Framsóknarblaðið - 20.12.1969, Blaðsíða 5

Framsóknarblaðið - 20.12.1969, Blaðsíða 5
Séra Björn Jónsson, sóknarprestur Keflavík FRELSARI FÆDDUR Fæðingarhátíð Frelsarans er í nánd. Á þessum dimmu dög- um rennur hún upp, Betlehems- stjarnan bjarta og boðar komu ljóssins frá hæðunum í líki fá- tæks og umkomulauss barns, sem var vafið reifum og lagt í jötu. Við sjáum þess alls staðar merki, að hátíð gengur senn að garði. Heimilin, verzlanirnar, fólkið — já, umhverfið allt ber þess ótvírætt vitni, að jólin bless- uð eru í næstu nánd. En greinilegast boða þó and- lit litlu barnanna nálægð helgra jóla. Við sjáum eftirvæntingar- svipinn ljóma í augum þeirra. Tilhlökkunin leynir sér ekki. Það er auðséð, að hjá þeim eru marg- ir bjartir draumar bundnir komu jólanna. Sum hafa líka samið óskalista, — sent hann jólasvein- inum — eða afhent hann foreldr- um sírium í þeirri von> að fá eitt- hvað uppfyllt af óskum sínum. En hvernig er það með okkur, sem eldri erum, — höfum við ekki einhverjar óskir fram að bera í sambandi við þessa jóla- hátíð? Eg veit, að allt er þegar undirbúið hið ytra, eftir því sem efni og aðrar ástæður leyfa. En finnst þér allt eins og vera ber hjá þínum innra manni, þegar þú skyggnist inn í hin leyndu djúp hjartans? Þér finnst eitthvað skorta á hamingju þína. Hið innra með þér er eitthvað autt og tómt. Þú þráir fyllingu í þetta tómarúm, — þú leitar víða, en árangurs- laust. í hávaða hversdagslífsins og glaumi skemmtanalífsins leit- ar þú, — og hyggur þig e. t. v. stundum hafa fundið það, sem þú þráðir. En sú von reyndist oftast blekking ein. Vel má vera, að þú getir meira að segja gert þessi orð að þínum eigin, ef þú vilt vera full- komlega hreinskilinn gagnvart þínum innra manni: ,,Einhvers staðar er auðn og tóm þar áður greru fögur blóm í afkima hjartans — Eg veit ei hvað því veldur.“ Þessi játning er áreiðanlega töluð út úr mörgu hjarta. Á Lúk. 2, 10 — 12. þeim akri, þar sem áður óx hinn fegursti gróður, þegar barnæsk- an sat að völdum, er nú ekkert annað en auðn og tóm að finna. ,,Eg veit ei hvað því veldur>“ segir skáldið og andvarpar sár- an.> Þú spyrð um orsökina. Mér finnst, að svarið liggi beint við. I leit okkar að sannri hamingju og varanlegum hjarta- frið, erum við stöðugt að eltast við skuggana. í amstri og önn lífsbaráttunn- ar höfum við glatað að meira eða minna leyti þessum dásamlega eiginleika barnsins: Að trúa og treysta, skilyrðislaust, af öllu hjarta. Barnið er öruggt og ó- kvíðið, af því að það veit, að yf- ir því er vakað. I sálarlífi heil- brigðs barns, sem nýtur um- ihyggju ástríkra foreldra, er heldur ekki til neitt tómarúm. Þar finnum við aðeins gróanda og líf í sinni fegurstu mynd. Þannig var það einnig hjá okkur, þegar við vorum börn. En síðar, þegar bernskudagarnir lágu að baki og foreldrahúsin höfðu verið kvödd, þá hugðum við nóg að treysta á okkur sjálf, — okkar eigin mátt og getu. En þar skjátlaðist okkur al- varlega. Þá tók bernskugróður- inn fagri að fölna og tómarúm- ið myndaðist smám saman í sál- um okkar. En í djúpum hjartans bærist hún sífellt, þessi ófull- nægða þrá eftir sannri og varan- legri lífshamingju. En hvar er slíka lífshamingju að finna? Þeirri spurningu svara JÖLIN, hátíðin heilaga, sem nú er að ganga í garð, á skýran- ein- faldan og ótvíræðan hátt. Þá er þér fluttur boðskapurinn um Frelsarann. Jesús er fæddur til þess að vera Frelsari þinn> Hann vill vinna þig frá valdi myrkursins og syndarinnar og leiða þig inn í ríki hins eilífa ljóss. Snú þér til HANS, vinur. Veittu jóla- undrinu .viðtöku í hjarta þínu. Og þér mun upprenna morgun- roði nýs lífs. Hjá HONUM finn- ur þú þann frið, sem þú heitast þráðir og þá gleði, sem þú sífellt leitaðir að. Ef þú gengur til móts við hei- lög jól með slíku hugarfari, þá mátt þú treysta því, að þau færa þér lífsfyllingu í ríkara mæli en þú nokkru sinni áður hefur not- ið. Leyfðu barninu í þér að nema staðar við jötuna í Betlehem á þessum jólum, og gefðu barninu blessaða, sem þar hvílir, vald yf- ir lífi þínu. Þá hefur þú unnið dýrlegasta sigur ævi þinnar og öðlazt þá æðstu hamingju, sem dauðlegum manni fær hlotnazt. Oft er um það rætt, hve á- hrifa jólanna gæti skammt, þeg- ar út í hversdagslífið kemur. Jóladagarnir hverfa í tímans haf eins og aðrir dagar, — segja menn, — og með þeim dvínar aftur sá neisti góðvildar og kær- leika, sem kviknar í svo mörgu köldu hjarta um jólin. Vist er þetta rétt, — því miður, — að jólahugurinn má sín alltof lítils í mannlegu lífi. En þannig verður það ekki hjá þeim> sem hafa tileinkað sér — og LIFAÐ boðskap jólanna: „Þér er Frelsari fœddur.“ Frá því er sagt, að þegar spá- maðurinn Móse kom ofan af Sí- aní-fjalli eftir að hafa dvalið þar efra frammi fyrir augliti Drottins, þá hafi björtum geisl- um stafað af ásjónu hans. Og líkt mun þeim fara, sem finna sig snortna af kærleiks- mætti barnsins í Betlehem. Þótf jólahátíðin sé löngu liðin, þá ríkir jólagleðin í hjörtum þeirra. Og þeirri birtu fylgir margvís- leg blessun. Slíkir menn verða ljósgjafar þeim, sem í myrkri búa — sannir bræður þeirra, sem á bróðurhendi þurfa að halda. Þjóðin okkar er í mikilli þörf fyrir slíka þegna. Guð gefi þér, sem þetta lest, þá gæfu, að jóla- barnið tendri þér það ljós í hjarta, sem gerir þig að lýsandi vita á leiðum þeirra bræðra þinna og systra, ,,sem ljósið þrá, en lifa í skuggaN Með þeirri bæn bið ég HANN að gefa þér og þínum: GLEÐILEG JÓL!

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.