Morgunblaðið - 13.10.2010, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Strandríkjafundur Íslendinga, Evr-
ópusambandsins, Færeyinga og Norð-
manna um skiptingu makrílkvóta fyrir
næsta ár hófst í London í gær. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
fóru viðræðurnar hægt af stað en þær
standa fram á fimmtudag. Íslendingar
fengu í fyrsta skipti að koma að samn-
ingaborði strandríkja um makríl í
fyrra, en þá náðist ekkert samkomu-
lag og setti þá hvert ríkjanna fjögurra
sér einhliða kvóta.
Fundurinn sem nú stendur í Lond-
on kemur í kjölfar tveggja daga tví-
hliða fundar Íslands og ESB í sept-
ember. Tómas H. Heiðar, formaður
íslensku viðræðunefndarinnar, sagði í
lok þess fundar að hann teldi að aðilar
hefðu meiri skilning á sjónarmiðum
hvor annars og að hann teldi mögu-
leika á því að niðurstaða næðist á
strandríkjafundinum í ár.
Makríllinn enginn túristi
Staðan í makrílviðræðunum var
tekin fyrir í umræðum utan dagskrár
á Alþingi í gær og sagði þá Einar K.
Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, að Íslendingar yrðu að standa á
sínum rétti þrátt fyrir „purkunarlaus-
ar ofbeldishótanir sunnan úr Brussel“.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra sagði þá að allir yrðu að gera sér
grein fyrir réttindum hver annars og
ábyrgð. Það væri skylda ríkjanna að
komast að niðurstöðu sem tryggði
réttláta skiptingu, en einnig sjálfbær-
ar veiðar.
„Við munum halda fram okkar rétti
og skyldum og krefjast þess af hinum
aðildarríkjunum að þau geri nákvæm-
lega eins. Ég heiti því að ég mun fyrir
okkar hönd standa á eðlilegum rétti
okkar og ábyrgð eins og við höfum
gert í samningum um veiðar úr sam-
eiginlegum stofnum.“
Með íslenskt vegabréf
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra tók einnig til máls og sagði að
makríldeilan væri sagan af Davíð og
Golíat og sú saga endaði jafnan á því
að Davíð sigraði. Össur sagðist telja
bréfaskriftir framkvæmdastjórnar
ESB til Íslendinga óviturlegar. Í bréfi
til Jóns og Össurar í síðustu viku lýstu
þrír fulltrúar framkvæmdastjórnar-
innar áhyggjum sínum vegna makríl-
veiða Íslendinga. Í svarbréfi frá Jóni
og Össuri var þessu mótmælt og bent
á að ríkin fjögur bæru sameiginlega
ábyrgð.
Í viðræðunum á Alþingi í gær bætti
Össur því við að makríllinn væri ekki
„tímabundinn túristi“ í íslensku efna-
hagslögsögunni heldur hefði hann út-
vegað sér íslenskt vegabréf og væri
farinn að hrygna allt í kringum landið.
Þá kæmi hann ekki ókeypis heldur
tæki til sín mikla átu frá öðrum stofn-
um. Öll rök væru því með því að Ís-
lendingar fengju sanngjarnan hlut úr
makrílstofninum.
Viðræður um makríl hafnar
Þriggja daga strandríkjafundur hafinn í London Makríldeilan „sagan af Dav-
íð og Golíat“ Öll rök með því að Íslendingar fái sanngjarnan hlut í stofninum
„Íslendingar eiga
að standa á sínum
rétti þrátt fyrir
purkunarlausar of-
beldishótanir.“
Einar K. Guðfinnsson
Yfir 300 manns komu saman við Héraðshælið á
Blönduósi og héldu fylktu liði í Félagsheimilið til
að mótmæla niðurskurði ríkisstjórnarinnar á
framlögum til heilbrigðismála í A-Húnavatns-
sýslu. Það var samdóma álit fundarmanna að
niðurskurðurinn væri algjört rothögg fyrir sam-
félagið. Samþykkt var ályktun þar sem áform-
unum var mótmælt og skorað á ríkisstjórnina að
„draga til baka þessa aðför að HSB“.
Algjört rothögg fyrir samfélagið
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngu- og sveitar-
stjórnarmála, vék sér ítrekað undan því á Alþingi í gær að
svara hvort hann styddi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar-
innar. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, vakti máls á því að rökrétt væri að álykta að
Ögmundur styddi ekki frumvarpið og vísaði hann í því
sambandi til ummæla Ögmundar sem í viðtali við
Víkurfréttir á dögunum sagði sér ekki hugnast álver í
Helguvík.
„Í ljósi þeirra yfirlýsinga verður að líta til þess að meg-
inforsenda fjárlagafrumvarpsins er sú hagvaxtarspá og
hagvaxtarforsendur sem þar byggjast. Þær hagvaxtarfor-
sendur byggjast á því að farið verði í framkvæmdir við
byggingu álvers í Helguvík, framkvæmdir sem hæstvirtur
ráðherra styður ekki,“ sagði Sigurður Kári og spurði í kjöl-
farið hvort Ögmundur styddi fjárlagafrumvarpið.
Í andsvari sagðist Ögmundur ekki skilja samhengið í
spurningunni. Hann sagði að umræðan um atvinnuupp-
byggingu í Reykjanesbæ hefði verið keyrð í öngstræti. Um
stuðning sinn við fjárlagafrumvarpið sagði hann hinsvegar
ekkert og ekki heldur þegar Pétur Blöndal og Einar K.
Guðfinnsson kröfðust svara við spurningunni. una@mbl.is
Vék sér undan spurningum
um fjárlagafrumvarpið
Morgunblaðið/Golli
Alþingi Ögmundur svaraði Sigurði Kára þannig að eina
lausn Sjálfstæðisflokksins væri „ál eða dauði“.
Sveitarstjórnarmálaráðherra
styður ekki álver í Helguvík
„Ég er til í að
milda áhrifin og
taka þetta á
lengri tíma,“ seg-
ir Guðbjartur
Hannesson heil-
brigðisráðherra
um þá öldu mót-
mæla sem hefur
verið við boð-
uðum niðurskurði
í heilbrigðisþjón-
ustu samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu, ekki síst á landsbyggðinni.
Guðbjartur segir jafnframt að
stjórnvöld verði að þora að for-
gangsraða ef eigi að standa við
áform um niðurskurð um 4,7%.
Hann segist hafa áskilið sér rétt
til að skoða betur tillögur í fjárlaga-
frumvarpinu áður en 2. umræða fer
fram á Alþingi. Í því skyni séu
vinnuhópar ráðuneytisins að störf-
um í heilbrigðisumdæmunum og
hann muni sjálfur eiga fundi með
forstöðumönnum heilbrigðisstofn-
ana. Í framhaldi af þeirri vinnu muni
hann taka sínar ákvarðanir.
Skilur vel reiðina
Nærveru ráðherrans hefur verið
óskað á íbúafundum um land allt að
undanförnu og aðspurður segist
Guðbjartur ekki hafa átt möguleika
á að fara á þessa fundi, sem hafi
kannski verið 3-4 á sama deginum.
„Ég skil mjög vel reiði fólks og
hlusta að sjálfsögðu á þau skilaboð
sem við fáum. Í allri umræðu höfum
við þetta til hliðsjónar. Ég er að
vinna í fleiri málum þessa dagana,
eins og skuldavanda heimilanna, og
bið fólk að virða við mig þó að ég
komist ekki á fundina.“ bjb@mbl.is
Er til í
að milda
áhrifin
Guðbjartur
Hannesson
„En verðum að þora
að forgangsraða“
Vopnað rán var framið á pitsustað í
Núpalind í Kópavogi í gærkvöld.
Maður mætti á staðinn vopnaður
eggvopni og ógnaði afgreiðslustúlku,
sem var ein að störfum. Hann krafð-
ist peninga og komst undan með
eitthvað af aurum, að sögn lögreglu.
Maðurinn var um 1,70 cm á hæð með
lambhúshettu á höfði. Lögregla leit-
aði enn mannsins þegar Morg-
unblaðið fór í prentun.
Vopnað rán
í Kópavogi
Framboðsfrestur til
hádegis 18. október
Framboðum til stjórnlagaþings skal skilað
til landskjörstjórnar fyrir klukkan 12 á hádegi
næstkomandi mánudag, 18. október. Nánari
upplýsingar á kosning.is og landskjor.is.
Kosið verður 27. nóvember. Stjórnlagaþing kemur
saman eigi síðar en 15. febrúar 2011 til að endurskoða
stjórnarskrá Íslands.
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið