Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 9

Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 9
FRAMSOKN ARBLAÐIÐ 9 Ævintýri á gamlárskvöld eftir: Jörgen Bloch Þátttaka Landhelgisgæslunnar í björgunarstarfi í gosinu 1973 eftir Helga Hallvarðsson Það var upp úr klukkan 03:00 þann 23. janúar 1973 sem skeyti fóru að berast til varðskipana um að eldgos væri hafið í Helga- felli í Vestmannaeyjum og öll- um varðskipunum, hvar sem þau voru stödd, stefnt til Vest- mannaeyja. Landhelgisgæslan hafði þar yfir að ráða varð- skipunum Ægi, Óðni, Þór, Tý (Hval Tý) Albert og Árvakri. Þegar þessi atburður átti sér stað var fimmtíu sjómílna þor- skastríðið ný hafið og varðskip- in því öll í fullri „aksjón“. Ægir var í hefðbundnu inniveru í Reykjavík, á þessum tíma, og sá hluti áhafnarinnar sem náðist í var þegar kölluð út og varðskip- ið lét úr höfn eins fljótt og auðið var. Nokkrir áhafnarmeðlimir náðu ekki til skips í tæka tíð og voru sendir til Eyja seinna sama dag. Eins og flestir muna tókst björgun íbúa Vestmannaeyja giftusamlega. Stóru varðskipin létu að mestu leyti reka við Eyjarnar, milli þess sem þau önnuðust dýpismælingar í kring- um Eyjarnar, mælingar á fram- rennsli hraunsins og fluttninga milli Lands og Eyja með vörur og sjálfboðaliða. Albert og Árvakur skiptust á að vera við bryggju í Vestmannaeyjum og annast ýmiskonar störf eins og að aðstoða Sjómælingar íslands við daglegar mælingar í höfninni auk þess að starfa sem miðstöð Almannavarna. Fyrstu dagana eftir gosið voru c.a. 150 manns enn eftir í Vestmannaeyjum sem voru þar að ýmsum störfum Nóttina eftir að gosið hófst, virt- ist sú staða vera komin upp að til sprengigoss gæti komið og var öllum varðskipum uppálagt að ef til þess kæmi að bjarga þyrfti fólkinu í skyndi, þá að senda til- tæka gúmmíbáta varðskipana upp í Klaufina til að sækja fólkið. Við nánari athugun á lendingarskilyrðum þar var talið of mikið brim og því í samráði við lögreglustjóra staðarins ákveðið að heppilegra væri að nota Eiðið. En til allra hamingju þurfti aldrei á þeirri neyðarráð- stöfun að halda. Eins of ég gat um í upphafi fylgdust varðskipin stöðugt með hraunbrúninni sem geystist með slíkum hraða, fyrstu daga goss- ins að menn óttuðust, og það ekki að ástæðulausu, að hraun- rennslið mundi loka hafnar- mynninu. Sem dæmi um hrað- ann þá kom í ljós við mælingu 25. janúar að innsiglingin milli Ystakletts og lands, S-af, sé að þrengjast og sé nú 0,35 sjm. frá Ystakletti að hrauninu S-af. Níu klukkustundum seinna er hraunbrúnin á þessum stað mæld aftur og kemur þá í ljós að hún hefur færst 95 metra til norðurs. Og áfram er haldið að mæla rennsli hraunjaðarins, inn- siglingar dýpið er mælt og sjá- varhitinn mældur. Auk þess hafa svo varðskipin eftirlit með öllum skipaferðum inn og út frá Vestmannaeyjum. Þegar svo vísindamenn telja mestu hættu á sprengigosi liðna hjá hefst stöðugur flutningur til Eyja á sjálfboðaliðum til hinna marg- víslegustu starfa. Þann 27. janúar skipar v/s Þór upp varn- ingi frá Vestmannaeyjum í Þor- lákshöfn, og heldur síðan til Vestmannaeyja með 130 sjálf- boðaliða, þar af 10 lögreglu- þjóna og 2 brunaverði. Febrúarmánuður þessa árs einkenndist af miklu veðra ham. Það kom margsinnis fyrir í þess- um mánuði að innsiglingin til Þorlákshafnar var ófær. KOm þá fyrir, þegar mikið lá við, að varðskip hélt, undir slíkum kringumstæðum til Reykjavík- ur, og hélt þaðan fljótlega aftur flytjandi varning eins og t.d. járnplötur, klippur, nagla, sem mikil