Morgunblaðið - 13.10.2010, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Fyrsta stálturnalínan sem lögð
var hér á landi, hin svokallaða
Sogslína 2 á Hellisheiði, er nú
komin til ára
sinna og stingur
ásýnd hennar
marga í augu.
Þrátt fyrir háan
aldur segir
Þórður Guð-
mundsson, for-
stjóri Lands-
nets, enga hættu
stafa af mann-
virkinu en áætl-
að er að það
verði rifið á næstunni.
„Möstrin voru reist árið 1953 en
almennt er reiknað með að eðlileg-
ur líftími háspennulína sé 50 til 70
ár og jafnvel lengri,“ segir Þórður
og bætir við að áætlað sé að rífa
línuna til að rýma fyrir öðrum
sem lagðar verða í staðinn. Að-
spurður segist hann þó ekki geta
tímasett þær framkvæmdir ná-
kvæmlega, en þær verði þó í nán-
ustu framtíð. Þá segir hann enga
hættu skapast af línunni þrátt fyr-
ir að hún standi eitthvað lengur.
Gömlu línurnar sterkar
„Öllum háspennulínum og há-
spennumannvirkjum er viðhaldið
þannig að af þeim skapast engin
hætta. Ég veit að margir hafa tek-
ið eftir því að þessi lína virðist
vera svolítið ryðguð en styrkur
hennar hefur ekki ryðgað.
Það er líka þannig að þessar
gömlu línur eru sterkar og jafnvel
þó að þetta yrði látið óáreitt í
langan tíma þá myndi styrkleiki
línunnar þola það í mörg ár til við-
bótar og hættan af henni yrði ekki
neitt sem við þyrftum að hafa
áhyggjur af.“
Mála ekki lengur yfir
Þórður segist geta skilið að
mörgum finnist mannvirkið ljótt
en segist þó halda að almenningur
horfi meira á þetta út frá því að
viðhald og annað slíkt sé við-
unandi.
„Þetta er skoðað endrum og
eins. Við höfum málað tvisvar eða
þrisvar áður, en veður og annað á
svæðinu er þannig að það gefur
sig á nokkrum árum. Í ljósi þess
að rífa á línuna fljótlega höfum við
ekki séð ástæðu til þess að gera
neitt sérstakt í þessu,“ segir Þórð-
ur að lokum.
Örugg lína þrátt
fyrir ófagurt útlit
Verður fljótt fjar-
lægð til að rýma fyrir
öðrum sem lagðar
verða í staðinn
Þórður
Guðmundsson
Morgunblaðið/RAX
Gömul Mörgum vegfarendum þykir línan á Hellisheiði ófögur ásýndar.
Sogslína 2
» Línan var lögð árið 1953.
» Eðlilegur líftími háspennu-
lína er 50 til 70 ár, jafnvel
lengri.
» Ekki liggur fyrir hvenær
línan verður fjarlægð, en það
verður á næstu árum.
„Ég hef viljað skoða málið, en ekki
mótað mér sérstaka skoðun á því.
Þetta er að mínu mati háð samkomu-
lagi við alla hagsmunaaðila og við
eigum að láta reyna á það, þannig að
við fáum ekki á okkur bótakröfur og
endalaus málaferli,“ segir Guðbjart-
ur Hannesson, félags- og trygginga-
málaráðherra, um hugmyndir varð-
andi almenna niðurfærslu á
höfuðstóla íbúðalána. Guðbjartur á
sæti í samstarfshópi ráðherra sem
hefur verið að skoða skuldavanda
heimilanna síðustu daga ásamt
Hagsmunasamtökum heimilanna,
hluta stjórnarandstöðunnar og fleir-
um. Áfram verður fundað um vand-
ann með hagsmunaaðilum í dag og
næstu daga.
Ekki nýjar hugmyndir
Guðbjartur segir ýmsar leiðir vera
til skoðunar, ekki eingöngu þær sem
Hagsmunasamtökin hafa sett fram.
Samtökin hafi auk þess bent á ýmsar
útfærslur sem þurfi ekki að kosta
ríkissjóð jafn mikla fjármuni og af
hefur verið látið, m.a. með því að láta
niðurfærslu lenda meira á þeim sem
hafa lánað til Íbúðalánasjóðs, eins og
lífeyrissjóðum og bönkum, og verja
þannig Íbúðalánasjóð að hluta.
„Ef þetta fellur að stærstum hluta
á Íbúðalánasjóð er ljóst að það þarf
að koma inn með aukið eigið fé, sem
þarf nú hvort sem er að hluta. Ef rík-
issjóður þarf að leggja út stórar fjár-
hæðir í þessu er ljóst að finna þarf
peninga fyrir því einhvers staðar
annars staðar,“ segir Guðbjartur.
