Morgunblaðið - 13.10.2010, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010
✝ Hörður Haralds-son fæddist í
Vestmannaeyjum 11.
september 1929.
Hann lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 5. október
2010.
Foreldrar hans
voru hjónin Solveig
Soffía Jesdóttir hús-
móðir og yfirhjúkr-
unarkona, f. 12. októ-
ber 1897 á
Eyvindarhólum, A-
Eyjafjallahreppi, d. 6.
febrúar 1984 og Haraldur Eiríks-
son rafvirkjameistari, f. 21. júní
1896 í Vestmannaeyjum, d. 7. apríl
1986.
Bræður Harðar eru Eiríkur f. 12.
mars 1931, kennari og Ágúst Pétur
f. 13 október 1935, tæknifræðingur.
Hörður lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1951,
teiknikennaraprófi frá Myndlista-
og handíðaskólanum 1954 og cand.
oecon. prófi frá Háskóla Íslands
1955. Hörður var kennari við Sam-
vinnuskólann í Bifröst frá 1956-
lögum. Hörður var drátthagur,
skopmyndir hans hittu í mark.
Samhliða menntaskóla var hann í
myndlistarnámi hjá danska mynd-
höggvaranum Aage Edvin, síðan í
Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Þaðan lauk hann teiknikenn-
araprófi 1954. Hann hélt nokkrar
málverkasýningar, teiknaði meðal
annars áratugum saman myndir af
nemendum Samvinnuskólans í Bif-
röst í árbók þeirra, Ecce homo.
Einnig gerði hann Trölla, fyrstu
teiknuðu íslensku auglýsingakvik-
myndina fyrir sjónvarp. Hörður
var og liðtækur hljómlistamaður,
lærði ungur á gítar hjá Oddgeiri
Kristjánssyni í Eyjum og lék
löngum með skólahljómsveitum í
Bifröst. Hann hafði mikinn áhuga á
kvikmyndum og útvarpsleikritum,
en þeim safnaði hann af kappi.
Hann las mikið og hafði ómælda
ánægju af því að ferðast. Síðustu
áratugina naut hann samvistar,
vináttu og umhyggju æskuvinkonu
sinnar úr Vestmannaeyjum, Sig-
urbjargar Stellu Sigurðardóttur.
Undir lokin var Hörður vistmaður
á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund.
Hörður verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í dag, 13. október
2010, og hefst athöfnin kl. 15.
1992, þá var Sam-
vinnuskólinn orðinn
háskóli.
Hörður var
ókvæntur og barn-
laus.
Á fimmta áratugi
síðustu aldar var
Hörður í hópi frækn-
ustu frjálsíþrótta-
manna landsins,
margfaldur Íslands-
meistari í sprett- og
boðhlaupum. Hann
keppti við góðan
orðstír bæði innan-
lands og utan, var oft valinn í lands-
liðið, fyrst gegn Dönum 1950. 1951
var haldin í Osló landskeppni Norð-
manna, Dana og Íslendinga. Þar
sigruðu Íslendingar og Hörður var
stigahæsti keppandinn. Hann
keppti á Ólympíuleikunum 1952.
Glímufélagið Ármann var hans fé-
lag og keppti hann með boðhlaups-
sveitum þess vel fram yfir þrítugt.
12 ára gekk Hörður í Skátafélagið
Faxa í Eyjum. Eftir að hann fór
þaðan starfaði hann til æviloka í
flokki brottfluttra Eyjaskáta, Út-
Í dag kveðjum við kæran vin okkar,
Hörð Haraldsson.
Hörður kom inn í líf Stellu móður
minnar fyrir 17 árum. Þau voru jafn-
aldrar og höfðu verið bekkjarsystkini
í barna og gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja á sínum yngri árum.
Hörður var ljúfmenni. Hann var
hógvær og kurteis, en engu að síður
óvenjumiklum hæfileikum gæddur.
Hann var afbragðs teiknari. Hann
teiknaði m.a. skopteikningar af öllum
nemendum og kennurum fyrir ECCO
HOMO, skólablað nemenda Bifrast-
ar, þar sem Hörður starfaði sem
kennari allan sinn starfsaldur. Hörð-
ur hélt áfram að teikna eftir að hann
veiktist af Alzheimer-sjúkdómnum og
virtist það oft veita honum gleði og
stytta honum stundir. Eftir Hörð
liggja mörg stór og falleg listaverk
sem geyma munu minningu hans vel.
Hörður var músikalskur og frábær
gítarleikari. Það var ánægjulegt að
fylgjast með honum spila á gítarinn
sinn fyrir vistmenn og starfsfólk
Grundar, á 4a, eftir að hann var þó
orðinn það veikur að hann gat ekki
tjáð sig á annan hátt.
