Morgunblaðið - 11.10.2010, Side 3

Morgunblaðið - 11.10.2010, Side 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2010 Franska knattspyrnufélagið Marseille hefur í hyggju að lögsækja hollenska landsliðsmann- inn Nigel de Jong, sem leikur með Manchester City, fyrir tæklinguna á Hatem Ben Arfa í við- ureign City og Newcastle í ensku úrvalsdeild- inni á dögunum. Ben Arfa sem er í láni hjá Newcastle frá Marseille tvíbrotnaði eftir tæklinguna harka- legu og verður frá keppni í marga mánuði. Jean-Claude Dassier, forseti Marseille, sagði í viðtali í franska sjónvarpinu að til stæði að lög- sækja Nigel de Jong. De Jong, eða „sláttuvélin“ eins og hann er kallaður, fékk ekki einu sinni gult spjald fyrir brotið en hollenski landsliðsþjálfarinn brást við með því að velja miðju- manninn ekki í landsliðið fyrir leiki í undankeppni EM síðasta föstudag og annað kvöld. De Jong hefur áður kom- ist í fréttir fyrir ljóta tækl- ingu en hann braut gróflega af sér í úrslitaleik heims- meistaramótsins í sumar þegar hann sparkaði í brjóst Spánverjans Xabi Alonso. Hann hefur þó aðeins einu sinni fengið rautt spjald á ferlinum, en það var árið 2006 þegar hann lék með Hamburg. sindris@mbl.is „Sláttuvélin“ lögsótt fyrir tæklingu? Nigel de Jong Eftir að hafa valdið sárum vonbrigðum með frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í sumar og tapað svo gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli í fyrsta leik sín- um í undankeppni EM 2012 virðast Frakkar vera komnir aftur á beinu brautina. Þeir unnu sterkt lið Rúmeníu 2:0 á laugardaginn og eru því með sex stig á toppi D-riðils und- ankeppninnar eftir þrjá leiki. Laurent Blanc tók sem kunnugt er við sem þjálfari franska liðsins eftir HM og hann hef- ur hafið mikið „hreinsunarstarf“. Til marks um það má nefna að fimm byrjunarliðsmenn gegn Rúmeníu á laugardag voru ekki einu sinni í leikmannahópnum sem fór til Suður- Afríku í sumar. Varamað- urinn Loic Rémy var ekki heldur þar en hann kom Frökkum yfir seint í leikn- um. Yoann Gourcuff bætti svo við seinna markinu í uppbótartíma, en hann hafði einnig komið inn á sem varamaður. Aðeins tveir leikir í und- ankeppni EM fóru fram á laugardag en föstudagar og þriðjudagar eru nú orðnir aðalleikdagar. Í hinum leiknum vann Króatía Ísrael 2:1 með mörkum Niko Kranjcar. sindris@mbl.is Hreinsunarstarf Blanc að heppnast? Laurent Blanc VIÐTAL Kristján Jónsson kris@mbl.is Kvennalið Keflavíkur byrjar leik- tíðina af krafti í körfuknattleiknum og hefur unnið Íslandsmeistara KR tvívegis á skömmum tíma. Keflavík vann KR í Lengjubikarnum á dög- unum og aftur í deildinni um helgina, 87:74. „Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið öruggt. Við þurftum að hafa fyrir þessu enda gefur KR engin stig. Okkur tókst að halda haus undir lokin þegar þær gerðu áhlaup og þannig tókst okkur að landa sigrinum. Það er auðvitað ekki leiðinlegt að vinna ríkjandi meistara, en ég hef nú mikla trú á því að þær muni fá sér erlendan leikmanna og að Signý muni einnig snúa aftur,“ sagði Birna Valgarðsdóttir þegar Morg- unblaðið ræddi við hana og vísaði til þess að miðherji KR, Signý Her- mannsdóttir, leikur ekki með liðinu sem stendur og óvíst hvort hún mun halda áfram körfuknattleiks- iðkun. Birna skoraði 26 gegn KR Birna átti flottan leik á laug- ardaginn og skilaði 26 stigum. Hún segir Keflavík vera með sterkara lið en á síðustu leiktíð enda var lið- inu spáð sigri í deildinni í árlegri spá á dögunum. „Við höfum verið mjög duglegar á undirbúnings- tímabilinu og höfum fengið þrjá leikmenn. Þær eru mjög öflugar en Ingibjörg Elva á eftir að koma meira inn í þetta en hún er að ná sér af meiðslum. Auk þess fá yngri leikmenn meiri ábyrgð í vetur,“ sagði Birna og hún segir banda- ríska leikmanninn Jacquline Adamshick vera mikinn happafeng en hún skoraði 28 stig gegn KR og tók 22 fráköst. „Við vorum mjög heppnar með Kana. Hún er snill- ingur á sínu sviði og er frábær kar- akter hvort sem er innan vallar eða utan. Hún er rosalega dugleg og hættir aldrei. Hún er eiginlega bara eins og Duracell-kanínan úti um allan völl og ég hef bara ekki kynnst svona leikmanni áður,“ út- skýrði Birna og leyfði blaðamanni að heyra hvernig hljóð slíkar kan- ínur gefa frá sér. „Okkur hefur vantað fleiri leikmenn í fráköstin því Bryndís Guðmundsdóttir hefur nánast þurft að sjá ein um þann þátt. En nú kom þessi trukkur til okkar og hún rífur niður fráköst- in.“ Grindavík skoraði aðeins 36 stig gegn Haukum Haukar áttu ekki í miklum vand- ræðum með að leggja Grindavík á laugardag. Grindavík náði aðeins að skora 36 stig í leiknum en Haukar skoruðu 60. Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Íris Sverrisdóttir skoruðu 10 stig hvor fyrir Hauka. Charmaine Clark skoraði 16 stig fyrir Grinda- vík. Hamar í vandræðum Hamar sigraði nýliða Fjölni á útivelli, 81:73. Hamar náði 20 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta, 34:14, en Fjölnir náði að laga stöðu sína jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks. Margareth McCloskey skor- aði 30 stig fyrir Fjölni og tók að auki 7 fráköst. Jaleesa Butler skor- aði 34 stig og tók 17 fráköst fyrir Hamar. Njarðvík vann góðan útisigur gegn Snæfelli í Stykkishólmi. Snæ- fell var með fimm stiga forskot fyr- ir fjórða og síðasta leikhluta, 55:50, en allt fór úrskeiðis í lokaleikhlut- anum hjá heimaliðinu sem skoraði aðeins 13 stig gegn 27 stigum Njarðvíkur. Adamshick er eins og „Duracell“-kanínan  Birna Valgarðsdóttir segir að Keflvíkingar hafi dottið í lukkupottinn þegar liðið fékk Jacquline Adamshick í sínar raðir  Keflavík vann meistaralið KR Morgunblaðið/Árni Sæberg Þaulreynd Birna Valgarðsdóttir er lykilmaður í Keflavíkurliðinu. Knatt-spyrnumað- urinn Gylfi Ein- arsson, sem er á mála hjá norska úrvalsdeildarlið- inu Brann, mun ganga í raðir sinna gömlu fé- laga í Fylki. Þetta kom fram í viðtali við hann á vefnum fótbolti.net um helgina. Gylfi hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2000. Hann lék með Lille- ström í Noregi, Leeds á Englandi og hefur síðustu árin verið í her- búðum Brann en hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Bergen-liðinu. Hann verður Árbæjarliðinu gríð- arlegur liðsstyrkur en Fylkismenn hyggjast styrkja og stækka leik- mannahóp sinn fyrir næstu leiktíð.    ThomasSörensen, markvörður enska úrvals- deildarliðsins Stoke City, mun ekki verja mark Dana þegar þeir taka á móti Kýp- verjum í und- ankeppni Evrópumótsins í knatt- spyrnu á morgun en þjóðirnar leika í sama riðli og Íslendingar. Sören- sen meiddist í leik Dana og Portú- gala á föstudagskvöldið. Anders Lindegaard leysir hann líklega af hólmi.    Ísland sigraði Færeyjar með 98stigum gegn 80 í Landskeppni í sundi sem fór fram í Laugardals- laug um helgina. Þetta er annað ár- ið í röð sem slík keppni er haldin en í fyrra sigruðu Færeyingar á sínum heimavelli. Ísland varð í 1. sæti í 6 einstaklingsgreinum af tólf, vann bæði 4x50 metra fjórsund (boðsund) karla og kvenna en Fær- eyjar unnu 8x50 metra skriðsund (boðsund) þar sem konum og körl- um var blandað í lið.    Stigahæstueinstakling- arnir á mótinu voru þau Ragn- heiður Ragn- arsdóttir með 808 FINA-stig fyrir 100 metra skriðsund og Jakob Jóhann Sveinsson með 816 stig fyrir 100 metra bringusund. Íslenska liðið var skipað þeim Antoni Sveini Mckee, Ágústi Júl- íussyni, Bryndísi Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttur, Hrafni Traustasyni, Hrafnhildi Lúth- ersdóttur, Ingu Elínu Cryer, Ingi- björgu Kristínu Jónsdóttur, Jakobi Jóhanni Sveinssyni, Jóhönnu Gerðu Gústafsdóttur, Kareni Sif Vilhjálmsdóttur, Kolbeini Hrafn- kelssyni, Njáli Þrastarsyni, Orra Frey Guðmundssyni, Ragnheiði Ragnarsdóttur og Sigurði Erni Ragnarssyni. Þjálfari íslenska liðs- ins var svo Jacky Pellerin. Fólk sport@mbl.is Sebastian Vettel hjá Red Bull sigraði í japanska kappakstrinum í Suzuka. Annar varð liðsfélagi hans Mark Webber og þriðji Fernando Alonso hjá Ferrari. Maður mótsins var hins vegar heimamaðurinn Kamui Kobayashi hjá Sauber. Vettel vann með þessu þriðja sigurinn á árinu en síðast stóð hann á efsta þrepi verðlaunapalls í Evrópukappakstrinum í Val- encia á Spáni í lok júní, eða fyrir hálfum fjórða mánuði. Með sigrinum komst Vettel og upp um sæti í keppninni um heimsmeist- aratitil ökuþóra, er nú jafn Alonso að stig- um í þriðja sæti. Alonso er annar á grundvelli fleiri mótssigra, en báðir eru með 206 stig. Webber er enn efstur, með 220 stig. Kobayashi hóf keppni í 14. sæti og vann sig upp um sjö sæti þar sem hann lauk keppni í því sjö- unda. Á leiðinni sýndi hann mikla dirfsku og mikla útsjónarsemi og tók fram úr hverjum ökumann- inum á fætur öðrum. Þótt keppni hafi verið lítil um fremstu sæti átti stöðubarátta sér stað aftar og sætaskipti áttu sér stað vegna mismunandi keppn- isáætlana. Michael Schumacher elti liðsfélaga sinn Nico Rosberg sem köttur á eftir mús en náði aldrei að vinna sig fram úr. Und- ir lokin brotnaði hjól undan Mercedes-bíl Rosbergs sem snar- snerist og hafnaði á öryggisvegg. Schumacher sýndi í dag ein- hverja bestu frammistöðu á árinu og landi hans Nick Heidfeld stóð sig vel í öðru móti með Sauber þar sem hann lauk keppni í átt- unda sæti. Vettel sá fljótasti í Suzuka í Japan  Sigri Vettel hjá Red Bull aldrei ógnað  Kobayashi hjá Sauber maður mótsins Sebastian Vettel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.