Morgunblaðið - 13.10.2010, Síða 16
Meira en helmingur
jöklanna kortlagður
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á
síðustu árum hefur yf-
irborð meira en helm-
ings íslenskra jökla
verið kortlagt með
góðri upplausn með ná-
kvæmri leysimælingu. Flogið er með
mælitækin í flugvél á um 200 kíló-
metra hraða í 2-4 kílómetra hæð yfir
jöklunum og skannað með leysi-
geisla mælisvæði sem er um tveggja
km breitt þvert á flugstefnuna. Á
þennan hátt fást nákvæm landlíkön
af jöklunum og gildir einu hvort yf-
irborð jökulsins er slétt eða
sprungusvæði sem er ófært yfirferð-
ar á jörðu niðri.
Verkefnið hófst fyrir tveimur
árum og var þá litið á það sem fram-
lag Íslands til alþjóðlega heim-
skautaársins 2007-2009. Vonir
standa til að verkefninu ljúki á
næstu árum. Jöklar þekja um 10% af
yfirborði landsins eða um ellefu þús-
und ferkílómetra. Nú er búið að
mæla vel á sjötta þúsund ferkíló-
metra eða rúman helming jöklanna.
Í sumar voru mældir um fjögur þús-
und ferkílómetrar.
„Þessi tækni er eins og
galdrar,“ segir Tómas Jóhannesson,
jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni.
„Á góðum degi er hægt að kort-
leggja allan Hofsjökul og það er með
ólíkindum að hægt sé að gera þessar
nákvæmu mælingar úr svona mikilli
fjarlægð. Mælingarnar sem búið er
að gera sýna að jöklar landsins
rýrna nú mjög hratt. Það hafa aðrar
mælingar á jöklunum gefið til kynna
á síðustu 15 árum, en leysitæknin
sem nú er notuð og kortin sem við
fáum gefa okkur mikilvægar upplýs-
ingar sem nýtast við margvíslegar
rannsóknir.“
Samanburður við eldri kort
Að sögn Tómasar er markmiðið
að gera nákvæma mælingu á jökl-
unum á tiltölulega skömmum tíma til
þess að eiga viðmiðunarkort og geta
með endurmælingu sýnt hvað jökl-
arnir breytast hratt. Jafnframt
verður greint innan þessa verkefnis
hversu hratt jöklarnir hafa rýrnað
síðustu 10-20 árin með því að bera
niðurstöðurnar saman við eldri kort.
Þau er hægt að leiðrétta og laga með
ýmsum hætti með samanburði við
nýju kortin og þannig fást áreið-
anlegri gögn um fyrri lögun jökl-
anna.
Mælingarnar í sumar gengu
mjög vel, en veðurskilyrði þurfa að
vera góð, m.a. þarf að vera nánast
heiðskírt svo hægt sé að mæla með
leysitækinu. Eiríksjökull og Snæ-
fellsjökull voru mældir í tilrauna-
skyni í upphafi verkefnisins 2008.
Síðan er búið að kortleggja Hofs-
jökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjallajökul
og stóran hluta af suðaustanverðum
Vatnajökli; Öræfajökul, Breiða-
merkurjökul og Hornafjarðarjökla.
Þá hafa erlendir samstarfsaðilar
kortlagt megnið af Langjökli.
Margvísleg hagnýting
Litið er á verkefnið sem fram-
lag til alþjóðlegra rannsókna á jökla-
breytingum vegna hnattrænnar
hlýnunar. Þá eru nákvæm kort
nauðsynleg til þess að meta rennsl-
isleiðir vatns og vatnasvið á jöklum.
Einnig eru kortin mikilvæg til rann-
sókna á framhlaupum jökla og á
landlyftingu vegna minnkandi jök-
ulfargs og þau veita upplýsingar um
eðli ísflæðis og flæði jökla yfir botn-
landslag.
Loks má nefna að á síðustu ára-
tugum hafa ferðalög almennings um
jökla aukist mjög og því er mik-
ilvægt að bæði ferðafólk og ekki síst
björgunarsveitir hafi aðgang að ná-
kvæmum kortum af jöklum.
Eyjafjallajökull Askjan á toppi jökulsins sést vel og gígarnir sem gaus úr
í vor innan hennar. Einnig sést hraunstraumurinn til norðurs niður Gíg-
jökul og farvegir jökulhlaupa til suðurs og norðurs.
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÖgmundurJónassonhefur
brugðist harka-
lega til varnar
fyrir ráðningu
sína á manni sem
verið hefur aðstoðarmaður
tveggja af ráðherrum vinstri
grænna í stöðu skrifstofu-
stjóra. Ögmundur hefur með-
al annars bent á að eðlilegt sé
að ráðherra hafi ráðning-
arvaldið, enda þurfi stjórn-
málamenn að standa öðrum
skil gerða sinna.