þörf var fyrir eftir að skipulögð björgunarstarfsemi á húsum og öðrum mannvirkjum hófst fyrir alvöru. Eins og ég sagði í upphafi var 50 sjómílna þorskastríðið ný hafið, þegar eldgosið hófst í Heimaey. Þá c.a. 3 mánuði sem varðskipin voru öll upptekin, að meiru eða minna leyti, við að aðstoða við hjálpar- og björgun- arstörf, gátu bresku landhelgis- brjótarnir athafnað sig í friði innan hinna nýju fiskveiði- marka. Þó varðskipsmönnum þætti það sárt að geta ekki beytt sér að fullu gegn landihelgis- brjótunum þá var það ekkert á móts við þá gleði sem gagntók menn þegar björgunarmönnum tókst að hefta hraunrennslið og bjarga hinni ómetanlegu innsigl- ingu auk þess að sjá árangur björgunarsveitanna koma í ljós á hinn margvíslegsta hátt. Áð koma nú til Vestmannaeyja og líta yfir hina fögru eyju og bera hana saman við þá mynd sem blasti við mér að afloknu eldgosi þaé r það efst í huga mér að hér hafi gerst kraftaverk. Helgi Hallvarðsson Þetta var á gamlárskvöld. Tindrandi tunglsljós en bitur kuldi undir eins og komið var út fyrir dyrnar. Pabbi, mamma og amma sátu og biðu þess, að miðnæturstundin kæmi og kir- kjuklukkurnar hringdu inn nýja árið. Pétur hafði verið háttaður ofan í rúm, hann var nefnilega skal ég segja ykkur of lítill til þess að vera lengi á fótum. En ekki gat hann nú sofnað samt. Úr rúminu sínu gat Pétur séð út um gluggann. Geislarnir frá tunglinu léku við frostrósirnar á rúðunni, svo að þær urðu líkast- ar ævintýraskógi með trjám, þar sem silfursvölur voru á kappf- lugi og fiðrildi flögruðuð til og frá. Og þarna sá hann hreindýr, sem gægðist fram og kinkaði kolli! Og þarna - ææ, honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds! Því að Pétur gat ekki betur séð en að þarna kæmi bráðlifandi úlfur, - kæmi á harða spretti og stefndi beint á hann. En þetta var silfurúlfur en ekki svona venjulegur grágulur úlfur, eins og þeir sem hafast við úti á öræfunum. Og hvað haldið þið, hann ganaði beint að rúminu hans Péturs litla! „Langar þig til að ríða dálít- inn spöl?“ spurði úlfurinn og hló. „Jú, e-en bíturðu mig þá ekki?“ spurði Pétur honum var svona um og ó, að lenda í svona stórræðum. „Engin dýr bíta, sem eiga heima í skógunum sem ég kem úr og það gerir norðangaddur- inn meira að segja ekki heldur.“ „Þá langar mig til að ríða með þér“ sagði Pétur og settist klof- vega á bakið á úlfinum. Og svo þutu þeir af stað - húhei, hú-hei, og beint inn í silfurskóginn, sem frostið hafði málað á rúðuna. „Hvert ertu annars að fara,“ spurði Pétur. „í Gamlárshöllina, þar sem stjörnudrottningin -á heima“, svaraði úlfurinn og herti á sér, svo að vindbelgurinn fyllti skyrt- una hans Péturs. Og nú hvarf skógurinn bráðum, en í stað hans kom himinhátt fjall, en efst á fjal- lstindinum stóð kastali úr skýr- asta kristalli. Og svo komust þau ofar og ofar, yfir tinda og út yfir brúnir hengifluga, en allt þetta hljóp úlfurinn með sína dýrmætu byrði og á endanum nam hann staðar fyrir utan kast- alahliðið. En þar stóð tunglridd- arinn á verði, og var með tungl- ið eins og skjöld á maganum. „Mikið liggur þér á! Hvert ertu eiginlega að fara?“ „Ég ætla til stjörnudrottning- arinnar uppi á hanabjálkalofti“ svaraði úlfurinn. Þá lyfti tunglriddarinn hend- inni og borgarhliðin opnuðust upp á gátt og nú stóðu þeir fyrir neðan stíga úr steini, sem að minnsta kosti þúsund þrep voru í. Og þessi stigi náði upp á hana- bjálkaloftið, þar sem drottning- in sat í silfurhásæti sínu. Úlfur- inn þaut upp öll þrepin, eins og örskot og lagðist á hnén við fæt- ur stjörnudrottningarinnar. „Velkominn!" sagði hún blíð- lega og faðmaði Pétur að sér. „Varst þú ekki hræddur, þegar úlfurinn minn kom og sótti þig?