Morgunblaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 14
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Líkur á því að Norðurturninn ehf. þurfi að lýsa yfir gjaldþroti hafa aukist eftir að Hæstiréttur felldi niður úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi greiðslustöðvun fyrirtækisins. Stjórnarformaður Norðurturnsins, Helgi Hólmar Ófeigsson, segir að stjórn félagsins muni þurfa að funda um málið og hún muni gera það innan skamms. „Þetta hefur hins vegar óneitanlega þau áhrif að gjaldþrot er líklegra en það var fyrir úrskurðinn,“ segir hann. Norðurturninn ehf. á sam- nefnda turnbyggingu við Smáralind og hafði stærstur hluti kröfuhafa samþykkt greiðslustöðvun félagsins svo hægt væri að klára framkvæmd- ir við turninn. Sigurbjörn Þorbergsson, sem á 100 milljóna króna kröfu á Norður- turn ehf. með fyrsta veðrétti í turn- inum sjálfum, vildi hins vegar ekki samþykkja áframhaldandi greiðslu- stöðvun og kærði úrskurð héraðs- dóms til Hæstaréttar. Í úrskurði Hæstaréttar segir að málatilbúnaði Norðurturns ehf. í beiðnum um greiðslustöðvun og áframhald hennar hafi verið í mörg- um atriðum áfátt. Í engu hafi verið getið um mark- aðsverð fasteignarinnar, á hendur hverjum kröfur Norðurturns væru eða nánar hvert væri handbært fé. Mjög hafi skort á að fram kæmi í upphaflegri beiðni Norðurturns ítarleg greinargerð um hvað ylli verulegum fjárhagsörðugleikum fé- lagsins, í hverju þeir fælust og hvernig það hygðist leysa úr þeim. Þá hafi yfirlýsing löggilts endur- skoðanda um að bókhald Norður- turns væri í lögboðnu formi fyrst komið fram í málinu með greinar- gerð fyrir Hæstarétti. Vegna þess- ara annmarka á málatilbúnaði Norðurturns taldi Hæstiréttur að héraðsdómi hefði verið ófært að meta hvort fyrirmæli laga kynnu að standa í vegi fyrir því að Norður- turni yrði veitt heimild til áfram- haldandi greiðslustöðvunar. Líkur hafa aukist á gjaldþroti Norðurturns  Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi greiðslu- stöðvun Norðurturnsins ehf.  Stjórn félagsins mun funda um málið innan tíðar Norðurturninn » Norðurturninn ehf. var dótturfélag Fasteignafélags Ís- lands sem einnig átti Smára- lind. » Fasteignafélag Íslands var að stærstum hluta í eigu Sax- bygg, félags í eigu Saxhóls og Byggingarfélags Gunnars og Gylfa. Morgunblaðið/Jakob Fannar Turn Norðurturninn átti að verða 15 hæða verslunar- og skrifstofubygging. 14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2010 Velta í dagvöruverslun dróst saman um 2,4 prósent á föstu verðlagi í júlí miðað við sama mánuð í fyrra en jókst um 1,9 prósent á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíða- bundnum þáttum dróst velta dag- vöruverslana saman í júlí um 1,9 pró- sent frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 4,4 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum. Sala áfengis dróst saman um 3,4 prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi en jókst um 2,7 prósent á breytilegu verðlagi. Leið- rétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í júlí 3,8 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 6,3 prósent- um hærra í júlí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Verð á fötum hækkaði um 7,0 prósent, húsgögn hækkuðu um 4,4 prósent og raftæki hækkuðu um 2,0 prósent frá júlí 2009. Velta minnkar  Sala áfengis dróst saman í júlí frá 2009 um 3,4 prósent á föstu verðlagi Morgunblaðið/Heiddi STUTTAR FRÉTTIR ... ● Skuldabréfavísitala Gamma, GAMMA: GBI, hækkaði um 0,1% í gær, í 9 milljarða króna viðskiptum. Verð- tryggði hluti vísitölunnar, GAMMAi: Verðtryggt, hækkaði um 0,1% í 2,5 milljarða króna veltu og óveðtryggða vísitalan, GAMMAxi: Óverðtryggt, lækkaði um 0,1% í 6,5 milljarða króna viðskiptum. Lítil breyting á vísitölu ● Undirritað hefur verið samkomulag um skipun nefndar um fjármála- stöðugleika. Að grunni til