Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 7

Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 7
FRAMSOKN ARBLAÐIÐ 7 Sólarhrings dvöl á Grænlandi eftir Jóhann Björnsson Miðvikudaginn 19. október s.l. brugðum við hjónin okkur til Grænlands. Petta átti að vera dagsferð, en sem betur fer tók ferðin rúman sólarhring. Lagt var af stað frá Keflavík kl. 10.25, og var áætlað að lenda í Narsasuaq eftir tvo tíma. Við vorum rúmlega hálfnuð, þegar kom í ljós, að ekki var hægt að lenda þar, sökum dimmviðris, og var því stefnan tekin á Syðri- Straumfjörð. Þar var lent kl. 13.20, eða kl. 10.20 að staðar- tíma. Syðri-Straumfjörður er langur en þröngur fjörður, 180 km. á lengd. Þarna er alþjóðlegur flugvöllur, og stórt hótel. Eins og áður var sagt hafði verið ráð- gert að lenda í Nasarsuaq, og hafa viðdvöl þar í 6 klst. Nú var útlit fyrir að sú ætlun væri úr sögunni. Samt var reynt að bíða, og sjá til hvort veður breyttist. Okkur var sagt að sennilega yrðum við að gista á hótelinu, og svo yrði athugað um framhaldið að morgni, en til Narsasuaq varð flugvélin að komast því þar biðu farþegar sem ætluðu til Danmerkur. Við fengum frían mat á flugvallar- hótelinu. Um klukkan 3 að stað- artíma var útséð með að ekki yrði flogið til Narsasuaq þann daginn. Við tókum þann kost, nokkrir af íslensku farþegunum að fara í útsýnisferð inn með firðinum, undir leiðsögn græn- lensks leiðsögumanns. Við fór- um á tveimur jeppum. Ekki höfðum við farið langt, þegar við sáum nokkur hreindýr. Þau virtust spakari en íslensku hreindýrin, sennilega orðin vön umferðinni. Ég hafði það á til- finningunni að þetta væri ekki ákjósanlegur staður fyrir hreindýrin, fremur lítill gróður, aðallega lágt og gróft kjarr. Nokkru innar sáum við nokkur sauðnaut. Þau voru vör um sig. Fararstjórinn sagði að landið væri heppilegra fyrir sauðnautin en hreindýrin. Sauðnautin eru stórar skepnur, fullorðin dýr geta orðið 350 kg. Feldurinn er dökkur, þakinn grófum hárum, sem geta orðið allt að 70 sm. að lengd. Á miðjum herðakambin- um er rönd af grárri ull. Sauðnautin eru mjög vör um sig. Fararstjórinn sagði, að við yrðum að hafa mjög hljótt, minnsti hávaði gæti styggt dýrin. Þó dýrin virðist vera þung á sér, þá geta þau verið fljót að hlaupa, og hika ekki við að ráð- ast á menn, ef svo ber undir. Fararstjórinn sagði okkur að svissnesk kona hefði hætt sér of nálægt dýrunum. Það skipti eng- um togum. Sauðnautin réðust á hana, og ráku í hana hornin, með þeim afleiðingum að konan er nú í hjólastól. Á fjalli skammt frá flugvellinum er Grænlcnskur leiðsögumaður bendir okkur á sauðnautin VcgM.sar við flugstöðina í Syðri-Straumfirði alþjóðleg veðurathuganar- og radarstöð. Við stoppuðum þar skammt frá og nutum útsýnis yfir nágrennið. Á leiðinni heim að flugstöð- inni var okkur sýnt afgirt svæði, þar sem grænlensku sleðahund- arnir voru til húsa. Þeir létu hálf ófriðlega, líklega hafa þeir búist við að við kæmum færandi hendi með eitthvað góðgæti. Við girð- inguna var hjallur með hertum fiski, aðallega hryggir af lúðu og öðrum flatfiski. Staðsetning flugvallarins er 67.00 N og 50.45 V., um það bil 50 km. fyrir norðan heimskauts- baug. Fram að september 1992 var þarna stór herstöð, sem var í umsjá dansk-bandarískra hern- aðaryfirvelda. Nú er þarna alþjóðlegur flugvöllur sem rek- inn er af Grænlensku stjórninni. Flugvöllurinn er opinn 364 daga af árinu, og um hann fara um 85 þúsund farþegar á ári. íbúar á þessu svæði eru aðeins um 300 manns, og starfa trúlega ein- göngu við flugvöllinn, hótelið og við aðra þjónustu, svo sem verslun. Engin önnur byggð er nú í Syðri-Straumfirði, en við fjörðin hafa fundist leyfar af 4.300 ára gamalli eskimóa- byggð. Fjörðurinn heitir Kang- erlussuaq á grænlensku, sem þýðir Stóri fjörðurinn. Það kólnaði með kvöldinu, sennilega hefur verið um 10 stiga frost, en alveg logn. Við fengum gistingu á Hótel Kang- erlussuaq, sem hefur yfir að ráða 260 herbergjum þar af 80 með baði, síma, sjónvarpi, videoleigu, og minibar. Við fengum ágætt herbergi nr. 2225, og fór vel um okkur þar. Þar sem áætlun fór úr skorðum, fengum við þarna þrjá máls- verði, án endurgjalds. Við feng- um í hendur þrjá matarmiða, að upphæð 75 kr. danskar á mann. Við gátum valið okkur mat fyrir þá upphæð. Ef við náðum ekki þeirri upphæð fengum við ekk- ert til baka, en við urðum að borga sjálf, ef við fórum fram yfir. maturinn var fjölbreyttur og góður. Við fórum þarna í verslun, einskonar kaupfélag. Þar virtist vera ágætt vöruúrval og m.a. voru þarna nýtísku búð- arkassar, og hægt var að greiða með Visa. Eins og áður sagði fór vel um okkur á hótelinu. Freyju varð litið út um gluggann, um kvöldið, eða nóttina, og sýndist henni að það hlypi köttur þarna á milli húsanna. en við nánari athugun var þetta refur. Senni- lega hefur hann verið að leita sér matar í ruslatunnum. Nú rann upp fimmtudagurinn 20. október. Við fórum snemma á fætur, og drifum okkur í morg- unmat. Brottför dróst, og fór vélin ekki í loftið fyrr en kl. 10.45. Nú var flogið með jöku- lröndinni, og var landslagið stórbrotnara, en í nágrenni Syðri-Straumfjarðar. Ferðin tók 1. klst., og var okkur sagt að ekki yrði stoppað í Narsasuaq nema um hálftíma. Við urðum að láta skrá okkur á nýtt, því nú vorum við að fara út úr landinu, einnig urðum við að fara í gegn- um vopnaleit. Þarna var fríhöfn, eins og í Syðriátaumfirði. En tíminn var naumur, og svo beið fríhöfnin í Keflavík, ef einhver var ekki búinn að fá nóg. Þeir sem voru kunnugir verðlagi sögðu að verðið væri svipað og í Keflavík. Nú var stefnan tekin til íslands, og lent var í Keflavík um hádegi. Ferðin sem átti ekki að vera nema um 8 klukkutíma, teygðist í 26 tíma. Þó ekki hefði allt gengið samkvæmt uppha- flegri áætlun, voru allir ánægðir. Þessi stutta heimsókn til næstu nágranna í vestri var mjög ánægjuleg og kveikti í okkur löngun til að koma aftur, og þá á öðrum árstíma, og dvelja þá í nokkra daga. Jóhann Björnsson

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.