“ „Æ, jú, svolítið,“ sagði Pétur, „en nú er öll hræðslan horfin af mér“. Og þa Brosti stjörnudrott- ningin, og svo klappaði hún saman lófunum og þá opnaðist hurð og gamall maður, með stóran og þungan poka á bakinu kom inr.. Aldrei hafði Pétur séð svona gamlan mann og ekki hafði hann heldur séð svona stóran og þungan poka. „Hver ert þú?“ spurði drott- ningin. „Ég heiti Gamlár“, svaraði gamli maðurinn ofur lágvær. „Og hvað ertu með í pokan- um?“ spurði stjörnudrotningin. „Slæmar og góðar hugsanir og slæmar og litlar gerðir, það eru gjafir mannanna til þín“, sagði maðurinn um leið og hann var að leysa fyrirbandið af pokanum sínum. Og svo hellti hann öllu úr pokanum. Og þarna á gólfinu lá stór hrúga af gráu gjalli og ösku, svo að stjörnudrottningin fékk tár í augun þegar hún leit á það. „Þetta var raunalegur árang- ur“, sagði hún og andvarpaði. „Þetta var allt og sumt sem mannfólkið lét mig fá“, tautaði gamli maðurinn. Stjörnudrottninginn kinkaði kolli, hrygg á svipinn. Svo rétti hún fram hendina og þá fór gjallið að brenna og verða að engu, en í öskunni sáust nú gim- steinar, sem vörpuðu frá sér ail- avega litum geislum. „Sitthvað gott og göfugt hefurðu nú fengið hjá þeim líka,“ sagði hún. „Ef til vill minna en það hefði átt að vera, og þó máski meira en ég þorði að vona. Berðu þetta inn í fjár- hirsluna mína!“ Gamli maðurinn tíndi allt það sem glóði á, ofan í pokann sinn, svo hneigði hann sig djúpt fyrir drottningunni og hvarf. „Þetta er gamla árið, sem var að fara“, hvíslaði úlfurinn að Pétri. „Gættu nú að, því að nú kemur það nýja.“ í samabili heyrðist dimm- rödduð klukka slá tólf þung högg, sem drundu um loftið. Og nú opnaðist hurðin aftur, og nú kom inn ljómandi fallegur ungur piltur. Hann var líka með poka á bakinu, en pokinn hans var tómur, ennþá. „Farðu nú út í heiminn og safnaðu saman gjöfum mann- anna“, sagði stjörnudrottningin, „og Guð gefi, að pokinn þinn verði ekki fylltur ineð óverð- mætum gjöfum. Far þú nú. Og Guð veri með þér!“. Hún lyfti annari hendinni. Ungi pilturinn hneigði sig undir gólf og svo hvarf hann. En í sama bili kvað klukknahljómur um alla stofuna. Heill sam- hljómur af klukknahringingum, stórum og smáum, bauð nýja árið velkomið með hreimfögr- um silfurröddum og drynjandi málmmikið. Strjörnudrottning- in laut ofan að Pétri. „Viltu lofa mér því, að gjöf þín til nýja ársins verði geislandi gimsteinn góðra athafna, en ekki ónýtt gjall“, sagði hún. Svo kyssti hún hann á ennið og svo- svo vaknaði hann allt í einu í rúminu sínu og hún mamma hans laut niður að honum og brosti. „Ég hefði kannski ekki átt að vekja þig barnið mitt, en mér fannst ég mega til að lofa þér að heyra nýjársklukkurnar", sagði hún og kyssti hann. Pétur hló og leit út um gluggann, sem ómur nýjárshringingarinnar bárust inn um, sami ómurinn sem hann hafði heyrt rétt áðan hjá stjörn- udrottningunni. „Amma“, hvíslaði hann var- lega í eyra ömmu sinnar. „Mikið þætti mér gaman, ef ég gæti gef- ið nýjárinu fallegan gimstein í pokann sinn“. En amma brosti. Hún hélt að Pétur væri að dreyma, en Pétur vissi þó betur. Það var ekki fyrir ekki neitt, sem hann hafði verið gestur hjá snædrotningunni uppi á hásvölunum hennar. Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Karl Kristmanns Heildverslun

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.