Morgunblaðið - 13.10.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 13.10.2010, Síða 14
Morgunblaðið/Ómar Bílar Avant bauð meðal annars upp á gengistryggð bílalán. Þeir lántakendur Avant sem eiga mögulega kröfu á fé- lagið vegna ólögmætra gengislána fá inneign sína metna til lækkunar höfuðstóls lánsins samkvæmt frum- varpi af nauðasamningi við kröfuhafa sem stjórn félags- ins lagði fram í gær. Í þeim tilfellum sem um er að ræða ólögmæt gengislán sem búið er að greiða upp verða kröfur upp að einni milljón króna greiddar út að fullu. Ef krafan er hærri stendur viðskiptavinum til boða að fá annaðhvort 5,6% kröfufjárhæðar greidd eða þá eina milljón króna. Nauðasamningurinn, sem lagður var fyrir Héraðs- dóm Reykjavíkur í gær, felur í sér að Landsbankinn, sem er stærsti kröfu- og veðréttarhafi Avant, taki yfir félagið og eignist 99% hlut í því. Auk þess sem áður var nefnt muni helstu lánardrottnar félagsins fá 5,6% greidd upp í kröfur sínar. Greiðslur gætu borist eftir 4 mánuði Fram kemur í fréttatilkynningu bráðabirgðastjórnar Avant um nauðsamninginn að gert er ráð fyrir að greiðslur krafna geti hafist innan sex vikna frá stað- festingu samningsins og verið sé nú að vinna að út- reikningum á stöðu á lánasamningum. ornarnar@mbl.is Milljón eða 5,6% af kröfu  Fallist á beiðni Avant um nauðasamninga við lánardrottna 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Jóhannes Jónsson átti að greiða 1,2 milljarða króna til Arion banka fyrir 1. október síðastliðinn, en sú greiðsla barst ekki. 30. ágúst síðastliðinn sendi Arion banki frá sér fréttatil- kynningu um að Jóhannes hefði gert samkomulag við bankann um að kaupa 50% hlut í færeysku verslana- keðjunni SMS, sérvöruverslanirnar Zara, All Saints og Top Shop, auk bíls, íbúðar og sumarhúss. Sam- kvæmt upplýsingum frá Arion hafa Jóhannes og bankinn gert upp þrjár síðastnefndu eignirnar. Upphaflegt samkomulag gerði síðan ráð fyrir að milljarðarnir 1,2 kæmu til greiðslu fyrir 1. október, en ekki varð af því. Nýtt samkomulag Jóhannesar við bankann gerir ráð fyrir því að hann muni síðan einungis kaupa 50% hlut í SMS. Bankinn veitir Jóhannesi frest fram til 1. desember til að ganga frá 450 milljóna króna greiðslu vegna þeirra kaupa. Fram kemur í frétta- tilkynningu frá Arion að það verð sé í samræmi við verðmat sérfræðinga. Borgar 60% af eigin fé Samkvæmt uppgjöri SMS fyrir árið 2009 var eigið fé félagsins um 75 milljónir danskra króna, eða ríflega 1,5 milljarðar íslenskra króna. Miðað við hið nýja samkomulag sem Jó- hannes hefur gert við Arion banka, mun Jóhannes því greiða um 60% af bókfærðu virði eigin fjár fyrirtæk- isins fyrir helmingshlutinn. Af því verði sem Jóhannes þarf að greiða fyrir SMS er einnig ljóst að verð- mætasta eignin í upprunalega samn- ingnum við Arion fólst í fataversl- uninni Zöru, sem rekin er í gegnum félagið Noron ehf. Samkvæmt árs- reikningi Noron fyrir reikningsárið sem endaði í febrúar 2009, má sjá að félagið er svo að segja skuldlaust, með 160 milljóna eigið fé og birgðir fyrir 100 milljónir. Samkomulag við Ar- ion tekur breytingum  Kaupir einungis færeyskar verslanir af Högum  Frestur til að greiða lengdur  Þegar greitt fyrir fasteignir og bifreið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jóhannes Ekki stendur lengur til að Hagar selji Jóhannesi þrjár tísku- vöruverslanir á Íslandi. Kaupir einungis helmingshlut í SMS í Færeyjum. Nýtt samkomulag » Jóhannes Jónsson og Arion banki falla frá fyrra sam- komulagi um eignasölu úr Högum fyrir rúmlega 1,2 millj- arða króna. » Nýtt samkomulag felur í sér að Jóhannes mun kaupa helm- ingshlut í SMS í Færeyjum og fær lengri frest til að greiða fyrir það 450 milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær slitastjórn Glitnis af kröfu banda- rísks vogunar- sjóðs sem vildi 5 milljóna punda kröfu samþykkta sem almenna kröfu. Upphæðin samsvarar 890 milljónum króna en Héraðsdómur féllst á þau rök Glitnis að krafa sjóðsins, Venor Capital Master Fund, hefði borist of seint. Fyrir mistök var kröfulýsingin send til Ír- lands en ekki Íslands og barst ekki í hendur Glitnis fyrr en 30. nóv- ember en þá var kröfulýsing- arfrestur liðinn. Tilkynnti slit- astjórn þá sjóðnum að krafan hefði borist of seint og þá túlkun tók Hér- aðsdómur undir í gær. Venor Capi- tal er ekki fyrsti erlendi fjárfest- irinn sem voru mislagðar hendur við kröfulýsingar í þrotabú Glitnis. Greint var frá því í Morgunblaðinu í mars að stærsti skuldabréfasjóður heims, PIMCO, hefði gleymt að lýsa hluta sinna krafna. Lá