Á sínum yngri árum var Hörður
mikill íþróttamaður. Hann var ólymp-
íufari, 100 og 200 metra hlaupari, og á
seinni árum göngugarpur hinn mesti.
Hann var óvenju hávaxinn og í sér-
lega góðu líkamlegu formi alla tíð.
Það var gæfa Harðar að tengjast
Stellu svo góðum vinarböndum. Þau
áttu góð ár saman. Ferðuðust bæði
innanlands og utan, sóttu leikhús,
myndlistasýningar, söfn og aðra
menningarviðburði, auk þess að njóta
samskipta við fjölskyldu Stellu. Hörð-
ur eignaðist sjálfur hvorki börn né
fjölskyldu, en eftir að samband hans
við Stellu hófst varð hann hluti af okk-
ar fjölskyldu og varð eðlilegur hluti af
okkar lífi á gleði og hátíðarstundum
svo og í hvunndagslífi. Hörður var
einstaklega barngóður og fékk strax
hlutverk afans á okkar heimili þar
sem Embla dóttir okkar var þá 5 ára
og eignaðist hún kæran vin og afa þar
sem Hörður var. Það vakti oft aðdáun
mína hversu viljugur og ósérhlífinn
Hörður var þegar kom að leikjum og
uppátækjum Emblu. Alltaf var Hörð-
ur til í feluleik, hlutverkaleik eða ann-
að sem litla vinkona hans stakk upp á.
Þau nutu sín svo vel saman.
Eftir að Hörður var orðinn sjúkur
og kominn á Grund heimsótti Stella
hann flesta daga og annaðist hann af
mikilli elsku og alúð.
Við fjölskyldan, Uggi, Embla, Ísold
og Úlfur sendum starfsfólki Alzheim-
er-deildar Grundar okkar innilegustu
þakkir fyrir alla þá ósérhlífni, alúð og
hjúkrun sem þau veittu Herði í veik-
indum hans
Hvíl í friði, kæri Hörður.
Margrét Guðnadóttir.
Eftir ævilanga viðkynningu og
góða vináttu langar mig að minnast
frænda míns Harðar Haraldssonar.
Fyrsta sameiginlega minningin er frá
því ég var send í pössun til foreldra
Harðar en móðir hans var móðursyst-
ir mín. Bjuggu þau á Steinsstöðum í
Vestmannaeyjum. Steinsstaðir voru
ævintýrastaður sem stóð fyrir utan
bæinn. Bærinn stóð við álfhól sem
virðing var borin fyrir. Þar voru mörg
skemmtileg leikföngin sem voru
heimagerð af foreldrum þeirra sem
voru bæði hagleiksfólk. Þau smíðuðu,
saumuðu, prjónuðu og hekluðu ótrú-
lega skemmtilega hluti. Þarna naut
ég mikillar góðmennsku og maturinn
var einstakur. Hörður var fyrsta
barnabarn Jes A. Gíslasonar, og varð
honum að orði er hann horfði á litla
drenginn í baði og sá kröftugar hreyf-
ingar hans: „Hann verður góður
sundmaður.“ Afi var sannspár um
íþróttagetuna en það var ekki sundið
heldur hlaupin sem áttu hug hans all-
an. Á leiðinni milli Steinsstaða og
skólans voru nokkrar forynjur sem
betra var að rekast ekki á. Hann
spretti því ætíð úr spori. Nítján ára
var hann einn af sex Íslendingum sem
höfðu hlaupið 100 metrana á innan við
11 sekúndum. Hann setti Íslandsmet í
hlaupum og var í hópi frjálsíþrótta-
manna sem báru hróður Íslands víða í
kringum 1950. Hörður keppti fyrir Ís-
lands hönd á Ólympíuleikunum í
Helsinki árið 1952.
Fjölskylda Harðar bjó á Ásvalla-
götu 18, eftir að þau fluttu til Reykja-
víkur. Þar vorum við systkinin ætíð
velkomin. Sérstaklega voru jólaboðin
eftirminnileg. Á jóladag var jólaboð
hjá okkur og var þá mikið spilað en á
annan í jólum fórum við til þeirra. Það
var hreint ótrúlegt hverju þeir bræð-
ur gátu fundið upp á til að skemmta
okkur. Þeir léku leikrit, fluttu tónlist,
sýndu kvikmyndir og útvörpuðu úr
heimagerðri útvarpsstöð. Þetta voru
þættir sem fjölluðu um fjölskylduna
og þá sérstaklega yngstu meðlimina.
