Morgunblaðið - 11.10.2010, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2010
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
„Ætli maður sé að fara að sofna fyr-
ir miðnætti í kvöld? Ég held að það
verði nokkuð seinna,“ sagði Ellert
Arnarson, fyrrverandi KR-ingur en
núverandi leikmaður Hamars í
Hveragerði, en hann átti drjúgan
þátt í að tryggja Hvergerðingum
87:82 sigur á KR í spennuleik í Ice-
land Expres-deildinni í gærkvöldi.
Ellert gerði 16 stig í leiknum, og
skoraði meðal annars þriggja stiga
körfu á lokamínútunni sem gerði
útslagið gegn hans gömlu félögum.
„Það var náttúrlega mjög skrýtið
til að byrja með að spila á móti
þeim, en maður hefur gert það í svo
langan tíma á æfingum og svona
þannig að eftir fyrstu tvær eða
þrjár mínúturnar var stressið farið
úr manni. Þá varð þetta bara venju-
legur leikur,“ sagði Ellert sem kom
til Hamars frá KR í sumar líkt og
Darri Hilmarsson. Ellert á hins veg-
ar ekki marga spilaða leiki að baki
fyrir KR, þó hann sé fæddur 1987.
Var þá ekki ansi sætt að leggja
gömlu félagana að velli?
„Ég var náttúrlega úti í fyrra og
ekkert að spila, og árið þar áður
voru Jón Arnór Stefánsson og Jak-
ob Örn Sigurðsson í liðinu, þannig
að það var alveg skiljanlegt að mað-
ur spilaði lítið þá. Ég ber engan
kala til KR, það er ekkert svoleiðis.
Þetta eru allt góðir vinir mínir,“
sagði Ellert sem var ánægður með
að Hamarsmenn skyldu sýna úr
hverju þeir eru gerðir eftir tap fyr-
ir nýliðum Hauka í fyrstu umferð.
„Þetta kom okkur eiginlega ekki
á óvart. Við vorum mjög fúlir eftir
leikinn við Hauka því við spiluðum
illa þar, og ætluðum að spila þenn-
an leik eins og við spilum á æfing-
um. Það gekk upp,“ sagði Ellert.
sindris@mbl.is
„Þetta eru allt góðir vinir mínir“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tap Hrafn Kristjánsson þjálfari KR mátti sætta sig við tap í gær.
Á VELLINUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Geitungurinn“ Ægir Þór Stein-
arsson sló í gegn með Fjölni í fyrra en
félagið var þá nýliði í Iceland Ex-
press-deild karla í körfuknattleik.
Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára
gamlir eru Ægir Þór og Tómas Tóm-
asson burðarásar í liði Fjölnis og mik-
ið mun mæða á þeim í vetur. Morg-
unblaðið ræddi við Ægi í
Garðabænum í gærkvöldi þar sem
Fjölnir tapaði fyrir sterku liði Stjörn-
unnar 69:86.
Skoruðu ekki í sex mínútur
Ægir byrjaði leikinn með látum og
skoraði 7 stig á upphafsmínútunum.
Fjölnismenn léku vel fram í þriðja
leikhluta en þá tóku Garðbæingar öll
völd á vellinum og lönduðu öruggum
sigri. Stjarnan hélt Fjölni algerlega í
skefjum í upphafi síðasta leikhluta og
fékk þá ekki á sig stig fyrstu sex mín-
úturnar. Þar með var spennan í leikn-
um fyrir bí. „Satt besta segja veit ég
ekki hvað gerðist á lokakaflanum.
Vörnin féll og Stjörnumenn fóru að
hitta vel úr sínum skotum. Við feng-
um ágæt færi í sókninni en klúðr-
uðum færum sem við erum vanir að
klára. Ég held að það sé líklegasta
skýringin ásamt ákveðnum mistökum
í vörninni,“ sagði Ægir við Morg-
unblaðið en hann er bjartsýnn á tíma-
bilið fyrir höfn Fjölnismanna.
„Ég hef engar áhyggjur af okkur.
Við þurfum bara að byggja ofan á
þetta og það er engin taugaveiklun í
gangi. Við erum búnir að fá nýjan
leikmann og það tekur smátíma fyrir
hann að aðlagast,“ sagði Ægir en
Fjölnir hefur tapað fyrstu tveimur
leikjunum á móti sterkum andstæð-
ingum en fyrsti leikurinn var gegn Ís-
lands- og bikarmeisturum Snæfells.