byggist samkomulagið og starf nefndarinnar á fyrra sam- komulagi for- sætis-, fjármála-, efnahags- og viðskiptaráðherra, Seðlabankans og FME frá árinu 2006 um samráð varðandi fjármálastöð- ugleika og viðbúnað. Nefnd um fjármálastöðugleika skal vera vettvangur samráðs, upplýs- ingaskipta og tillagnagerðar vegna fjár- málastöðugleika og samhæfingar við- búnaðar við hugsanlegu fjármálaáfalli. Þá er nefndinni ætlað að stuðla að gagnsæi um verkaskiptingu milli aðila sem og samvinnu þeirra á milli. Samkomulag um skipun nefndar um stöðugleika Seðlabankinn. ● Lausn sem hefur verið þróuð innan Nýherja-samstæðunnar hefur á skömmum tíma verið seld til nokkurra velþekktra stórfyrirtækja í Bandaríkj- unum, Bretlandi og Danmörku. Í til- kynningu segir að um sé að ræða að- gangsstýringarkerfi fyrir SAP-viðskiptahugbúnað sem hafi verið selt til Mercedes-Benz International, General Electric Intelligent Solutions og Warner Music Group í Bandaríkjunum. Þá hafi Xerox í Bretlandi og Danfoss og Louis Poulsen Lighting í Danmörku einnig valið APM-lausnina. APM-lausnin (Applicon Authorization Process Manager) hefur verið þróuð hjá Applicon Solutions í Danmörku, sem er í eigu Nýherja. Hún er notuð til þess að efla og samræma aðgangsstýringar í SAP. Benz og Warner velja lausn frá Nýherja Borgarfulltrúar Besta flokksins munu á næstunni taka tillögu um stofnun nýs banka til skoðunar. Bankanum, sem yrði í eigu Reykja- víkurborgar, yrði ætlað að að lækka fjármagnskostnað borg- arinnar með því að fá aðgang að veðlánum hjá Seðlabanka Íslands, sem síðan yrðu lánuð áfram. Þann- ig gæti borgin endurfjármagnað skuldir sínar á hagstæðari kjörum, og sparað sér háar vaxtagreiðslur. Fjármálafyrirtæki geta ein tekið lán hjá Seðlabankanum. Jón Þór Ólafsson, meðlimur í vinnuhópi um endurbætur á fjár- málakerfi Íslands, sem talað hefur fyrir hugmyndinni, segir að frum- skoðun bendi til þess að það sé bæði „löglegt og arðbært fyrir borgina að stofna banka.“ Auk sparnaðar- ins sem hlytist af lægri fjármagns- kostnaði myndi umsýslukostnaður lækka. Kostnaðurinn við stofnsetn- ingu bankans yrði jafnframt óveru- legur - sex vikna laun þeirra sem taka að sér verkið. Töluverður fjöldi fólks, með þá menntun sem til þarf, séu atvinnulausir og þá væri hægt að ráða. Jón Þór leggur til að borgarfulltrúar Besta flokksins taki við keflinu og skipi starfshóp sem fari formlega yfir kosti og galla hugmyndarinnar. Umræðan er enn á frumstigi innan Besta flokksins, en ætlunin er að skoða tillögurnar á næstunni. Hugmyndir um „Besta bankann“ til skoðunar Umsvif Bankarekstur í ráðhúsinu? Morgunblaðið/Júlíus                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-.. +/0-1. ++2-2+ 31-4+0 +,-312 +0-140 ++4-1+ +-.,./ +/1-20 +43-/4 ++,-0+ +/0-2/ ++2-54 31-450 +,-30+ +0-+1. ++4-.. +-.,5, +/+ +4.-3/ 315-253/ ++,-/, +/0-,. ++4-1, 31-0.0 +,-.+/ +0-+4 ++4-04 +-213 +/+-42 +4.-5+ Menningarlífið á Íslandi stendur í blóma sem aldrei fyrr. Stórir jafnt sem smáir hafa verið ólatir a landsmanna upp úr þungri kreppu og jafnt sumar sem vetur má finna menningu nánast í hverju s Hvað má græða á menningun Næstkomandi fimmtudag ætlar Viðskiptablað Morgunblaðsins að skoða menningarbransann og kryfja viðskiptavitið á bak við listirnar. • Hvað þarf til að leikhús og tónleikahald slái í gegn um þessar mundir? • Hvernig gengur að selja list, hvort sem hún er máluð, skrifuð eða sungin? • Eða sagan og söfnin - er hægt að hafa tekjur af fortíðinni? • Hvað verður það næsta stóra? Eru kvikmyndirnar að fara að skapa milljarða eða menningarvita? Þetta og ótalmargt fleira í skemmtilegri og fræðandi úttekt 19. ágúst. BókaVErslaNir - TóNlisTarVErslaNir - HljóðVEr - PrENTsMiðjur - kaffiHús - froNBókaBúðir sTyrkTaraðilar - kVikMyNdagErð - úTVarP og sjóNVarP - óPEra - TóNlEikaHald - BarNa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.