Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 7

Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 7
/ SAGA KAUPFÉLAGS VESTMANINIAEYJA 1908 - 1980 eftir Óskar Sigmundsson Árið 1885 eða þrem árum eftir stofnun Kaupfélags Þingeyinga, efndi í fyrsta skipti einstaklingur til versl- unarreksturs í Vestmanna- eyjum. Þetta framtak hans var vel séð og sannaði Eyja- fólki, hversu bæta mátti verslunarhætti alla og kjör fólksins með samtökum og samvinnu. Liðið var fram á fyrsta tug aldarinnar og Samvinnu- hreyfingin hafði fest rætur víða í landinu til ómetanlegs hagræðis öllum almenningi. Spurnir bárust af sigrum hennar og samtakamætti víðs vegar að. Þær góðu fréttir efldu trú landsmanna á eigin mátt og sjálfsbjörg. Þær spurnir bárust einnig til Vestmannaeyja. Nokkrir Eyjabúar hugleiða hina breyttu tíma, hin breyttu viðhorf og hinn hag- fræðilega og hagkvæma ár- angur af pöntunarsamtökum bænda. Var fólkið í Eyjum ekki enn vaxið því að feta í fótspor annarra landsmanna í framfara og félagsmálum?Jú, vissulega. Hin miklu vél- bátakaup Eyjamanna á ár- unum 1906 - 1908 voru óhrekjandi sannanir þess. Þau sýndu og sönnuðu að samvinnuhneygð og sam- vinnuandi byggi með Eyja- búum. Ekki færri en 200 Eyjamenn áttu saman þessa 35 vélbáta, sem þá voru gerðir út frá Vestmanna- eyjum. Víst var um það að í Eyjum voru þá búsettir þeir félags- hyggjumenn, sem leggja vildu mikið í sölurnar. Þeir voru tilbúnir að fórna hugs- un og starfsorku til eílingar hags alls almennings með því að beita sér fyrir samvinnu- samtökum til ábóta og hag- ræðis í hinu ört vaxandi viðskiptalífi. Það var sjálf- sagt engin tilviljun, að sömu mennirnir sem fyrstir sönn- uðu meðfæddan manndóm sinn, hugrekki og dugnað með því að kaupa fyrstu vélbátana til Vestmannaeyja beittu sér jafnframt fyrir samtökum útvegsbænda þar um hagstæðari verslunarkjör með því að brjóta á bak aftur hið gamla einokunarvald, með samvinnusamtökum fólksins. En dok var á um stofnun þessara samvinnusamtaka. Þurfti einokunarvaldið, ef til vill einn einu sinni að lyfta svipunni og reiða til höggs til þess að brýna skapið og hressa samvinnuviljann til framtaks. Jú, sú varð raunin á. Einokunarkaupmaðurinn J. P. T. Bryde gat látið menn skuldbinda sig til að selja honum allan afla sinn ella fengju þeir ekki salt í hann. Þetta var um 1907 og 1908 og með þessari einokun fylltist mælirinn. Eldri menn í Eyj- um mundu atburðinn 1895. En þá í janúar lokin komu boð frá ,,etatsráðinu“ en það var heiðurstitill J.P.T. Bryde einokunarkaupmanns, að selja ekki salt nema kaup- andinn skuldbindi sig skrif- lega til að selja kaupmann- inum allan fisk sinn og öll hrogn fyrir verð, sem hann vitaskuld réði sjálfur. Hér endurtók sagan sig eins og fyrri daginn og reiðin sauð og vall. Upp úr vertíðarlokum 1908 eða um miðjan maí mánuð, boðuðu þeir Sig- urður hreppstjóri Sigurfinns- son og Árni gjaldkeri Fil- ippusson til fundar í þing- húsi hreppsins, barnaskóla- húsinu Borg við Heimagötu. Ræða skyldi stofnun kaup- félags í byggðarlaginu. Hinn 24. maí 1908 eðaeftir rúma viku boðuðu forgöngu- menn hugsjónarinnar til ann- ars fundar í þinghúsinu. Það var stofnfundur félagsins. Kaupfélag þetta skyldi heita Kaupfélag Vestmannaey- inga. Stofnendur munu hafa ver- ið um 30 alls. Allur þorri þeirra voru útvegsbændur í kauptúninu. Tilgangur kaup félagsins var að útvega fé- lagsmönnum