Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 11

Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 11
Á réttri hillu Eftir Gerðu Selmer „Eitt, tvö, þrjú, íjögur, fimm, sex, sjö pör, taldi f'rú Inga Ström. Hún sat í legubekknum og stoppaði í sokka. „Sjö pör. Það er mikið eftir“ sagði hún við sjálfa sig og horfði hnuggin á sokka- hrúguna, sem lá á stólnum hjá henni. Það var einkennilegt, að Gréta Vilslev skyldi segja, að það, að stoppa í sokka væri það skemmtilegasta, sem hún þekkti, því að við þá vinnu gæti maður látið hugann fljúga eftir vild. Það var auðvitað, að eftir margra ára æfingu við það starf, gat maður unnið það hugs- unarlaust. En það var einmitt galli í augum frú Ingu Ström. Hún vildi ekki fá tækifæri til þess að hugsa fram yfir það daglega, vinna eða sofa, einungis ekki að hugsa. Eins og nú í kvöld, þegar Eiríkur var ókominn heim og börnin háttuð, þá þyrptust hugsanir að henni, sárar og bitrar. Hugsunin um það, að líf hennar væri eyðilagt, lagðist eins og farg á sál hennar og þetta var einungis af því að hún sat hér og stoppaði. Þarna á stólnum lágu að minnsta kosti fimm pör af sokkum, sem eftir var að gera við. Og inni í borðstofunni lágu skólabuxur Aka og var á þeim stór glompa. Þá var kjóll Önnu Lísu allur með blettum. Þetta þurfti helst að vera búið fyrir morgundaginn, því að þá var sunnudagur. Já, sunnudagur! Hvað kom henni við, þótt það væri sunnudagur! Það þurfti að taka til í stofunni og búa til matinn. Þó aldrei nema það væri hvíldardagur. Og þegar klukkan væri orðin þrjú og Eiríkur og börnin komin út að ganga sér til skemmtunar, þá var hún allt-alltof þreytt til að setjast við slaghörpuna og æfa sig, eins og hún hafði hugsað sér og hlakkað til alla vikuna. Nei, hún hafði fengið reynslu fyrir því, að strit, eins og hún varð að hafa daglega, gerði að engu löngun hennar til andlegra starfa. Það lét nógu vel í eyrum, þegar Eiríkur kom með skáld- legar setningar um hlutverk konunnar sem eiginkonu og móður. Eins og t.d. í gær- kvöldi, þegar hann tók að lesa með hrífandi framburði það, sem Elinor Glyn segir um það atriði. Hún hafði næstum fengið velgju af að hlusta á það. Það var hægt fyrir hana, sem hlotið hafði frægð, að tala um hjarðlíf með manninum - einum - á eyðiey. Konan, sem eiginkona, einungis sem eiginkona og móðir! Og á eyðiey! Já, ef þar væri nóg af döðlum og fíkjum og maður væri laus við sokkana. Nei, þá var betri hugmynd H.G. Wells um lífið hjá íbúum mánans, þar sem uppeldið svo að segja lagaði hvern einstakling til þess starfs, sem hann síðar ætti að takast á hendur. Það er sú sundurliðun vinnunnar, sem eitthvert vit er í. Þá yrði aldrei farið fram á það, að ein vesalings manneskja væri bæði eiginkona, móðir, elda- stúlka, stofustúlka og guð veit hvað meira. I rauninni var hugmyndin um myndun stofnana, þar sem bæði drengir og stúlkur gætu fengið tilsögn í að velja sér lífsstöðu, spor í sömu áttina eða með öðrum orðum, að hver einstaklingur fengi þá stöðu í lífinu, sem hann væri hæfastur fyrir. Og það vissi Inga Ström ósköp vel, að hefðu þær stofnanir verið til, þegar hún var ung stúlka, hefðu þeir góðu menn getað séð það á henni, að hún var alls ekki hæf til að takast á hendur kvenfólksverk. Og þá hefðu þeir líka getað sagt henni það, sem hana hafði einu sinni grunað, en vissi nú fyrir víst, að það var í heimi söng- listarinnar, sem hún átti heima. Með hljóðfæraleik sínum skyldi hún hafa glatt menn- ina. Hún skyldi hafa lyft konunum, sem þræluðu eins og hún sjálf nú, upp yfir þoku hversdagslífsins. Og með leik sínum skyldi hún hafa friðað sálir hinna hrjáðu olnboga- barna mannlífsins. Ó, hvílíkt líf. Líf, fullt af stórum og göfugum verkefn- um. Inga Ström leit á klukk- una. Einkennilegt hvað Ei- ríkur kom seint heim af þessum fundi. Því næst braut hún síðustu sokkana saman og hallaði sér aftur á bak í legubekknum. Nú voru ein- ungis buxurnar eftir. Kjóll- inn með blettunum varð að bíða til morguns. „Eru töskurnar mínar ekki komnar enn?“ spurði hávax- in ungfrú, hótelþjóninn, sem hneigði sig djúpt fyrir henni. „Nei, því miður. Við hringdum til járnbrautar- stöðvarinnar og fengum það svar, að flutningur ungfrúar- innar gæti ekki komið fyrr en kl. 8.10“. „Og hljómleikarnir byrja kl. 8. Hvernig á ég að fara að þessu?