Morgunblaðið - 17.08.2010, Page 20

Morgunblaðið - 17.08.2010, Page 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2010 ✝ RagnheiðurJóhannesdóttir fæddist á Svínhóli í Miðdölum, Dala- sýslu 30. desem- ber 1919. Hún lést á deild 11G á Landspítalanum við Hringbraut, miðvikudaginn 4. ágúst 2010, eftir skamma sjúkra- húslegu. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jó- hannes Ólafsson, bóndi og kennari, f. 11. júlí 1885, d. 24. febrúar 1950 og Halldóra Helgadóttir, hús- móðir, f. 10. janúar 1885, d. 25. ágúst 1956. Ragnheiður var ein af 8 systkinum, en þau eru öll látin. Þau voru: Guðný, f. 24.5. 1907, d. 29.12. 1975, Ólafur, f. 15.5. 1912, d. 28.8. 1996, Guð- björg, f. 10.8. 1913, d. 27.8. 1981, Helgi, f. 11.10. 1915, d. 11.4. 2006, Jón, f. 6.10.1917, d. 22.10. 1996, Óskar, f. 30.12. 1921, d. 17.6. 1994, Kristín, f. 11.3. 1927, d. 5.12. 2005. Ragnheiður giftist 21. sept- ember 1950, Haraldi G. Sigfús- syni, f. 21.9. 1925, leigu- bifreiðarstjóra og píanóstillingarmanni frá Stóru- Hvalsá, Hrútafirði. Börn þeirra orgelleik. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Stað- arfelli í tvo vetur 1940-1942, seinni veturinn við kennslu og viðbótarnám í vefnaði. Eftir námið fór Ragnheiður til Reykjavíkur og hóf störf á saumastofu Haraldar Árnason- ar í Austurstræti 22 (Harald- arbúð) og starfaði þar til árs- ins 1949. Árið 1948 kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sín- um og keyptu þau sína fyrstu íbúð á Grettisgötu 16b. Haustið 1958 fluttu þau inn í nýja íbúð að Álfheimum 44 og bjó Ragn- heiður þar, ásamt eiginmanni sínum, til æviloka. Ragnheiður var heimavinnandi meðan börnin voru ung, en þegar þau komust á legg hóf hún störf við ræstingar í Langholtsskóla og starfaði hún við það í um 30 ár, eða til 70 ára aldurs. Jafn- framt ræstingarstörfunum gætti hún margra barna- barnanna um lengri eða skemmri tíma. Ragnheiður var mikil húsmóðir en saumaskap- ur, matreiðsla og bakstur lék í höndum hennar. Einnig hafði hún unun af allri handavinnu, sérstaklega útsaumi og prjóna- skap, sem hún stundaði fram á síðustu æviár. Frá árinu 1998 var Ragn- heiður í dagvistun í Hlíðabæ og dvaldist hún þar fram á síð- asta dag, ávallt í góðu yfirlæti. Útför Ragnheiðar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 17. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13. eru: 1) Hreinn Haraldsson, f .24.6. 1949, vega- málastjóri, eig- inkona hans er Ólöf Erna Adams- dóttir, f. 22.2. 1952, kennari. Þau eiga þrjú börn, Guðrúnu Rögnu, f. 25.11. 1975, Hjördísi Láru f. 18.2. 1979 og Hjalta Þór, f. 1.3. 1984. 2) Hanna Dóra Har- aldsdóttir, f. 30.1. 1951, bókari, eiginmaður hennar er Bjarni Jón Agnarsson, f. 25.4. 1950, rafeindavirki. Þau eiga tvo syni, Róbert Viðar, f. 19.7. 1972 og Harald Agnar f. 5.5. 1975. 3) Sigfús Birgir Haralds- son, f. 18.8. 1954, bifvélavirki, eiginkona hans er Hanna Jó- hannsdóttir, f. 11.10. 1954, sjúkraliði. Þau eiga þrjú börn, Hafdísi Eddu, f. 5.11. 1974, Heiðu Hrönn, f. 17.7. 1980 og Harald Gísla, f. 14.8. 1989. Langömmubörnin eru 8, fjórir drengir og fjórar stúlkur á aldrinum 6 vikna til 8 ára. Ragnheiður ólst upp á Svín- hóli við öll almenn sveitastörf innan húss og utan. Árið 1937 fór hún til Borgarness að nema Elsku mamma mín, ég mun alltaf sakna þín því þú hefur verið minn allra besti vinur gegnum ævina. Þér hef ég getað treyst fyrir öllum mínum hugsunum og varst þú alltaf tilbúin að hlusta og gefa góð ráð. Okkar samband hefur alltaf verið náið og gott og í raun hefur það eflst og aukist hin síðari ár. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir lítinn strák sem kom grátandi inn ef eitthvað bjátaði á, þurrkaðir tárin og komst með falleg huggunarorð. Aldrei heyrði ég þig tala illa um nokkurn mann og þú reyndir alltaf að gera gott úr öllu og varst alveg snillingur í að miðla mál- um og finna farsælar lausnir á öllu. Þín mikla guðstrú fannst mér alltaf einkenna þig og koma kannski einna sterkast fram í öllum þeim gömlu bænarorðum og sálmum sem þú kunnir ótrúlega vel og ég heyrði þig syngja sálma og síðan gömlu íslensku lögin alveg frá barnæsku og fram á síðasta dag. Því miður söngst þú alltof stutt í Breiðfirðingakórnum sem þú talaðir svo oft um, en þú lést barna- uppeldið ganga fyrir og þurftir því að hætta í kórnum. Væntumþykja mín til þín jókst í ár- anna rás þegar ég sá og upplifði hversu góð þú varst líka alla tíð við börnin mín. Þú passaðir þau öll í lengri og skemmri tíma bæði þegar við hjónin vorum að vinna mikið á kvöldin og um helgar, eins þegar við fórum út fyrir landsteinana og börnin ekki höfð með í för. Meira að segja fluttum við inn á þig þegar við þetta ung vorum komin með okkar fyrsta barn og vorum þar í u.þ.b. ár þar til við keyptum okkar fyrstu íbúð og var það ómetanleg hjálp sem við fengum þá frá þér og pabba. – Þú hefur verið börnunum mínum mjög góð fyrir- mynd í einu og öllu eins og mér og munu minningar um þig ylja mér um hjartarætur um ókomin ár. Mikið eigum við fólkinu í Hlíðarbæ að þakka hvað þá áttir þar góð ár og má segja að síðustu 10 árin hafi verið hrein viðbót við þitt líf því þar var svo yndislegt fólk sem þú varst með á daginn og gaf það lífinu tilgang að mæta þar alla virka daga vikunnar. Ragnheiður Jóhannesdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma, ég sakna þín en núna líður þér betur en þegar þú varst á spítalanum. Það var gaman að vera með þér í útlöndum. Þegar ég var lítil fannst mér mjög gaman að heimsækja þig. Ég lék mér allt- af í trélestinni heima hjá þér. Takk fyrir allar ullarhosurn- ar sem þú prjónaðir á mig. Ég mun aldrei gleyma stundunum þegar við vorum saman. Kolbrún Sara Haraldsdóttir. ✝ Bogi Ingimarssonfæddist 16. júní 1929 í Reykjavík. Hann lést 4. ágúst síð- astliðinn á hjúkr- unarheimilinu Drop- laugarstöðum. Foreldrar Boga voru Ingimar Brynj- ólfsson, stór- kaupmaður í Reykja- vík, f. 19. ágúst 1892, d. 25. desember 1976, og Herborg Theodóra Guðmundsdóttir, f. 6. febrúar 1901, d. 5. desember 1996. Bogi kvæntist 20. ágúst 1960 Sig- rúnu Sigurþórsdóttir, f. 20. ágúst 1935. Börn þeirra eru Sigurþór, f. 23. nóvember 1961 og Benedikt, f. 30. mars 1965. Benedikt er kvæntur Úllu Káradóttur, f. 29. maí 1968. Börn þeirra eru Þuríður, f. 12. febr- úar 1994, Bogi, f. 12. júlí 1997, Kári Steinn, f. 9. ágúst 2000, og Sigrún, f. 20. desember 2004. Bogi lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 23. janúar 1954. Hann stundaði síðan nám á árunum 1954 til 1956 í Þýskalandi og Sviss. Bogi fékk leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 30. apríl 1958 og fyrir Hæsta- rétti 27. janúar 1968. Bogi var lögfræð- ingur hjá Útvegs- banka Íslands frá 9. ágúst 1956 til 1. sept- ember 1988. Eftir það var hann lögmaður í Reykjavík þar til hann lét af störfum. Bogi starfaði um áratugaskeið innan Sjálfstæðisflokksins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat meðal annars í stjórn Inn- kaupastofnunar Reykjavík- urborgar. Bogi verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju í dag, þriðjudaginn 17. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Við systur viljum minnast Boga afabróður okkar með fáeinum orð- um. Hugsað til Boga kemur fljótt upp í hugann hvað hann var skemmtilegur og glaður. Auk þess var Bogi mikill matmaður og órag- ur við að smakka. Má til dæmis nefna að þegar sushi kom fyrst til landsins þá smakkaði hann það óhikað. Minningar okkar um Boga tengj- ast margar Þingvöllum. Þar áttu amma og afi sumarbústað sem var rétt fyrir neðan bústað Sigrúnar og Boga. Við systur höfðum það fyrir sið að arka upp brekkuna til þeirra. Oft sættum við kríuárásum á leið- inni okkur til mikillar skelfingar. Yfirleitt byrjuðu heimsóknirnar í eldhúsinu þar sem Sigrún bauð okkur gos og með því. Þegar leið á kvöldið færðist samkundan oft inn í stofu þar sem Bogi sat í hásætinu og horfði á sjónvarpið. Þá var oft glatt á hjalla hjá litlum stelpum sem fannst gaman að segja frænda sínum brandara, oft við mikla kát- ínu Boga. Einnig eru minnisstæðar heimsóknir í Sigtún fyrir jól. Þar var ávallt tekið vel á móti okkur og foreldrum okkar á þeirra fallega heimili. Gestrisnin var alltaf í há- vegum höfð og veitingar á borðum sem hefðu sæmt konungbornu fólki. Elsku Sigrún, Sigurþór og Benni, við erum afar þakklátar fyrir stundirnar sem við höfum átt með ykkur og Boga. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Anna Sigrún og Sólveig Björk Ingimarsdætur. Við sátum inni í eldhúsi á Flóka- götunni á heimili Benna vinar míns. Þetta var á menntaskólaárunum, áratug eftir gos. Foreldrar hans, Bogi og Sigrún, voru frammi að stússa en við vinirnir borðuðum niðursoðna danska skinku. Sigrún móðir Benna er einstaklega hlý og Bogi Ingimarsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, INGER ELISE SIGURÐSSON, áður til heimilis að, Safamýri 85, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laugardaginn 14. ágúst. Benedikt Bjarni Sigurðsson, Ása Benediktsdóttir, Jóhannes Benediktsson, Björg B. Pálmadóttir, Anna María Benediktsdóttir, Henny Petersen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástrík eiginkona, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, er lézt föstudaginn 6. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Jarðsett verður í Hafnarfirði. Magnús Ingi Sigurðsson, Helga Jóna Ólafsdóttir, Ásgeir Friðsteinsson, Edda Ólafsdóttir, Þóra Ólafsdóttir, Aad Groeneweg, Sigríður Margrét Magnúsdóttir,Björn Jónsson, Kristín María Magnúsdóttir, Jón Magnús Sveinsson, Herta Maríanna Magnúsdóttir, Arthur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN EINARSSON vélstjóri frá Siglufirði, síðast til heimilis á, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 14.00. Svana Jónsdóttir, Örn Ó. Helgason, Halldór Fr. Jónsson, Kristín G. Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Páll Jónatan Pálsson, Þórelfur Jónsdóttir, Gunnar Þór Jónsson, Ingunn Sveinsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Gísli Þorsteinsson, Ólöf Jónsdóttir, Gylfi Lárusson, Einar Jónsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Svanborg R. Jónsdóttir, Valdimar Jóhannsson, Svanfríður Jónsdóttir, Kristófer Oliversson og fjölskyldur. ✝ ÞÓRÐUR INGÓLFUR JÚLÍUSSON, Vinaminni, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði sunnu- daginn 15. ágúst. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. ágúst kl. 11.00 Þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna njóta þess. Aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og vinur, ADDÝ JÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 12. ágúst. Jarðsett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 28. ágúst kl. 15.00. Marta Guðjóns, Jónas Þór Hreinsson, Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir, Sæþór Árni Hallgrímsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Berglind Halla Hallgrímsdóttir, Jón Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.