Hann var viðskiptafræðingur og
gerðist kennari í Bifröst og kenndi
þar í mörg ár. Ég kenndi í Borgar-
nesi. Hittumst við oft á þessum tíma.
Það kom fyrir að hann hljóp frá Bif-
röst niður í Borgarnes. Við áttum
margar skemmtilegar stundir saman.
Hann tók þátt í mínum fyrsta kleinu-
bakstri og skemmtum við okkur vel.
Mikið var spjallað og þá sérstaklega
um kvikmyndir, bókmenntir og listir
en þetta voru sameiginleg áhugamál
okkar beggja. Hörður var fær mynd-
listarmaður og sýndi víða verk sín. Á
efri árum var hann svo lánsamur að
eignast góða vinkonu hana Stellu. Það
var mikil gæfa Harðar að kynnast
þessari stórkostlegu og hjartahlýju
konu og hennar fjölskyldu. Hún stóð
við bakið á Herði með vináttu og hlýju
fram á síðustu stundu. Síðast hitt-
umst við þegar hann varð áttræður.
Afmælisveislan var haldin heima hjá
Stellu og var það falleg og notaleg
stund. Ég sendi mínar bestu samúð-
arkveðjur til fjölskyldu Stellu og
bræðranna; Eiríks og Péturs og fjöl-
skyldna þeirra.
Hildur Þorsteinsdóttir.
Kveðja frá Útlögum
Í dag kveðja Útlagar félaga sinn
Hörð Haraldsson kennara sem and-
aðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund 5. október sl.
Hörður fæddist í Vestmannaeyjum
11. september 1929 og átti heima á
Steinsstöðum fyrir ofan Hraun. Löng
leið er neðan úr kaupstaðnum þangað
upp eftir. Faðir Harðar, Haraldur Ei-
ríksson, reisti húsið og fór á milli á bíl
sínum. Þegar veðrið var gott kusu
drengirnir heldur að ganga heim en
bíða eftir pabba. Þegar Hörður var í
efsta bekk barnaskólans flutti fjöl-
skyldan niður í bæ og tók á leigu íbúð
í Vöruhúsi Einars Sigurðssonar og þá
breyttist margt, stutt ganga í skól-
ann, á skátafund, í spilatíma til Odd-
geirs Kristjánssonar og til vina og
ættfólks.
Uppvaxtarárin í Eyjum liðu við
leiki og störf og skólagangan var
markviss, fyrst barnaskólinn og svo
gagnfræðaskólinn og þegar kom að
framhaldsnámi fór Hörður til
Reykjavíkur ásamt móður sinni Sol-
veigu Soffíu Jesdóttur og bræðrum,
Eiríki og Pétri og settist í Mennta-
skólann í Reykjavík 1947 að afloknu
landsprófi við Héraðsskólann á Laug-
arvatni. Lauk stúdentsprófi 1951,
teiknikennaraprófi frá Handíðaskól-
anum 1954 og viðskiptafræðiprófi frá
Háskóla Íslands 1955. Varð svo kenn-
ari við Samvinnuskólann á Bifröst
1956 og endaði starferil sinn þar 1992
sem háskólakennari. Fór þá á eftir-
laun.
Á meðan á námi stóð vann Hörður
fyrir sér í fiskvinnu, vegavinnu, bók-
haldi og endurskoðun og síðar veiði-
vörslu við Norðurá í Borgarfirði.
Hörður gekk í Skátafélagið Faxa,
þegar hann hafði aldur til. Forystu-
menn félagsins voru allir nátengdir
Herði: Friðrik Jesson, fyrsti fé-
lagsforingi var móðurbróðir hans,
Þorsteinn Einarsson, sá næsti var
kvæntur móðursystur hans og þriðji
séra Jes A. Gíslason var afi Harðar.
Allir voru þeir kennarar og höfðu
mikil og mótandi áhrif. Hörður fór
tvisvar í Skátaskólann á Úlfljótsvatni
og hafði Eirík bróður sinn með sér í
seinna skiptið. Til liðs við Útlaga,
flokk Eyjaskáta í Reykjavík, gekk
hann 1947 og var þar á meðan heilsan
leyfði í meira en 60 ár. Útlagar minn-
ast Harðar sem ljúflings og lista-
manns. Hann lagði alltaf gott til mála
og lék á gítar á samkomum og stjórn-
aði fjöldasöng. Í viðverubók flokksins
eru fjölmargar pennateikningar
Harðar og skopmyndir af flokks-
bræðrum hans.