Þetta er út af fyrir sig rétt
hjá Ögmundi og þeir sem
hafa uppi kröfu um aukið lýð-
ræði og aðhald að stjórnsýsl-
unni ættu fremur að vilja að
ráðherrar skipi í stöður en
ósýnilegar nefndir eða ráð
sem enga ábyrgð bera.
Fleira skiptir hins vegar
máli í þessu sambandi. Nefna
má að ríkisstjórninni hefur
tekist þannig til við manna-
ráðningar að nú er svo komið
að allar ráðningar hennar eru
tortryggðar. Misbeiting ráð-
herra núverandi ríkisstjórnar
á valdi sínu hefur verið slík
að engum dettur lengur í hug
að eðlileg sjónarmið ráði við
veitingar embætta.
Meðal annars þess vegna
vakna spurningar þegar ann-
ar umsækjandi um fyrrnefnda
skrifstofustjórastöðu, sem að
öllu leyti virðist hæfur, kvart-
ar yfir því að hafa ekki einu
sinni verið boð-
aður í viðtal.
Hvernig stendur á
því að Ögmundur
sá ekki ástæðu til
að boða viðkom-
andi umsækjanda
í viðtal?
Annað sem máli skiptir í
þessu sambandi er að rík-
isstjórnin hefur sagst vilja
fylgja allt annarri stefnu en
Ögmundur lýsir. Rík-
isstjórnin lætur sem hún ætli
að fara einhverjar allt aðrar
leiðir við mannaráðningar eða
skipanir í embætti og hefur
sett á fót nefndir til slíkra
verka.
Eftir misbeitingu Árna
Páls Árnasonar, þáverandi fé-
lagsmálaráðherra, í sambandi
við ráðningu hjá Íbúðalána-
sjóði hefur til að mynda verið
skipuð ráðningarnefnd til að
freista þess að leysa vandann
sem misbeitingin skapaði. Og
nú hefur ríkisstjórnin auglýst
eina slíka nefnd vegna skip-
unar ráðuneytisstjóra í nýju
velferðarráðuneyti. Eftir það
sem á undan er gengið er rík-
isstjórnin sannfærð um að án
slíkrar nefndar treysti enginn
þeirri stöðuveitingu.
Orð og gjörðir ríkisstjórn-
arinnar eru þannig út og suð-
ur í þessum efnum. Á meðan
hefur almenningur ekki við
neitt annað að miða en
reynsluna. Og hún er ekki
góð.
Ráðherrar hafa
ítrekað misbeitt
valdi sínu við
mannaráðningar}
Slæm reynsla af
mannaráðningum
FramgangaBaugs-
miðlanna og þjón-
ustan við ríkis-
stjórnarflokkana
virðist ekki eiga
sér nein takmörk.
Hver skyldi skýr-
ingin vera á því? Eftir að ríkis-
stjórnin mætti daginn eftir úti-
fundinn mikla tómhent á fund
sem hún sjálf hafði boðað með
stjórnarandstöðunni hafa
þessir miðlar spunnið ótt og
títt um mætingarleysi
Sjálfstæðisflokksins! Ekki um
hina tómhentu forystu
ríkisstjórnarinnar. Ekki um
gagnslausa sýndarfundi um
viðfangsefni sem hafa verið til
staðar í tæp tvö ár. Ekki um
yfirlýsingar formanna stjórn-
arflokkanna um að meira megi
ekki gera fyrir skuldugt fólk,
sem þeir kenndu AGS um en
voru þeirra eigin yfirlýsingar
og fyrirheit til AGS. Og þegar
sömu forystumenn engjast
undan málefnalegri gagnrýni,
þá er birt furðufrétt á forsíðu
Baugsfrétta um að sérstakur
hefndarhópur sem
fjármálaráðherr-
ann hafi á launum í
ráðuneyti sínu sé
að leita leiða til að
koma fjárhagslegu
höggi á andstæð-
inga ráðherrans.
Þetta siðlausa samspil rík-
isstjórnarforkólfanna og
Baugsmiðlanna hræðir ekki
nokkurn mann. En það er
býsna athyglisvert. Mönnum
er enn í minni hin skaðvænlega
framganga Baugsmiðla á ár-
unum 2005-2009, sem hjálpaði
þeim sem rústuðu efnahag Ís-
lands að komast upp með það.
En þá var samstarf um þau
skemmdarverk aðeins bundið
við annan þáverandi stjórnar-
flokk. Nú er það við þá báða.
Þá var hægt að láta eins og
menn vissu ekki við hvers kon-
ar pappíra væri að eiga en nú
vita það allir og um hinn óg-
urlega skaða sem þeir bera
meginábyrgð á. Því vekur
þetta samspil nú ekki aðeins
furðu heldur beina fordæm-
ingu.
Náið samstarf
Baugsliðsins og rík-
isstjórnarflokkanna
er býsna ónotalegt
fyrir þjóðina}
Sækjast sér um líkir
A
thyglisverð úttekt var í DV í upp-
hafi mánaðar þar sem farið var
yfir það hvað veldur því að mun
algengara er að nauðgunarmál séu
felld niður en að gefin sé út ákæra.
