Morgunblaðið - 13.10.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.10.2010, Qupperneq 4
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fram fór skrifleg kosning um sak- sóknara á Alþingi í gær vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde, fv. for- sætisráðherra, fyrir landsdómi. Atkvæði féllu þannig að 36 þing- menn kusu Sigríði J. Friðjónsdóttur, vararíkissaksóknara, sem saksóknara en 16 þingmenn skiluðu auðu. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota, var með sama hætti kosinn varasaksóknari í málinu með 16 atkvæðum. Sextán þingmenn skiluðu jafnframt auðu en 11 þing- menn voru ekki viðstaddir atkvæða- greiðsluna. Áður en kosningin fór fram kvaddi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sér hljóðs og lýsti því yfir að sjálfstæðismenn myndu ekki taka afstöðu í kjörinu. Gerði hann at- hugasemd við að þingmönnum hefði ekki verið gefinn tími til að kynna sér svar forseta Alþingis, Ástu Ragnheið- ar Jóhannesdóttur, við bréfi lög- manns Geirs, Andra Árnasonar hrl., en Andri fékk svarbréfið í hendur í gær, viku eftir að það var sent þing- forseta. Telur Andri að við ákvörðun þings- ályktunar um ákæru á hendur Geir hafi borið að kjósa saksóknara „sam- stundis eða samtímis“, samkvæmt 13. gr. laga um landsdóm frá árinu 1963. Þar sem það hafi ekki verið gert á ný- afstöðnu löggjafarþingi hefði málið átt að falla niður, samkvæmt þing- sköpum Alþingis. Ekki eitt þingmál Í svarbréfi þingforseta segir m.a. að það verði ráðið af efnisskipan 13. greinar að um sé að ræða þrjá sjálf- stæða liði frekar en eitt og sama þing- málið. „Verður þar annars vegar að greina á milli ákvörðunar um máls- höfðun, sem er sérstakt þingmál, og hins vegar kosningar saksóknara og þingmannanefndar, sem eru sjálf- stæð atriði og ákveða verður sérstak- lega,“ segir í svari forseta Alþingis, sem telur að málsmeðferðin hafi sam- rýmst þingsköpum Alþingis. Síðan segir í lok svarbréfsins: „Að öðru leyti ber að líta svo á að það sé í valdi landsdóms að úrskurða um þau atriði sem hér hafa verið nefnd.“ Bjarni Benediktsson sagði að fyrir þinginu hefðu átt að liggja lögfræði- leg álitaefni í málinu og undraðist hann það jafnframt að engin umræða færi fram um málið í þingsölum. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, kvaddi sér einnig hljóðs og undr- aðist málflutning Bjarna. Forseti Al- þingis hefði kynnt svarbréf sitt og bréf lögmannsins fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Þá tóku Sigurður Kári Kristjáns- son, Sjálfstæðisflokki, og Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, til máls um kosninguna. Sig- urður Kári taldi formgalla málsins geta leitt til frá- vísunar þess á síðari stig- um, og Vigdís lýsti því yf- ir að hún myndi sitja hjá í kosningunni. Hinn ákærði yrði látinn njóta vafans sem uppi væri um málsmeðferðina. Forseti Alþingis telur kjör saksóknara sjálfstætt mál  Kosning saksóknara og varasaksóknara Aþingis samþykkt með 36 atkvæðum Morgunblaðið/Golli Saksókn Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir skila atkvæðum sínum í skriflegri kosningu um saksóknara Alþingis í gær. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég á ekki von á öðru en að á þetta verði látið reyna, en jafn líklegt er að landsdómur þurfi að taka afstöðu til þess almennt hvort ákvörðun um málshöfðun og kosningu saksóknara hafi verið í samræmi við lög. Það myndi dómurinn væntanlega gera að eigin frumkvæði, án þess að unnt sé að fullyrða um slíkt,“ segir Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde, fv. forsætisráðherra, spurð- ur hvort hann muni halda kröfu sinni til streitu fyrir landsdómi um að máli Geirs verði vísað frá vegna ágalla