Hörður var víðförull. Notaði sum-
arfríin til náms og uppbyggingar. Var
á sumarskóla í Austurríki og nam
þýsku, kynnti sér kvikmyndasöfn í
París og myndlist í Madríd. Fór líka
til fjarlægari landa, t.d. Jamaica og
Hawaiieyja.
Á íþróttasviðinu skaraði Hörður
fram úr. Var einn af mestu hlaupur-
um landsins um miðja síðustu öld.
Keppti á Ólympíuleikum í Finnlandi
1952 og oft með landsliði Íslands í
frjálsum íþróttum. Við félagarnir dáð-
umst að afrekum hans en undruð-
umst oft að þessi sallarólegi félagi
okkar væri slíkur spretthlaupari. Nú
hefur hann runnið skeiðið á enda.
Við minnumst hans með þökk og
virðingu og sendum Sigurbjörgu, vin-
konu hans, og Eiríki og Pétri og fjöl-
skyldum samúðarkveðjur. Minning
um góðan dreng lifir.
Óskar Þór Sigurðsson.
Það er alveg dæmalaust hvað tím-
inn getur verið afstætt hugtak. Í
minningunni eru atburðir liðinna ára
tiltölulega mun nær samtímanum en
þeir eru í raunveruleikanum. Þannig
hafði ég ekki eiginlega gert mér grein
fyrir því að hartnær hálf öld er frá
fyrstu kynnum okkar Harðar og rúm-
lega fjörutíu ár frá því við unnum náið
saman sem samkennarar við Sam-
vinnuskólann í Bifröst.
Hörður Haraldsson var mörgum
hæfileikum búinn. Hann var um mið-
bik síðustu aldar afburða spretthlaup-
ari, einn af gulldrengjunum svoköll-
uðu sem gerðu garðinn frægan bæði
hér á landi og erlendis. Þá var Hörður
ágætur listamaður, teiknaði m.a. alla
nemendur Samvinnuskólans í Ecco
Homo, rit um brautskráða nemendur
sem kom út árlega í lok skólaárs.
Hörður var ekki síður flinkur gítar-
leikari, lék oft með skólahljómsveit-
um á Bifröst, auk þess var hann lið-
tækur sem banjóleikari. Síðast en
ekki síst var Hörður farsæll kennari
og vinsæll af nemendum skólans og
öllu samstarfsfólki. Hörður og Sam-
vinnuskólinn á Bifröst voru eiginlega
ein samofin heild.
Varla verður svo minnst á skóla-
starfið á Bifröst á þessum árum að
nafn Harðar komi ekki upp í hugann,
enda kenndi Hörður við skólann, eig-
inlega allan sinn starfsferil eða frá því
að hann brautskráðist sem viðskipta-
fræðingur frá Háskóla Íslands og þar
til hann hætti störfum sökum aldurs.
Ég sérstaklega ánægður með að hafa
heimsótt Hörð nú í haust á Hjúkr-
unarheimilnu Grund, en á því ágæta
heimili dvaldi Hörður hin seinni ár,
þar sem hann háði erfiða baráttu við
Alzheimersjúkdóminn. Nú er þeirri
baráttu lokið og Hörður kominn á
annað tilverustig, laus úr viðjum sjúk-
dómsins. Við Kristín sendum Stellu
og öllum vandamönnum Harðar okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Hrafn Magnússon.
Nám í heimavistarskóla reynir ekki
aðeins á kunnáttu í námsfögum, það
vita allir sem reynt hafa. Nemendur
bindast sterkum böndum sem líkja
má við þátttöku í stórri fjölskyldu.
Við sem hófum nám í Samvinnu-
skólanum í Bifröst haustið 1962 urð-
um skyndilega hluti af samhentri fjöl-
skyldu kennara, nemenda og
starfsfólks. Hverjum og einum var
ætlað hlutverk og allir lögðu sig fram
um að skila því sem best. Við vorum
svo lánsöm að koma inn í tiltölulega
ungt samfélag í Bifröst. Kennararnir
voru ungir og kraftmiklir, allir stað-
ráðnir í að manna okkur og mennta. Í
hópi þeirra voru afreksmenn í íþrótt-
um, Vilhjálmur Einarsson í þrístökki,
og sá sem við kveðjum í dag, Hörður
Haraldsson hlaupari.
Hörður var einstaklega dagfars-
prúður maður og náði sínu fram án
þess að vera að æsa sig yfir hlutunum.
Þetta kunnum við að meta, og ég held
að mér sé óhætt að segja að ómeð-
vitað hafi Hörður náð því að vera vin-
ur okkar allra, var einfaldlega einn úr
hópnum.