“ Hún sló saman hönd- unum í örvæntingu. „Sjáið um“ sagði hún við hótel- þjóninn „að flutningurinn verði fluttur hingað undirei'ns og lestin kemur og hafið svo til vagn, stundvíslega kl. 8.15, svo að ég þurfi þó ekki að bíða eftir honum“. „Skyldi nokkuð í heimin- um vera jafn hræðilegt“ sagði ungfrúin við sjálfa sig, þegar töskurnar voru loksins komn- ar og hún farin að hafa fataskipti. „Skyldi nokkuð vera hræðilegra en að sitja aðgerðarlaus og bíða eftir fötum sínum og verða svo að klæða sig í rjúkandi fartinni og vita að áheyrendur bíða óþolinmóðir. Eg get ekki hneppt þessum kjól! Eg er svo skjálíhent! Hvernig á ég að fara að þessu? Svona, nú slitnaði hnappur. Það er eins og allt sé á móti mér í kvöld. Nú er klukkan bráðum 8.30. Mér heyrist ég heyra stappið í áheyrendunum. Og ég er hér enn. Hana nú, þá slitnaði bolreimin! - Hvað skyldi koma fyrir næst? Einungis að þessi hnappur að aftan hefði ekki farið. Nú gapir kjóllinn þar auðvitað. Eg verð að reyna að snúa ekki baki að áheyrendum. En hvað þeir stappa! Mér finnst ég heyra þá og sjá. Þegar áheyrendur verða að bíða svona lengi, verða þeir ekki mildir í dómum sínum. Eg held ég þekki þetta fólk. Margt kemur frekar til að sjá listamanninn, en að heyra til hans. Nei, þetta er óþolandi. Eg get ekki fengið pilsið til að sitja rétt. Og svo stendur millipilsið niðurundan. Hvernig á ég að geta leikið í kvöld, þegar ég er svona óstyrk. Hvernig á ég að geta lagt sál mína í leikinn? Æ, reynið að fá þá til að hætta þessu stappi. Segið þeim að ég sé komin, ég hafi tafist við að farangurinn hafi haldið áfram með lestinni. Biðjið þá að fyrirgefa mér, en mest þó járnbrautarfélögun- um. Ó, ég má til að jafna mig eina mínútu. Já, ég veit, að menn bíða, en aðeins eina mínútu. Má ég ekki sjá! Ekki fleiri. Eftir þessu stappi að dæma, gæti maður haldið að sal- urinn væri rheira en fullur. Jæja, minnkið ljósin ogsvo skulum við byrja. En hvað þetta píanó stendur vitlaust. Eg sný alveg baki að á- heyrendunum. Og svo hnapp urinn, sem vantar. Eg er viss um að feita konan, sem situr á fyrsta bekk, sér að hann vantar. Víst sér hún það. Nú hnippir hún í þá næstu og bendir henni á það. Eg finn það alveg á mér, að þær eru að setja út á mig. En hvað þessar nótur eru stirðar. Og svo er allt svo loðið og hljómlaust. En hvernig stendur á þessu. Er allt orðið vitlaust í kvöld. Eg átti að byrja á Schubert, en nú er ég farin að leika Andante con Variazione Op. 26 eftir Beethoven. Hvernig ætli fari, þegar ég fer að leika Allegró. Eg get ekki leikið það á þetta hljóðfæri. Fingurnir eru líka svo undarlega gildir og stirðir. Þar greip ég vitlaust. Ætli þeir hafi heyrt það? Auðvitað hafa þeir gert það. Þeir heyra allt og sjá allt, og einnig að hnappinn vantar. Nú er ég bráðum komin að „AIlegró“ Allt afl er að fara úr ■ fingrunum. Svitinn bogar af mér, ég veit að ég verð að gefast upp, ég get ekki haldið áfram, get það ekki. Aftur vitlaust grip - nú ussar það - enn vitlaust grip - nú ussar það - enn vitlaust - ég - get - ekki - haldið - áfram - áfram. Hvað er þetta elskan mín. Hvað gengur að þér? Þú hefur verið svo þreytt að þú hefur sofnað út frá vinnunni, kæra vina mín. Frú Ström vaknaði við það að hún sat í legubekknum og hallaðist upp að manni sín- um. Hún horfði hálfrugluð í kringum sig í stofunni, hneigði svo höfuðið niður að öxl manns síns og féll í grát. Að síðustu fékk hann hana til að segja sér allt saman, bæði það sem hún haíði verið að hugsa um, meðan hún sat og stoppaði í sokkana og eins það, sem hún hafði liðið í draumnum. „Kæra litla ógæfusama vina mín“ sagði hann og strauk hár hennar. „Já en Eiríkur, nú er ég ekki lengur ógæfusöm. Þessi draumur er engin vitleysa. Hann hefur átt að kenna mér, að einnig þetta hefur sínar dökku hliðar. Og í rauninni, Eiríkur, hef ég alltaf horft á svörtu hliðina, hvað snertir starf mitt hér á heimii.'nu, en lokað augunum fyrir björtu hliðinni, ást þinni og barn- anna og öllum sólskinsstund- unum, sem hún hefur veitt mér. Eg mun aldrei framar óska mér að leika fyrir fjöldann, langar ekkert til að vera lista- kona. Fegurstu söngvana, sem ég kann, vil ég leika fyrir ykkur ogeffingur mínir verða of stirðir, get ég Ieikið vöggu- vísu. Þið munuð ekki dæma mig hart. „Nei, það getur þú reitt þig á, kæra vina mín“. ,,Og þessvegna, Eiríkur, er ég þrátt fyrir allt á réttri hillu“. VILLEROY& BOCH Hreinlætistæki, vegg- og gólfflísar. Vestur-þýsk úrvalsframleiðsla. Veljið úr myndalistum og skoðið úrvalið á staðnum. GLEÐILEG JOL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Umboð í Vestmannaeyjum: KAUPFÉLAG VESTMANNAEYJA •%•#• v!v ★ Þökkum viðskiptin á árinu. Þýsk - íslenska verslunarfélagið h.f.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.