Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Á morgun, fimmtudag, munu Blindra- félagið og Augn- læknafélag Ís- lands, með stuðningi Nov- artir, standa fyr- ir málstofu í til- efni af Alþjóð- legum Sjónverndardegi. Aðalræðumaður málstofunnar verður dr. Weng Tao frá Banda- ríkjunum. Hún mun fjalla um þróun á fyrstu fyrirbyggjandi meðferðum við arfgengum sjónhimnusjúk- dómum, en þessir sjúkdómar eru orsök 3 af hverjum 4 blindra- tilfellum á Vesturlöndum. Málstofan hefst kl. 17:00 og fer fram í húsnæði Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, 2. hæð. Aðgangur er öllum opinn. Málþing í tilefni af Alþjóðlegum sjónverndardegi Á morgun, fimmtudag, er alþjóð- legur dagur öndunarmælinga sem ýmis alþjóðleg samtök hjúkr- unarstétta standa að. Í dag eru um 5% Íslendinga með astma og um 18% Íslendinga 40 ára og eldri hafa skerta öndun. Í tilefni dagsins verða ókeypis öndunarmælingar í húsakynnum SÍBS við Síðumúla 6 kl. 15-17 og verður þar líka hægt að fá allskyns upplýsingar og ráðgjöf. Alþjóðlegur dagur öndunarmælinga Morgunblaðið/Kristinn Andið rólega Christian Ronaldo er andlit átaksins í Portúgal. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut í Kópa- vogi, sunnan Smáralindar, á fimmtu- dag sl. milli kl. 14 og 14:30. Rauðum bíl, trúlega af gerðinni Nissan Sunny, líklega af árgerð 1995 eða eldri, var ekið í veg fyrir svart bif- hjól með þeim afleiðingum að öku- maður bifhjólsins neyddist til að stýra hjólinu inn á vegöxl til að forð- ast árekstur. Við það féll bifhjóla- maðurinn í götuna og slasaðist. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Sérstaklega er þess óskað að ökumaður grænnar Nissan Almera bifreiðar gefi sig fram en sá gaf sig á tal við bifhjólamanninn strax eftir slysið. Lýst eftir vitnum að umferðarslysi STUTT BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjóri Norðurþings segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að ríkissjóður tæki þátt í kostn- aði við uppbyggingu stórskipahafn- ar við Húsavík. Hann vísar einnig til jafnræðis en ríkið tók þátt í bygg- ingu stórskipahafnar vegna álvers í Reyðarfirði. Við endurskoðun samgönguáætl- unar fyrir árið 2011 til 2015 liggja fyrir óskir um þátttöku ríkisins í hafnaframkvæmum upp á um 15 milljarða króna, framkvæmdum sem ekki er gert ráð fyrir að ríkið taki þátt í samkvæmt núgildandi hafna- lögum. Þar telja mest framkvæmdir sem þegar eru hafnar í Helguvík og áformaðar stórskipahafnir við Húsa- vík og í Þorlákshöfn. Siglingastofnun áætlar að hlutur ríkisins yrði um helmingur heildar framkvæmdakostnaðar, eða 7 til 7,5 milljarðar kr. Til samanburðar má geta þess að á fjárlögum þessa árs er aðeins 282 milljónum varið til hafnabótasjóðs. Er því ljóst að fjár- magna þyrfti stórskipahafnirnar sérstaklega, ef ríkið ætti að taka þátt í þeim. Fyrir liggur frumvarp 29 þing- manna um breytingar á hafnalögum sem miða að því að ríkinu verði heimilað að taka þátt í kostnaði við byggingu stórskipahafnar í Helgu- vík. Einnig hafa verið uppi áform um uppbyggingu vegna stóriðju við Húsavík og Þorlákshöfn. Ríkið tekur þátt í undirbúningi „Við gerum ráð fyrir því að ríkið komi að þessum framkvæmdum með