Forréttindi að leiða liðið
Ægir segist vera mjög ánægður
með að ungu mennirnir skuli fá að
vera í stórum hlutverkum í Graf-
arvoginum og hann er reynslunni rík-
ari eftir leiktíðina í fyrra. „Ég er í
svipuðu hlutverki og í fyrra nema ég
er árinu eldri. Við vorum einnig
margir ungir leikmenn sem leiddum
þetta lið í fyrra og það eru ákveðin
forréttindi að fá tækifæri til þess
svona ungir. Við þurfum hins vegar
að vera allir á sömu blaðsíðu og vinna
þetta sem heild. Við munum gera allt
til þess að koma okkur í toppbarátt-
una strax í vetur en við verðum samt
sem áður að vera þolinmóðir,“ sagði
Ægir ennfremur og segist vera gegn-
heill Fjölnismaður enda hlustaði
hann lítið eftir áhuga annarra liða eft-
ir að hafa slegið í gegn á síðustu leik-
tíð. „Það voru einhver lið sem höfðu
áhuga en maður var ekkert að spá í
það. Við vorum alltaf ákveðnir í því að
halda áfram hjá Fjölni enda harðir
Fjölnismenn. Oft á tíðum hefur ekki
verið haldið nægilega vel utan um
unga leikmenn hjá félaginu en það er
ekki vandamál núna. Það er virkilega
góð stjórn sem stendur á bak við okk-
ur og hefur gert margt fyrir okkur
sem er ómetanlegt,“ sagði Ægir sem
spilar stöðu leikstjórnanda. Þraut-
reyndur leikstjórnandi, Tómas Hol-
ton, tók við þjálfun Fjölnis í sumar og
Ægir er afar ánægður með sam-
starfið við Tómas.
Býr yfir gríðarlegri þekkingu
„Það hjálpar mér að þjálfarinn
skuli vera gamall leikstjórnandi.
Hann er mjög duglegur að ræða við
mig enda hefur hann þjálfað mig áð-
ur. Hann var fyrstur til að setja mig í
þessa stöðu í yngri flokkunum og
þess vegna á ég Tómasi margt að
þakka. Ég ber mikla virðingu fyrir
Tómasi enda býr hann yfir gríð-
arlegri þekkingu. Ég er því virkilega
ánægður með að hann hafi tekið við
liðinu,“ sagði Ægir sem skoraði 15
stig í gærkvöldi og gaf 5 stoðsend-
ingar.
Leikur Stjörnunnar minnti um
margt á leik liðsins fyrir áramót í
fyrra þegar liðinu gekk hvað best.
Stigaskorið dreifðist vel og liðið tók
góðar rispur þar sem stigin hrönn-
uðust upp. Forvitnilegt verður að sjá
liðið þegar Marvin Valdimarsson
verður búinn að aðlagast því.
Geitungurinn náði ekki
að stinga Garðbæinga
Ægir er bjartsýnn þrátt fyrir tvö töp Fjölnismenn gæla við toppbaráttu
Morgunblaðið/Ómar
Geitungurinn „Hann er gulur, snöggur og hann stingur,“ var sagt um Ægi í bloggheimum í vikunni.
Grindvíkingum tókst að innbyrða
sigur gegn sprækum Ísfirðingum í
Grindavík í gærkvöldi, 96:87. Alla
jafna myndi það nú ekki teljast til
stórtíðinda, að Grindvíkingar vinni
nýliða á heimavelli í körfuboltanum,
en að þessu sinni þurftu þeir að leika
án Páls Axels Vilbergssonar sem
hefur verið þeirra helsta tromp ár-
um saman.
„Hann var slæmur í hásin í gær og
hann hefur verið að glíma við þetta
af og til. Ég ætla að vona að þetta sé
bara smávægilegt en við ætlum að
sjá til hvort við notum Pál í næsta
leik,“ sagði Helgi Jónas Guðfinns-
son, þjálfari Grindvíkinga, þegar
Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í
gærkvöldi.
Mikill hraði hjá KFÍ
Leikurinn var í járnum nánast all-
an leikinn en Ármann Vilbergsson
hélt uppi merkjum fjölskyldunnar
og skoraði 11 stig fyrir Grindavík.
Þeirra atkvæðamestur var Andre
Smith með 28 stig. Craig Shoen var
stigahæstur hjá KFÍ með 25 stig og
gaf auk þess 9 stoðsendingar.
„Þeir voru mjög sprækir. Mínir
menn voru eiginlega ekki tilbúnir í
þann hraða sem KFÍ spilaði á í byrj-
un. Þá var vörnin mjög slök hjá okk-
ur en við bættum okkur aðeins í
seinni hálfleik. Þá small varnarleik-
urinn saman hjá okkur sem sést best
á því að KFÍ skoraði 55 stig í fyrri
hálfleik en 32 í þeim síðari,“ sagði
Helgi ennfremur við Morgunblaðið.
Það var því sama formúlan á bak
við sigur Grindvíkinga í þessum leik
og í fyrsta leiknum gegn Njarðvík,
þ.e.a.s öflugur varnarleikur. Byrjun
beggja liða lofar góðu fyrir veturinn.
Grindvíkingar hafa unnið báða sína
leiki og KFÍ vann Tindastól í fyrstu
umferð og var nú nálægt sigri gegn
Grindavík á útivelli en KFÍ var yfir í
hálfleik. kris@mbl.is
Meiddur Páll Axel Vilbergsson lék
ekki með Grindavík í gær.
Góð byrjun
Grindvíkinga
í körfunni
Unnu KFÍ án Páls
Axels Vilbergssonar