Morgunblaðið - 13.10.2010, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
É
g leik strák sem heit-
ir Flóki og er sonur
aðalpersónanna, pabbi
minn er bissnesmaður,
mamma mín miðill,
systir mín unglingur og ég er lítill
strákur sem er alltaf úti að leika
sér,“ segir Nökkvi beðinn um að
segja frá persónunni sem hann leik-
ur.
Spurður hvernig hann fékk
hlutverkið svarar Nökkvi; „Þetta
byrjaði með því að ég fór á leiklist-
arnámskeið fyrir börn hjá Leynileik-
húsinu. Ég gerði það upp á gamanið
en svo var hringt í mig og mér boðið
að koma í prufu fyrir myndina. Ég
fór í prufuna og var í kjölfarið beð-
inn um að koma í aðra prufu. En svo
var myndinni frestað vegna krepp-
unnar og þá hélt ég að ég væri búinn
að missa hlutverkið og var ekkert
alltof ánægður með það. Ári síðar
var hringt í mig og ég beðinn um að
koma aftur í prufu og þá var ég val-
inn aftur, sem var mjög gaman.“
Nökkvi segir að leiklistarbakt-
erían hafi ekki farið að láta á sér
kræla fyrr en hann fór á leiklist-
arnámskeiðið. „Fyrir kvikmyndina
hafði ég ekki leikið í neinu nema
skólaleikritum og svo farið á þetta
leiklistarnámskeið. Núna langar mig
mjög mikið til að verða leikari og ég
vonast til að verða það þegar ég verð
eldri. Svo fer maður bara bráðum til
Hollywood,“ segir hann kankvís.
Ekki þrælað út
Sumarlandið var tekið upp sum-
arið 2009 og segist Nökkvi hafa ver-
„Það er mjög erfitt
að leika hlátur“
Í íslensku kvikmyndinni Sumarlandinu, sem er nú sýnd í bíóhúsum landsins, má
sjá hinn tólf ára Nökkva Helgason taka sín fyrstu skref sem leikara. Nökkva
fannst skrítið að sjá sig á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn en býst við að birtast þar aft-
ur, enda ætlar drengurinn að leggja leiklistina fyrir sig.
Sumarlandið Nökkvi Helgason í hlutverki sínu. Hann ætlar að leggja leik-
listina fyrir sig og stefnir á Hollywood í framtíðinni.
Draugar og álfar Í myndinni segir frá fjölskyldu í Kópavogi sem er í óvenju-
legum viðskiptum. Húsmóðirin er miðill og húsbóndinn rekur draugasafn.
Hún kallar sig ljósbera og villiljós,
hún Alda Jónsdóttir, ung íslensk kona
sem er að læra ljósmyndun við Kings-
ton University í London.
Hún er á þriðja ári og klárar BA-
námið sitt í vor.
Alda villiljós vinnur með ljósið í
sinni fjölbreyttustu mynd og hún
heldur úti facebooksíðu (face-
book.com/ljosberinnphotography)
þar sem hún titlar sig sjónlistamann.
Þar er hægt að skoða margar af
myndunum hennar, sem eru ýmist í
lit eða svarthvítar. Myndirnar eru
mjög fjölbreyttar, ýmist úr daglegu
lífi, því sem verður á vegi hennar
bæði hér heima og úti í Englandi. Til
dæmis er þarna að finna skemmti-
legar myndir frá pólitískum mótmæl-
um í Bretlandi.
Einnig eru nýlegar myndir af fólki
sem „jugglar“ með eld, en „juggl“
(það að halda mörgum hlutum á lofti
í einu) er einmitt nýjasta áhugamál
Öldu og hefur hún náð þó nokkurri
færni á því sviði.
Alda tekur líka mikið af tísku-
ljósmyndum og hún leikur sér meðal
annars að því að láta módelin vera
með hinar og þessar grímur. Það
verður spennandi að fylgjast með
Öldu í framtíðinni.
Vefsíðan www.facebook.com/ljosberinnphotography
Sjálfsmynd Alda hefur tekið margar sjálfsmyndir og þetta er ein þeirra.