sambærilegum hætti og annars staðar,“ segir Bergur Elías Ágústs- son, bæjarstjóri á Húsavík og hafn- arstjóri sveitarfélagsins. Hann vísar til þess að Norðurþing hafi unnið með ríkinu að stóriðjuverkefni frá því á árinu 2006. Hafnarfram- kvæmdir séu hluti af því. „Það hefur alla tíð verið gert ráð fyrir því að ríkisvaldið kæmi að þessum fram- kvæmdum,“ segir Bergur. Hann bendir á að Siglingastofnun hafi unnið að rannsóknum til und- irbúnings hafnargerðarinnar og sótt hafi verið um framlög á samgöngu- áætlun. Spurður um rök fyrir því að ríkið komi að byggingu hafna sem sér- staklega eru byggðar fyrir stóriðju- fyrirtæki vísar Bergur til jafnræðis. Þetta hafi ríkið gert. Þá segir hann að síst minni ástæða sé til þess í minni samfélögum sem geti átt í erf- iðleikum með að fjármagna stór verkefni. „Ef þetta eru verkefni sem hafa áhrif á vöxt byggðarlaga og hagvöxt í landinu er eðlilegt að rík- isvaldið komi þar að, ef það er á ann- að borð vilji til þess að byggð sé í öllu landinu,“ segir Bergur. Kostar að búa til peninga Árni Johnsen, fyrsti flutnings- maður tillögunnar um Helguvíkur- höfn, segir að það liggi á að liðka fyrir málum þar. Miklir peningar séu komnir í höfn og undirbúning álvers. Hann tekur fram að þegar álver verði í augsýn á Bakka muni hann berjast af fullri hörku fyrir stórskipahöfn á Húsavík. Hann get- ur þess jafnframt að til standi að endurflytja frumvarp um breyting- ar á hafnalögum sem setji lögin sem giltu fyrir 2003 að miklu leyti í gildi á ný. Þau hafi verið mistök og nú drabbist hafnirnar niður. „Það kostar peninga að búa til peninga,“ segir Árni þegar hann er spurður að því hvort ríkið hafi efni á að styrkja byggingu hafnanna. Ríkið muni fá milljarð á mánuði í tekjur af starfsemi við Helguvíkurhöfn, 120 milljarða á tíu árum. Hann tekur fram að ekki þurfi að reiða allt fram- lag ríkisins fram strax, en það þurfi að liggja fyrir hvert það verði. Gert ráð fyrir að ríkið komi að framkvæmdum Morgunblaðið/Heiddi Stórskipahöfn Byggja á 700 metra langan garð norðan við Bökugarð í Húsavíkurhöfn. Gerðar hafa verið rann- sóknir á fyrirhugaðri höfn hjá Siglingastofnun. Í garðinn fer ein milljón rúmmetra af efni.  Bæjarstjórinn á Húsavík vísar til fordæma um þátttöku ríkisins í hafnargerð Fyrsta Powerade-hlaup vetrarins verður haldið annað kvöld. Að venju er hlaupið frá Árbæjarlaug og í 10 km hring um Elliðaárdal. Þátttökugjald er einungis 300 krón- ur. Gjaldið rennur í sjóð sem not- aður er til að kaupa konfekt sem er til verðlauna í desemberhlaupinu og til að fjármagna glæsilegt loka- hóf að vori. Starfsmenn hlaupsins, fimm að tölu að jafnaði, eru allir sjálfboðaliðar. Alls eru sex Powerade-hlaup í vetrarseríunni, ávallt annað fimmtudagskvöld í mánuði. Fyrsta hlaupið var haldið í október árið 2000 og hefur keppni aldrei fallið niður. Að þessu sinni er bryddað upp á þeirri nýbreytni að boðið er upp á parakeppni. Samanlagður tími pars ákvarðar sæti þess. Parið verður að vera kærustupar, í stað- festri sambúð eða hjón. Búist er við gríðarlegri spennu í parakeppni ársins, en reyndar er hart bitist um hvert einasta stig í hlaupinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldi Um 370 manns hlupu í sjötta og síðasta hlaupinu í fyrravetur. Boðið upp á parakeppni í Powerade-hlaupum Nefnd um vist- og meðferðarheimili Viðtöl við einstaklinga sem dvöldu á Upptökuheimili ríkisins 1945-1978 og Unglingaheimili ríkisins 1978-1994 Með erindisbréfi, dags. 2. apríl 2007, skipaði forsætisráðherra nefnd á grundvelli laga nr. 26/2007 um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn (vistheimilanefnd). Hlutverk hennar er að kanna hver tildrög þess hafi verið að börn voru þar vistuð, hvernig opinberu eftirliti hafi verið háttað með starfsemi viðkomandi stofnunar og hvort börn sem þar voru vistuð hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvöl þeirra stóð. Um þessar mundir er vistheimilanefnd að kanna starfsemi Upptökuheimilis ríkisins 1945-1978 og Unglingaheimilis ríkisins 1978-1994. Á starfstíma Upptökuheimilis ríkisins fór starfsemi þess fram að Elliðahvammi í Kópavogi, í starfsmannabústað við Kópavogshæli og á Kópavogsbraut 17 og Kópavogsbraut 9 í Kópavogi. Á starfstíma Unglingaheimilis ríkisins fór starfsemi þess fram að Kópavogsbraut 17 og Kópavogsbraut 9 í Kópavogi, Sólheimum 7, Sólheimum 17 og Efstasundi 86 í Reykjavík, Smáratúni í Fljótshlíð og Torfastöðum í Biskupstungum. Auk þess var starfrækt á vegum Unglingaheimilis ríkisins meðferðarstöð fyrir unga vímuefnaneytendur á Tindum á Kjalarnesi. Vistheimilanefnd óskar vinsamlegast eftir því að þeir sem dvöldu sem börn eða unglingar á ofangreindum stofnunum á einhverjum tíma á árunum 1945-1994, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um reynslu sína af dvölinni, hafi samband við nefndina fyrir 1. desember nk. í síma 563 7016 eða á netfangið vistheimili@for.stjr.is. Þrír þingmenn hafa hætt við að vera meðflutningsmenn lagafrumvarps sem heimilar ríkinu að greiða hluta kostnaðar við hafnarframkvæmdir í Helguvík. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar, segist hafa skrifað undir frumvarpið af fljótfærni. „Það dugar ekki að leggja fram fjárlagafrumvarp eins og það er og skrifa svo upp á tillögur af þessu tagi. Það fannst mér ekki ríma, þegar ég hugsaði málið til enda,“ segir Valgerður. Baldvin Jónsson sem situr á þingi sem varamaður Birgittu Jónsdóttur segist hafa skrifað upp á tillöguna fyrir misskilning. Málið hafi verið kynnt þannig að með því væri verið að láta Helguvík njóta jafnræðis við aðrar hafnir. Ekkert hafi verið minnst á uppbyggingu í þágu stóriðju. „Mér finnst öll mál varðandi álver í Helguvík óljós og of snemmt að setja peninga í hafnargerð,“ seg- ir Baldvin. Ekki náðist í Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Samfylk- ingu. Enn standa 29 þingmenn að frumvarpinu, þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og fjórir þing- menn Samfylkingar. Árni Johnsen, fyrsti flutnings- maður, telur eigi að síður að öruggur þingmeirihluti sé fyrir málinu. Fleiri þingmenn, þar á meðal ráðherrar, hafi lýst yfir stuðningi við það þótt þeir geti ekki verið meðflutningsmenn. Telur meirihluta fyrir málinu ÞRÍR ÞINGMENN HÆTTU VIÐ AÐ STANDA AÐ HAFNAFRUMVARPI Framkvæmdir við álver Norðuráls við Helguvík hófust 2008.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.