Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 286. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Svipti sig lífi í beinni útsendingu 2. Portúgal hafði betur í Laugardalnum 3. Kúreki festist í fatasöfnunargámi 4. Svona gæði sér maður ekki oft »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Þetta er frábær bók, besti krimmi sem ég hef lesið í nokkurn tíma,“ segir m.a. í gagnrýni um glæpasögu Árna Þórarinssonar, Morgunengil, sem fær fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. »28 Morgunengill Árna frábær krimmi  Kínó klúbburinn og Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhúsi, bjóða laugardaginn 16. október, upp á námskeið í gerð kvikmynda án notkunar mynda- vélar, fyrir 8-15 ára börn. Börnin geta tekið með sér verkfæri á borð við svampa, stimpla, pensla og málningu. Frekari upplýs- ingar á listasafnreykjavikur.is. Kvikmyndagerð án kvikmyndavélar  9. október sl. hófst vikulöng kvik- myndahátíð í kamesinu í Borgar- bókasafninu, Tryggvagötu. Safnið býður upp á kvikmyndaupplifun í formi klippimynda þýsku kvik- myndagerðarkonunnar Lotte Reini- ger sem sérhæfði sig í gerð klippi- mynda í anda kín- verskrar skugga- leik- hús- hefðar. Klippimyndir í anda skuggaleikhúshefðar Á fimmtudag Suðvestanátt, víða 8-13 m/s og skúrir, en hægari og úrkomulítið austan til á landinu. Hiti 5 til 10 stig. Á föstudag Hæg breytileg átt og skýjað en yfirleitt þurrt. Sunnan 8-13 og rigning sunn- an- og vestanlands með kvöldinu. Hiti 3 til 10 stig, mildast suðvestan til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-8 og smáskúrir, en rigning síðdegis og í kvöld, fyrst suðvestanlands. Hiti 5 til 13 stig. VEÐUR Ólafur Jóhannesson, lands- liðsþjálfari í knattspyrnu, segir engan bilbug á sér að finna þrátt fyrir þrjá ósigra í undankeppni EM og annað sem á gekk fyrir leikinn gegn Portúgal. „Ég ætla að minnsta kosti að halda mínu striki sem landsliðsþjálfari. En auðvitað er leiðinlegt að vera ekki kominn með ein- hver stig vegna þess að við höfum að mörgu leyti leikið fínan fótbolta.“ »1 Engan bilbug á Ólafi að finna Wayne Rooney og félagar í enska landsliðinu í knattspyrnu urðu að gera sér að góðu 0:0 jafntefli gegn Svartfjallalandi í undankeppni Evr- ópumótsins í gærkvöld. Danir lögðu Kýpurbúa 2:0 í riðli Ís- lands, heimsmeistarar Spánar knúðu fram sigur í Skotlandi, 3:2, og Þjóðverjar og Frakkar unnu sína leiki. »4 Danir lögðu Kýpur en England með jafntefli Valskonur taka í dag á móti spænsku meisturunum Rayo Vallecano í Meist- aradeild kvenna í fótbolta en leikur liðanna hefst á Hlíðarenda klukkan 15.30. Valsliðið er í erfiðri stöðu eftir 0:3 tap í fyrri leiknum en Freyr Alex- andersson þjálfari segir að mögu- leikar séu fyrir hendi og lið sitt ætli að gera allt sem mögulegt sé til að vinna upp forskotið. »4 Slást við spænsku meistarana í dag ÍÞRÓTTIR Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Enginn Íslendingur hefur náð að hlaupa jafn oft maraþon og hin 53 ára gamla hlaupadrottning Bryndís Svavarsdóttir. Á laugardaginn lauk hún sínu 123. hlaupi í Connecticut í Bandaríkjunum og áætlar að hlaupa tvisvar til viðbótar um næstu helgi. Að því loknu hefur Bryndís náð þeim glæsilega árangri að hlaupa mara- þon í 49 ríkjum Bandaríkjanna. „Mig langar til að klára öll ríkin en þar sem þetta er orðið dýrt ætla ég að láta mig hafa það að hlaupa tvisvar um næstu helgi. Ég hleyp í Indianapolis í Indiana á laugardag og í Columbus í Ohio á sunnudag,“ segir Bryndís og bætir við að þá eigi hún einungis Delaware-ríki eftir. „Það ber gælunafnið „The first State“ (e. Fyrsta ríkið) en það verð- ur mitt síðasta. Ég hleyp þar 15. maí 2011 og held svakateiti þegar ég kem heim.“ Bryndís hefur ávallt verið búsett hér á landi og fer með flugi út í öll þau maraþon sem hún tekur þátt í erlendis. Hún segir eiginmann sinn koma með í flestar ferðirnar en það komi þó einstöku sinnum fyrir að hún fari einsömul. Þá hafa foreldrar hennar nokkrum sinnum slegist með í för. Allir geta hlaupið maraþon Bryndís byrjaði að skokka árið 1991 og hljóp sitt fyrsta maraþon í Stokkhólmi árið 1995. „Ég fór svo í mitt fyrsta bandaríska maraþon í New York árið 1996 í tilefni af fjöru- tíu ára afmælinu mínu,“ segir Bryn- dís og bætir við að það hafi ekki hvarflað að henni á þeim tíma að hún ætti eftir að hlaupa í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hún hleypur fyrir skemmtunina, heilsuna og félagsskapinn, og á mjög góðar hlaupavinkonur. Bryndís seg- ist ætla að halda áfram að hlaupa þegar 50 ríkja markinu verður náð. Að hennar mati er ekkert mál að hlaupa maraþon. „Það geta allir hlaupið maraþon. Það sem heftir marga er að þeir vilja vera svo góðir en það er afrek að komast vegalengdina.“ Óstöðvandi hlaupagarpur Bryndís viðurkennir þó að hlaupin hafi ekki alltaf verið dans á rósum. „Ég æfði mjög vel fyrir fyrsta mara- þonið mitt, en hljóp það síðan með brest í lærleggnum. Eftir að ég náði mér af því batnaði tíminn minn. Ég hef svo hlaupið síðustu 10 til 12 ár með grindarlos. Það stoppar mig víst ekkert.“ Bryndís heldur úti bloggsíðunum byndissvavars.blog.is og bylt- ur.blog.is. Íslandsmet í maraþonhlaupi  Stefnir á að hlaupa í öllum ríkjum BNA Komin í mark Hlaupadrottningin Bryndís Svavarsdóttir hefur hlaupið í 47 ríkjum Bandaríkjanna. Hér sést hún uppgefin eftir gott hlaup í Nýju Mexíkó árið 2007. Sjálf skýrði hún myndina „Takk Jesú“ á heimasíðu sinni. Ánægð Bryndís sátt með verðlaunapeninginn sinn eftir hlaup í Miami.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.