á málsmeðferð. Telur Andri að falla eigi frá málshöfðun þar sem sak- sóknarar hafi ekki verið kosnir á sama þingi og samþykkt var að ákæra Geir. Málsmeðferðin sam- rýmist ekki 13. grein laga um lands- dóm. Eins og fram kemur hér að ofan kaus Alþingi gær Sigríði Friðjóns- dóttur sem saksóknara í máli fyrrum forsætisráðherra og Helga Magnús Gunnarsson saksóknara til vara. Áður hafði Andri sent forseta Alþingis bréf þar sem bent var á ágalla í málsmeðferðinni, samkvæmt lögum um landsdóm. „Það getur verið slæmt for- dæmi vegna hugsanlega komandi landsdómsmála, ef engin tímamörk eru á kosningu saksóknara, gagn- stætt orðalagi ákvæðisins í lands- dómslögunum. Þá gæti slík kosning dregist, jafnvel um óskilgreindan tíma,“ segir Andri. Hann segir að jafnvel geti kom- ið upp sú staða að kosning saksókn- ara nái ekki fram að ganga en þá sé óvíst um ályktun þingsins um máls- höfðun, ef þetta sé ekki gert „sam- tímis“ eða „jafnskjótt“ og slík álykt- un sé gerð, eða ef litið sé á þetta sem óskyld mál. Lætur reyna áfram á frávísun fyrir landsdómi  Forseti Alþingis hafnaði erindi lögmanns Geirs H. Haarde Málshöfðun Ákæra á hendur Geir H. Haarde er á leið fyrir landsdóm. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sunnudag karlmann í tengslum við rannsókn á umfangs- miklu fjársvikamáli. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæslu- varðhald fram á föstudag. Sex aðrir hafa setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn málsins. Einum var sleppt í síðustu viku og öðrum var sleppt á mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var framkvæmd húsleit í tengslum við handtökuna sl. sunnu- dag, en ekki fékkst uppgefið hvort eitthvað hefði komið út úr henni. Gæsluvarðhald fjögurra rennur út í dag. Í gær var ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið yrði fram á framlengingu. Fólkið er bú- ið að vera í einangrun í fjórar vik- ur, sem er hámark samkvæmt lög- um. Rannsókn stendur enn yfir, en um er að ræða mál þar sem talið er að sviknar hafi verið 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerf- inu. Meðal þeirra sem eru grunaðir um aðild að málinu er einn starfs- maður embættis ríkisskattstjóra, sá var ráðinn til starfa árið 2008, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafði ekki borið skugga á störf hans. Enn einn í varðhaldi í svikamáli Varðhald fjögurra rennur út í dag Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, hefur ráðið Bjarna Harð- arson í tímabund- ið starf upplýs- ingafulltrúa í sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu. Samkvæmt því sem kemur fram á vef ráðuneytisins var Bjarni valinn úr hópi 29 umsækjenda. Hins vegar kemur ekki fram á sama vef hvenær starfið var auglýst né hverjir hinir umsækjendurnir eru. Bjarni er bóksali og fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri og blaða- maður. Hann sat á þingi fyrir Fram- sóknarflokkinn en hefur síðan geng- ið í Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Hæfastur 29 umsækjenda Bjarni Harðarson Þingmenn skipaðir SAKSÓKNARANEFND Auk kjörs á saksóknara og vara- saksóknara Alþingis í máli fyrr- verandi forsætisráðherra var einnig kjörin svonefnd saksókn- aranefnd Alþingis, sem í sitja fimm þingmenn, einn úr hverj- um flokki. Í nefndina voru kjörin Atli Gíslason, VG, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Samfylkingu, Hösk- uldur Þór Þór- hallsson, Fram- sóknarflokki, Margrét Tryggva- dóttir, Hreyfing- unni, og Birgir Ár- mannsson, Sjálfstæð- isflokki. Sigríður J. Friðjónsdóttir Helgi Magnús Gunnarsson ódýrt og gott Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l 998kr.pk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.