þá fyrir dómstólum að úrskurða um lög- mæti 239 milljóna króna kröfu PIMCO sem barst of seint vegna gleymsku starfsmanna PIMCO. thg@mbl.is Kæruleysi kröfuhafa Glitnis 890 milljóna króna krafa barst seint Glitnir Kröfuhafar lítt með á nótunum. Sænsk stjórnvöld gera í spám ráð fyr- ir auknum hagvexti fyrir árið, úr 4,5% í 4,8%. Er þetta í þriðja sinn á fjórum mánuðum sem stjórnvöld spá aukn- um hagvexti en hagvöxtur í Svíþjóð hefur ekki mælst meiri í ríflegan ára- tug. Umskipti sænska hagkerfisins hafa verið kraftmikil en samdráttur þess í fyrra var sá mesti frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Hagvöxturinn hefur verið knúinn áfram af útflutn- ingi og hefur vaxandi eftirspurn frá Kína og öðrum nýmarkaðsríkjum skipt miklu í þeim efnum. Ennfremur veitti sæmileg staða í sænskum ríkisfjármálum að sögn breska blaðsins Financial Times stjórnvöldum svigrúm í fyrra til þess að grípa til efnahagsaðgerða sem var ætlað að örva eftirspurn í hagkerfinu. Hagvaxtarspáin var hækkuð í gær á sama tíma og Anders Borg, fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Fredriks Reinfeldts, tilkynnti fjárlög næsta árs. Þó svo að ríkisstjórn Reinfeldts hafi naumlega misst meirihluta sinn á þingi eftir kosningarnar á dögunum hélt hún velli. Fjárlögin byggjast meðal annars á tillögum um skatta- lækkanir samhliða aukningu á ríkis- útgjöldum að andvirði 13 milljarða sænskra króna. Þrátt fyrir það gera spár ráð fyrir að hallarekstur hins op- inbera verði um 0,4% á næsta ári en það er með því minnsta sem þekkist í ríkjum Evrópu um þessar mundir. Afgangur og einkavæðing Fjárlagaáætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir að afgangur verði af rekstri ríkisins árið 2012. Reinfeldt hefur lýst því yfir að þá muni verða ráðist í frek- ari skattalækkanir samhliða útgjalda- aukningu á öðrum sviðum. Stefnt er að því að þessi markmið náist meðal annars með sölu eigna ríkisins á borð við hlut þess í Nordea-bankanum og fjarskiptafyrirtækinu TeliaSonera. Fjármálaráðherra sagði ennfremur í gær að forgangsmál ríkisstjórnarinn- ar væri að draga úr atvinnuleysi og ennfremur að tryggja þyrfti að hag- vöxtur leiddi til þess að almenn at- vinnuþátttaka ykist. Atvinnuleysi mældist um 7,4% í ágústmánuði og fór lækkandi en hins- vegar er atvinnuleysi meðal ungs fólks í Svíþjóð með því mesta sem mælist meðal Evrópuríkja. ornarnar@mbl.is Sænska hagvaxtarvélin komin á mikið skrið  Auknum hagvexti spáð aftur  Skattalækkanir boðaðar Reuters Mættur í vinnuna Anders Borg fjármálaráðherra kynnti fjárlög næsta árs í gær. Áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir afgangi af ríkisrekstri árið 2012. ● Eik Fonden, stærsti einstaki hluthafi í færeyska bankanum Eik, skuldar bankanum næstum hálfan milljarð danskra króna, um 10 milljarða íslenskra króna og getur ekki greitt skuld- ina. Að sögn danska viðskiptablaðsins Børsen var hluti af þessum lánum notaður til að auka eigið fé bankans en það er nú verðlaust. Odd Bjellvåg, núverandi formaður stjórnar Eikar og Eik Fonden, segir að sjóðurinn skuldi bankanum rúmar 400 milljónir danskra króna og geti ekki greitt þá skuld. Hann segist ekki vita hvort hægt sé að ná samningum um skuldina en eins og staðan sé nú sé sjóðurinn ógjaldfær. Eik Fonden skuldaði bönkum 27 milljónir danskra króna árið 2005 en skuldin var 412 milljónir danskra króna í lok síðasta árs samkvæmt árs- reikningi. Brian Mikkelsen, efnahagsráðherra Dana, ætlar í dag að eiga fund með forsvarsmönnum danska fjármálaeft- irlitsins og tryggingasjóðsins Finansiel Stabilitet, sem tók Eik nýlega yfir. Eik Fonden gaf fjármálaeftirlitinu yfirlýs- ingu fyrir nokkrum mánuðum um að hann myndi leggja Eik banka til aukið hlutafé ef bankinn lenti í vandræðum, en gat ekki staðið við það. Eigandi Eikar skuldar bankanum 10 milljarða Þórshöfn í Færeyjum ● Hækkanir voru á markaðnum með ríkisskuldabréf í gær. Skuldabréfa- vísitala Gamma hækkaði um 0,6% og nam veltan ríflega átta milljörðum króna í viðskiptunum. Meiri ásókn var í verðtryggð bréf og hækkaði vísitalan fyrir þau um 0,7% í gær í 4,6 milljarða viðskiptum. Óverðtryggða vísitalan hækkaði um 0,4% í 3,6 milljarða við- skiptum. Skuldabréf hækka ÞETTA HELST…                                          !"# $% " &'( )* '$* +++,-. +--,+. +/0,0. 1/,.02 +2,033 +.,- ++.,/0 +,4.1+ +-5,01 +35,4- ++1,/4 +--,30 ++/,12 1/,-30 +0,/++ +.,-50 ++.,5+ +,4..+ +-3,55 +35,2 1/.,+//4 ++1,4 +-2,/1 ++/,. 1/,21 +0,/.- +.,-02 ++.,-4 +,4-/+ +-3,0. +33,14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.