Morgunblaðið - 17.08.2010, Page 22

Morgunblaðið - 17.08.2010, Page 22
✝ Kristinn Krist-varðsson fæddist að Fremri-Hrafna- björgum í Hörðudal í Dalasýslu 6. sept- ember 1911. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir miðvikudaginn 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Vilhelm- ína Ragnheiður Gestsdóttir frá Tungu í Hörðudal, f. 20. júní 1882, d. 14. des. 1915, og Kristvarður Þorvarðarson, kennari, frá Leikskálum í Hauka- dal, f. 14. janúar 1875, d. 1. ágúst 1953. Systir Kristins er Kristín Kristvarðsdóttir, f. 18. febrúar 1914. Eftir sviplegt fráfall móður Kristins, Vilhelmínu Ragnheiðar, var honum komið í fóstur að Hóli í Hörðudal, hjá Guðnýju Gestsdóttur, móðursystur sinni og manni henn- ar, Jóni Teitssyni, er lengi bjuggu þar. Ólst Kristinn upp hjá þessum sæmdarhjónum, sem voru honum eins og góðir foreldrar. Var hann þar til 13 ára aldurs, eða þar til Kristvarður faðir hans tók hann til Reykjavík 4. janúar 1916, d. 23. maí 2002. Foreldrar hennar voru Björg María Elísabet Jónsdóttir, f. á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 26. desember 1891, d. 13. janúar 1974, og Meyvant Sigurðsson, Eiði á Sel- tjarnarnesi, f. í Guðnabæ í Selvogi 5. apríl 1894, d. 8. september 1990. Valdís og Kristinn eignuðust fimm börn. 1) Vilhelm Ragnar, f. 7. júlí 1937. 2) Óskírður drengur, f. 19. febrúar 1942, d. sama dag. 3) Gunnar, f. 10. apríl 1946, d. 1. júlí 1948. 4) Gunnhildur Kristín, f. 23. maí 1949, maki Hjalti Einarsson, f. 15. febrúar 1948, d. 10.8. 2009, dótt- ir þeirra er Ragnheiður Erla, f. 14. september 1972, maki Sigurður Hólmar Jóhannesson og eiga þau börnin Viktor Snæ og Sunnu Val- dísi. 5) Helga Elísabet, f. 22. júlí 1950, maki Þór Þórisson, f. 14. júlí 1950, börn Helgu og Dans Valgarðs Wiium, eru: a) Kristinn Valur, f. 10. febrúar 1969, kvæntur Ástu K. Árnadóttur og eiga þau tvær dæt- ur, Arnrúnu og Brynju, b) Gunnar Dan, f. 1. júlí 1976, kvæntur Katr- ínu Sif Michaelsdóttur, c) Helga Dögg, f. 9. desember 1980, unnusti Sverrir Steinn Ingimundarson og eiga þau dótturina Matthildi Birtu. Útför Kristins verður gerð frá Seljakirkju í dag, þriðjudaginn 17. ágúst 2010 og hefst athöfnin klukk- an 13. sín að Stafholti, en um þær mundir var hann verkstjóri hjá sr. Gísla Einarssyni, eða þann tíma sem hann þurfti ekki að sinna kennslu- störfum. Kristinn stundaði síðar nám við Flensborgarskóla í 2 ár og fetaði þannig í fótspor föður síns, sem þangað hafði einnig sótt sína menntun, meðan Flensborgarskólinn annaðist kennaramenntun lands- manna. Á sumrin vann hann í vega- vinnu með föður sínum. Að námi loknu réðst hann til verslunarstarfa við útibú Kaupfélags Borgfirðinga í Reykjavík. Vann hann þar í mörg ár við góðan orðstír. Kristinn starf- aði síðar hjá versluninni Liverpool, eða þar til hann gerðist versl- unarstjóri við verslunina Skúla- skeið, sem þá var nýstofnsett og verslaði með nýlenduvörur. Hann varð síðar einn eigandi að versl- uninni og rak hana fram til ársins 1978. Hinn 22. maí 1937 kvæntist Krist- inn Valdísi M. Meyvantsdóttur, f. í Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Að eiga gott fólk að og fá að njóta samvista við það er mikil gæfa. Fólk sem tekur þátt í sorgum og gleði samferðafólks síns og lætur sig hagi þess varða. Þannig manneskja var faðir okkar, sem í dag er til moldar borinn. Eftir tæplega níutíu og níu ára langa og farsæla ævi lagði hann af stað í síðasta ferðalagið, á björtu og fögru sumarkvöldi. Í lokin var lík- aminn orðinn lúinn og hvíldin því kærkomin. Hann sofnaði hægt og hljótt. Við trúum því að nú hvíli hann í örmum Guðs. Sú sannfæring hjart- ans færir frið þeim sem eftir lifa. Móður okkar, Valdísi Meyvantsdótt- ur, kynntist hann hér í Reykjavík og gengu þau í hjónaband 22. maí 1937. Þau áttu 65 ára brúðkaupsafmæli daginn áður en móðir okkar lést 23. maí 2002. Þau hófu búskap að Grett- isgötu 53b. Síðar reistu þau sér ein- býlishús að Langagerði 18, það hús varð þeirra „óðal“. Þar bjuggu þau okkur systkinum fallegt heimili. Við systkinin ólumst upp við ást og um- hyggju foreldra okkar. Minnisstæð eru laugardagskvöldin í stofunni heima þegar móðir okkar lék á pí- anóið, slegið var upp dansiballi og æfð nýjustu sporin úr danstímunum. Einnig koma í hugann afmælisveisl- urnar sem gjarnan voru haldnar úti í garði, kræsingar á borðum, hlátur, glaðværð og leikir. Gamlárskvöldin í Langagerði voru kapítuli út af fyrir sig, með þátttöku elskulegrar Siggu frænku og fjölskyldu. Eða veislan, þegar jarðarberjauppskeran var tekin í hús. Jarðarberin voru ræktuð í reit undir gleri og það var mikil fyr- irhöfn að sækja sér sýnishorn, enda algjörlega óleyfilegt. Við minnumst foreldra okkar að verki í fallega garðinum sem svo mikil alúð og rækt var lögð við. Lit- ríkar stjúpur, bóndarósir og morgunfrúr, allt sett niður af smekk- vísi og alúð. Á langri ævi gerist margt og skiptast á skin og skúrir. Foreldrar okkar urðu fyrir þeim harmi að missa tvo drengi, annar lést í fæðingu og hinn, Gunnar, gullfal- legur drengur, lést af slysförum að- eins tveggja ára gamall. Fráfall hans markaði djúp spor í líf foreldra okk- ar. Faðir okkar hafði margt til brunns að bera og góða og mikla kosti fékk hann í vöggugjöf. Aðalsmerki hans og förunautar alla ævi voru ljúf- mennska, háttvísi og skyldurækni. Hann var ávallt reiðubúinn að hjálpa, hvernig sem stóð á hjá hon- um sjálfum, ævinlega var sama tryggðin og ósérhlífnin til staðar. Þannig mun mynd hans geymast í minningu okkar. Verðmæti hvers vinnustaðar er fólgið í því starfsfólki sem þar vinn- ur. Starfsfólkið á 3. hæðinni á Eir, þar sem faðir okkar bjó síðastliðin 11 ár, vinnur starf sitt af dugnaði, um- hyggju og hjartahlýju. Við þökkum þeim frábæra umönnun foreldra okkar og góð kynni. Elsku hjartans faðir okkar, hvíldu í friði. Megi góður Guð varðveita þig. Minningin um þig mun lifa og verða okkur að leiðarljósi í lífinu. Þér eig- um við allt að þakka. Helga, Gunnhildur og Ragnar. Frá fyrstu bernsku áttum ástúð þína, er ávallt lést á brautir okkar skína. Þín gleði var að gleðja barnsins hjarta og gera okkar ævi fagra og bjarta. Þér við hönd þú okkur leiddir og ljós og kærleik yfir sporin breiddir. Öll samleið varð að sólskinsdegi björt- um, er sanna blessun færði okkar hjörtum. Þín góðu áhrif geymum við í minni, er gafstu okkur hér af elsku þinni. Við þökkum allt af heitu barnsins hjarta, er hjá þér nutum við um samfylgd bjarta. (I.S.) Elsku afi, loksins fékkstu hvíldina sem þú þarfnaðist svo mjög. Jafnvel þó hjörtu okkar séu upp- full af söknuði þá erum við jafnframt svo innilega þakklát fyrir að hafa átt þig að öll þessi ár. Það er undarleg tilfinning að sitja og hugsa til þín, reyna að finna réttu kveðjuorðin. En engin orð fá lýst þeim kærleika sem við fundum frá þér og hinni sönnu vináttu er þú gafst okkur. Á yngri árum átti ég annað heimili hjá ömmu Valdísi og Kristni afa í Hvassaleit- inu. Þangað kom ég daglega og hvergi leið mér betur. Átta ára göm- ul átti ég að vera hjá dagmömmu eft- ir skólatíma. Mér þótti mun skemmtilegra að fá að vera heima hjá ömmu og afa og laumaðist ég oft til þess að hringja í þau. Jú, afi var mættur innan skamms og fylgdi mér heim í notalegheitin hjá þeim. Afi vildi allt fyrir aðra gera og fórnfúsari mann var vart hægt að finna. Það olli þó stundum smá vanda, t.d. í þau ófáu skipti sem við spiluðum rommý í Hvassaleitinu, en þá gaf hann okk- ur ömmu einatt alla tvista og slagi. Þegar ég hugsa til allra samvistanna með afa Kristni koma upp óteljandi minningar. Þær geymi ég í hjartanu og ylja mér við. Ég nefni t.d. sund- ferðirnar í Laugardalinn þar sem ég dró afa, þá kominn á áttræðisaldur, í