi Eyvafen eftir utan friðlandsins í sínum tillögum. Á þeim tíma voru fulltrúar allra flokka á Alþingi fylgjandi því að Þjórsárver yrðu friðuð og vildi Jónína að friðlandið yrði stækkað til suðurs. Þá sagði Þorgerður K. Gunnars- dóttir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, að horfið væri frá því að nota þetta svæði fyrir veitu. „Það eru aðrir virkjunarkostir í umræðunni, en ekki þetta svæði,“ sagði hún þá. Óeining um friðlýsinguna  Svandís vill slá endanlega af áform Landsvirkjunar í neðri mörkum Þjórsárvera  Bjarni Benediktsson segir hugmyndina glórulausa tilraun til að stöðva framfarir Norðlingaölduveita Mynd: Landsvirkjun Norðlingaöldustífla Lónshæð: 567,5 m.y.s. Flatarmál: 4,9 km2 Aðrennslisgöng Yfirfall Þjórsá Svartá Þ j ó r s á r v e r Arnarfell hið mikla Hofsjökull Eyvafen Hofsjökull Kerlingar- fjöll Friðland íÞjórsárverum Kv ísl av eit a Norðlinga- öldulón Grunnkort: LMÍ Svandís Svavarsdóttir Með Norðlingaölduveitu yrði vatni dælt um göng (upp í móti) yfir í Þórisvatn. Í stað þess að vatnið félli þannig úr verunum eftir farvegi Þjórsár niður í Sultar- tangalón, færi flaumurinn í gegnum Vatnsfells-, Sig- öldu-, Hrauneyjafoss- og Búðarhálsvirkjanir, áður en hann kæmi að Sultartanga. Þær virkjanir myndu því nýtast betur og í því felst hagkvæmni Norðlingaöldu- veitu. Hún er hvorki virkjun né miðlun. Hún er veita þar sem vatni er beint í aðra átt en það rennur. Upphaflega var áætlað tæplega 30 ferkílómetra lón, sem hefði sökkt sex ferkílómetrum af friðlandi Þjórs- árvera. Með úrskurði Jóns Kristjánssonar, setts um- hverfisráðherra, í janúar 2003, varð hæsta leyfi- lega lónhæð 575 m.y.s., sem færði lónið út úr friðlandinu. Flestir eru nú sammála um að það hafi verið nauðsynleg aðgerð en enn eru deildar meiningar um það hvort friðlandið hafi náð æskilegri stærð. Segja margir að suðurmörk þess séu í raun dregin þvert á gróður- og vot- lendi Þjórsárvera. Þótt fyrir- hugað veitulón sé nú utan friðlandsins sé dýrmætt gróðurlendi Þjórsárvera það líka. Þess vegna eigi ekki að raska svæðinu, heldur þvert á móti stækka friðlandið. Norðlingaölduveita með lónhæð 575 m.y.s. fékk um- hverfiseinkunn D í 1. áfanga rammaáætlunar, en hagn- aðar- og arðsemiseinkunn B. Sem sagt slæma einkunn. Áformin sem nú eru uppi og vísað var til í Morgunblaðinu í gær, gera hins vegar ráð fyrir mun minna lóni, eða allt að 567,5 metra lónhæð yfir sjávar- máli og allt að fimm ferkílómetra lóni. Önnur enn minni útfærsla miðar við 566 metra hæð og þriggja ferkílómetra lón. Í þessari útfærslu eyðast samt sem áður 20 hektarar af gróðurlendi Þjórsárvera, utan friðlandsins, samkvæmt gögnum Lands- virkjunar. Vatnið í fossinum Dynk minnkar þá líka. Áformin eru nú í bið skv. ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar. Hörður Arn- arson, forstjóri Landsvirkjunar, vildi ekki tjá sig um málið í gær, en sagði stefnu stjórnvalda ráða því hvar Landsvirkjun framkvæmdi. Stefna ríkisstjórnarinnar, og reyndar ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar þar á undan líka, hefur verið að stækka friðlandið, svo það nái yfir hið sérstaka votlendi Þjórsárvera. Utan friðlands en nær inn á gróðurlendið ÁFORMIN VIÐ NORÐLINGAÖLDU HAFA MINNKAÐ MIKIÐ Höfuðstöðvar Landsvirkjunar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun marka stefnu um gjaldskrá fyrir- tækisins fyrir næstu mán- aðamót. Ekki liggur fyrir hversu miklar breytingar verða gerðar, en stjórn OR ræddi fjár- hagsúttekt á fyrirtækinu á fundi í gær. Stjórnin fundar aftur um málið í dag. „Við ætlum ekki bara að hækka gjaldskrána heldur samhliða að taka á rekstrarkostnaði og öðrum þáttum eins og kostur er,“ sagði Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR. Hann sagðist gera ráð fyrir að gerð yrði grein fyrir breytingum á rekstri fyrirtækisins samhliða gjald- skrárbreytingum. Haraldur sagði að það væri flókið mál að gera breytingar í þessa veru og þess vegna þyrfti að fara vel yfir fjárhag fyrirtækisins. Skoða þyrfti tekjuhlið í samhengi við útgjöld. Haraldur sagðist ekki geta svarað því hvort gerðar yrðu breytingar á gjaldskrá á bæði vatni og rafmagni. Hann sagðist heldur ekki geta svar- að því hversu miklar tekjur fyrir- tækið þyrfti að fá með gjaldskrár- hækkunum. Stjórnin ætti eftir að fara betur yfir alla þætti málsins áð- ur en endanlegar ákvarðanir yrðu teknar, en þær yrðu tilkynntar á næstu dögum. egol@mbl.is Gjaldskrá breytt um mánaðamót Haraldur Flosi Tryggvason Útgjöld OR verða dregin saman ódýrt fyrir heimilið Del Castello spaghetti, lasagne og fusilli 229 kr.pk. Þótt mjög hafi dregið úr virkni eldstöðvarinnar í Eyjafjallajökli vilja vísinda- menn ekki enn lýsa yfir goslok- um. Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að enn geti liðið vikur eða mánuðir þar til slík yfirlýsing verði gefin. Sigurlaug segir við AP- fréttastofuna að mesta hættan stafi nú af eðjuflóðum vegna ösku sem er á Eyjafjallajökli og í hlíðum hans. Viðbúnaður var um helgina undir Eyjafjöllum vegna þess að hætta var talin á eðjuflóðum. Ekki tilbúnir að lýsa strax yfir goslokum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.