Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 ✝ Ingibjörg (Inda)Finnsdóttir fædd- ist á Sandbrekku (Melagötu 15) í Nes- kaupstað 5. júní 1927. Hún andaðist að hjúkrunarheimilinu í Neskaupstað 5. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Finnur Sigfús Jóns- son bátasmiður, f. 9. október 1888, d. 22. janúar 1962, og Mar- grét Guðnadóttir frá Vöðlum í Vöðlavík, f. 30. nóvember 1886, d. 28. sept- ember 1968. Systkini Ingibjargar voru Jón, f. 17. nóvember 1915, d. 3. febrúar 1991; Anna Sigurborg, f. 21. febrúar 1918, d. 27. ágúst 2001, og Guðni Þórarinn, f. 12. september 1923, d. 23. júní 1964. Ingibjörg giftist Þórði Matthíasi Þórðarsyni 25. desember 1948. Hann fæddist 10. desember 1925. Börn þeirra eru: Þórður, f. 18. októ- ber 1948. Hann er kvæntur Önnu Margréti Björnsdóttur og eiga þau þrjár dætur og sex barnabörn. Finnur, f. 26. desem- ber 1949. Hann er kvæntur Socorro Pe- rez Þórðarson og eiga þau eina dóttur, fyrir á hann þrjú börn og fjögur barnabörn. Skúli, f. 10 apríl 1952, d. 28. apríl 1991. Sturla, f. 14. júlí 1956. Hann er kvæntur Rakel Halldórsdóttur og eiga þau fjögur börn. Ingibjörg ólst upp á Sandbrekku á Norð- firði, yngst sinna systkina. Hún vann við verslunarstörf á sínum yngri árum, m.a. í PAN í mörg ár. Hún var virk í íþróttafélaginu Þrótti og stundaði m.a. handbolta. Eftir að hún giftist var hún heima- vinnandi og sinnti heimilinu þar til strákarnir fóru að heiman en þá fór hún að vinna hjá Pósti & síma og vann þar uns hún hætti vegna ald- urs. Útför Ingibjargar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 13. októ- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Inda amma var amma eins og þær gerast bestar. Heima hjá Indu ömmu og Lilla afa vorum við alltaf velkomnar og þangað fórum við oft einfaldlega bara til að vera þar. Það þurfti enga ástæðu til að heimsækja þau. Ef við höfðum þörf fyrir að hvíla okkur hver á annarri eða okkur ein- faldlega leiddist var alltaf hægt að fara á Hólsgötuna og hanga þar. Amma var alltaf heima og reglur voru ekki til. Við gengum í ísinn sem alltaf var til í frystinum og amma gaf okkur kaffi með mjólk og sykri og við dýfðum hörðum kringlum ofan í og vissum að þetta mátti hvergi nema hjá Indu ömmu. Það var ekki hægt að láta sér leiðast á Hólsgötunni og alltaf leyfði amma okkur að gista, spurningin var aðeins um leyfi frá mömmu og pabba. Eftir að hafa gist á Hólsgötunni fórum við oft í sund morguninn eftir með ömmu og þótti okkur það sérstaklega spennandi. Kompan við stigann á Hólsgötunni er okkur öllum minnisstæð, það var eins og að koma í annan heim að koma þar inn. Anders And på dansk var lesið í kompunni, gramsað í gömlu dóti eða vasaljós notað og skriðið eins langt inn og hægt var þangað til við komum út á öðrum stað. Það voru margar hefðir hjá Indu ömmu og Lilla afa. Jólaboðin á ann- an í jólum, veislurnar eftir fótbolta- leiki Þróttar og gamlársdagur var al- veg einstakur. Þá fórum við systur á Hólsgötuna til að horfa á Sirkus Billy Smart í lit, en við áttum þá bara svarthvítt sjónvarp. Það er alveg vonlaust að horfa á Billy Smart í svarthvítu eftir að hafa séð hann í lit. Mikið var spilað á Hólsgötunni og Skúli föðurbróðir okkar var óþreyt- andi þegar kom að því að spila við okkur krakkana. Amma greip svo í spilin í neyð ef vantaði mann en yf- irleitt sá hún um að færa okkur eitt- hvað gott í gogginn meðan á spilun- um stóð og ofdekraði okkur með alls kyns góðgæti. Það er alveg víst að við hefðum mátt vera duglegri við að þakka fyrir okkur. Amma var alltaf heima og við hikuðum ekki við að koma með vinkonur okkar með okk- ur í drekkutímann til ömmu. Eftir að amma fór að vinna við að bera út póstinn hjálpuðum við henni stund- um á mesta annatímanum fyrir jólin. Það var alltaf skemmtilegt að bera út póstinn og klofa snjóskaflana með ömmu í alls konar veðrum og hálku. Þegar við urðum sjálfar mæður og amma varð langaamma fór amma að veikjast. Erfitt er til þess að hugsa að okkar börn muna ekki eftir Indu ömmu frískri en hún var þó stór hluti af þeirra lífi og það er búið að horfa á ófáa fótboltaleikina með henni und- anfarin ár. Uppáhalds sjónvarpsefn- ið hennar var án efa fótbolti og hún var ótrúlega klár að þekkja leikmenn og hennar lið var Chelsea. Eftir að þau fluttu á Valsmýrina var oft mikið fjör fyrir framan sjónvarpið um helgar. Inda amma var yndisleg amma og við erum afar þakklátar fyrir að hafa átt hana. Margrét, Ingibjörg og Þóra Matthildur Þórðardætur. Inda amma, eins og hún var alltaf kölluð, er látin og eftir sitja ótal góð- ar minningar. Minningar frá jólaboð- unum þar sem alltaf var tekið upp slideshowið og skoðaðar gamlar myndir. Mikið var alltaf hlegið og þá sérstaklega að tveimur myndum, af þér á kameldýrinu á Spáni og svo af þeim bræðrum á yngri árum. Þið afi voruð alveg einstök við okkur barna- börnin og alltaf var líf og fjör á Vals- mýrinni. Mörg kvöldin kom ég upp eftir til að spila við þig og afa og auð- vitað var borðað góðgæti með. Marg- ar voru heimsóknirnar og oft komu vinkonurnar með, enda alltaf gaman að koma til afa og ömmu. Amma átti alltaf ís í kistunni handa barnabörn- unum og var því stundum komið við eftir útileikina og fengið sér hress- ingu. Undanfarin ár hef ég búið fyrir sunnan og því heimsóknirnar verið færri. Afskaplega er ég þakklát fyrir þennan tíma sem við áttum saman í sumar. Þó svo að sjúkdómur hafi hrjáð ömmu undanfarin ár þá var alltaf stutt í hláturinn og fallega brosið. Þegar ég hugsa til baka finnst mér vera forréttindi að fá að hafa alist upp með þér og afa. Elsku afi, guð gefi þér styrk á sorgar- stundu því missir þinn er mikill. Þakka þér, elsku amma, fyrir allar góðu stundirnar og hvíldu í friði. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kveð þig með söknuði. Anna Rósa. Inda vinkona mín hefur kvatt þessa jarðvist og minningar löngu liðinna ára hrannast upp. Satt að segja hefur Inda verið hluti af tilveru minni frá fyrstu tíð. Stutt var á milli æskuheimila okkar og í minningunni var hún mætt alla morgna í Vík og við tóku leikir daginn langan. Maja systir mín stjórnaði lengi vel ákveðnum leikjum og þá klæddum við okkur í föt sem dagað hafði uppi í Vík og í því safni voru meira að segja brúðarskór einnar Viðfjarðarsystur- innar. Stundum bauð leikstjórnand- inn í ökuferð og þá settumst við Inda upp í stóran kerrugarm og svo var ekið af stað. Í einni slíkri ferð þurfti Jonni bróðir hennar endilega að rek- ast á ferðalangana og leist greinilega ekki á, sagði systur sinni að fara úr þessum druslum hið snarasta og koma sér heim. Inda hlýddi að sjálf- sögðu eldri bróður, en honum láðist að nefna hvað hún átti að vera lengi heima svo hún var mætt á ný eftir stutta stund og leikurinn hélt áfram og nú innandyra. Eftir því sem árunum fjölgaði Ingibjörg Finnsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR GESTSSON fyrrum bóndi á Krossi, Túngötu 6, Hofsósi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 9. október. Útförin fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 16. október kl. 12.00. Ingibjörg I. Ólafsdóttir, Ólafía A. Þorvaldsdóttir, Jón T. Jökulsson, Þorvaldur Ingi Guðjónsson, Fríða Rún Guðjónsdóttir, Karen Ósk Jónsdóttir, Helgi Fannar Jónsson, Guðjón Björgvinsson. ✝ Ástkær maðurinn minn, faðir og afi, ELFAR SIGURÐSSON, Hólmgarði 19, áður til heimilis á, Hellissandi, lést á Grund miðvikudaginn 6. október. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 15. október kl. 13.00. Guðrún Jóna Jóhannesdóttir, Grétar Jón Elfarsson, Saga Dröfn Grétarsdóttir, Anton Már Grétarsson. ✝ Elsku dóttir okkar, ástkær tvíburasystir og frænka, SANDRA MARIE REYNISDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 7. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 15. október kl. 13.00. Reynir Marteinsson, Michelle A. Marteinsson, Janet Nicole Reynisdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSA SÓLVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, Barðastöðum 9, Reykjavík, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 11. október. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. María Guðmundsdóttir, Guðmundur Valur Sævarsson, Áslaug Guðmundsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson, Þórey Birgisdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HELGA M. KRISTJÁNSDÓTTIR, Kóngsbakka 14, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 8. október. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. október kl. 13.00. Bjarni Sigmar Kjartansson, Svanfríður Anna Lárusdóttir, Jónas Elí Bjarnason, Marina Kelly, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Brynjar Már Valdimarsson, barnabörn, barnabarnabarn, systkini, vinir og vandamenn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, systir og mágkona, BJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, áður Unnarbraut 6, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu í Garðabæ laugardaginn 9. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. október kl. 15.00. Margrét Pálsdóttir, Alfreð Bóasson, Guðmundur Pálsson, Íris Dungal, Magnús Pálsson, Laura Sch. Thorsteinsson, Björg Pálsdóttir, Hildur Pálsdóttir, Aðalsteinn Sigurþórsson, Kristján Pálsson, Erna Kettler, barnabörn, barnabarnabörn, systur og mágkonur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR GUÐJÓNSSON, Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ, áður Grænuhlíð 11, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 11. október. Jarðsett verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. október kl. 13.00. Hildur Rúna Hauksdóttir, Hrefna Hauksdóttir, Mike Draper, Sverrir Gísli Hauksson, Kristín Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.