Hann segir hugmyndir um niður-
færslu höfuðstóls íbúðalána ekki
vera nýjar af nálinni, þó að nú sé
kannski verið að ræða nýjar út-
færslur. Vitað sé um andstöðuna
sem uppi hefur verið, eins og frá líf-
eyrissjóðunum, um hvernig hægt sé
að fjármagna þetta.
„Ef hægt er koma málum fyrir
með niðurfærslu hjá bönkunum og
færa til peninga með þeim hætti er
sjálfsagt að nýta þær afskriftir. Þá
þarf að liggja fyrir að sú leið sé fær.
Þetta er of stórt mál til að afgreiða
fyrir fram. Ég tel það einnig skipta
miklu máli að hafa svona hugmyndir
ekki lifandi endalaust ef leiðirnar eru
ófærar. Ef leiðin er fær eigum við að
fara hana. Ekki er gott að búast allt-
af við einhverju ef ekki er von á því,“
segir Guðbjartur. bjb@mbl.is
Til í að skoða
niðurfærsluna
Félagsmálaráðherra segir fleiri leiðir
koma til greina út úr skuldavanda fólks
Morgunblaðið/Golli
Skuldavandi Guðbjartur Hann-
esson brúnaþungur á þingi.
Vegagerðin er með í athugun að
setja upp leiðbeiningar og skilti eða
jafnvel umferðarljós til að stýra um-
ferð um Múlagöng, á milli Dalvíkur
og Ólafsfjarðar, á álagstímum. Um-
ferðin tepptist um tíma á sunnudag.
Múlagöng eru einbreið með út-
skotum og á umferðin til Ólafsfjarð-
ar forgang. Mikil umferð hefur verið
til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar frá
því Héðinsfjarðargöng voru opnuð.
Hreinn Haraldsson vegamála-
stjóri segir að þegar göngin voru
hönnuð hafi verið tekið mið af
reynslu í öðrum löndum og reiknað
með að vandræði gætu orðið þegar
meðalumferð færi að nálgast þúsund
bíla. Síðan hafi kröfur breyst og nú
væri miðað við 300-400 bíla.
gegn, ekki síst þegar tveir slíkir
mætast. Hann segir ástandið óvið-
unandi. „Það þarf að tvöfalda þessi
göng svo það sé samræmi. Á meðan
það er ekki gert þarf að stýra um-
ferðinni,“ segir Sigurður Valur.
helgi@mbl.is
Á síðasta ári var meðalumferð um
veginn 580 bílar á sólarhring. Tvær
helgar skáru sig úr. Þannig fóru lið-
lega 1.400 bílar þar um einn laug-
ardag í júlí og 1.828 bílar daginn fyr-
ir Fiskidaginn mikla. Þótt umferðin
hafi verið langt yfir því sem gert er
ráð fyrir að göngin þoli fékk Vega-
gerðin engar kvartanir vegna vand-
ræða og lögreglan var ekki kölluð út
til að stýra umferð. Hreinn segir þó
að vafalaust hafi orðið tafir þá daga
sem umferðin var mest. Ekki liggja
fyrir tölur um umferðina í ár.
Sigurður Valur Ásbjarnarson,
bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að
miklir umferðarhnútar myndist í
Múlagöngum. Tengir hann það sér-
staklega stórum bílum sem fara í
Hugað að stýringu um-
ferðar um Múlagöng
Yfir 1800 bílar fóru vandræðalaust
í gegn á Fiskideginum mikla í fyrra
Héðinsfjarðargöng Mikil umferð
er um jarðgöng á Tröllaskaga.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fyrir Alþingi frumvarp til breyt-
inga á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga. Í breytingunni felst að
þeim sem sækja um greiðsluaðlögun verður veittur tímabundinn
greiðslufrestur strax og umsókn hefur borist umboðsmanni skuldara,
en ekki við samþykkt umsóknar eins og nú er. Þetta á þó ekki við ef um-
sókn hefur verið hafnað á síðustu þremur mánuðum. Er þessi breyting
gerð vegna mikils álags á embætti umboðsmanns skuldara, en 430 um-
sóknir um greiðsluaðlögun hafa borist frá 1. ágúst sl.
Guðbjartur Hannesson, félags- og heilbrigðisráðherra, segir að hér sé
um mjög mikilvægt mál að ræða til að koma fólki í skjól fyrir kröfum frá
lánardrottnum, eins og varðandi gjaldþrotabeiðnir, uppboð eða fjárnám.
Greiðslufrestur veittur strax
LÖGUM BREYTT UM GREIÐSLUAÐLÖGUN EINSTAKLINGA
www.noatun.is
FLJÓTLEGT
OG GOTT
Hafðu það
gott með
Nóatúni
GRILLAÐUR
LAMBABÓGUR
KR./STK.
1498