Framsóknarblaðið - 20.12.1969, Blaðsíða 15

Framsóknarblaðið - 20.12.1969, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSINS 1969,— Einar Sigurfinnsson, Hveragerði W ■ séJ ítil ferðasaga Vetur er kominn. Norðri konungur lætur ekki bíða eft ir sér og fremur kalt andar hann á íslandsbörn. Um meg- inhluta landsins hefur gengið eitt hið erfiðasta sumar, svo dimmt og drungalegt, að fá- dæmum sætir og skilur eftir næsta þungar búsyfjar. Og svo leggst vetur að með fann fergi og svellalögum, svo hag leysi og torfærir vegir auka erfiði og ískyggilegar fram- tíðarhorfur. En góðviðrisdag- ar eru líka með í leiknum og þá ber að þakka, og þeir eru vissulega notaðir ræki- lega. Þótt kalt blási Kári, kölnar ei andans glóð. Hug- glaðir horfa menn og konur fram á leiðina og vita, að enn á þjóðin það þrek og þol, sem þrautir yfirstigur, að máttur samtaka margra getur greitt úr hverjum vanda. Það var stillt og svalt síð- degis 14. nóv., þegar 2 góðir drengir knýja dyra og segjast vera komnir skrítinna erinda. „Okkur datt í hug, hvort þú vildir slást í för til Vest- mannaeyja á morgun og sækja kjördæmisþing með öðrum sunnlendingum. Varð- skip tekur hópinn í Þorláks höfn og skilar honum þangað aftur á sunnudagskvöld. Bíl ferð verður að og frá skips- hlið. „Okkur væri ánægja að hafa þig með og teljum lík legt, að þú hefðir gaman af að sjá Eyjarnar." Um málið var rætt stundar korn. Kona mín, umhyggju- söm að''.vanda, taldi mig varla mann til þessa, „um hávetur yfir sjó, — en auðvitað ertu sjálfráður,“ sagði hún, og boðið var þegið. Kl. 8 að morgni stanzaði bíllinn við húsdyr mínar, og traustar hendur lyftu mér upp í sætið. Veður var stillt og bjart og vegurinn greið- fær. Við bryggju í Þorláks- höfn bíður Óðinn ferðafólks- ins, félagarnir leiddu mig upp landganginn og til sætis í björtum og hlýjum sal, slík var umhyggja þessara ágætu félaga. Brátt voru festar leyst ar og Óðinn lagði út á sæinn bláa ,sem lognaldan gáraði og J ruggaði hægt farinu fagra. | Þó hæg væru sætin var | ekki setu unað heldur litazt j um. Undrafögur var land- j sýnin ,snævi þakin fjöll og { Einar Sigurfinnsson hlíðar nutu sín svo vél yfir logntæran hafflötinn. Dætur Drafnar háðu sinn eltinga- leik og risu nokkuð hærra þegar austar dró, svo nokkr- ar skautuðu hvítu þegar nálg aðist Þrídranga. Eyjarnar snæþaktar heilsuðu hýrar á svip þessum heimsækjendum. Kunnuglega var horft á klett ana þverhnýpta og húsafjöld ann og fljótlega voru festar bundnar við bryggju í Frið- arhöfn. Ferðamenn stigu á land og góðkunningjar heils uðu hlýlega komumönnum. Mjög fljótt var ég kominn inn á hlýtt heimili ástvina, sem tóku mér opnum örm- um, þótt koman væri mjög óvænt. Seinna um daginn hófust þingstörf. Þar var margt manna, fulltrúar úr öllum sýslum Suðurlandskjördæm- is. Elztur að áratölu var ég þeirra sem þar skipuðu sæti, enda hlaut þá nafnbót að kallast aldursforseti þings- ins, þótt fjærri væri að ég væri til forustu fallinn enda reyndi ekki á neitt slíkt. Kjörnir þingforsetar stjórn- uðu fundum af rögg og festu. Oítast var í forsæti vinur minn Sveinn Guðmundsson. Næsta dag voru fundir nema dálítið miðdegishlé. Þá stund gekk ég um bæinn og rifjaði upp minningar frá ár- unum, sem ég fór þar um að skila símskeytum og öðrum erindum. M. a. gekk ég í kirkju og átti þar unaðslega stund við heilaga mesu. Þar sá ég mörg kunnug andlit og gat á eftir þrýst hendi all- margra góðkunningja. En ekki var tími til samræðna og því síður til heimsókna, sem boðnar voru. Þingstörf og þingslit fóru fram samkvæmt áætlun, og á þiljur Óðins voru farþegar komnir kl. tæplega 8 um kvöldið, þegar landfestar voru leystar hófu ferðamenn háróma söng nokkurra ætt- jarðsrljóða, og þökkuðu Eyja búum góðar móttökur og sam starf með húrrahrópi, sem bergmálaði í standbergi Heimakletts. Óðinn skreið hægt frá bryggju og brátt var komið út á sollinn sæ, sem nú var orðinn nokkuð kvikur vegna suðvestan golu, sem olli undiröldu. Sumir kenndu sjósóttar. Konum, sem voru með í förinni, var boðið „kojupláss" sem af sumum var þegið. Hlýtt var í sölum skipsins og notalegt, er aldan ruggaði undir þægi- legum sætum. í hug einhvers kom: Margan gleður drenginn dátt drósin skarti búna. Ægis meyjar klappa kátt kinnar Óðins núna. Margra vaknar munaðs þrá, myrkar vökunætur, klappar Óðni kinnar á kátar Ránar-dætur. Brátt voru festar bundnar í Þorlákshöfn. Ferðafélagar kvöddust og bílarnir runnu af stað. Ekki er löng leið til Hveragerðis og heim að hús- dyrum er mér fylgt af mín- um góðu félögum — þökk sé þeim. Gott var að koma heim í hlýtt og vinalegt eigið hús við alúðarviðtökur ástvinar. „Heima er bezt“. Mjög góðar minningar á ég um þessa för, sem ég gleð mig við lengi með þökk í huga. Að síðustu er innileg kveðja með jóla- og nýárs- óskum til Vestmannaeyinga og þakkir fyrir allt gott, sem liðið er. Einar Sigurfinnsson. Heimaklettur skautar. Einkaumboðsmenn á íslandi fgrir HIRATA SPINNING COMPANY, Ltd., Osaka, Japan, er framleiða hin viðurkenndu HIRATA ÞORSKANET. Óska öllum. viðskiptamönnum sínum í Vestmannaeyjum GLEÐILEGRA JÖLA og farcœls komandi árs. Þakka viðskipti og samvinnu á árinu, sem er að líða. isiisalan b. f. Sími 14690. Reykjavík Nef h. f. Vestmannaeyjum

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.