rennibrautirnar, ferðir með honum í „heldrimanna-leikfimina“ í Hvassa- leitinu, hvernig hann dekstraði mann svo sem með því að skræla vínar- pylsurnar og sjá til þess að alltaf væri nóg til af hunangs-cheerios, búðarleikirnir með gamla búðar- kassann úr Skúlaskeiði og árlegu sumarbústaðaferðirnar. Afi hefur alltaf verið svo hraustur og duglegur. Á hverjum degi fór hann í gönguferðir, ýmist í sundlaug- arnar eða um nágrennið sér til heilsubótar. Í flutningum var hann allra manna sterkastur og dugleg- astur í burði. Ekki reyndi síst á hann síðustu árin hennar ömmu Valdísar sem hann sinnti svo vel og hjúkraði eftir að hún veiktist. Daginn fyrir andlát ömmu Valdísar, vorið 2002, áttu amma og afi 65 ára brúðkaups- afmæli. Þá var erfitt að fylgjast með afa horfa á eftir ástinni sinni. Ég er viss um að nú ganga þau amma Val- dís saman hönd í hönd á blómum prýddum vegi. Loks fá þau að hittast á ný. Elsku afi, ég þakka þér af alhug fyrir þær góðu og eftirminnilegu stundir sem ég átti með þér. Fyrir faðminn þinn og fallegu bláu augun þín er lýstu visku og mikilli ást í minn garð. Ég kveð þig með stolt í hjarta fyrir að hafa verið svo blessuð að eiga þig að. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú varst verðug fyrirmynd okkar. Guð geymi þig og ömmu Valdísi. Þú knúsar hana frá okkur. Helga Dögg. Kristinn Kristvarðsson 22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2010  Fleiri minningargreinar um Krist- inn Kristvarðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Alice BergssonNielsen fæddist í Maarum í Danmörku 19. maí 1940. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hans Nielsen mjólkurfræð- ingur, f. 27. maí 1911, d. 8. mars 1978 og Hallfríður Nielsen húsmóðir, f. 25. októ- ber 1917, d. 25. júlí 2004. Systkini Alice eru: 1) Lillian B. Nielsen, f. 21. mars 1943, maki Steinar Halldórsson, synir þeirra eru Heimir, Ingvi og Halldór, 2) Kristján Friðrik Nielsen, f. 28. mars 1957, maki Pálína Arndís Arnars- dóttir, dætur þeirra eru Hallfríður og Arndís. Hinn 12. janúar 1974 giftist Alice Erni Helga Steingrímssyni vélfræð- ingi, f. 28. október 1942. Foreldrar hans voru Steingrímur Magnússon fiskali, f. 2. april 1895, d. 04.desem- ber 1991 og Sígríður Vilborg Ein- arsdóttir húsmóðir, f. 29. sept- ember 1907, d. 24. október 1993. Synir Alice og Arnar eru: 1) Örn Hans Arnarson viðskiptafræð- ingur, f. 12. sept- ember 1973. 2) Gústaf Arnarson, rafvirki í Gautaborg Svíþjóð, f. 14. október 1975, maki Johanna Fri- berg Arnarson, f. 10. maí 1976, börn þeirra eru Arnar Hans, f. 15. apríl 2005 og Eydis Alice Christina, f. 11. júní 2008. Alice fluttist frá Danmörku til Íslands ásamt foreldrum sín- um árið 1947 og sett- ust þau að í Reykjavík. Alice gekk fyrst í Landakotsskóla og lauk síð- ar gagnfræðaprófi frá Verknáms- skólanum. Alice vann hjá skóverk- smiðju Rímu og svo síðar í skóverslun Rímu í miðbæ Reykja- víkur, jafnframt starfaði hún í mörg ár sem aðstoðarkona á bar, byrjaði á skemmtistaðnum Lídó og svo lengst af í Súlnasal á Hótel Sögu. Alice lét af störfum í ágúst 1973 og helgaði sig heimilinu eftir það. Útför Alice fer fram frá Digra- neskirkju í Kópavogi í dag, 17. ágúst 2010, og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku mamma, í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Þú varst alltaf kletturinn í fjölskyldunni, höfuð fjöl- skyldunnar og stjórnaðir með styrkri hendi. Þú hélst okkur fallegt heimili og fátt þótti þér eins skemmtilegt og að hafa mikið af fólki í kringum þig og bjóða til veislu. Enda var gestkvæmt á heim- ilinu og alltaf einhverjir að koma í kaffi. Litlu augasteinarnir í Svíþjóð, þau Arnar Hans og Eydís Alice Christina, voru þér mikils virði og þegar þú hélst upp á 70 ára afmælið þitt núna í maí og vissir innst inni hvað væri framundan, þá gladdi það þig