Á síðasta ári voru 66% nauðgunarmála felld
niður hjá ríkissaksóknara. Í ofanálag er vitað
mál að stór hluti þolenda kynferðisofbeldis leitar
aldrei til lögreglu. Þetta þýðir að í yfirgnæfandi
meirihluta nauðgunarmála nær réttlætið aldrei
fram að ganga og flestir nauðgarar þurfa aldrei
að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
Því er eðlilegt að vera vakandi yfir því hvort
eitthvað megi betur fara, því þótt ljóst sé að
nauðgunarmál eru flókin og sönnunarstaða erfið
hafa samt miklar framfarir orðið síðustu ár og
áratugi til að bæta réttarstöðu og viðhorf til þol-
enda kynferðisofbeldis og ekki fráleitt að vona
að við séum enn á þeirri vegferð miðri.
T.d. er ekki langt síðan sjálfsagt þótti að karlar gætu
komið fram vilja sínum gagnvart konum nánast hvenær
sem er óháð samþykki þeirra. Það má gefa sér að í gegnum
söguna hafi fjölmargar konur upplifað nauðgun án þess að
kunna endilega að koma því í orð eða vekja athygli á því,
slíkt var einfaldlega hlutskipti kvenna í þessum heimi. Í dag
á hins vegar að heita að konur búi við kynfrelsi og í þessu
nýfengna frelsi felst að konur mega stunda kynlíf þegar
þær vilja en líka hafna kynlífi þegar þær vilja það ekki.
Þetta með vilja kvenna er samt ennþá eitthvað á gráu
svæði. Allavega virðast lögin telja að ganga megi að því vísu
að konur vilji alltaf fá karla upp á sig nema þær
taki annað sérstaklega fram og það helst með
sem háværustum hætti. Samkvæmt íslenskum
lögum skiptir ásetningur nefnilega meira máli
verknaðurinn sjálfur. Þannig virðist ekki nægja
að þolandinn upplifi nauðgun, það telst samt ekki
vera nauðgun nema gerandinn hafi ætlað sér að
nauðga. Og til þess að gerandinn átti sig á því að
hann sé að nauðga þarf þolandinn að segja hon-
um það. Þessu lýsir Valtýr Sigurðsson rík-
issaksóknari svona í viðtali DV: „Gerandinn verð-
ur að vita að hann sé að brjóta gegn henni þegar
hann framkvæmir þetta. Það er ekki nægjanlegt
til sakfellingar að viðhafa algjört passívitet. Slíkt
er ekki skilgreint sem mótmæli.“ Við þekkjum
það öll að siðferðiskennd er misjöfn og skilningur
manna á því hvernig þeir geti leyft sér að koma
fram við annað fólk ólíkur. Þess vegna setjum við
lagaramma utan um hvaða hegðun er samþykkt og hver
ekki. Í ólöglærðum eyrum mínum hljómar það sérkennilega
að láta skynjun glæpamannsins sjálfs á eigin framferði ráða
mestu um það hvort það teljist glæpsamlegt eða ekki og að
þolandinn þurfi að sanna að hann hafi ekki viljað láta brjóta
á sér. Eða þarf maður sem mætir öðrum á förnum vegi að
æpa „ég vil ekki að þú meiðir mig!“ í vitna viðurvist til að
ljóst megi vera að hann vilji sennilega ekki láta kýla sig í
andlitið? Kannski er þetta eitt af því sem þarf að skoða og
breyta í stað þess að yppa öxlum og láta eins og það sé ekk-
ert við því að gera að tugum kvenna sé nauðgað á Íslandi á
hverju ári án þess að refsað sé fyrir það una@mbl.is
Una
Sighvatsdóttir
Pistill
Meðvitað og ómeðvitað ofbeldi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Margir koma að jöklamælinga-
verkefninu og er heildarkostn-
aður við það sem af er um 40
milljónir króna. Tómas Jóhann-
esson segir það ráðast af fjár-
magni hvenær verkefninu lýk-
ur, en það hafi notið velvilja.
Mælingarnar eru skipulagð-
ar af Veðurstofunni og Jarð-
vísindastofnun HÍ, með stuðn-
ingi Landmælinga Íslands,
Rannsóknasjóðs Rannís, Orku-
rannsóknasjóðs Landsvirkj-
unar, Umhverfis- og
orkurannsóknarsjóðs Orku-
veitu Reykjavíkur og Vega-
gerðarinnar.
Sjálfar mælingarnar eru
gerðar af þýska landmælinga-
fyrirtækinu TopScan. Auk
þessara aðila hafa erlendir að-
ilar komið að verkinu og ný-
lega fékkst vilyrði fyrir stuðn-
ingi frá Loftslags- og
lofthjúpssjóði Norrænu ráð-
herranefndarinnar næstu þrjú
árin.
Kostnaður nú
40 milljónir
MARGIR KOMA AÐ MÁLI