Morgunblaðið - 11.10.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 11.10.2010, Síða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2010 Kristján Jónsson kris@mbl.is Samkvæmt hinum merku boltagreinafræðum þá er lífseig sú kenning að annað keppnis- tímabilið í efstu deild geti reynst erfitt. Nýlið- ar í efstu deild komast gjarnan langt á stemn- ingunni, og viljanum til að sanna sig, en svo getur orðið spennufall á öðru ári. Hamar var nýliði í efstu deild í fyrra og stóð sig vel. Liðið var samkeppnisfært og rúmlega það. Með örlítilli heppni hefði liðið komist í úr- slitakeppnina en rétt missti af því í óvenju jafnri deild. Nú er því spurningin hvort Hamar nái að taka næsta skref og komast í úr- slitakeppnina eða hvort liðið muni þurfa að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Leikstjórn- andi liðsins, André Dabney, er þekkt stærð eftir góða frammistöðu í fyrra. Þar sem miklar breytingar urðu á liði Hamars þá er jákvætt að þurfa ekki að setja nýjan mann inn í mikilvæga stöðu leikstjórnandans. Dabney er öflugur leikmaður og gefur samherjum sínum aukið sjálfstraust með skemmtilegum tilþrifum. Fyrirliðinn Svavar Páll Pálsson verður eftir sem áður hjarta liðsins enda mjög traustur leikmaður sem gerir fá mistök og á sjaldan slaka leiki. Ragnar Nathanaelsson verður lyk- ilmaður í vörninni og forvitnilegt verður að fylgjast með hans framgangi. Darri Hilm- arsson er búinn að sanna sig í deildinni sem öflugur leikmaður og hann gæti sprungið út á leiktíðinni. Hamri veitir ekki af því í sóknar- leiknum því Marvin Valdimarsson var af- skaplega drjúgur í stigaskorun í fyrra. Hans skarð verður vandfyllt og spurningin er hversu mikið framlag Hvergerðingar munu fá frá Litháanum Nerijus Taraskus sem væntanlega mun spila sem framherji. Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, er eng- inn nýgræðingur í fræðunum og hefur lengi verið einn efnilegasti þjálfari landsins. Ágúst lifir og hrærist í körfuboltanum og engin ástæða til að ætla annað en að honum takist að púsla saman öflugu liði eins og í fyrra. Morgunblaðið/Ómar Þjálfarinn Ágúst Björgvinsson þjálfar bæði karla - og kvennalið Hamars. Taka leikmenn Hamars næsta skref? Eftir ágættgengi á síð- ustu leiktíð þar sem Hamar rétt missti af sæti í úr- slitakeppninni, varð liðið fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Marvin Valdimarsson ákvað að ganga til liðs við Stjörnuna en hann var einn stigahæsti leik- maður deildarinnar á síðustu leiktíð. Auk þess fór hinn bráðefnilegi Oddur Ólafsson í nám til Bandaríkjanna. Páll Helgason fór sömuleiðis utan og Viðar Hafsteinsson hvarf einnig á braut.    Hvergerðingarhafa þó reynt að berja í brestina og það voru góðar fréttir fyrir þá að mið- herjinn Ragnar Nathanaelsson fór ekki til Banda- ríkjanna eins og til stóð í vor. Hamar krækti jafnframt í tvo KR-inga í sumar, þá Darra Hilmarsson og Ellert Arnarson. Þeir hafa ekki fengið stór hlutverk hjá KR og eru vafalaust hungraðir í að sanna sig hjá nýju félagi. Kjartan Kárason kom einnig frá FSu að ógleymdum Nerijus Taraskus frá Litháen. Við þetta má bæta að bandaríski leik- stjórnandinn André Dabney er áfram í Hveragerði en hann sýndi lipra takta á síðustu leiktíð.    Hamar var nýliði í deildinni á síð-ustu leiktíð en átti möguleika á sæti í úrslitakeppninni fram í síðustu umferð og hafnaði að loknum í 10. sæti. Ágúst Björgvinsson er við stjórnvölinn hjá liðinu en hann kom liðinu upp í úrvalsdeild þegar hann tók við því fyrir tveimur árum. Ragnar og er enn undir stjórn Ágústs hjá Hamri. Ungir menn sem eru á þriðja metra á hæð eiga oft í tíðum í vandræðum með að ná upp nægilegum vöðvamassa til að samsvara sér en Ragnar hefur ekki glímt við það vandamál. Er ekki eins og tannstöngull „Ég hef alltaf verið í þykkari kantinum og langar ekki að vera eins og tannstöngull. Ég borða mikið og geri ýmsar æfingar til að styrkja líkamann. Auk þess hef ég gert aukaæfingar til að flýta fyrir því að verða góður íþróttamaður. Það tekur tíma að læra á líkamann og ná stjórn á honum en ég hef lagt talsvert á mig til þess að ná framförum.“ Ragnar var í byrjunarliðinu hjá Hamri í fyrra og á þessari leiktíð má reikna með að hann verði í lyk- ilhlutverki. „Ég hef bætt hraðann hjá mér og styrkinn. Ég geri mér grein fyrir því að ég er lykilmaður í vörninni hjá Hamri og ég er bú- inn að vinna að því á fullu að á þessu keppnistímabili fari að sjást meira í mig,“ sagði Ragnar og komst þar skemmtilega að orði. Hann er bjartsýnn á veturinn og telur Hamar vera með sterkara lið en á síðustu leiktíð. Sterkara lið en í fyrra „Ég myndi nú telja að við vær- um aðeins sterkari en í fyrra. Við erum búnir að fá bæði Darra og Ellert sem eru báðir mjög sterkir leikmenn. Auk þess kom Litháinn Nerijus til okkar og hann styrkir hópinn enda fjölhæfur leikmaður. Mér líst því bara mjög vel á hóp- inn.“ Okkar aðalmarkmið er að komast í úrslitakeppnina og ein- beitum okkur að því. Ef okkur tekst það þá kíkjum við á ný mark- mið en við teljum að við séum ekki að setja of mikla pressu á okkur með þessu.“ Ljósmynd/Guðmundur Karl Hoppar ekki Ragnar Nathanaelsson þarf ekki að stökkva til þess að verja skotin undir körfunni - enda er hann 2.18 metrar á hæð en körfuhringurinn er í 3.05 m hæð. Hér er Ragnar í baráttunni gegn Glen Robinsson, miðherja Hauka, í fyrsta deildarleiknum í síðustu viku. Ágúst smitaði Ragnar  Hinn 19 ára gamli Ragnar Nathana- elsson í lykilhlutverki  Hafði mikinn áhuga á handbolta  Er hávaxnasti núlifandi Íslendingurinn ásamt Pétri G. KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Ragnar Nathanaelsson, miðherji Hamars, mun vafalaust láta til sín taka í Iceland Express-deildinni. Ragnar er 218 cm á hæð og hér væri freistandi að nota alls kyns samlíkingar eins og að Ragnar gnæfi yfir keppinauta sína jafnt sem samherja. Einfaldast er þó að benda á þá einföldu staðreynd að Ragnar er hávaxnasti núlifandi Ís- lendingurinn ásamt Pétri Guð- mundssyni, fyrrum leikmanni í NBA-deildinni. Eru þeir næsthá- vöxnustu Íslendingar í sögunni á eftir Jóhanni Svarfdælingi eftir því sem næst verður komist. Stærri en kennararnir Ragnar er 19 ára gamall og seg- ist telja að hann sé hættur að stækka. „Ég myndi kannski segja það. Ég á kannski inni einn cm ef ég verð heppinn,“ sagði Ragnar léttur þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum á laugardaginn. „Ég hef verið hávaxnastur í mínum vina- og kunningjahópi frá því ég man eftir mér. Ég var alltaf verið stærri en jafnaldrarnir í grunnskól- anum og reyndar kennararnir líka,“ rifjar Ragnar upp og segir að sig hafi langað til þess að leika handbolta áður en honum var bent á körfuboltann. „Á yngri árum hafði ég miklu meiri áhuga á hand- boltanum og langaði meira að vera í honum. Sú íþrótt var hins vegar ekki þjálfuð eða kennd í Hvera- gerði og þess vegna prófaði ég körfuboltann. Þegar Ágúst Björg- vinsson byrjaði að þjálfa í Hvera- gerði ákvað ég að kíkja á æfingu hjá honum og hann tók mig undir sinn væng. Hann sá til þess að ég mætti á æfingar og hann smitaði mig af körfuboltaáhuganum,“ sagði Andre Dabney 27 ára Bakvörður (1,85 m) Bjarni Lárusson 20 ára Framherji (1,95 m) Bjartmar Halldórsson 17 ára Bakvörður (1,75 m) Ellert Arnarson 23 ára Bakvörður (1,80 m) Emil F. Þorvaldsson 20 ára Bakvörður (1,82 m) Kjartan Kárason 32 ára Bakvörður (1,88 m) Mikael R. Kristjánsson 21 árs Framherji (1,93 m) Ragnar Á. Nathanaelsson 19 ára Miðherji (2,18 m) Snorri Þorvaldsson 21 árs Bakvörður (1,82 m) Stefán Halldórsson 20 ára Bakvörður (1,80 m) Svavar Páll Pálsson 19 ára Miðherji (2,01 m) Eyþór Heimisson 16 ára Framherji (1,96 m) Nerijus Taraskus Leikmannahópurinn HAMAR VETURINN 2010-2011 2.18 m. Ragnar Nathanaelsson, miðherji á framtíðina fyrir sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.