óstjórnlega þegar þau birtust óvænt í afmælisveislunni og fögnuðu með þér ásamt fjölskyldu og vinum. En baráttan við illvígan sjúkdóm tók enda, þú hafðir barist eins og hetja undanfarin ár, tókst veikind- unum með æðruleysi og lést ekkert á þig fá, og erfiðar lyfjameðferðir stoppuðu þig litið af og þegar ljóst hvernig myndi fara þá varstu sátt og vildir helst af öllu fara á Líkn- ardeildina í Kópavogi og dvelja þar síðustu vikurnar. Þar fékkstu lika frábæra umönnun alls starfsfólks þar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Elsku mamma, lífið verður ekki samt án þin en við munum standa öll saman og hjálpa hvert öðru. þínir synir. Örn Hans og Gústaf. Það er algjörlega óraunverulegt að þurfa að kveðja þig í dag. Þú varst með svo mikinn karisma, góð- hjörtuð og hugulsöm. Þú varst líka svo áhugasöm um að fylgjast með uppvexti barnabarnanna, jafnvel þótt það þyrfti stundum að gerast í gegnum Skype. Þú skemmtir þér jafnmikið við dót barnanna og þau sjálf og ekki var verra ef mikið heyrðist í dótinu, þá varstu í essinu þínu og einnig gátum við alltaf treyst á flottar tertur í afmælum. Þú varst gestgjafi á heimsmæli- kvarða. Galdraðir fram veislur eins og ekkert væri auðveldara. Alltaf jafngóðar og yndislegar veislur. Marengsbotn var alltaf á lager á heimilinu ef á þyrfti að halda snögg- lega. Þú sýndir prjónaskap mínum mikinn áhuga, komst með ábend- ingar og kenndir mér trix í prjóna- skapnum. Einnig gat ég alltaf fengið stuðning þinn ef mig vantaði að kaupa mér nýtt skópar. Þar sem ég er svo mikil jóla- manneskja verð ég að minnast að- eins á jólin. Jólin sem þú og Örn hélduð eru eins og klippt út úr æv- intýrum. Hvaða jólaskröggur sem er komst í jólastemmningu hjá ykk- ur. Jólaskraut í hverju horni, smá- kökuilmur í loftinu og stöðug jóla- tónlist frá útvarpinu. Þetta er eitthvað sem mun fylgja okkur það sem eftir er. Að lokum viljum við þakka þér fyrir Gústaf. Minnumst þín með gleði og ánægju. Johanna, Arnar Hans og Eydís. Í dag kveðjum við frábæra konu, Alice Bergsson Nielsen. Okkur þótti ákaflega vænt um Alice en hún var gift Erni föðurbróður okkar. Alice og fjölskylda hennar hafa skipað stóran sess í lífi okkar systkinanna og eigum við margar góðar minn- ingar úr Krummahólunum, sum- arbústaðaferðunum og nú síðustu ár úr Rjúpnasölunum. Minningar úr veislum þeirra hjóna eru okkur ofarlega í huga þegar við hugsum um Alice því hún kunni sannarlega að taka á móti gestum. Með gestrisni sinni og glæsileika töfraði hún fram veislu- borð og öll umgjörð í stelli, borðs- krauti og fágaðri framsetningu setti Alice-ar svip á alla hluti. Alice gleymdi aldrei börnunum. Þegar við vorum lítil var hún var alltaf búin að útbúa eitthvað sérstakt fyrir okkur sem bæði var framandi og skemmti- legt. Síðustu ár fengu börnin okkar svo að njóta þess sama. Hjá okkur systkinunum byrja jól- in í hádegisverðarboði hjá Erni og Alice á aðfangadag. Á heimili þeirra hjóna voru jólin komin með sínum hátíðleika og hefur þetta boð verið ómissandi hluti af jólahátíð okkar. Alice var alltaf áhugasöm um okkar hagi og fylgdist vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur. Alice var kona sem við bárum mikla virðingu fyrir. Hún var skemmtileg og það var mikið líf og gleði í kringum hana. Hvort sem Alice var á leið í matarboð eða í sumarbústaðinn, lét hún aldrei skartið, háu hælana eða naglalakkið vanta – hún var alltaf glæsileg! Elsku Alice, hafðu þökk fyrir allt og allt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Örn, Örn Hans, Gústaf, Jo- hanna, Arnar Hans og Eydís Alice Christina, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi góðar minningar styrkja ykkur í sorginni. Fjóla, Rakel, Kári og Hrund. Alice Bergsson Nielsen  Fleiri minningargreinar um Alice Bergsson Nielsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.