Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 12

Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 12
12 Myndin í speglinum Eftir Önnu Baadsgaard Þá er ég hafði lokið burt- fararprófi frá kennaraskól- anum, fékk ég stöðu sem kennslukona á prestssetri einu á eyjunni Hittern, sem er við vesturströnd Noregs, út af Þrándheimsflrðinunum. Meðan ég var heima hjá mér í Kristjaníu, hafði ég hóp af kátum systkinum í kring- um mig og þótti mér því i fyrstu einmanalegt á hinu kyrrláta prestssetri. Presturinn, sem fyrir nokkr um árum hafði misst eigin- konu sína, var þögull og al- vörugefinn maður, með grá- spengt hár og skegg og djúptliggjandi athugul augu. Nemendur mínir sem voru, As- faug og bigný, voru föfar og kyrrlátar stúlkur og það var örsjaldan, að ég varð vör við þá lífsgleði hjá þeim, sem oftast einkenna börn á þeim aldri. Jafnvel Karen gamla, ráðskonan, og Erlingur vinnu maður, virtust hafa orðið fyrir áhrifum af því óskiljan- lega þunglyndi er sýndist hvíla yfir öllum á heimilinu. Náttúran og veðurlagið á eyjunni varð líka til þess að auka enn meir heimþrá mína. Eg kom þangað um haustið og brátt gekk veturinn í garð með kulda og hríðum, sem héldust vikurnar út. Prests- setrið, ásamt litlu gráu stein- kirkjunni, hafði verið byggt á 14. öld. Það stóð á strönd- inni, umkringt eskitrjám og mynduðu þau ágætt skýli fyrir stóra hópa af fuglum, sem leituðu þangað, en það voru einkum krákur og blá- krákur. A óveðursnóttum blandaðist brimgnýrinn og öskrið í vindinum við þytinn í trjákrónunum. Loftið var oft- ast hulið dimmum skýjum og voðaleg óveður með þrumum og eldingum, geysuðu öðru hverju af Norðurhafinu yfir hina einmanalegu eyju. En að lokum var þó hinn langi vetur á enda og vorið kom með nýtt líf, jafnvel á þessum stað. Það birti yfir hafi og himni og greinar eskitrjánna skrýddust smá- um brumknöppum og smá vorblóm ^ægðust upp úr blómagarðinum og kletta- sprungunum. Fjölbreytt fuglalíf kom í ljós á skerj- unum. Stórir hóparafmáfum og kríum flugu eins og ljós ský yfir himininn og æðarfugl- arnir komu syndandi að landi með ungana sína á bakinu. Með vorinu varð hugur minn léttari. Allan veturinn hafði slagharpan staðið ó- hreyfð, en nú kom það oft fyrir að ég léti fmgurna líða yfir nóturnar, og raulaði ég þá oft erindi úr smásöngvum, er ég var vön að syngja, þegar ég var heima. Nokkrum sinnum kom það fyrir, að presturinn kom inn í stofuna meðan ég söng. Hann settist þá vanalega niður út í horni og sat þar hreyf- ingarlaus, þangað til ég stóð upp frá hljóðfærinu. Dag nokkurn, þá er ég hafði sungið erindið úr „Brandi“: Agnes mitt fiðr- ildið yndislegt, heyrði ég niðurbældan ekka frá þeim hluta stofunnar, er prest- urinn var vanur að sitja. Þegar ég snéri mér við, sá ég prestinn sitja álútan með hendurnar fyrir andlitinu, eins og hann væri að leyna geðshræringu sinni. Þegar ég síðar sagði ráðskonunni frá þessu, sagði hún mér að þetta hefði verið uppáhaldslag frú- arinnar sáluðu. Vorið leið, en ekki lifnaði yfir íbúum prestssetursins. Eg fór að halda að það væri sérstök ástæða fyrir þung- lyndi prestsins. Eitthvað ann- að en sorgin yfir missi kon- unnar, sem tíminn hlaut að hafa mildað. Það var einn dag, er ég kom heim frá skemmtigöngu minni um eyjuna, að ég mætti manni, sem kom út úr lestrarstofu prestsins. Eg hafði séð hann áður. Hið einkennilega og jafnframt leiðinlega útlit hans gjörði hann auðkennilegan. Það var samanrekinn maður, nokkuð lotinn, með eldrautt hár, sem hékk ofan undir hin smáu, hvössu augu. Hann var ríkasti bóndinn á eyjunni og hét Grímur Halvorsen. Sá orðrómur gekk, að hann lánaði peninga út, gegn há- um vöxtum, og að hann hlífði engum, þegar um innköllun skuldar væri að ræða. Gat það verið, að Grímur Halvorsen hefði prestinn á valdi sínu? Það var margt, sem benti á, að svo væri. Hið einfalda húshald var í seinni tíð ^ orðið ennþá fá- tæklegra. Eg heyrði Karenu gömlu tauta eitthvað um, að það væri skömm að því að presturinn skyldi borða svona fátæklegan mat. Aslaug og Signý höfðu lengi hlakkað til að ferðast til Þrándheims, eins og faðir þeirra hafði verið búinn að lofa þeim. En nú sögðu þær mér, með auð- sæjum vonbrigðum, að ekkert yrði af ferðinni. Eg gat ekki skilið í því, hvernig stóð á því, að presturinn, sem lifði svo einföldu og kostnaðarlitlu lífi, gæti verið kominn í skuld við Grím Halvorsen. Þegar ég var heima í Kristjaníu, var ég vön að sofa rólega frá því að ég lagði höfuðið á koddann. En hér í Hittern var það öðruvísi. Um veturinn hafði stormurinn með hinum margvíslegu hljóðum sínum, sem stund- um líktust tónum frá stórum hljóðfæraflokk og stundum villidýrsöskri, haldið mér vak andi tímunum saman. Nú var það ofurmagn ljóssins, sem hindraði svefn minn. Mið- næturbjarminn, sem þrengdi sér gegnum gluggatjöldin og gerði allt í herberginu sýni- legt, sem um dag væri, hafði æsandi áhrif á taugar mínar svo að ég gat sjaldan sofnað fyrr en eftir miðnætti. Eina nótt, er ég að vanda lá og bylti mér í rúminu, fannst mér allt í einu ég heyra hávaða um umgang í húsinu. Innan úr garðsstofunni, sem var við hliðina á mínu herbergi, heyrði ég greinilega fótatak, eins og gengið væri fram og aftur um gólfið. Var ekki að heyra annað, en að einhver rannsakaði nákvæm- lega innihald gamla skatt- holsins, sem stóð í einu horninu. Skúffur voru dregn- ar út, lykill glamraði í skrá og nú heyrðist daufur smellur, þegar lokið féll aftur. Gátu þetta verið þjófar? Ef svo væri, virtist merkilegt að þeir viðhefðu ekki meiri varfærni. Ef þetta, hinsvegar, .var fólk úr húsinu, hvernig stóð þá á því að það notaði nóttina til rannsókna, þar sem það gat alveg eins haft daginn til þess? Þegar ég hafði legið lengi og hlustað, óviss um, hvað ég ætti að gera, réð ég af að fara á fætur og vita, hvað um væri að vera inni í garðsstofunni. Ég brá mér í morgunkjól, fór í skó og nældi hárinu upp í hnakkanum. Svo opnaði ég dyrnar með hálfum huga. Það var sæmilega bjart í herberginu. Við fornfálega skrifborðið, sem þakið var allskonar gulnuðum skjölum, stóð maður, nokkuð álútur, og virtist mér ég kannast við vöxtinn og gráspengda hnakk ann. Við marrið í hurðinni snéri hann sér við og sá ég þá að þetta var presturinn. Hann hrökk saman og fölnaði, eins og hann hefði verið staðinn að glæp. Ég stamaði fram afsökun og ætlaði að snúa út aftur, en nam staðar, við að hann sagði: ,jNei, ungfrú, farið ekki“. Ég staðnæmdist, hálf ráða- laus, en hann tók í hönd mína og leiddi mig að damask- klædda legubekknum, sem stóð við hliðarvegginn og lét mig setjast þar. Sjálfur gekk hann fram og aftur um gólfið fyrir framan mig og talaði í sundurlausum setningum, með hikandi röddu. í húsið, hafið þér komið fram í sem vinur minn og barnanna. sem vinur imnn og barnanna. Það er þessvegna ekki nema eðlilegt, að ég trúi yður fyrir leyndarmálum mínum. Þér hafið, ef til vill, tekið eftir því, að ég hef haft áhyggjur út af peningamál- um nú í seínni tíð. A stúdentsárum mínum, var ég neyddur til að taka lán hjá manni einum hér á eynni, föður Gríms Halvorsens. Það voru mörg þúsund krónur, sem með vöxtum var mikil upphæð fyrir mig. Þegar ég fékk þetta embætti, setti ég alla þá peninga, sem ég gat án verið, til hliðar, svoaðéggæti borgað skuldina. Agnes, konan mín, hjálpaði mér eftir mætti, með sparsemi sinni og sjálfsafneitun. Um síðir tókst okkur þó að borga skuldina, nokkrum ár- um áður en konan mín dó. En nú - nú kemur Grímur Halvorsen og sýnir mér gamla skuldabréfið og er svo djarfur að halda því fram, að faðir hans, sem dó í fyrra, hafi aldrei fengið skuldina greidda. Ég hef engin vitni að því að ég borgaði skuldina, en kvittunin, sem Halvorsen gamli lét mig hafa, er horfin. I nótt hef ég víst í tuttugasta skipti, leitað í gamla skatt- holinu þarna, en árangurs- laust. Ég gat ekki sofið fyrir umhugsuninni um þetta og hélt að mér hefði kannski getað sést yfir blaðið í fyrri skiptin. Og þess vegna, kæra ungfrú, - presturinn brosti þunglyndislega, - þess vegna laumaðist ég eins og þjófur að næturlagi um mitt eigið hús“. Ég lét hluttekningu mína í ljós, eftir því sem ég best gat, og bauðst til að hjálpa honum að leita að týnda blaðinu. Það var mikið af kistum og skápum uppi á lofti, og var þar geymt mikið af allskonar fatnaði og álnavöru. Ekki var alveg ómögulegt að blaðið kynni að hafa þvælst þangað. Presturinn hristi höfuðið, en þakkaði mér kurteislega fyrir. ,,Ég hef skoðað það allt mörgum sinnum svo það er naumast nokkur von. En ég er yður samt sem áður mjög þakklátur. Og hver veit, kannski verðið þér heppnari en ég“. Eftir þetta samtal, notaði ég frítíma minn til aðleita í húsinu. Eg kraup út undir þakið, uppi á loftinu, og handlék hvern einasta hlut, sem var í hirslunum. Margir merkilegir hlutir komu í ljós. Endurminningar frá löngu liðnum dögum. Hér voru litlir silkiskór, sem farnir voru að gulna og höfðu þeir auðsjánlega tilheyrt brúðar- klæðum prestsfrúarinnar sál- ugu. Hér var skemmd brúða sem ef til vill hefur verið geymd til minningar um dáið barn og hér var bænabók með stórum útflúruðum upphafs- stöfum. Hver hlutur hafði sína sögu að segja, ýmist skemmtilega eða sorglega. En hvernig, sem ég leitaði, fann ég ekki týndu kvittunina. Halvorsen hafði, er hann

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.