Myndirnar hennar Öldu villiljóss
Það er vel þess virði að gera sér ferð í
Stúdíó Stafn, Ingólfsstræti 6, og
skoða myndverkin hennar Kristínar
Guðlaugsdóttur myndlistarkonu en
hún opnaði nýlega sýningu þar.
Myndefnið er líf konunnar og frelsi
hennar, þörf hennar fyrir að vera hún
sjálf og upplifa kraft sinn. Þetta er
hressandi sýning, ágeng og erótísk
þar sem fjallað er um dyggðirnar
glaðlyndi, útgeislun og blómgun.
Verkunum svipar til helgimynda
enda eru þau flest unnin með egg-
temperu og blaðgulli á tré, en Kristín
hefur hingað til einmitt verið kunn
sem helgimyndamálari.
Endilega...
...skoðið kon-
urnar í Stafni
Kona Verkið Einstæð móðir.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
M
ér fannst alveg klár-
lega þörf á svona
bók. Mig vantaði
svona bók, ég hélt að
ég væri aðeins meira
með foreldrahlutverkið á hreinu en
ég var. Ég var búin að lesa mér til um
meðgönguna og blessuðu fæðinguna
en vissi satt best að segja voða lítið
um barnið sjálft. Ég hélt að þetta
yrði ekkert mál en það var ekki rétt.
Mér fannst mjög margt erfitt, t.d. að
koma brjóstagjöfinni í gang,“ segir
Þóra Sigurðardóttir, höfundur For-
eldrahandbókarinnar sem kemur út í
næstu viku.
„Það gleymdist að segja manni
svo margt, það er ekki sjálfgefið að
maður hafi þetta í brjóstvitinu. Mér
fannst þessar upplýsingar hvergi að-
gengilegar, ég fann þær allar á end-
anum en þurfti að hafa fyrir því og
svo fannst mér þetta líka eitt stórt
samsæri ef út í það er farið. Það
gleymdist að segja mér svo margt,
t.d. að ég fengi ekkert að sofa og að
þessi brjóstagjöf væri bara mikið mál
til að byrja með. Maður sér fyrir sér
glansmyndina en hitt gleymist,“ bæt-
ir hún við.
Þóra á tvö börn með tveggja ára
millibili og segir hún vinnuna við bók-
ina spanna bilið á milli barnanna.
„Ég er búin að vera að vinna í
henni í rúm tvö ár. Ég byrjaði á henni
þegar strákurinn minn var nokkra
daga gamall og ég náði að hamra inn
síðustu orðin gengin 41 viku með síð-
ara barnið, sem ég eignaðist í lok júlí.
Þetta byrjaði á því að ég var
alltaf að spyrja alla í kringum mig
ráða og punkta hjá mér það sem ég
fann á netinu. Eftir smátíma sá ég að
ég var komin með helling af góðum
húsráðum, eitthvað sem aðrar konur
höfðu upplifað og maður gat speglað
sig í. Mér fannst ég ekki geta legið á
þessu og ákvað að deila þessu með
öðrum til að spara þeim vesenið í
framtíðinni,“ segir Þóra um tildrög
bókarinnar.
Hvað er sængurkvenna-
grátur?
Þóra hefur um árabil starfað við
marga helstu fjölmiðla landsins,
meðal annars við dagskrárgerð,
blaðamennsku auk þess að sinna rit-
störfum og þýðingum. Foreldra-
handbókin er þriðja bók hennar.
Í sannleiksleit um
foreldrahlutverkið
Foreldri Þóra bókarhöfundur með eldra barni sínu.
„Ég grínast stundum með að það fylgi þykkari leiðbeiningarbæklingur brauðrist en
barni,“ segir Þóra Sigurðardóttir, höfundur Foreldrahandbókarinnar, sem kemur út
20. október næstkomandi hjá Sölku forlagi. „Það gleymdist að segja mér svo margt, t.d.
að ég fengi ekkert að sofa og að þessi brjóstagjöf væri bara mikið mál til að byrja með.
Maður sér fyrir sér glansmyndina en hitt gleymist,“ segir Þóra um foreldrahlutverkið.