venjulegar neysluvörur handa heimil- unum við allra lægsta verði, sem fáanlegt væri hverju sinni. Kaupfélagið haíði að sjálfsögðu mikil áhrif á verð á afurðum en jafnframt stuðl- aði það að lækkun á verði allrar neysluvöru í kaup- túninu. En árið 1909 létu þeir verslunarskólalærðan mann plata sig að aðhyllast lána- kerfið, skuldasöfnun og lána- viðskipti en þá fór allt að ganga á afturfótunum. Var þá félagið gert að nokkurs- konar hlutafélagi og hlaut þar með nafnið Kaupfélagið Herjólfur. Skuldasöfnun félagsins var svo gífurleg, að það neyddist til að selja allar eigur sínar árið 1913 til lúkningar á skuldum. Þegar útséð var um það, að Kaupfélagið Her- jólfur yrði líka að leggja upp laupana stofnuðu nokkrir út- gerðarmenn sem þar höfðu notið hagkvæmra viðskipta, nýtt hlutafélag. Þriðja kaup- félagið á fimm árum. Þetta félag kölluðu þeir Bjarma en það var stofnað með hlutafé 25 manna og var því kallað hlutafélag fyrst um sinn. Meginmarkmiðið var útvegun á neyslu og út- gerðarvörum og að annast sölu á afurðum félagsmanna. Mikil gróska var í fé- laginu á þessum árum þar sem heimsstyrjöldin fyrri var í algleymingi og allt verðlag fór hækkandi ár frá ári. Ekki var sú góða afkoma minnst að þakka félagssamtökunum, út- rýmingu milliliðanna. Félag- ið notaði gróða sinn til að kaupa hlutabréf í Eimskipa- félagi Suðurlands og gaf stóra peningaupphæð tíl Björgunarfélags Vestmanna- eyja, vegna kaupa þess á björgunarskipinu Þór. Einnig íhuguðu félagsmenn kaup á togara svo fleiri og fleiri óskuðu inngöngu í félagið. Á aðalfundi 1925 var svo sam- þykkt að breyta lögum fé- lagsins og móta það sem samvinnufélag ' samkvæmt gildandi landslögum. En nokkurra erfiðleika hafði gætt á þessum tveim síðustu árum, sem að sjálf- sögðu stafaði af óþarfa skuldasöfnun félagsins. Um árið 1928 fór svo aftur að birta til hjá Bjarma og gerðist stjórn félagsins stórhuga og ræddi um að reisa félaginu m.a. nýtt salt og fiskgeymslu- hús. En útlit viðskipta og atvinnulífsins breyttist mjög til hins verra, þegar leið á árið 1929. Heimskreppan mikla var í aðsigi. Kreppan sagði fljótt til sín í öllum rekstri Bjarma og missti það stoð sína og styttu, Hjálm Konráðs- son árið 1933 og var félaginu slitið ári seinna eða 1934. Máltækið kunna sannaðist á samtökum þessum, að vandi er að gæta fengins fjár og sterk bein þarf til að þola góða daga. Kaupfélagið Fram 1916 Það gerðist í nóvember 1916 að 27 útvegsbændur ræddu um stofnun kaup- félags. Þeir voru ekki yfir sig hrifnir af forystunni í Kaup- félaginu Bjarrna. Þeir vissu best hvar skórinn kreppti að um verkun og geymslu sjáv- arframleiðslunnar. Þá skorti stakkstæði til þess að þurrka saltfiskinn á að suinrinu. Þá skorti, og úr þeim skorti yrði ekki bætt nema með sam- tökum. Kaupfélagið Fram var stofnað og þeir keyptu allar eigur einokunarverslunar- innar Duus, sem nýfarin var á hausinn. Þessar eignir voru t.d. stórt verslunarhús, salt- hús, fiskgeymsluhús, bræðslu- hús o.fl. Upp úr 1929 fór svo að halla undan fæti og versnaði ástandið með ári hverju, en það var svo árið 1940, eftir streð við mikla skuldabagga, að Einar ríki Sigurðsson, útgerðarmaður, með meiru keypti kaupfélag- ið eins og það lagði sig. Guðmundur Ingvarsson hefur starfað hjá KFV frá stofnun þess og starfar enn. Var lengi deildarstjóri í búsáhaldadeild.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.