Hljómsveit skólans var gott dæmi
þar um. Vorið 1962 brautskráðust all-
ir hljómsveitarmenn skólaársins
1961-1962, og úr vöndu var því að
ráða haustið eftir. Svo fór að við tók-
um okkur nokkur saman og hófum
æfingar undir stjórn Gylfa Gunnars-
sonar. Fljótt kom í ljós að við þyrftum
að styrkja „bandið“, og hvað var þá
eðlilegra en að leita til Harðar. Það
vantaði góðan mann á rafmagnsbass-
ann. Hörður tók beiðninni af stóískri
ró, og við vorum alsæl með liðsauk-
ann. Aldrei fundum við neinn stétt-
armun á Herði og okkur hinum, öll
staðráðin í að láta þetta samvinnu-
verkefni ganga sem best. Það tókst
held ég ótrúlega vel og við vorum far-
in að spila á dansleikjum snemma um
veturinn. Þann 1. febrúar lékum við
meira að segja nokkur lög í útvarpinu
þegar skólinn var þar kynntur.
Hörður tók þátt í þessu af lífi og sál,
og lét ekki sitt eftir liggja næsta vetur
þegar bítlalögin tóku völdin og voru
æfð og leikin. Þau vöfðust ekkert fyrir
honum.
Fyrir allt þetta góða samstarf við
Hörð er ég þakklátur, og fyrir hönd
okkar allra sem áttum með Herði
ánægjulegar og gefandi samveru-
stundir í Bifröst færi ég bræðrum
hans og öðrum ástvinum hugheilar
samhryggðarkveðjur.
Blessuð sé minning Harðar okkar
Haraldssonar.
Óli H. Þórðarson.
Í dag er Hörður Haraldsson, sam-
starfsmaður í nítján, ár borinn til
grafar. Þó að fundum fækkaði og
samskiptaleiðir væru að miklu rofnar
varaði vináttan og þær minningar
sem við áttum saman frá glöðum og
innihaldsríkum árum í Bifröst.
Haustið 1956 réðst hann kennari
við Samvinnuskólann sem þá var á
öðru starfsári í nýjum heimkynnum.
Mótun náms og starfshátta á nýjum
stað var krefjandi viðfangsefni. Verk-
efni Harðar voru þó í raun nýstárlegri
og flóknari en annarra, því að aðal-
kennslugreinar hans, rekstrar- og
þjóðhagfræði, höfðu til þessa aðeins
verið kenndar í Háskóla Íslands og
nokkuð í Verslunarskólanum. Í
rekstrarhagfræði þurfti að styðjast
við bækur á erlendu máli. Er ljóst að í
upphafi hafi það ekki verið auðveld
glíma að koma til skila inntaki efnis
og skýra fyrir nemendum ný og fram-
andi hugtök.
Það verkefni leysti Hörður með
ágætum og tók upp ýmsa nýbreytni
til að stuðla að skilvirkara starfi.
Einnig leiðbeindi hann um grundvall-
aratriði í gerð auglýsinga. Þar naut
sín listmenntun hans og smekkvísi.
Starf hans í Bifröst varð ekki enda-
sleppt. Hann kenndi þar til vors 1993.
Þó að nafni skólans og markmiðum
væri breytt, gerðu þekking hans og
reynsla og hve vel hann fylgdist með í
fræðunum honum auðvelt að laga
kennslu sína að kröfum nýrra að-
stæðna.
Lífið í Bifröst var ekki bara vinna
og nám, lögð var áhersla á hreyfingu
og útivist, félagslíf var jafnan blóm-
legt með reglulegum málfundum,
kvöldvökum og dansæfingum. Hörð-
ur var afreksíþróttamaður, léttur í
spori og naut þess að hreyfa sig.
Hann var líka virkur og lifandi þátt-
takandi í félagslífi staðarins, spilaði á
gítar og mandólín og lék allnokkra
vetur með hljómsveit skólans, en
hljómsveit var sjálfsögð nauðsyn fyrir
þjálfun hljóðfæraleikara og til að
leika fyrir dansi og við önnur tæki-
færi. Þar naut hinn hægláti kennari
sín vel sem virkur félagi mun yngri
nemenda. Þessum þætti í fari hans
fengum við einnig að kynnast í fé-
lagslífi sveitarinnar. Hann lék undir
söng á þorrablótum, bæði með hópum
og sem meðleikari við söngva í revíu.
Ekki fannst ljúfari maður í samstarfi
og hann kunni vel að meta, ef góm-
sætur biti var tiltækur er tekið var hlé
á æfingu.
Hörður Haraldsson
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista