Morgunblaðið - 11.10.2010, Page 5

Morgunblaðið - 11.10.2010, Page 5
Á VELLINUM Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Ég var alltaf í sigurliði á móti Hauk- um í yngri flokkunum en mér hafði ekki tekist að vinna þá eftir að ég fór að spila í meistaraflokki fyrr en núna loksins. Það var löngu kominn tími á þetta og frábært að vinna svona glæsi- legan sigur,“ sagði Logi Geirsson við Morgunblaðið eftir sigurinn á Hauk- um en Logi stjórnaði spili þeirra svart- hvítu eins og herforingi og endurkoma hans í FH-liðið hefur svo sannarlega styrkt það en FH er spáð meistaratitl- inum í vetur. Einstaklega góð blanda „Það er ótrúlegt að koma hingað á Ásvelli og landa níu marka sigri. Það er mikil pressa á okkar liði þar sem arar en eru einstaklega góð blanda,“ sagði Logi. Logi er hægt og bítandi að komast í form eftir að hafa verið mikið frá vegna meiðsla. Spurður hvort hann stefni á endurkomu í landsliðið sagði afmæl- isbarn gærdagsins: „Ég er ekki í lands- liðsformi í dag en ég stefni á að komast í HM-hópinn og reyna þar að verða heimsmeistari. Ég get leyst hvaða stöðu sem er í landsliðinu en nú held ég áfram að vinna í því að fá mig góðan í öxlinni,“ sagði Logi sem lét sér nægja að skora 2 mörk en hann átti fjöldann allan af stoðsendingum í leiknum. „Mitt hlutverk í FH-liðinu er að stjórna spilinu og halda ró í okkar leik. Það geta ekki allir skorað 10 mörk. Óli Guðmunds sér um þá hluti og ég reyni að spila hann uppi. Við höfum unnið mikið í liðsheildinni og þetta er frábær hópur saman, bæði innan og utan vall- ar.“ stöðu hjá okkur og við berum mikið traust til Stjána og Einars í þjálfara- störfunum. Þeir eru mjög ólíkir þjálf- FH er spáð fyrsta titlinum í fjölda ára en við erum alveg með lið til að fara alla leið. Það er frábær maður í hverri Logi stjórnaði FH-liðinu í stórsigri gegn Haukum Morgunblaðið/Ómar Leiðtoginn Logi Geirsson sýndi fína takta sem leikstjórnandi FH-liðsins gegn Haukum á laugardag. Logi ætlar sér að komast á HM í Svíþjóð.  FH-ingurinn Logi Geirsson ætlar sér að komast í HM-hópinn sem fer til Svíþjóðar í janúar og verða heimsmeistari  Alltaf í sigurliði gegn Haukum í yngri flokkum Ásvellir, úrvalsdeild karla, N1-deildin, laugardaginn 9. október 2010. Gangur leiksins: 0:2, 3:4, 3:9, 7:9, 9:12, 12:13, 12:20, 16:21, 16:26, 19:28. Mörk Hauka: Guðmundur Árni Ólafs- son 7/5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Freyr Brynjarsson 2, Þórður Rafn Guð- mundsson 2, Stefán Rafn Sigurmanns- son 2, Heimir Óli Heimisson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 3 (þar af 2 til mótherja), Birkir Ívar Guð- mundsson 15 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk FH: Ólafur Guðmundsson 9, Ás- björn Friðriksson 6/2, Benedikt Reynir Kristinsson 4, Ari Magnús Þorgeirsson 2, Þorkell Magnússon 2, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Logi Geirsson 2/1, Sig- urgeir Árni Ægisson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson, fínir. Áhorfendur: 1.900. Haukar – FH 19:28 ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2010 Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Baráttan um Hafnarfjörðinn varð ójafnari en nokkrum manni hefði líklega dottið í hug en um tvö þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína á Ás- velli urðu vitni að stórsigri FH gegn Íslands- og bikarmeisturum Hauka. FH-ingar léku við hvern sinn fingur á meðan handhafar allra titla í ís- lenskum handbolta voru á köflum eins og byrj- endur í íþróttinni. Þegar var upp var staðið fögn- uðu FH-ingar níu marka sigri, 28:19, og aðra eins útreið hafa Haukarnir ekki fengið á Ásvöllum. FH-ingar gáfu strax tóninn. Þeir mættu vel stemmdir til leiks og náðu fljótlega undirtök- unum í leiknum. Haukunum gekk illa að ráða við framliggjandi vörn FH-liðsins og fyrir aftan hana var Pálmar Pétursson í miklum ham. Eftir stundarfjórðung höfðu FH-ingar náð sex marka forskoti, 9:3, en góð innkoma Birkis Ívars Guð- sigur FH-inga. Haukarnir áttu engin svör við hreyfanlegri og framliggjandi vörn FH-liðsins og Pálmar var í miklu stuði á mili stanganna. Bar- áttan og leikgleðin skein út úr hverju andliti í her- búðum FH og liðsheildin virkilega öflug. Logi Geirsson stjórnaði sóknarleik FH eins og herfor- ingi og ljóst er að endurkoma hans í liðið virkar vel á samherja hans. Ólafur Guðmundsson steig ekki feilspor og átti magnaðan leik og hinn lunkni Ásbjörn Friðriksson átti virkilega góðan dag eins og raun allt FH-liðið. Haukarnir vilja gleyma þessum leik sem allra fyrst. Baráttuleysi og andleysi var algjört í liði meistaranna og mér er til efs að Haukarnir hafi leikið jafn illa frá því þeir tóku völdin í íslenskum karlahandbolta fyrir áratug. Leikmenn Hauka hlupu hreinlega á vegg og ráðaleysi þeirra í sókn- inni var algjört. Birkir Ívar Guðmundsson bjarg- aði því sem bjargað varð og líklega bjargaði hann sínum mönnum frá enn verri útreið. mundssonar í mark Hauka og betri varnarleikur af þeirra hálfu varð til þess að meistararnir náðu að saxa jafnt og þétt á forskot FH og þegar fyrri hálfleikur var allur var munurinn aðeins eitt mark, 13:12. Seinni hálfleikurinn lofaði því heldur betur góðu og áhorfendur nýttu leikhléið til að und- irbúa sig undir spennuþrungnar 30 mínútur. En sú varð nú aldeilis ekki raunin. FH-ingar hrein- lega kaffærðu erkifjendur sína á fyrstu mín- útunum í hálfleiknum. Þeir skoruðu sjö fyrstu mörkin í hálfleiknum og það var ekki fyrr en á 10. mínútu í seinni hálfleik sem Björgvin Þór Hólm- geirsson náði að skora fyrsta mark Hauka. Með þessum frábæra leikkafla gerðu FH-ingar út um leikinn og aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Haukarnir köstuðu hvíta handklæðinu inn á völlinn og játuðu sig sigraða, bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins. Frábær vörn og markvarsla skóp öðru fremur FH-ingar kaffærðu meistarana Morgunblaðið/Ómar Markahæstur Ólafur Guðmundsson skoraði 9 mörk fyrir FH gegn Haukum. „Ég man ekki eftir annarri eins út- reið hér á heimavelli og hef þó bæði mætt liðum eins og Barcelona og Kiel á Ásvöllum. Ég hef aldrei séð aðra eins hörmung og við sýndum í þessum leik,“ sagði Birk- ir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, við Morgunblaðið eftir skellinn gegn FH-ingum. „Ég hélt að við myndum mæta grimmir út í seinni hálfleikinn eft- ir að hafa unnið okkur inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiksins en við mættum bara ekki til leiks. Við hættum að spila sem lið og frammistaðan var hörmuleg en ég tek það ekki frá FH-ingum að þeir spiluðu virkilega vel. Það var engu líkara en að þeir væru ríkjandi Evrópumeistarar en við eins og lé- legt 2. flokks lið. Við klikkuðum á flestum sviðum handboltans og gáfumst hreinlega upp löngu áður en leikurinn var búinn,“ sagði Birkir Ívar sem bjargaði sínum mönnum frá enn stærra tapi. „Það er vonum sérstaklega sárt að tapa svona gegn FH. Vonandi læra ungu strákarnir af þessum leik og þeir átta sig vonandi á því að heimurinn er ekki sigraður með einum góðum leik. Þetta er stöðug vinna og menn verða að leggja hart að sér til að bæta sig,“ sagði Birkir. Kannski voru menn svona spenntir að lesa bók Loga Spurður út í andstæðinganna sagði Birkir; „Á pappírunum er FH með sterkasta hópinn en mótið er langt og strangt. Við vorum ansi gjafmildir og engu líkara en að FH ætti afmæli og við værum að færa liðinu fyrsta afmælispakk- ann. Ég veit ekki hvort menn hafi verið svo spenntir að lesa bókina hans Loga að þeir gleymdu að spila handbolta hér í dag,“ sagði Birkir Ívar. gummih@mbl.is Birkir: „Aldrei séð aðra eins hörmung“ Ósáttur Birkir Ívar Guðmundsson var ekki sáttur í leikslok. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.